Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Blaðsíða 1
)>•' 5 • ' M ! I. I rijtr'l/ l-T:}Vi/WJ
Valdimar Jóhannesson og Gísli Gestsson hafa unnið að gerð þáttaraðar
sem hefur samheitið Á grænni grein.
Sjónvarp á sunnudagskvöld:
Hallormsstaða-
skógur
vísar veginn
Hallormssta^askógur vísar veginn
er fyrsti þáttur af sjö sem Gísli Gests-
son, kvikmyndagerðarmaður og
Valdimar Jóhannesson blaðamaður
hafa unnið í tilefni af Skógræktarári
1990. Samheiti þáttanna er Á grænni
grein. Hinir þættirnir sex verða á
dagskrá sjónvarpsins sex fimmtu-
dagskvöld í röð, í mars og apríl.
í Hallormsstaðaskógur vísar veg-
inn er farið um skóginn í fylgd
tveggja sérfræðinga, Sigurðar Blön-
dal skógræktarstjóra og Jens Lofts-
sonar skógarvarðar. Þeir gjörþekkja
skóginnn og starf það sem þar hefur
verið unnið á þessari öld. Kemur
fram í þættinum að Hallormsstaður
býr engan veginn að náttúruskilyrð-
um er einstök mega teljast á íslandi
og því eru skilyrði fyrir shkri grósku
annars staðar á landinu.
í síðari þáttunum verða svo fleiri
staðir og skógar hérlendis sóttir
heim og um þá fjallað. Meðál annars
verður skyggnst um í Bæjarstaða-
skógi í Öræfum, er telja verður
merkilegasta „frum“skóg á landinu.
Þar vex eitthvert fegursta birki hér-
lendis.
í sérstökum þætti verður rakin
sambúð skógar og eldvirkni og sú
gamalgróna kenning hrakin að
Þjórsárdalur hafl lagst í auðn í eld-
gosi 1104. Þá verður einn þátturinn
helgaður einni stærstu gjöf er íslend-
ingum og innlendri skógrækt hefur
verið færð, framlagi Danans Kirsten
Kirks til uppgræðslu í Haukadal.
Hann færði síðar Skógræktinni jörð-
ina að gjöf.
Hér er aðeins stiklað á stóru um
framhaldið. Má að lokum nefna að
skoðaður verður skógur fyrir opnu
íshaflnu, norður á Siglufirði, en þar
hefur risið skógur vegna harðfylgis
Jóhanns Þorvaldssonar.
Bræðurnir Danny Kane (Leslie Grantham) og Frank Kane (Don Henderson).
Sjónvarp á laugardagskvöld:
Gestagangur
á þrettánd-
anum
t
Ný þáttaröð, Gestagangur, hefst á
þrettándakvöld. Þetta eru viðtals-
þættir og er það Ólína Þorvarðar-
dóttir sem er spyrjandi. Ekki er ætl-
unin að þættirnir verði á laugardags-
kvöldum í framtíðinni, heldur verða
þættir Ólínu á miðvikudagskvöldum
þegar Hemmi Gunn er ekki.
Gestagangur verður sendur út
beint að undanskildum þættinum á
laugardagskvöld. Þar tekur hún á
móti söngvurunum góðkunnu og fé-
lögunum Guðmundi Jónssyni og
Kristni Hallssyni. Þeir munu ræða
vítt og breitt við Ólínu og syngja út
jólin með dyggri aðstoð kórs eldri
borgara og barnakórs Kársnesskóla.
Svo sem vera ber á þrettándakvöldi
verður þátturinn með hátíðarbrag.
Sjónvarp á laugardagskvöldum:
90 á stööinni
Spaugstofumenn birtast sjónvarpsáhorfendum aftur á þrettándanum og nú
er það ekki lengur 89 á stöðinni, heldur 90 á stöðinni. Eins og sjá má af
þessari mynd verður þrettándagleði í bland við að rifjaðir verða upp síð-
ustu atburðirnir í þjóðfélaginu og þeir fluttir á þann hátt sem Spaugstofu-
menn eru einir færir um.
Fjórar persónur sem koma mikið við sögu í Allt í hers höndum: Edith, eigin-
kona René (Carmen Silvera), fulltrúi andspyrnuhreyfingarinnar, Michelle,
(Kirsten Cooke), René (Gordon Kaye) og þjónustustúlkan Yvette (Vicki Mic-
helle).
Sjónvarp á laugardagskvöldum:
Allt í hers höndum
Stöð 2 á föstudagskvöldum:
Raunverulegar
löggur í starfi
Á föstudagskvöld byrjar á Stöð 2
þáttaröð sem er nokkuð sérstök.
