Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1990, Blaðsíða 8
24
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990.
Mynd-
bönd
Umsjón:
Sigurður M.
Jónsson
Hilmar Karlsson
Vinsælustu myndböndin 1989
On fche Streets
Blood is Thicker than Evih
TrííeBlgg
Götustrákar
TRUE BLOOD
Útgefandi: Myndform.
Leikstjóri og handritshöfundur: Frank
Kerr. Aðalhlutverk: Jeff Fahey, Chad
Lowe, James Tolkan, Sherilyn Fenn og
Billy Drago.
Bandarisk 1989.100 mín. Bönnuð yngri
en 16 ára.
Myndin segir frá Ray sem veröur
að flýja New York eftir aö hann er
grunaður um morð á lögreglu-
manni. Hann kemur til baka 10
árum síðar til að sækja yngri bróð-
ur sinn og jafna sakirnar.
Hér er að flestu leyti um að ræða
dæmigerða götuslagsmálamynd. Á
köflum er hún hressileg en þess á
milli líður hún fyrir brotalamir í
handriti. Hún er þó skárri en margt
það sem af þessum meiði hefur
sprottið og því alls ekki aivond.
-SMJ
Bandarískar gamanmyndir og
spennumyndir einoka hstann yfir
vinsælustu myndböndin á síðasta
ári og kemur í ljós, þegar grannt
er skoðað, að smekkur þeirra sem
leigja sér myndbönd og þeirra sem
sækja kvikmyndahúsin er mjög
svipaður. Kemur í ljós að vinsæl-
ustu myndböndin eru kvikmyndir
sem gerðu það einnig gott hér á
landi í bíóhúsunum.
Einnig kemur í ljós að það hefur
ekki allt að segja að kvikmynd
gangi vel erlendis til að hún fái
góða aðsókn hér í bíói sem á mynd-
bandaleigum. Má nefna að Mid-
night Run og Red Heat gerður lítið
betur en að standa undir kostnaði
vestan hafs en gengu vel í bíóum
hér á landi og skipa sér í efstu
sæti myndbandavinsældalistans.
Það er gamanmyndin Big með
Tom Hanks í aðalhlutverki sem var
vinsælasta myndbandið hér á landi
á síðasta ári. Kemur það ekkert á
óvart. Hún var samtals þrettán vik-
ur á listanum, þar af fjórar vikur
í 1. sæti. í öðru sæti er önnur gam-
anmynd, Midnight Run, með Ro-
bert deNiro. Sú mynd náði einnig
að vera þrettán vikur á listanum.
Höfðu þessar kvikmyndir nokkra
sérstöðu með hvað varðar langa
viðkomu á vikulistanum.
Það er fátt sem kemur á óvart
þegar listinn er skoðaður í heild.
Gamanmyndimar hafa vinninginn
yfir spennumyndimar, öfugt við
það sem gerðist í fyrra. Eins og oft
vill verða var mjög jafnt á stigum
milli neðstu mynda listans. Hér til
hhðar eru svo 20 vinsælustu mynd-
böndin 1989 valin samkvæmt viku-
hsta DV en hann er svo vahnn í
samráði við 10 myndbandaleigur í
Reykjavík og úti á landi.
Tom Hanks hlaut mikið lof fyrir leik sinn i Big. Hann er hér ásamt Ro-
bert Loggia.
1. Big
2. Midnight Run
3. Big Business
4. Krókódíla Dundee II
5. Red Heat
6. Die Hard
7. Twins
8. A Fish Calied Wanda
9. D.O.A.
10. Fatal Attraction
11. Prayer for Dying
12. Saigon
13. Little Nikita
14. Mississippi Burning
15. Wall Street
16. Beetlejuice
17. Coming to America
18. Good Morning Vietnam
19. Frantic
20. The Presido
Bankaræningjar í klípu
THREE FUGITIVES
Útgefandl: Bergvik.
Leikstjóri: Francis Veber.
Aðalhlutverk: Nick Nolte, Martin Short
og James Earl Jones.
Bandarisk, 1988 -sýningartimi 93 min.
Leyfð öllum aldurshópum.
Nick Nolte hefur þróast úr leik-
ara sem nær eingöngu lék töffara-
hlutverk yfir í leikara sem hefur
náð tökum á léttum og hárfínum
gamanleik.
í Three Fugitives, sem er gaman-
söm sakamálamynd, leikur hann
bankaræningja einn sem lendir í
hinum furðulegustu ævintýrum.
Nær hann að sameina gamanleik-
arann og töffarann í eina manngerð
sem heldur þessari brokkgengu
mynd á floti.
Nolte leikur bankaræningjann
Lucas sem er að sleppa út úr fang-
elsi eftir fimm ára setu. Á móti
honum .tekur lögregluforingi einn
sem vill veðja við Lucas að hann
geti ekki án bankarána verið, en
Lucas á að baki fjórtán bankarán.
Lucas er aftur á móti ákveðinn í
að halda hinn þrönga veg heiðar-
leikans og byrjar á því að leggja
laun sín eftir fimm ára strit í fang-
elsinu í banka.
Hann er ekki búinn að vera lengi
í bankanum þegar einhver sein-
heppnasti bankaræningi, sem sést
hefur lengi, reynir bankarán sem
mistekst herfilega. Bankaræningj-
anum tekst þó að komast burt með
peningana og Lucas sem gísl. Lög-
reglan trúir þvi ekki að Lucas sé
aðeins gísl og mikil eftirför hefst.
