Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Blaðsíða 8
24
FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990.
Spennumyndin um banvæna vopnió
hrifsar til sin 1. sætió og þaö meó yfir-
buróum. Er greinilegt að áhorfendur eru
ekki orðnir leiðir á strákapörum þeirra
Gibsons og Glovers. Myndin er hröð
og spennandi en ekki að sama skapi
ábyggileg. Er nú bara að bíða eftir
næsta þætti?
Fátt er um breytingar að þessu sinni
en tvær nýjar myndir skjótast þó inn i
neöstu sæti. Þar er annars vegar hálf-
geðveik gamanmynd Blues Brothers
meö John Belushi og Dan Aykroyd.
Myndin fer víst að teljast klassísk. Hins
vegar er á ferðinni The Experts, rugl-
ingsmynd meö John Travolta og er óvist
hvað hún gerir í framtíðinni.
DV-LISTINN -
1. (5) Lethal Weapon 2
2. (1) Dirty Rotten Scoundrels
3. (2) The Burbs
4. (3) Feds
5. (4) Betrayed
6. (6) Working Girl
7. (7) The Unbearable Light-
ness of Being
8. (-) Blues Brothers
9. (-) The Experts
10.(9) Police Academy 6
★★★
Einvígisárátta
THE DUELLISTS
Útgefandi: Háskólabió.
Leikstjóri: Rldley Scott.
Aðalhlutverk: Keith Carradine, Harvey
Keitel, Albert Finney og Christina Rai-
nes.
Bresk, 1977 - sýningartimi 101 min.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
The Duellists er fyrsta kvikmynd
sem Ridley Scott leikstýrir og þar
koma strax fram hæfileikar hans
aö skapa áhrifamikið myndform.
Söguþráðurinn, sem byggður er á
skáldsögu Joseph Conrads, The
Duel, verður fyrst og fremst áhrifa-
mikill í einstaklega vel hugsuðu
myndmáli.
The Duelhsts var gerð 1977 og
vakti strax mikla aðdáun gagnrýn-
enda og var verðlaunuð á kvik-
myndahátíðinni í Cannes. Ekki
gekk hún eins vel í almenning.
Með árunum hefur hún þó öðlast
ákveöið fylgi og þykir góður kostur
þeim sem vilja sjá vandaðar kvik-
myndir og seinni tíma frægð Ridley
Scott hefur að sjálfsögðu ekki spillt
fyrir.
The Duellists íjaUar um tvo for-
ingja úr herliöi Napoleons sem
heyja einvígi vegna utanaðkom-
andi aöstæðna. Við fylgjumst svo
með þessum tveimur foringjum í
þrjátíu ár og aldrei mega þeir hitt-
ast án þess að hatrið blossi upp og
einvígi er háö. í raun sigrar hvor-
ugur þeirra .í einvíginu. Einvígis-
kappamir eru mjög ólíkir menn,,
enda verður annar þeirra farsæll í'
lífinu en hinn ekki.
Keith Carradine og Harvey Keitel
leika einvígiskappana tvo og þótt
leikur þeirra sé að mörgu leyti
ágætur þá falla þeir í skuggann
fyrir aukaleikurunum sem eru
hver öörum betri. Má þar nefna
Albert Finney, Edward Fox, Diana
Quick, Robert Stephens og Tom
Conti.
The Duellists er kvikmynd sem á
eftir að lifa. Þrátt fyrir að söguþráð-
urinn sé ekki beint aðlaðandi er
hér um að ræða einstaklega fallega
kvikmynd. ____ -HK
Dýrin taka völdin
ANIMAL FARM
Útgefandi: Bergvik hf.
Leikstjórar: John Halas og Joy Batc-
helor.
Sögumaður og raddir: Kjartan Bjarg-
mundsson.
Bresk, 1955 - sýningartími 75 mín.
Leyfð öllum aldurshópum.
Animal Farm er teiknimynd en
ekki fyrir börn. Mynd þessi er gerð
eftir hinni þekktu skáldsögu
George Orwell, þar sem hann sýnir
fram á að þótt hinir þjáðu geri upp-
reisn er alltaf maðkur í mysunni
og einræðisherrann er aldrei langt
undan.
