Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1989, Síða 15
MIÐVi: AGUR 1 NÓVEMBÉR1989! 31; Bílar’90 Keðjur - góðar til síns brúks Þrátt fyrir gífurlegar framfarir í vetrardekkjum, sem gera sífellt auö- veldara að komast leiðar sinnar, get- ur samt sú stund runnið upp að vetr- inum að ekki verði lengra komist nema bregða keðjunum undir. Keðj- ur eru því enn í dag skynsamleg íjár- festing og ættu að vera í skottinu á öllum bUum. Allir þekkja gömlu og hefðbundnu hlekkjakeðjurnar - þverbita tengda á tvö langbönd sem koma hvort sín- um megin utan á dekkið en bitamir liggja þvert yfir slitflötinn á milli þeirra. Auk þessara hefðbundnu keðja eru nú komnar á markaðinn hlekkjakeðjur með skábitum og jafn- vel netofnum möskvum á mfili lang- bandanna. Radíal-„keðjur" úr vír Þá eru einnig til svokallaðar rad- íal-keðjur, sérstaklega ætlaðar til nota á radíal-dekk. I rauninni eru þær ekki keðjur, heldur stálvírar, og stálhólkar dregnir utan yfir þver- böndin þar sem þau hggja yfir sht- flötinn á dekkinu. Þessar keðjur gera ekki eins mikið gagn og hlekkjakeðj- ur en duga samt vel í miðlungsó- færð, ekki síst þegar dekkin eru ekki lengur eins góð og þau ættu að vera. Keðjubelti til neyðarnota í þriðja lagi eru til hlekkjakeðju- bútar sem spenntir eru með ól eða belti utan um dekkið tveir og tveir saman. Þessir bútar eru einkum til þess ætlaðir að bregða upp til að losa sig úr festu. Óhn er þá dregin utan um dekkiö og gegnum felguna og hert að, með hlekkjaþverböndin yfir shtfletinum á dekkinu. 'Heppilegast er að spenna tvo svona búta á hvert drifhjól, þannig að þeir standist á sinn hvomm megin við miðju. Þessi einfaldi búnaður dugar oftast til að rífa bílinn út festunni. Ekki ofstrekkja keðjurnar Þegar keðjur eru notaðar verður að aka hægt. Annars slitna keðjurn- ar fyrir aldur fram og skemma bíl- inn. Það er hka áríðandi að spenna þær ekki of fast. Keðja á að liggja 1 1 1 VATNS -LASAR, -LOK, -ROFAR, handstrekkt að hjóh en ekki ofhert. Hún verður að geta hreyfst dáhtið á hjóhnu. Annars brotnar hlekkur mjög fljótt með tflheyrandi banki - og skemmdum. - Farið því mjög var- lega í að nota keðjustrekkjara og ahs' ekki stífherða þá. S.H.H. Áríðandi að keðjurnar séu mátulega strekktar. Auöi Þessi búnaður flokkast ekki undir keðjur en er handhægur og getur dugað til að losa bíl úr festu. BILL FRA HEKLU BORGAR SIG VERÐ FRÁ KR. 1.635.000 HEKLAHF Laugavegi 170 -174 Simi 695500 Ágætu bifreiðaeigendur Frá og með 1990 árgerð bifreiða bjóðum við: BÍLARYÐVÖRN ” Skeifunni 17 O 681390 Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu og eykur öryggi ykkar i umferðinni. BÍLARYÐVÖRN 68 13 90 )

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.