Samkomulag flóttamannanna er
ekki upp á það besta og ekki eykur
það álit Lucas á hinum misheppn-
aða bankaræningja þegar hann
segist eingöngu hafa framiö banka-
ránið til að kosta dóttur sína í
skóla....
Three Fugitives er hröð og mörg
atriði fyndin, en ofleikur Martins
Short er frekar hvimleiður til
lengdar og er það synd því Nick
Nolte og Sarah Rowland Doroff, er
leikur litlu stúlkuna, eiga mjög
góðan samleik. Það ætti þó fáum
að leiðast yfir kostulegum flóttatil-
raunum félaganna þriggja.
-HK
★★!4
Stjúpa með jarðsamband
MY STEPMOTHER IS AN ALIEN
Útgefandl: Skífan
Leikstjóri: Richard Benjamin. Handrit:
Jerico og Herschel Weingrod, Timothy
Harris og Jonathan Reynolds. Aóal-
hlutverk: Dan Aykroyd og Kim Basinger.
Bandarísk 1988. 104 min. Öllum leyfó.
Aykroyd hefur átt miklu láni aö
fagna í gamanmyndum og sjaldan
-sem hann skýtur yfir markið. Eftir
að hann varð kunnur sem annar
Blús-bræðranna (á móti John Bel-
ushi) hefur hann verið á stöðugri
siglingu. Hefur hann meðal annars
átt stóran hlut að aðsóknarmynd-
unum um Draugabanana.
Hér segir frá því er frekar mis-
heppnuðum visindamanni (Aykro-
yd) tekst að vekja athygli vits-
munavera á öðrum hnetti sem
ákveða að senda fulltrúa sinn (Bas-
inger) til að kanna máhö. Veran
heillast hins vegar af jarðarbúum
og verður þar að auki ástfangin af
vísindamanninum.
Það er í sjálfu sér ekki mikið vit
í söguþræðinum sem er mun nær
gamni en vísindum. Bestu atriðin
eru í kringum Basinger og ójarð-
neska hæfileika hennar. Aykroyd
er blessunarlega laus við að vera
alvarlegur og kryddar vel upp á
tilveruna. Myndin er í stuttu máli
ákaflega hnökralaus en að sama
skapi vitlaus. Á köflum er hún hin
ágætasta skemmtun.
-SMJ
★y2
Martröð í lyftu
THE ELEVATOR
Útgefandi: Laugarásbió.
Leikstjóri: Jerry Jameson.
Aðalhlutverk: James Farentino, Roddy
McDowell, Craig Styevens og Carol
Lynley.
Bandarisk, 1973 - sýningartími 78 mín.
Eins og nafn myndarinnar, The
Elevator, bendir til kemur lyfta
nokkuð við sögu í þessari sextán
ára gömlu sjónvarpsmynd. Gerist
myndin í háhýsi nokkru á fáum
tímum. Þaö er kvöld, allir á leið
út nema tveir ræningjar sem
skunda upp á efstu hæð þar sem
er von um fjármuni. Ránið heppn-
ast en öðrum þeirra verður á að
drepa þann sem rændur var. Það
hkar öðrum ekki sem er mjög
taugaveiklaður. Þegar halda skal
niður úr háhýsinu stöðvast lyftan
THE
★★
JÍI
Enn um sprengjuna
DISASTER AT SILO 7
Útgefandi: Skífan.
Leikstjóri: Larry Elikann. Handrit: Dou-
glas Lloyd Mclntosh. Aóalhlutverk: Ray
Baker, Peter Boyle, Patricia Char-
bonneau, Perry King, Michael O’Keefe,
Joe Spano og Dennis Weaver.
Bandarisk. 1988. 92. min. Bönnuó yngri
en 12 ára.
Líklega verða kvikmyndagerðar-
menn að fara að aðlaga sig breytt-
um heimi þar sem múrarnir hrynja
og sprengjunum fækkar. Það er
hæpið að kaldastríðs- og helfarar-
myndir lifi af þær breytingar sem
nú eru að eiga sér stað í heimspóht-
íkinni.
Hér er á ferðinni mynd sem segir
frá mistökum við kjarnorku-
sprengju í Texas. Er myndin sögö
vera byggð á raunverulegum at-
burðum og er í sjálfu sér ekki
ástæða til aö rengja það.
Ekki er um að ræða neitt tíma-
mótaverk en frásögnin er trúverð-
ug og engar hetjur eru til að spiha
þvi. Framan af myndinni er frá-
sögnin spennandi en hún teygist
því miður of á langinn. Frammi-
staða leikara er hin ágætasta og þá
helst til að nefna O’Keefe i aðal-
hlutverkinu.
-SMJ
fuh af fólki á milli hæða og þar sem
annar ræningjanna er haldinn
innilokunarkennd er ekki lengi aö
bíða vandræðanna.
The Elevator er ósköp khsju-
kennd sakamálamynd. Spennan er
í lágmarki og það er fátt sem kemur
áhorfándanum á óvart. í hverju
einasta hlutverki eru þekktir kar-
akterleikarar og fyrrverandi
stjömur. Má þar fyrst nefna Mymu
Loy sem þótti mikil þokkadís á
stríösámnum. Carol Lynley er
önnur sem átti stutt stopp á
stjömuhimninum. Craig Stevens,
James Farentino, Don Stroud og
Roddy McDowall, sem leika helstu
karlhlutverkin, eru ahir þekktir
karakterleikarar sem enn í dag eru
í fullu starfi. _hk