Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1989, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1989, Blaðsíða 1
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ingrid Jónsdóttir í hlutverkum sínum í leikrit- inu ísaðar gellur. Alþýðuleikhúsið: í saðar gellur Alþýðuleikhúsið frumsýnir fer- tugasta og annað verkefni sitt í Iðnó í kvöld kl. 20.30. Verkið, sem er eftir breska höfundinn Fred- erick Harrison og heitir á frummál- inu Northem Lights, hefur hlotið íslenska nafnið ísaðar gellur. í leikritinu segir frá dvöl þriggja stúlkna frá Hull á Englandi í sjáv- arþorpi á norðanverðum Vestíjörð- um. Þær hafa flúið bágt atvinnu- ástand heima fyrir í von um betri lífsafkomu og bjartari framtíð á íslandi. Leikritið snýst síðan um þann raunveruleika sem við þeim blasir í fiskvinnu í íslensku sjávar- þorpi og kynni þeirra af íslending- um. ísaðar gellur er óspart kryddað hispurslausri gamansemi og fá ís- lendingar sinn skammt ekki síður en aðrir sem við sögu koma. Frederick Harrison er innfæddur Hullbúi og bjó þar til hann hóf nám í hagfræði við London School of Economics. Hann stundaði há- skólakennslu í hagfræði á árunum 1974-1979 en sneri sér þá að skrif- um og hefur samið ein sjö leikrit fyrir BBC-útvarpið, auk þriggja leikverka fyrir leiksvið. Leikritið ísaðar gellur (Northem Lights) var frumsýnt í Hull í apríl síðasthðnum og vakti leikritið mikla athygli. Hefur sýningin síðan farið viða um England og notið mikilla vinsælda, nú síðast á hsta- hátíðinni í Edinborg. Leikarar í ísuðum gellum eru fjórir: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Ása Hlín Svav- arsdóttir og Halldór Björnsson. Leikstjóri er Hávar Sigurjónsson. Eins og fyrr segir er frumsýningin í kvöld kl. 20.30. Önnur sýning verður á sunnudagskvöld á sama tíma. Allt um lokaumferð íslandsmótsins - sjá bls. 23 Á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 14 verður opnuð í boði Listasafns Reykjavíkur sýning á verkum Errós frá síðasthðnum fjómm árum. Erró er þekktasti myndhstarmað- ur þjóðarinnar. Hans er getið í flest- um bókum sem fjalla um alþjóölega samtímahst og listtímaritin víðs veg- ar um heim færa okkur reglulega fréttir af framgangi meistarans. Erró hefur verið búsettur í París í meira en þijátíu ár og er hann að vissu leyti orðinn hluti af hstheimi stórborgar- innar. Erró tileinkaði sér snemma mynd- gerð popplistarinnar sem hann hefur kunnað að þróa á einkar persónuleg- an hátt og þannig markað sér afger- andi sérstöðu í listasögunni. í verk- um Errós kemur fram ný frásagnar- hugmynd sem byggist umfram allt á ljósmyndatilvísunum og samhrúgun mynda. En þessi nýja frásögn hefur síðan ahð af sér ótal nýja möguleika í myndbyggingu. Erró eða Guðmundur Guðmunds- son, eins og hann heitir réttu nafni, fæddist í Ólafsvík 1932 en ólst upp á Kirkjubæjarklaustri. Hann lauk námi i Handiða- og myndhstarskól- anum og hélt síðan til framhalds- náms í Noregi. Þaðan lá leiðin til Flórens. Eftir að hafa dvahö um .tveggja ára skeið í ísrael tók hann hvatningu kunningja síns og hélt til Parísar. Þetta var 1958. Þar hefur hann haft höfuðstöðvar síðan og unnið sig upp á við í heimi listarinn- ar og er í dag bæði eftirsóttur og virt- ur listmálari sem íslendingar eru hreyknir af. Mikil eftirspum er eftir verkum Errós í dag. Hann dvelur til skiptis í Tælandi, París og á Mall- orca. -HK Erró ásamt Garðari H. Svavarssyni við uppsetningu á sýningunni á Kjar- valsstöðum. Kjarvalsstaðir: Nýleg mynd- verk eftir Erró lifum heil - skemmtun gegn skelfingu Söfnun í húsbyggingasjóð Áhugahópurinn um bætta um- ferðarmenningu hefur sett sér það markmið að þessu sinni að vekja fólk til umhugsunar um aðstæður þeirra sem lent hafa í alvarlegum umferðar- slysum. Því gengst áhugahópurinn ásamt Stöð 2 og SEM-hópnum, sem er Samtök endurhæfðra mænu- skaddaðra, fyrir söfnun um helgina til þess að aíla fjár í húsbyggingar- sjóð SEM. Hefur verið sótt um lóð í Reykjavík fyrir fjölbýlishús sem hannað er með þarfir þessa fólks í huga. Samtök endurhæfðra mænuskadd- aöra er að stærstum hluta ungt fólk sem hefur lent í alvarlegumumferð- arslysum. Slysið hefur kippt undan því fótunum í eiginlegri merkingu þar sem það er bundið hjólastól um aldur og ævi. Þjóðfélagiö hefur lagt í mikinn kostnað til þess að bjarga þessu unga fólki og hjálpa því á alla vegu með þeirri bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á og góðri endurhæfingu. Það er því sorgleg staðreynd að þegar að endapunktinum er komið, húsnæði sem hentar mænusködduðu fólki þar sem það getur lifað lífinu eins og hver annar, þá er allt stopp. Nokkrar íbúðir eru svo sáralítið miðað við það sem á undan er gengið. Söfnunin, sem hlotið hefur heitið Lifum heil - skemmtun gegn skelf- ingu, fer fram í beinni sjónvarpsút- sendingu á Stöð 2 sunnudagskvöldið 17. september. Um er að ræða þriggja tíma dagskrá sem hefst kl. 21 á Hótel íslandi þar sem margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar leggja sitt af mörkum til að hvetja landsmenn til að ljúka verkinu sem þegar er hafið, það er að þessi fórnarlömb nútímamenningar fái sérhannað húsnæði. Söfnunin fer þannig fram að áhorf- endur geta hringt í síma 680000 og gefið peninga eöa lagt beint inn á póstgíróreikning söfnunarinnar sem er númer 243000. Svarað verður í símanúmer söfnunarinnar frá og með deginum í dag. En á sunnudags- kvöldið sitja tuttugu og fiórir í senn við símakerfið sem veröur á Hótel íslandi og taka við framlögum. Það er von aðstandenda söfnunar- innar Lifum heil að þjóðin taki viö sér og hjálpi SEM-urum að hjálpa sér sjálfir. Garðaprýðirall '89: Keppt til styrktar SEM-hópnum Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavík- ur mun á sunnudaginn standa fyrir sprettralli í nágrenni höfuðborgar- innar. Keppnin, sem mun heita Garðaprýðirall, er haldin í fiáröflun- arskyni fyrir söfnum sem Samtök áhugafólks um bætta umferðar- menningu stendur fyrir til styrktar húsnæðisbyggingu fyrir SEM-hóp- inn sem er Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. Bifreiðaklúbburinn hefur samið við Shell, Bílaleigu Akureyrar og ýmsa fleiri um að gefa þjónustu sína þannig að þátttökugjöld og styrkur Garðaprýði renna óskipt til söfnun- arinnar. Keppnin fer, eins og áöur sagði, fram í nágrenni höfuðborgarinnar þannig að auðvelt verður fyrir áhorf- enduraðfylgjastmeð. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.