Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989. 25 BOar við borð og sofið í almennilegu rúmi. Afturámóti eru þau töluvert þung- lamalegri og virðist sem öflugri bíla þurfi til að draga þau. Svo er maöur aUtaf að heyra sögur um að þau fjúki þar sem menn eru með þau á ferð. Samt veit ég um nokkur hjólhús sem komin eru talsvert til ára sinna og eru ófokin enn. Ég skal játa að ég hef verið að líta í kringum mig upp á síðkastið eftir einhvers konar ferðabústað sem ger- ir ferðamanninum kleift að lifa aö mestu eða öllu leyti eins og uppréttri veru þó hann láti fyrirberast úti í náttúrunni. Ég hef skoðað nokkra. tjaldvagna og meira að segja nokkur hjólhús. En allt kostar þetta nokkuð og ég hef ekki orðið var við að pen- ingar spretti í vösum mínum. Rétt svo að ég hafi við Ólafi Ragnari og hans nótum. Þessar tvær myndir sýna mismun á dag- og næturfrágangi. Annars vegar er borðið uppi og tveir tveggja manna bekkir báðum megin við. Hins vegar hefur borðplatan veriö færð niður og myndar þá rúmbotn en púðarnir úr bekkjunum mynda prýðilegt tveggja manna rúm, nægilega langt fyrir fullorðna. „Uppáþína ef það fýkur" Þess vegna var ég ekki seinn að samþykkja þegar það bar á góma við einn hjólhúsinnflytjandann að skreppa í smáferð með hjólhús frá honum í eftirdragi. „01ræt,“ sagði ég. „Ég skal gera það - upp á þína ef það fýkur.“ Hann bara hló að þessum bama- skap. Fyrsta tilfinningin af því aö aka af stað þegar búið er að tengja svona 6 fermetra sumarbústað aftan í bílinn er að maður sé ofsóttur af Landleiða- rútu eða einhverri frænku hennar. Manni bregður í brún þegar Utið er í baksýnisspegilinn og það er eins og eitthvert farartæki sé svo að segja að mola mann undir sér. Ekki er stórum betra aö líta í útispeglana. Þeir ná engan veginn út fyrir herleg- heitin. En þetta venst á fyrstu þrjúhundr- uð metrunum. Maður lærir að draga gluggatjöldin frá gluggunum framan á og aftan á hjólhúsinu og horfa í gegnum það í baksýnisspeglinum. Þannig er í stórum dráttum hægt að vita hvort löng bílalest er að safnast upp á eftir manni og þar með hleypa henni fram úr þegar færi gefst. Raun- ar má geta þess strax að margir sem á eftir fóru vantreystu mér út í æsar þó ég gæfi þeim merki með stefnu- ljósinu um að þeir gætu farið fram úr núna - fóru hvergi heldur lötruðu á eftir kílómetrum saman. - Þetta var með því óþægilegasta við að ferðast með hjólhús. Hnökralaust í drætti Hjólhúsið sem ég fór með í dálitiö ferðalag á dögunum er af gerðinni Predom N-126, pólskt að uppruna. Það er eitthvert allra ódýrasta húsið á markaðnum. Yfirbyggingin er öll úr plasti en undirvagninn úr galvan- húðuðu jámi og afar traust að sjá, hjól eru 13 tommu á snerilfjöðrum. Að því best varð séð er fjöðrunin á húsinu fjarska góð og ég varð aldrei var við að það skoppaði hið minnsta eða kastaðist til, og voru þó ekki all- ir vegir, sem ég fór með, það kjörveg- ir. Hemlabúnaður er í beislinu þann- ig að þegar húsið leggst að bilnum sem dregur það, svo sem þegar heml- að er á honum, verkar það átak á hemlabúnað á húsinu sjálfu þannig að það hemlar og ýtir aldrei á bfiinn sem dregur það. Þessi búnaður hefur líka dempandi áhrif á tengshn við bíhnn (kúluna og kúluhaldið) þannig að þau heyrðust aldrei gjögta. , Eigin þyngd þessa húss er um 600 kíló. Megnið af þeirri þyngd er í beisl- inu og hjólabúnaðinum, svo og gólf- inu og þeirri