Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1990, Síða 7
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990.
23
íþróttir helgarinnar:
íslandsmótið
í innanhúss-
knattspymu
á sunnudag
- fjórir leikir 1 bikarkeppni KKÍ
Körfuboltamenn veröa í aðal-
hlutverki um þessa helgi í íþrótta-
hfinu hér innanlands um helgina.
Þá fara fram fjórir spennandi leikir
í bikarkeppni Körfuknattleikssam-
bandsins. Sem kunnugt er hefur
verið gert hlé á 1. deildar keppn-
inni í handknattleik fram yfir
heimsmeistarakeppnina í Tékkó-
slóvakíu.
Bikarleikirnir íjórir í körfunni
eru á dagskránni á sunnudaginn.
Klukkan íjögur leika lið Þórs frá
Akureyri og Tindastóls frá Sauðár-
króki og fer leikurinn fram á Akur-
eyri. Verður örugglega hart barist
enda nágrannar á ferð og erkifjend-
ur.
• Stórleikur verður í Valsheim-
ilinu á sunnudag klukkan 20.00 en
þá taka Valsmenn á móti Haukum.
• Tvö Suðurnesjalið leiða saman
hesta sína á sunnudag en þá leika
Keflvíkingar gegn Reynismönnum.
• Loks taka Njarðvíkingar á
móti 1. deildar liði ÍS í Njarðvík og
hefst leikur liðanna klukkan íjög-
ur.
• Leikið er heima og heiman í
bikarkeppninni og síðari leikir hð-
anna eru á dagskrá þann 1. febrúar.
Blak
íslandsmótið í blaki heldur áfram
um helgina og verða nokkrir leikir
í 1. deild karla og kvenna.
í 1. deild karla leika lið KA og ÍS
klukkan 14.00 og verður þar um
slag toppliða að ræða. Á sama tíma
leika í Hagaskóla lið Þróttar og
Fram.
• í 1. deild kvenna er einn leikur
á dagskrá en þá leika hð KA og ÍS
á Akureyri og er leikurinn á dag-
skrá strax að karlaleiknum lokn-
um, um klukkan 15.15.
Knattspyrna innanhúss
Mikið verður um að vera hjá
knattspyrnumönnum um helgina
en þá ráðast úrslit í 1. deild karla
í innanhússknattspyrnu. Keppnin
í 1. deild hefst í Laugardalshölhnni
á sunnudaginn og henni lýkur
sama dag. Á laugardag verður leik-
ið í 4. deild og þá fara einnig fram
úrslitaleikir í kvennaflokki.
íþróttir -
íþróttir
Jonathan Bow, bandaríski leikmaðurinn í liði Hauka, sést hér í baráttu gegn ÍR-ingum en á sunnudag leika
Haukar gegn Val í Valsheimilinu í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. DV-mynd S
Sýningar
Art-Hún,
Stangarhyl 7,
Reykjavík
Að Stangarhyl 7 eru sýningarsalur og
vinnustofur. Þar eru til sýnis og sölu olíu-
málverk, pastelmyndir, grafik og ýmsir
leirmunir eftir myndlistarmennina Erlu
B. Axelsdóttur, Helgu Ármanns, Elín-
borgu Guðmundsdóttur, Margréti
Salome Gunnarsdóttur og Sigrúnu
Gunnarsdóttur. Opið alla virka daga kl.
13- 18.
Árbæjarsafn,
sími 84412
Opið eftir samkomulagi. Upplýsingar í
síma 84412.
Ásgrímssafn,
Bergstaðastræti 74
í safni Ásgríms stendur yfir sýning á
myndum Ásgríms frá Þingvöllum. Á sýn-
ingunni eru 25 verk, aðallega vatnslita-
myndir, en einnig nokkur olíumálverk.
Sýningin stendur fram í febrúar og er
opin um helgar og á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 13.30-16.
FÍM-salurinn,
Garðastræti
Samsýning félagsmanna stendur yfir í
FÍM-salnum og galleríinu. Opið frá kl.
14- 18 virka daga.
Gallerí Borg,
Pósthússtræti 9
Sýning á, verkum „gömlu meistar-
anna“. Öll verkin eru til sölu.
í Grafík-gallerí Borg, Austurstræti 10,
er nú blandað upphengi. Grafik-myndir
eftir um það bil 50 höfunda, htlar vatns-
.. Uta- og pastelmyndir og stærri oliumál-
verk eftir marga af kunnustu listamönn-
um þjóðarinnar.
Gallerí „einn-einn“,
Skólavörðustíg 4a
Samsýning hstamanna af yngri kynslóð-
inni. Opiö daglega kl. 14-18.
Gallerí List,
Skipholti 50
Til sölu verk eftir þekkta íslenska hsta-
menn. Opið á afgreiðslutíma verslana.
J. Hinriksson,
Maritime Museum,
Súðarvogi 4
Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er
opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku-
daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar-
daga.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
Á morgun verða opnaðar þrjár sýningar
á Kjarvalsstöðum. í vestursal opnar Þor-
lákur Kristinsson (Tolli) sýningu á ohu-
málverkum. í vesturforsal opnar Guðný
Magnúsdóttir sýningu á leirmunum. í
austurforsal opnar Bragi Þór Jósefsson
sýningu á ljósmyndum. í austursal er
sýningin „Kjarval og landið", verk í eigu
Reykjavíkurborgar. Kjarvalsstaðir eru
opnir frá kl. 11-18 daglega og er veitinga-
búðin opin á sama tima.
