Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990. 23 Alfreð Gíslason og félagar hans í íslenska landsliðinu í handknattleik leika þrjá leiki um helgina gegn Tékkum. Islenska landsliðið í handknattleik: Þrír leikir gegn Tékkum - kvennalandsliðiö leikur gegn Finnum Íþróttalíf landsmanna fer í gang um helgina eftir hlé um jól og ára^ mót. Landsleikir íslands og Tékkó- slóvakíu í handknattleik er þaö sem hæst ber í íþróttum um helg- ina. Fyrsti leikur þjóðanna verður í Digranesi í kvöld og hefst kl. 20. Annar leikurinn verður háður í Laugardalshöll á laugardaginn kl. 16 og sá þriðji verður á sama stað á sunnudagskvöld kl. 20. íslenska landsliðið verður skipað sínum sterkustu leikmönnum svo að leik- irnir við Tékka ættu að geta orðið spennandi og skemmtilegir. íslenska kvennalandsliðið í handknattleik leikur tvo landsleiki um helgina gegn Finnum. Fyrri leikurinn er kl. 14 á laugardag, á undan karlalandsleiknum, og sá síðari verður einnig leikinn á und- an leik karlanna og hefst kl. 18 á sunnudag. íslandsmótið í handbolta Auk landsleikjanna við Tékka hefst íslandsmótið í handknattleik aftur eftir jólafrí. í 1. deild kvenna eru tveir leikir. Á fóstudagskvöld leika í Hafnarfirði FH og KR kl. 19 og á laugardaginn leika í Vals- heimilinu Valur og Haukar og hefst leikurinn kl. 18. í 2. deild karla eru þrír leikir á dagskrá og fara þeir allir fram í kvöld. Kl. 20 leika í Njarðvík heimamenn og Fram og á sama tíma leika í Digranesi UBK og Haukar. Kl. 20.15 hefst svo leikur Þórs og FH-b á Akureyri. Körfubolti Körfuboltafólk tekur fram skóna á ný eftir hátíðarnar. í úrvalsdeild- inni eru fjórir leikir og fara þeir allir fram á sunnudag. Kl. 16 leika í Sandgerði Reynir og Valur og kl. 20 hefjast svo hinir þrír leikirnir. Þór og Njarðvík leika á Akureyri, ÍBK og ÍR leika í Keílavík og á Sel- tjarnarnesi fá KR-ingar Tindastól frá Sauðárkróki í heimsókn. í 1. deild kvenna eru tveir leikir á laugardag kl. 14. í Grindavík fá heimamenn lið ÍR í heimsókn og í Hafnarfirði mætast toppliðin, Haukar og ÍBK. í 1. deild karla eru þrír leikir á dagskrá. í kvöld leika í Digranesi UBK og ÍS kl. 20 og á morgun, laugardag, leika í Bolung- arvík heimamenn og Víkverji kl. 14. Á sama tíma leika í Borgarnesi UMSB og ÍA. Bjak í deild karla fara fram þrír leikir á laugardag. Á Akureyri leika KA og HK kl. 15.15 og kl. 14 hefjast tveir leikir, í Hagaskóla Fram og ÍS og á Neskaupstað Þróttur, N. og HSK. í 1. deild kvenna eru tveir leikir; á Akureyri leika KA og HK kl. 14 og í Neskaupstað leika stúlkurnar í Þrótti, N. gegn Víkingi. Badminton Unglingameistaramót TBR í bat- minton fer fram í TBR-húsinu og stendur yfir á laugardag og sunnu- dag. Innanhússknattspyrna í kvöld verður leikið til úrslita í meistaraflokkum karla og kvenna á Reykjavíkurmótinu í innanhúss- knattspyrnu í Laugardalshöll. Litla bikarkeppnin í knattspyrnu innan- húss verður á sunnudaginn og hefst kl. 12.30. Leikið verður í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópa- vogi og er áætlað að úrslitaleikur- inn fari fram kl. 18. íþróttir I sjónvarpi íþróttaþáttur ríkissjónvarpsins hefst eins og venjulega kl. 14 á laug- ardag. Fyrsta klukkutímann verð- ur golfþáttur. og verða sýndar myndir frá stórmóti erlendis. Er ætlunin að þetta verði fastur liður í dagskrá þáttarins í vetur. Kl. 15 verður sýndur í beinni útsendingu leikur Stoke og Arsenal í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu. Kl. 17 verða endurtekin helstu atriði í íþróttaannál sem sýndur var á gamlársdag auk þess sem úrslit . dagsins verða kynnt. Í kvöld og á sunnudagskvöld verða svo sýndir í beinni útsendingu síðari hálfleik- ur í landsleikjum íslands og Tékkó- slóvakíu í handknattleik. íþróttaþátturinn á Stöð 2 verður nú framvegis á sunnudögum en á laugardaginn verður endursýndur íþróttaannáll sem sýndur var á gamlársdag. Fyrirhugað er svo að vera með þætti á laugardögum þeg- ar leikir í íslenska handboltanum verða sýndir í beinni útsendfngu. Á sunnudag hefst íþróttaþátturinn kl. 13.30 og stendur yfir í þrjár klukkustundir. Á dagskrá verður meðal annars leikur í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu en í febrúar hefjast beinar útsendingar frá ít- ölsku knattspyrnunni, svipmyndir frá leik í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum, myndir frá Reykjavíkurmótinu í innanhúss- knattspyrnu, landsleikur íslands og Tékka frá laugardeginum og myndir frá unglingameistaramót- inu í badminton. -GH TIL VIÐSKIPTAVINA Á.T.V.R. Vinsamlegast athugið að mánudaginn 8. janúar verða skrifstofur Á.T.V.R. opnaðar í nýju húsnæði að STUÐLAHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK. Nýtt símanúmer 91-60-77-00. Birgðageymslur tóbaks og framleiðsla iðnaðarvöru verður áfram í Borgartúni 7. Unnt verður að greiða reikninga fyrir tóbak og iðnaðarvöru í birgðageymsl- um tóbaks. LÓÐ UNDIR ATVINNUHÚSNÆÐI Reykjavíkurborg hyggst selja byggingarlóðina nr. 46 við Suðurlandsbraut í Reykjavík ef viðunandi tilboð fæst. Lóðin er 6.573 ferm. að stærð og má feisa á henni iðnaðar-, verslunar- og þjónustuhús að há- marki 4.930 ferm. að gólfflatarmáli. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þar fást einnig afhentir söluskilmálar og skipulagsskil- málar. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi til skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, í síðasta lagi föstudaginn 19. janúar 1990 kl. 16.00. Borgarstjórinn í Reykjavik. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Gleðilegt nýtt dansár Innritun er dagana 3.-7. janúar milli kl. 13 og 18 í símum 46635 og 46900. Afhending skírteina er í Æfingastöðinni, sunnudaginn 7. janúar kl. 13-16. DANSANDI KVEÐJA 4 Dagný Björk ~\\ dimskennari Meðlimurí D.S.Í., D.Í., I.C.B.D.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.