Myndaflokkur þessi heitir Löggur
(Cops). Eins og nafnið bendir til er
fjallað um lögreglumenn í starfi. Það
sem gerir þessa þáttaröð einstaka er
að allt er raunverulegt í þáttum þess-
um, sem sagt raunverulegar löggur
við vinnu sína. Leikarar engir og
handrit ekkert.
Fylgst er með störfum lögreglu-
manna sem starfa á Florida og er
sérstaklega fylgst með fimm ein-
staklingum. Þar ber fyrst að nefna
Nick Navarro, lögregluforingjann
sem hefur yfir að ráða 2500 manna
lögregluliði. Navarro þessi er þekkt-
ur lögreglumaður og var einn aðal-
maðurinn í hinu fræga French
Connection máh. Hann hefur einnig
starfað sem tæknilegur ráöunautur
við gerð kvikmynda og. er sagður
höfuðpersóna skáldsögunnar Narcs
sem vakið hefur mikla athygli. Na-
varro er 58 ára gamall og hefur starf-
að sem lögreglumaður í 30 ár.
Aðrir sem fylgst er með í þáttaröð-
inni eru tveir karlmenn og tvær kon-
ur sem eiga það sameiginlegt að
starfa sjálfstætt og er tvennt þeirra
sambýlisfólk.
Þáttaröð þessi hefur fengið góðar
viðtökur og gagnrýni verið þáttun-
um hliðholl. Ekki er aðeins fylgst
með lögreglumönnunum í starfi,
heldur er einnig heimilislíf þeirra
skoðað. -HK
AUt í hers höndum (Allo, Allo) er
einhver allra vinsælasta sjónvarps-
sería sem hér hefur gengið og er víst
að margir munu setjast við sjón-
varpið á laugardagskvöldið þegar ný
þáttaröð með veitingasalanum René
í broddi fylkingar hefur göngu sína.
Eins og flestir ættu að vita gerast
þættirnir í Frakklandi á stríðsárun-
um. René heyr sitt einkastríð á veit-
ingastað sínum, afgreiðir þýska her-
foringja, skýlir breskum flugmönn-
um, sér um skeytasendingar fyrir
andspyrnuhreyfinguna og felur
verðmætt málverk sem Gestapo-
menn langar mikið í.
Þetta eru samt aðeins minniháttar
vandamál. Aðalvandi René er eigin-
konan Edith og sú hugsun skelfir
hann mest ef hún skyldi komast að
því að hann heldur við tvær kyn-
þokkafullarþjónustustúlkur. -HK
Stöð tvö á þriðjudagskvöldum:
Paradísarklúbburinn
Nýr breskur myndflokkur í tíu
þáttum hefur gongu sína á þriðju-
dagskvöld. Nefnist hann Paradísar-
klúbburinn og eru aðalpersónurnar
tveir bræður sem starfa hvor sínum
megin við lögin, presturinn Frank
og smákrimminn Danny. Þegar móð-
ir þeirra deyr eftirlætur hún Frank
allar jarðneskar eigur sínar en þær
felast í vafasamri eign, Paradísar-
klúbbnum.
Þótt Frank sé prestur er hann einn-
ig fyrrverandi hnefaleikamaður og
haldinn spilafíkn sem aðallega kem-
ur fram í veðmálum. Þrátt fyrir þetta
er hann virtur af samferðafólki sínu
og ekki minnkar sú virðing þegar
hann ákveður að nota Paradísar-
klúbbinn í þágu lítilmagnans í þjóð-
félaginu. Danny, sem býr með konu
og tveimur börnum, fær ekkert og
það er hann sem verður hundeltur
af glæpagengi sem hafði ætlað að ná
sér niðri á móður hans. Ekki nóg
með það, lögregluforinginn Rosy
Campell er staðráðinn í að koma
honum undir lás og slá.
Sá gjörólíki lífsmáti bræðranna og
barátta þeirra við utanaðkonandi öfl
er þema þessa spennumyndaflokks.
Þrátt fyrir allt eru þeir bræður og
hjálpa hvor öðrum þegar á reynir.
Aðalleikararnir Leslie Grantham,
sem leikur Danny, og Don Hender-
son, sem leikur Frank Kane, eru ekki
mjög þekktir hérlendis en eru vel
þekktar sjónvarpsstjörnur í Eng-
jandi. Þeir sem hafa fylgst með þátta-
röðinni Eastenders ættu að kannast
við Grantham en þar leikur hann
stórt hlutverk. Henderson hefur aft-
ur á móti ekki sést hérlendis áður
en úti í Englandi hefur hann leikið
aðalhlutverkið í vinsælum löggu-
þætti. Þriðja aðalhlutverkið, lög-
regluforingjann Rosy Campbell, leik-
ur Kitty Aldrigde.
-HK