Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1989, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989.
37
Skák
Jón L. Árnason
Á heimsbikarmótmu í Skelleftea kom
þessi staöa upp í skák Armenans Vaganj-
ans og Englendingsins Shorts sem hafði
svart og átti leik:
38. Rd4 og hvitur nær festu í stöðunni.
Eftir að f-peðið fellur losnar um leið góð-
ur reitur fyrir riddarann á e4. Vaganjan
reynir að forða peðinu en með slæmum
afleiðingum: 38. f4? c3 +! Nú tapar hvitur
óhjákvæmilega manni því að ef 39. Kxc3,
þá 39. - Re4+ og drottningin fellur. 39.
Dxc3 Dxe2+ og Short vann létt.
Síðasta umferð mótsins verður tefld á
morgun. Þá tefla m.a. Nikolic og Kasp-
arov, Karpov og Andersson og Húbner
og Short.
Bridge
ísak Sigurðsson
í bókinni „The Best of Eddie Kantar"
talar höfundur um hversu gjamir margir
góðir spilarar eru á að fá færri slagi en
þeir sem minna kunna fyrir sér. Hann
tiltekur þar mörg dæmi og hér er eitt
þeirra. Það kom fyrir í tvímennings-
keppni þar sem flestir spilarar voru
sterkir. Allflestir spiluðu sex spaða á NS
hendumar og fengu ýmist tígul eða
hjarta út:
♦ ÁIO
V K65
♦ ÁK97
+ D1087
* 9
V D108
♦ G832
+ K6543
♦ KD87652
V G2
♦ --
+ ÁG92
m U43
V Á9743
♦ D10654
Þeir sem fengu út hjartaás og meira
hjarta fóm allir niður. Spilið spilaðist þá
þannig. Drepið á kóng, spaðakóngur og
ás tekinn, tveimur laufum hent í ÁK í
tígli og laufi svínað. Vestur ákvað að
henda trompi í þá svíningú. En tígulút-
spil auðveldaði sagnhöfum mjög samn-
inginn. Sagnhafar hentu hjarta í tígulás,
tóku spaðakóng og ás og hentu síðara
hjartanu í tígulkóng. Nú var aðeins að
trompa hjarta heim, taka síðasta trompið
og gefa rólega einn slag á lauf. En freist-
ingin til að vinna sjö var of mikil. Allir
spilaramir í áðumefndum tvímenningi
reyndu að svína laufi eftir að hafa tekið
tromp tvisvar og losað sig við hjörtun
heima. Þeir fengu, verðskuldað, tromp-
un, vömin skilaði rauðum lit til baka og
sagnhafar vom neyddir til að gefa síðar
á laufkóng. Græðgin varð örygginu yfir-
sterkari.
Krossgáta
r~ □ (C7
1 L
IO II □
ii W* 1
Ib' "1 Up 1? 5T"
20 1 J
V □
Lárétt: 1 tóbak, 5 vindur, 7 egg, 8 hreysi,
10 tíðast, 12 synji, 14 skóli, 15 veiöa, 17
veiðarfæri, 20 dánir, 21 hóps.
Lóðrétt: 1 þannig, 2 deila, 3 bjálfl, 4 kúg-
un, 5 ótíðin, 6 tíðum, 9 angur, 11 kámaöi,
13 styrki, 14 laupur, 16 hjálp, 18 traust,
19 píla.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 spjöld, 8 tía, 9 Lára, 10 án, 11
risar, 13 taðan, 15 sa, 16 náin, 18 æli, 20
atriðiö, 21 rakri, 22 ón.
Lóðrétt: 1 státnar, 2 pína, 3 jarðir, 4 öli,
5 lá, 6 drasli, 7 bara, 12 snæöi, 14 anir,
17 áta, 19 iðn.
ItMsf ,.,0
Þegar ég hugsa um það hvað þú gerðir við bílinn
gæti ég öskrað.
LaJli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarflörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 15500,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísaflörður: Slökkvilið sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusfa apótek-
anna í Reykjavík 1. - 7. september 1989 er
í Ingólfsapóteki og Lyfjabergi, Hraunbergi
4, gegnt Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi.
Það apótek sem fyrr er nefnt annast
eitt vörsluria frá kl. 22 að kvöldi til kl.
