Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989. Andlát Sigurást Anna Sveinsdóttir, Hólm- garði 10, Reykjavík, lést 18. október á Vífilsstöðum. Gyða Sigrún Jónsdóttir, Karfavogi 13, lést í Borgarspítalanum 18. októb- er. Jón H. Sveinsson, fyrrverandi bryggjuvörður, áöur til heimilis á Hverfisgötu 48, Hafnarfirði, lést á Sólvangi að kvöldi 18. október. Jarðarfarir Guðjón Marteinsson, yfirverkstjóri og fyrrverandi skipstjóri frá Nes- kaupstað, lést 12. október sl. Hann fæddist 21. ágúst 1922. Útfor hans verður gerð frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 21. október. Útför Guðmundu Eggertsdóttur, ætt- áðrar frá Kothúsum, Garði, fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 21. október kl. 14. Jarðarfór Kristínar Loftsdóttur, fyrrverandi ljósmóður, Bjargi, Vík í Mýrdal, fer fram frá Víkurkirkju, laugardaginn 21. október kl. 15.30. Ferð verður frá Umferðarmiöstöð- inni kl. 11.30. Útfor Sigurjóns Hallsteinssonar frá Skorholti fer fram frá Hallgríms- kirkju, Saurbæ, laugardaginn 21. október kl. 14. Útfor Gunnars Stígs Guðmundssonar bónda, Steig í Mýrdal, fer fram frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 21. október kl. 43. Guðríður Guðmundsdóttir, Hlíðar- vegi 76, Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardag- inn 21. október kl. 14. Útfór Finnboga Péturssonar frá Hjöllum, Pólgötu 4, ísafirði, fer fram frá ísafjarðarkapeliu laugardaginn 21. október kl. 14. Elva Björg Helgason Hjartardóttir, SkaUagrímsgötu 7, Borgamesi, verð- ur jarðsungin frá Borgameskirkju laugardaginn 21. október kl. 14. Sigurður Pétur Eiríksson, Dvalar- heimilinu Hlíð, sem andaðist 13. okt- óber 1989, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. október kl. 13.30. Tapað fundið Rykfrakki tapaðist Föstudagskvöldiö 16. október var ryk- frakki tekinn í misgripum á Fógetanum. Sá sem hefur jakkann undir höndum vin- samlegast skili honum á Fógetann eöa hringi í síma 14368. Gullhálsmenn tapaðist Hringlaga gulihálsmen með agot steini án keðju, tapaðist í Reykjavik firnmtu- daginn 5. október sl. Finnandi vinsamleg- ast hringi í síma 674018 eða 82800 (Gróa). Tombóla Nýlega héldu þessar þrjár stúlkur, sem heita Katrin Guðmundsdóttir, Helga Lára Bæringsdóttir og Katrin Kristjáns- dóttir, tombólu í Mosfellsbæ til styrktar Rauðá krossi íslands. Alls söfnuðu þær 4.705 krónum. Fundir Umræðufundur Þriðjudaginn 24. október verður um- ræðufundur um efni fyrirlestra Gunn- hildar Óskarsdóttur æfingakennara og Hafþórs Guðjónssonar framhaldsskóla- kennara. Umræðukennari verður Jón Torfi Jónasson dósent. Fundurinn verð- ur haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Öllum er heimill aðgangiu-. Fyrirlestrar Opinber fyrirlestur í boði félagsvísindadeildar Dr. Uri Davis flytur opinberan fyrirlestur í boði félagsvisindadeildar mánudaginn 30. október og hefst hann kl. 17.15 í stofu Aðalfundur Norræna félagsins í Mosfellsbæ verður haldinn í Varmár- skóla mánudaginn 23. október 1989 kl. 20. 