Listasafn ASÍ,
v/Grensásveg
Þar stendur yfir sýning á verkum Sigur-
jóns Jóhannssonar leikmyndateiknara
og málara. Sigurjón á að baki langan hst-
feril, fyrst sem málari, síðan sem leik-
myndateiknari hjá Þjóðleikhúsinu en þar
var hann í meira en 10 ár starfandi sem
yfirleikmyndateiknari. Sýningin er opin
virka daga kl. 16-20 og um helgar kl.
14-20.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið alla daga kl. 13.30-16 nema mánu-
daga. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega kl. 11-17.
Katel,
Laugavegi 20b
(Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og er-
lenda listamenn, málverk, grafík og leir-
munir.
Sýning í Odda,
nýja hugvísindahúsinu,
er opin daglega kl. 13.30-17. Þar eru til
sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega
eftir yngri listamenn þjóöarinnar. Að-
gangur að safninu er ókeypis.
Listasafn íslands,
Fríkirkjuvegi 7
Mynd mánaðarins heitir „Mynd“ og er
eftir Gunnar Örn Gunnarsson. Leiðsögn
í fylgd sérfræðings er á fimmtudögum
kl. 13.30-13.45. Safnast er saman í and-
dyri safnsins og er leiðsögnin öllum opin
og ókeypis.
Sýning á íslenskri myndhst 1945-1989 í
eigu safnsins stendur nú yfir í öllum sýn-
ingarsölum. Almenn leiðsögn um þá sýn-
ingu er á sunnudögum kl. 15. Listasafniö
er opið alla daga nema mánudaga kl.
12-18. Veitingastofa safnsins er opin á
sama tíma.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar,
Laugarnestanga 70
Þar stendur yfir sýning á verkum er Sig-
uijón gerði á árunum 1960-62. Þetta eru
aðahega verk úr járni. Þá eru einnig sýnd
aðfóng og gjafir sem safninu hafa borist
undanfarin ár, þar á meðal myndir frá
árunum 1936-46 sem hafa verið í einka-
eign í Danmörku. Sýningin, sem mun
standa uppi í vetur, er opin laugardaga
og sunnudaga kl. 14-17 og öll þriðjudags-
kvöld kl. 20-22.
Norræna húsið
v/Hringbraut
Þar stendur yfir sýning á ljósmyndum
eftir Bruno Ehrs. Á sýningunni eru ljós-
myndir af höggmyndum eftir Einar Jóns-
son, íslandi, Rudolph Tegner, Danmörku,
Gustav Vigeland, Noregi, Wáinö Aaltoen,
Finnlandi, og Carl Milles, Svíþjóð. Bruno
hefur haldið nokkrar einkasýningar og
sýning hans „Stokkhólmsröðin" var í
Norræna húsinu 1988. Sýningin stendur
til 11. febrúar. Þá stendur einnig yfir sýn-
ing á málverkum Péturs Hahdórssonar
og lýkur þeirri sýningu á sunnudags-
kvöld.
Nýhöfn,
Hafnarstræti 18,
Guðrún Einarsdóttir opnar málverka-
sýningu í Nýhöfn, laugardaginn 27. jan-
úar kl. 14-16. Á sýningunni verða olíu-
málverk unnin á sl. ári. Þetta er önnur
einkasýningGuðrúnar. Sýningin stendur
th 14. febrúar. Hún er opin virka daga
kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18.
Sjóminjasafn íslands,
Vesturgötu 8,
Hafnarfírði, s. 52502
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18
eða eftir nánara samkomulagi í síma
52502.
Póst- og símaminjasafnið,
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
SPRON
Álfabakka 14,
Sunnudaginn 28. janúar nk. kl. 14-17 mun
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis
opna sýningu á múrristum eftir Gunn-
stein Gíslason í útibúinu, Álfabakka 14,
Breiðholti. Gunnsteinn heur haldið
nokkrar einkasýningar og tekið þátt í
Úölda samsýninga. Sýningin mun standa
yfir th 27. aprh nk. og verður opin frá
mánudegi th fóstudags kl. 9.15-16. Sýn-
ingin er sölusýning.
Vinnustofa Ríkeyjar,
Hverfisgötu
Þar eru til sýnis og sölu postulínslág-
myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir.
Opið er á verslunartima þriðjudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á
laugardögum kl. 10-16.
Þjóðminjasafnið
Safnið er opið aha daga nema mánudaga
kl. 11-16.
Myntsafnið á Akureyri,
Aðalstræti 58, s. 24162
Opið er kl. 13.30-17 alla daga vikunnar.
Listkynning á
Akureyri
Menningarsamtök Norðlendinga og Al-
þýðubankinn hf. kynna að þessu sinni
hstakonuna Rut Hansen. Á kynningunni
eru 9 málverk, unnin með ohu á striga,
og eru 2 verkanna frá 1985 en önnur frá
árinu 1989. Kynningin er í útibúi Al-
þýðubankans hf. á Akureyri, Skipagötu
13, og er opin á afgreiðslutíma. Henni
lýkur 2. febrúar 1990.