Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1990, Blaðsíða 1
— I Kl c il >)/!(!" Veilingahús vikiuinar: Lauga-ás - sjá bls. 18 Þrett- ánda- brenna a Akureyri - sjá bls. 19 Paul Zu- kofsky og Sinfóníu- hljóm- sveit æskunnar - sjá bls. 19 Portrett- syning - sjá bls. 20-21 Vinsæl- ustu mynd- böndin 1989 - sjá bls. 24 Hjálmar H. Ragnarsson stjórnar sönghópnum Hljómeyki i flutningi á eigin söngverkum. Kristskirkja: Söngverk eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson Sönghópurinn Hljómeyki heldur hljómleika með söngverkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson í Krists- kirkju, Landakoti, sunnudaginn 7. janúar kl. 17.00. A efnisskránni er Messa í fimm þáttum við latneska kirkjutexta og Lofsöngur um Mar- íu (Ave Maria). Smíði þeirrar messu, sem sungin verður á þessum hljómleikum, á sér nokkuð langan aðdraganda. Hjálmar samdi Gioriuþáttinn fyrir réttum sjö árum og Credoþáttinn fyrir rúmlega tveimur árum, en hina þrjá þættina smíðaði hann á síðastiiðnu sumri. Hljómeyki undir stjórn höfundarins frumflutti messuna á sumartónleikum í Skál- holti í síðastliðnum ágústmánuði. Allt frá miðöldum til dagsins í dag hafa tónskáld glímt við að skrifa tónhst við texta hinna föstu liði messugjörðarinnar og má þannig sjá í messutónlistinni helstu hrær- ingar og strauma sem átt hafa sér stað í vestrænni tónlist. Þá endur- speglar tónhst tónskáldanna við þessa messutexta afstöðu manna á mismunandi tímum til Drottins síns og hvaða breytingum tilbeiðsl- an hefur tekið frá einni öld til ann- arrar. Sú messa sem flutt verður á sunnudaginn er skrifuð fyrir kór án undirleiks og án einsöngvara og fetar þennig höfundurinn hvað varðar framsetningu messunnar í fótspor tónskálda sextándu aldar- innar. Hvað varðar tök höfundar- ins á þessum fornu trúartextum má hins vegar að einhverju leyti til sanns vegar færa að smíði þess- arar messu hafi mótast af glímu nútímamannsins við að skilja jarð- artilvist sína og óvissu hans um mátt guðdómsins í hinum harða og flókna heimi efnis- og vísinda- hyggju. Sönghópinn Hljómeyki skipa að þessu sinni fimmtán söngvarar, en stjórnandi á hljómleikunum er höf- undurinn, Hjálmar H. Ragnarsson. Listasafn Sigurjóns: Tónleikar og ljóðalestur austursal Kjarvalsstaða hefur veriö opnuð sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals sem eru i eigu Reykjavíkurborgar. Yfirskrift sýningarinnar er Kjarval og landiö. Er sýningin opin daglega frá kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar mun standa fyrir tveimur dagskrám um helgina. Á laugardaginn kl. 17 verða haldnir tríótónleikar þar sem Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, David Tutt píanóleikari og Christian Giger sellóleikari flytja píanótríó nr. 1 ópus 49 í d-moll eftir Mendelssohn og píanótríó nr. 1 ópus 8 í H-dúr eftir Johannes Brahms. « Hlíf, David og Christian hafa leikið saman undanfarin ár og meðal ann- ars haldið fjölda tónleika í Sviss. Haustið 1988 komu þau einnig fram sem tríó hér á landi við vígslu Lista- safns Sigurjóns. Á sunnudaginn verður bók- menntadagskrá í safninu eins og venja er fyrsta suhnudag hvers mán- aðar. í þetta sinn verða lesin bæði þýdd hóð og frumsamin. Geir Krisrj- ánssaon les úr þýðingum sínum á rússneskum hóðum úr bókinni Und- Tríóið, sem leikur á laugardaginn, Hlíf Sigurjónsdóttir, David Tutt og Christ- ian Giger. ir hælum dansara. Gyrðir Elíasson mun síðan lesa úr nýrri ljóöabók sem nefnist Tvö tungl og að lokum les Stefán Hörður Grímsson úr bók sinni Yfir heiðan morgun. \ Gísh Magnússon píanóleikari mun leika nokkur stutt verk milli atriða. Dagskráin hefst klukkan 15 stund- víslega og tekur um það bil- eina, klukkustund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.