30. Venjuleg aðalfundarstörf. Norræna félagið í Mosfellsbæ 101 í Odda. Dr. Davis hefur kennt við ýmsa háskóla, síðast háskólann í Exeter og hefur enn tengsl við þann skóla (Ho- nors research Fellow). Nú er hann for- stöðumaður ráðgjafarstofhunar „The Jerusalem and Peace Service". Dr. Davis hefur skrifað fjölda greina og bóka. Fyrir- lesturinn nefnist: The Israeli Palestinian Conflict: Possibilities for a Peaceful Sol- ution based on Principles of Westem Democracy. Hann verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. Námskeid Námskeið í bridge I menningarmiðstööinni Gerðubergi em að hefjast námskeið í bridge. Námsflokk- ar Reykjavíkur og Geröuberg standa sameiginlega að þessum námskeiðum sem verða tvö, fyrir byijendur og einnig þá sem einhverja undirstöðu hafa. Þröst- ur Ingimarsson verður kennari á báðum námskeiðunum. Námskeið fyrir byijend- ur hefst miðvikudaginn 25. október kl. 20. Það mun standa yfir í 8 vikur og kennt á miðvikudögum. Námskeið fyrir þá sem lengra era komnir hefst mánudaginn 23. október kl. 20. Það mun einnig standa yfir í 8 vikur og kennt á mánudögum. Kennslugjald er kr. 4000 fyrir námskeiðið og hjón fá 10% afslátt. Skráning fer fram í Gerðubergi. Tilkyimingar Spilakvöld Spilakvöld verður í Þinghóli, Hamraborg 11, þriðju hæð, mánudaginn 23. október kl. 20.30. Allir velkomnir. Ný bílasala í Kópavogi Nýlega var opnuð ný bflasala að Smiðju- vegi 4 í Kópavogi, Bflasalan í húsi Egils Vilhjálmssonar hf. Búið er að gera endur- bætur á húsnæði, þannig að góður inni- salur rúmar fjölda bfla. Eigandi er Lud- vig Hraundal en hann starfaði áður hjá E.V. og Bílasölunni Blik. Leggur hann áherslu á góða þjónustu og frágang skjala við sölu og segist hafa rými fyrir góða nýlega bfla í innisal og að sjálfsögðu á útisvæði. Opið er virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 10-18. Síminn er 77202. Meiming______________ Sinfóníutónleikar í upphafi vill tónlistargagnrýnandi DV koma þessum ábendingum til lesenda. 1. Tónlistargagnrýnandi DV er leikmaður í músík. 2. Umsagnir hans eru þvi ekki „faglegar" eða „fræði- legar“ heldur hughrif og hugleiðingar. 3. Tónhstargagnrýnandi DV er óháður öllum sam- böndum og klíkum í músík sem annarri list. Hann hefur því engra hagsmuna að gæta nema að segja sann- leikann. 4. Tónlistargagnrýnandi DV hefur eðlislæga hrein- skilni til að segja sannleikann umbúðalaust eins og hann horfir við honum í hveiju máli jafnvel þótt vin- ir og ættingjar eigi í hlut. 5. Tónlistargagnrýnandi DV hefur næman skiining á móðgunargirni náungans og býst við að sumir muni hata hann út af lífinu. 6. Við því er ekkert að gera. 7. Tónlistargagnrýnandi DV mun biðja fyrir reiðum óvildarmönnum sínum af því að honum er annt um velferð þeirra, en reiði skaðar aðeins þann sem reiður er. 8. Tónhstargagnrýnandi DV ber nú orðið ekki óvildar- Tóiílist Sigurður Þór Guðjónsson hug til nokkurs manns, allra síst í tónhstarheiminum. 9. Tónlistargagnrýnadi DV mun áfram fara sínar eigin leiðir í krítik sinni hvað formið snertir eins og öðru í hfinu. 