Og myndin fylgir sögunni ná-
kvæmlega nema endirinn er aðeins
öðruvísi. Við fylgjumst með þegar
dýrin taka völdin á bóndabæ ein-
um. Uppreisnin breiðist út og brátt
hafa dýrin tekið völdin af mannin-
um sem hefur sýnt lítinn skilning
á málefnum þeirra. Reynt er að
koma á jafnrétti í þjóðfélagi dýr-
anna en svínið Napoleon er ekki á
því og hrifsar af lævisi völdin til
sín...
Kjartan Bjargmundsson fer meö
hlutverk sögumanns og þær raddir
sem þarf og fer honum það vel úr
hendi. Animal Farm var gerð 1955
og stendur vel fyrir sínu enn þann
dagídag. -HK
Léttleiki tilverunnar
THE UNBEARABLE LIGHTNESS OF
BEING
Úlgefandi: Arnarborg.
Leikstjóri: Philip Kaufmann. Handrit:
Jean-Claude Carriere og Philip Kauf-
mann. Framleiðandi: Saul Zaentz. Aðal-
hlutverk: Daniel Day-Lewis, Juliette
Binoche, Lena Olin.
Bandarisk. 1987. Bönnuð yngri en 16
ára. 165 mín.
Hér er óneitanlega á ferðinni ein
af forvitniiegri myndum seinni ára
og er margt sem stuðlar að því. í
fyrsta lagi segir hún frá umbrota-
tímum i lífi þjóðar. Þá er myndin
byggð á mjög umdeildu bók-
menntaverki og í þriðja lagi hefur
einstaklega vel tekist til með úr-
vinnslu verksins.
Myndin segir frá lækninum Tóm-
asi sem hefur mikinn áhuga á veik-
ara kyninu og hinu ljúfa lífi. Hann
nýtur frelsisandans í Prag í Tékkó-
slóvakiu á meðan vorvindar blása
þar um götur 1968. Innrásin verður
síðan til að umbylta lífi fólks og
verða Tómas og kunningjar hans
að flýja land. í nýjum heimi verður
að skoða hlutina upp á nýtt en þó
er sóst eftir sömu verðmætum og
áður.
Kaufmann er hrifinn af löngum
myndum eins og The Right Stuff
og Invasion of the Body Snatchers
sanna. Þó að ef til vill megi gagn-
rýna lengd myndarinnar þá er ekki
hægt að segja annað en að Kauf-
mann takist ákaflega vel að vinna
úr bókinni og verður myndin sér-
lega víðfeðm og frjó í umfjöllun
sinni.
Þá tekst vel að flétta hringiöu
heimsatburðanna inn í söguþráð-
inn - og það sem meira er, það tekst
án þess að líf persónanna falli í
skuggann. Myndataka Sven Ny-
kvist rekur síðan smiðshöggið á
þessa meistarasmíði.
-SMJ
★★
©
Dularfullir nágrannar
THE BURBS
Útgefandi: Laugarásbió.
Leikstjóri: Joe Dante.
Aðalhlutverk: Tom Hanks, Bruce Dern,
Carrie Fisher og Corey Feldman:
Bandarisk, 1989-sýningartími 103 min.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Joe Dante hefur náð ágætum ár-
angri í gerð hryllingsmynda og
þykir vinna sérlega vel úr marg-
nýttum hugmyndum. í Burbs reyn-
ir hann sig á öðrum vettvangi, sem
sagt í gerð gamanmyndar.
Grái flðringurinn
COLD SASSY TREE
Útgefandi: Skífan.
Leikstjóri og handritshöfundur: Joan
Tewkesbury. Framleiöandi: Fay
Dunaway og Don Ohlmeyer. Aðalhlut-
verk: Fay Dunaway og Richard Wid- '
mark.
Bandarisk 1989. 97 min. Öllum leyfö.