9 að morgni virka daga en til kl. 22 á
sunnudögum. Upplýsingar um læknis-
og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opiö virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudagá til fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og til skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11166, Hafnar-
fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri,
sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miövikudögimi og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu em gefnar í símsvara
18888.
Borgarspitalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavik: Neyöarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni i síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15.30-16.30
Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alia daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alia daga kl.
15.30-16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: AUa daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vífilsstaðaspítali: AUa daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Vistheimilið Vífilsstöðum: Sunnudaga
kl. 15-17, fimmtudaga kl. 20-23, laugar-
daga kl. 15-17.
Vísir fyrir 50 árum
föstud. 1. september
Stórfelldar umbætur í Keflavík
Sjávarþorp í vexti, en önnur veslast upp
________Spakmæli___________
Bjartsýnismaðurinn sér örið
yfirsárinu, bölsýnismaðurinn
sérsárið undir örinu.
ErnstSchröder.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar-
tími safnsins er á þriðjudögum, fimmtu-
dögum, laugardögum og sunnudögum
frá kl. 14—17.
Ásgrímssafn, Bergstaðastiæti 74: Op-
ið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga
og laugardaga kl. 13;30-16.
Árbæjarsafn: Opið alla daga kl. 10-18
nema mánudaga. Veitingar í Dillons-
húsi.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir viðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miövikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Allar deildir eru lokaðar á laugard. frá
1.5.-31.8.
Listasafn fslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 11-17.
Listasafn Einars Jónssonar er opiö
alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga kl. 11-17.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið laugard. og sunnud.
kl. 14-17 og mánudaga til fimmtudaga
kl. 20-22.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 14.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánu-
daga til laugardaga kl. 13-19. Sunnu-
daga 14-17.
Sjóminjasafn Islands er opið alla daga
nema mánudaga kl. 14-18. Tímapantan-
ir fyrir skólafólk í síma 52502.
Þjóðminjasafn fslands er opið þriöju-
daga, fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga, frá kl. 11-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamarnes, sími 686230.
Akureyri, sími 22445.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 51336.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa-
vogur, sími 27311,
Seitjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel-
tjamarnes, sími 621180,
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11088 og 11533.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Simabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, simi
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sigþurfa
að fá aöstoð borgarstofnana.
TOkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega. ,
Síjömuspá
Spáin gildir fyrir laugardaginn 2. september
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Kannaöu upplýsingar sem þú færð áður en þú tekur að fullu
mark á þeim. Happatölur em 12, 19 og 34.
Fiskarnir (19, febr.-20. mars.):
Þótt þú helst vildir ættir þú ekki að taka að þér verkefni
annarra. Láttu ekki treysta um of á þig.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Kynntu þér aðstæður mjög gaumgæfilega áður en þú sam-
þykkir eitthvað. Gerðu ekki eitthvað sem þú þarft að sjá
eftir seinna.
Nautið (20. apríl-20. maí):
Sóaðu ekki visku þinni á þá sem ekki vilja. Það veldur bara
árekstmm og leiðindum.
Tvíburarnir (21. maí-21. júni):
Hresstu þig við og gerðu eitthvað fyrir sjálfan þig. Ástarmál-
in em í miklum blóma.
Krabbinn (22. júni-22. júlí);
Gerðu ekki of mikiö úr málunum í dag. Málamiðlun er senni-
lega besti kosturinn. Happatölur em 1, 14 og 26.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Hlustaðu á það sem aörir hafa að segja hvort sem það er þér
í hag eða ekki. Leiðréttu misskilning strax ef um slíkt er að
ræða.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Fréttir sem þú færð hafa mikið að segja í dag. Gættu að
hvað þú segir og hvemig þú segir það við aðra.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Þú verður að bregða skjótt við einhveiju óvæntu í dag. Taktu
þátt og vertu ekki bara áhorfandi.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Þú hefur ástæðu til að vera bjartsýnn. Taktu þér tíma til að
skoða aðstæður og framkvæmdu eftir útkomunni.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Veldu sjálfur hvað þú vilt, láttu ekki aðra draga þig í eitt-
hvað sem þú vilt ekki. Anaðu ekki í eitthvað í fljótrceði.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Gerðu eitthvað sérstakt fyrir einhvem sem þér þykir vænt
um. Haltu þér í góðum samböndum því þau gera mikið fyrir
þig-