10. Tónhstargagnrýnadi DV er ekki óskeikuh. í gærkvöldi voru sinfóníutónleikar í Háskólabíói. Stjórnandi var Leif Segerstam frá Finnlandi en einleik- ari á fiðlu Hannela, eiginkona hans. Fyrst ílutti hljóm- sveitin mjög notalega og skýrlega tónaljóðið Sagnaþul- inn eftir Sibehus. Næst kom fiðlukonsertinn eftir Al- ban Berg. Hann er áreiðanlega vinsælasta tólftóna- verkið sem til er enda unaðsleg músík. Hannele Se- gerstam lék lýrískt og fallega. Hljómsveitin var líka góð. Þó var eins og eitthvað skorti á verulega sannfær- andi flutning. En þetta var hápunktur tónleikanna. Að lokum lék hljómsveitin þriðju sinfóníu Brahms. Hún var svo sem vel spiluð en það vantaði enn þá frek- ar í hana þetta púður sem allt stendur og fehur með. Sigurður Þór Guðjónsson Fjölmiðlar Stöð tvö veit svarið í sjónvarpsdagskrám ahra landa finnst efni sem er bókað fyrirfram að allur almenningur horfir á. Á ítahu eru það léttbláir leikfimiþætt- ir, í Frakklandi íþróttaþættir, í Bandaríkjunum sápuóperur og spennuþættir, í Bretlandi heima- gerðir gamanþættir og ástralskar sápuóperur ogá íslandi spuminga- keppni. Af öhum keppnisþáttum njótabeinir spurningaþættir hér mestravinsælda. Fram að þessu hefur ríkissjón- varpið átt vinninginn en þennan vetur er það Stöð tvö sem er með pálmann í höndunum. Ekki þó guh- pálmann í Cannes þvi þessir þættir eru hvorki gerðir fyrir augaö né eyrað heldur heilasehur og bros- vöðva. Þeir flagga þremur af vinsæl- ustu persónum landsins, Ómari Ragnarssyni, Bessa Bjamasyni og konunni sera ekki raá tala um á Stöð tvö. Það er óneitanlega skemmtilejgra aðsjá bæina bítast í Landsleik Om- ars en í skipa- og kvótakaupum. Þessir þættir bera líka höfuð og herðar yfir Réttuna á röngtumi, bit- lausa þætti á vitlausum tíma. Þeir vomstifir og tilgerðarlegir og reyndu minna á heilasehur áhorfendaenþátttakenda. Ómar spilar þetta áfram eins og hljóð- færaleikari á hljóðfæri sitt og nær nálægö við bæði þátttakendur og áhorfendur. Þannig verður til þægi- leg skemmtun sem skhur kannski eitthvaðeftir. Útvarpsstöðvamar hafa líka verið meö minni spurningaþætti eins og Stóru spurninguna á rás tvö. Þar leiða fyrirtæki saman hesta sína. Fulltrúar þeirra fá dembt á sig fimm vísbendingum í röð og eiga síðan að svara fimm og hálfura tíma seinna. Mér hkar betur það form þegar keppendur geta gefið s var eftir mis- erfiöar vísbendingar, sú erfiðasta kemur fyrst og síðan koh af kolli. Ríkissjónvarpið hefur ákveðið að gera Leikfélagi Reykjavíkur góö skil á jiessum timamótum, þegar félagið flytur í nýtt hús. Þetta nær níræða félag ætlar að ná að stela senunni frá Þjóðleikhúsinu sem lítur út fyrir að verði lokað í febrúar vegna viö- gerða. Á meðan ætlar Leikfélagið að bj óða upp á alislenska dagskrá. Umfjöllunin um Leikfélagið byrj- aði á ágætum þætti flluga Jökuls- sonar á miövikudaginn um sögu fé- lagsins, heldur áfram með beinni útsendingufrá opnunarhátíð í nýja leikhúsinu í kvöld og leikritinu Nöktum manni og öðrum í kjólföt- umásunnudag. Þaöer óhættað mæla með nokkr- um myndum á helgardagskránni. Stöö tvö sýnir í dag Aulann, farsa sem skartar Steve Martin í aðal- hlutverki sem einfeldningnum Na* ven. Neðanjarðarbrautin eftir Luc Besson, sem ríkissjónvarpið sýnir í kvöld, er öhu al varlegri en ágæt af- þreying engu að síöur. Christopher Lambert leikur laglausan þjóf í sraókingoglsabehe Adjani fer með hlutverk falrar konu. Ef fólk vhl stíga skrefið th alvar- leika th fulls sýnir Stöð tvö seinna ura kvöldið Herbergi með útsýni og hina sígildu mynd Fuglana eftir Hitchcock á sunnudagskvöld. Gísli Friðrik Gíslason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.