Það er álit undirritaðs að Fay
Dunaway eigi hvergi betur heima
en í myndum þar sem hún leikur
„flagð undir fógru skinni“. Hér er
hún því á nokkrum villigötum en
hún bregöur sér hér í hlutverk
saumakonu sem giftist gömlum
verslunareiganda af hagkvæmn-
isástæöum. Þau verða bæði fyrir
aðkasti meðal þorpsbúa en myndin
j gerist í fámennu þorpi í suðurríkj-
um Bandaríkjanna í upphafi aldar-
innar. Að lokum sigrast þau á
vandamálum beggja en þá mætir
Elli kerling.
Hér mun vera um að ræða sjón-
varpsmynd sem er bara þokkaleg
á köflum. Reyndar er persónusköp-
un ekki nógu spennandi og þau
Widmark og Dunaway eiga því á
brattann að sækja í því efni. Þeim
tekst þó bærilega upp inni á milli.
Myndin er hugljúf og fallegar senur
eru einnig til ánægjuauka. -SMJ
Ekki getur hann þó slitið sig alveg
frá hryllingsmyndaforminu heldur
reynir að blanda hryllingnum og
gríninu saman en lendir í miklum
vandræðum. Það er ekki nóg að
hafa Tom Hanks í aðalhlutverki í
gamanmynd, handritið verður að
vera fyndið.
The Burbs gerist í úthverfi stór-
borgar þar sem millistéttarfólk býr.
í heldur hrörlegt hús við götuna
hafa flust hinir dularfyllstu aðilar,
að minnsta kosti finnst nágrönnun-
um það. Enginn sést á ferli á dag-
inn, en á nóttunni bregður fyrir
heldur skuggalegum persónum
sem eru í dularfullu vafstri í garð-
inum.
Þessi hegðun hleypir ímyndunar-
afli nágrannanna upp í efstu hæðir
og eru þeir ekki á eitt sáttir hverjir
búi í húsinu. Þegar einn nágrann-
inn hverfur allt í einu efast enginn
um hverjir eigi sök á hvarfi
hans...
Það liggur við að Burbs sé farsi
því fáránleikinn er mikill þótt
myndin gerist nánast öll á sama
götuhominu, en stirð atburðarás
gerir það að verkum að fáránleik-
inn nær aldrei flugi. Einstaka atriði
eru nokkuð skondin og er það ekki
Tom Hanks að þakka, sem oftast
hefur verið fyndnari en hér, heldur
Bruce Dern og Rick Ducommum
sem gera vel úr bitastæðum hlut-
verkum. Þegar á heildina er litið
tekst Joe Dante best upp þegar
óvissan liggur í loftinu og spenn-
ingur myndast.
Af galdrafári
APPRENTICE TO MURDER
Útgefandi: Steinar.
Leikstjórl: R.L. Thomas. Framleiöandi:
Howard Grossman. Handrit: Allan Scott.
Aöalhlutverk: Donald Sutherland, Chad
Lowe og Mia Sara.
Bandarisk 1987. 94 min. Bönnuö yngri
en 16 ára.
Það er hætt við að hrollvekju-
aðdáendur verði fyrir vonbrigðum
með þessa mynd ef þeir eru að von-
ast eftir hrylíi í stíl viö Howling eða
önnur þess háttar fyrirbæri. Þess í
stað er hér sýnt fram á hvað ímynd-
unaraflið er fært um þegar réttu
kringumstæðurnar skapast.
Myndin er fyrir margra hluta
sakir athyglisverð. Hér er brugðið
upp mynd af hjátrú og öðrum afl-
vökum galdraofsókna. Sutherland
leikur hér góðlegan kraftaverka-
lækni sem fangar athygli ungs
sveins sem vill gerast lærisveinn
hans. Saman verða þeir að berjast
við hið illa sem þeir rekja til ein-
setumanns í nágrenninu. Áður en
yfir lýkur telja þeir að grípa verði
til örþrifaráða til að kveða niður
ófögnuðinn.
Það er alltaf forvitnilegt að velta
fyrir sér hvernig múgsefjun magn-
ast upp og það jafnvel hjá grand-
vöru fólki. Er ekki laust við að
áhorfandinn taki þátt í leiknum og
hætti að skilja mörk raunveruleika
og ímyndunar. Frammistaða Sut-
herlands er ánægjuleg og sömu-
leiðis eiga aðrir leikarar lof skilið.
-SMJ