innréttingu á því stend- ur - en það er mestur hluti hennar. Það þýðir að þyngdarpunktur hlýtur að vera lágur í húsinu sem aftur ger- ir það ónæmara fyrir vindi. Plastyfir- byggingin er fremur straumhmilög- uð með ávölum brúnum til að taka sem minnst á sig veður. Bætti ekki við meðaleyðslu Engu að síður varð ég þess var undir eins að eitthvað hékk aftan í bílnum mínum. Lada Niva (sem hér- lendis gengur undir dulnefninu Lada Sport) er ekki nema 78 DIN hestöfl Plasteign á hjólum. Húsið er ekki stórt en furðu haganlegt fyrir litla fjölskyldu. Eldhúsið er ekki stórt en nýtist vel. Annars vegar er vaskur en hins vegar tveggja hólfa gaseldavél. Meðfylgjandi eru hlífar til að reisa allt umhverfis eldavélina til að taka við ýringi af steikinni. - Þegar ekki er verið að nota eldhúsið leggjast lok yfir vaskinn og eldavélina. Rúmgott áhaldabox á beisiinu fram- an við húsið geymir rafgeymi þess og gasbrúsann og er samt aflögu- fært um rými. samkvæmt skoðunarvottorði, og þegar ég lagði upp í jómfrúferð mina með hjólhús í eftirdragi, í svo sem 3-4 stiga mótvindi, tókst mér ekki að aka nema í fjórða þar sem ég fer venjulega létthega í fimmta. Þegar ég fór í alvöru að ferðast kom enn betur í ljós að vindur hefur áhrif. Það þarf ekki nema strekkings- kalda á móti th að þess gæti greini- lega í drætti. Það er hins vegar marg- faldlega bætt upp á lensinu. Á nærri 600 khómetra akstri gekk það ekki nær Lödunni að hafa plasteign á hjól- um í eftirdragi en svo að meðaleyðsl- an varð aðeins lægri en í ferðalaginu sem ég fór næst á undan. Þá vorum við að vísu fjögur í bílnum (tvö núna) og með meiri farangur í bílnum og á toppgrind, en meiri akstur á óvegum heldur en nú. Að jafnaði átti ég mjög auðvelt með að halda leyfðum 70 km hámarks- hraða (nei, hann er ekki meiri með svona lagað í eftirdragi) - og vel það. Það var ekki fyrr en á heimleiðinni að það fór að taka í hnúkana. Farið hægt í hliðarvindi Hluta af þeirri leið lenti ég í ah- verulegu hvassviðri. Ég veit ekki um vindstigin, en tré svignuðu uggvæn- lega og fánar við bensínstöðvar sýndu svo ekki varö um vihst að vindurinn var að minnsta kosti næsta stig ofan við stinningskalda. Það kom líka fram á húsdrættinum. Brekka, sem ég renni upp húslaust í fimmta með fimm í bílnum ásamt farangri á toppgrind, kostaði mig annan gír í þetta sinn með vindinn skáhaht í fangið og hjólhúsið aftan í. Ég neita því ekki að ég var minnug- ur sagna um fokin hjólhús. Þess vegna fylgdist ég mjög vel með hús- inu. Aht í einu tók ég eftir að það var farið að shngra aftan í bhnum, slaga th á götunni. Ég var á 50. Ég snar- hægði á mér. Á mihi 35 og 40 hætti það að shngra. Ég gætti að rokinu - það var núna beint á hhð. Meðan þannig stóð á fór ég ekki upp fyrir 35 km hraða og aht fór vel. Þessi reynsla bendir th þess að hægt sé að varast hjólhúsafok, að éinhveiju verulegu leyti að minnsta kosti, með því að fara ekki of geyst með þau þegar einhver vindur er, og fylgjast vel með. Ég myndi því varast að vera á ferð með hjólhús eftir að dimmt er oröið, nema í thtölulega kyrru veðri. í myrkri er engin leið að fylgjast með því svo vel sem ég tel nauðsynlegt að gera þegar kominn er stinning- skaldi eða meira. Prýðileg gisting Hvað aðbúnað snertir er hjólhús prýðheg gisting. Með það er hægt að fara út fyrir veg ótrúlega viða og finna sér góðan næturstað. Hand- bremsa á húsinu tryggir að það stendur kyrrt, og svo er sinn tjakkur- inn undir hveiju horni svo auðvelt er að rétta það af þangað th það stendur rétt. Rafgeymir sér fyrir notalegri innhýsingu og gas frá kút er eldsneyti tveggja hólfa eldavélar. Gasloginn hitar líka ahvel upp húsið, en hepphegra er þó að hafa hita- skerm á gasbrúsa, sem hægt er að láta standa á gólfinu, eins og við gerðum. Annars er hætt við mishitun - miklum hita uppi við loft en kulda niðri við gólf. Sá sem ferðast með hjólhús þarf ekki annað en stansa á útskoti, stíga út úr bh sínum og upp í hjólhúsið. Hann getur samstundis hitað sér kaffi og drukkið það sitjandi í mjúku sæti við þæghegt borð eins og siðaður maður. Hepphegast er að fmnalsér' góðan gististað, koma húsinu þar fyrir og fara í skoðunarferðir þaðan. Þegar háttatiminn kemur eru borðin lögð niður og í staðinn kemur mjúk hvha og óþarft að hafa áhyggjur þó hann rigni. Afturámóti er dynur dropanna á plastinu ákaflega svæf- andi og notalegur þegar maður kúrir undir hlýrri sæng. Ekki til að spana með Ef ég ætlaði að spana hringveginn eða ljúka skoðun einhvers lands- hluta sem hraðast myndi ég velja mér annan gistimáta en hjólhús. Hins vegar sýnist mér þau afar girni- legur kostur í ferðalög þar sem manni er ekki á móti skapi að hafast við tvær eða fleiri nætur á sama stað þó dagamir séu notaðir th annars. Góð aðferð væri að hafa dagleiðir svo stuttar aö hægt væri að koma húsinu fyrir um miðjan dag og skoða sig svo um th kvölds. Og fyrir þann sem vhl vera um kyrrt á fogrum stað ein- hvem tíma er þetta kjörið - og þá myndi maður líklega slá upp fortjald- inu sem fylgir Predom N-126 - en því nennti ég ekki á þeirri stuttu ferð sem farin var í þetta sinn. Ég get ekki dæmt um þetta hjól- hús, hvort það var gott eða vont mið- að við önnur, því þau þekki ég ekki. Hitt get ég sagt að mér féh húsið vel og fannst það haganlegt að flestu leyti. Það er lítið um sig, aðeins tveir metrar á breidd og þrír á lengd (gróft mælt), sem gerir það líka meðfæri- legra og auðveldara að fara með það um hálfgerða tröllavegu. En þetta var bara fyrsta vers. Nú verð ég ekki í rónni fyrr en ég hef líka prófað fellihús og tjaldvagn. Nokkrar upplýsingar: Tegund: Predom N-126. Eigin þyngd: 600 kg. 13 tommu dekk. Hemlun í beish. Tjakkar undir öllum hornum. Rafgeymir (fyrir inniljós og vatns- dælu) og gaskútur í sérstökum kassa á beislinu, utan við húsið. Opnanleg lúga á þaki og þrír gluggar af fimm. Tveggja hólfa gas- eldavél og vaskur með rennandi vatni (rafmagnsdæla og vatnskútur). Fataskápur og margir minni skáp- ar, skúffa. Góð rúm fyrir þijá. Fortjald sem kemur alveg fyrir aðra hhðina og út frá henni. Umboö: Vélar og þjónusta. Verð: Kr. 260 þúsund. S.H.H. Honda Preluda árg. '86, ekinn 62.000, hvítur, verö 850.000. Galant GL 2,0 árg. ’87, hvítur, ekinn 23.000, verö 880.000. Toyota Corolla GTi árg. ’88, rauöur, ekinn 40.000, verö 930.000. M. Benz 190 árg. ’86, blár metal, ekinn 76.000, verö 1.210.000. Audí 200 turbo árg. ’84, stein- grár, ekinn 112.000, verð 1.250.000. Mazda 323 4wd turbo árg. ’87, rauður, ekinn 25.000, verð 1.050.000. VW Jetta CL árg. ’87, grænn, ekinn 19.000, verð 695.000. Ford Econoline 150 árg. ’81, Ijósblár, ekinn 30.000, verö 850.000. (5). '-t/Það brosa allir - bílasalarnir líka Ríla- QAN ANKINN Hamarshöföa 1 sími 673232 og 673300.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.