Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Blaðsíða 6
22. FÖSTUDAGUR 9. MAES 1990. Kvikmyndahúsin REGNBOGINN sýnir þessa dagana Innilokaður með Sylvester Stallone í aðalhlutverki. Leikur hann fanga einn sem á stuttan tíma eftir af inni- setu sinni. Fangavörður einn, sem telur hann eiga sök á að hann var lækkaður i tign, hefur þó hug á að halda honum lengur inni. Það er Donald Sutherland sem leikur fangavörðinn. BÍÓHÖLLIN sýnir í hefndarhug með Patrick Swayze í aðalhlutverki. Leikur hann lögguna Truman Gates sem starfar í Chicago. Þegar bróð- ir hans er myrtur af glæpaflokki lendir hann i að berjast einn gegn harðsoönum glæpaflokkum sem tilheyra „fjölskyldum" sem ráða lögum og lofum í undirheimum Chicago. Dan Aykroyd og Jessica Tandy hafa bæði verið tilnefnd til óskarsverðlauna. Laugarásbíó: Ekið með Daisy Laugarásbíó sýnir hina eftirtekt- arveröu kvikmynd Ekið meö Daisy (Driving Miss Daisy) sem fengiö hefur hvorki fleiri né færri en níu óskarstilnefningar í ár. Hún hefur meöal annars fengið tilnefningu sem besta kvikmynd, aöalleikar- arnir tveir, Jessica Tandy og Morg- an Freeman, eru tilnefndir fyrir leik, einnig Dan Aykroyd fyrir leik sinn í aukahlutverki. Frá því kvik- myndin var frumsýnd um jóhn hefur sigurganga hennar verið mikil vestanhafs. Ekiö meö Daisy er byggö á sam- nefndu leikriti sem frumsýnt var á Broadway 1987. Þar lék Morgan Freeman sama hlutverk og hann leikur í myndinni og hlaut Obie- verölaunin fyrir. Leikstjóri myndarinnar Ekiö meö Daisy er Bruce Beresford, ástralskur leikstjóri sem var einn af upphafsmönnum áströlsku kvik- myndabylgjunnar svokölluöu. Þekktasta ástralska kvikmyndin, sem hann gerði, er tvímælalaust Breaker-Morant. í Bandaríkjunum hefur gengi hans verið misjafnt. Hann gerði hina misheppnuðu King David, en einnig hina ágætu kvikmynd Tender Mercies. -HK Kvikmyndaklúbbur íslands: Konan a ströndinni Konanáströndimú(Womenon lista- og menntamenn sem voru the Beach) er sjálfsagt aðallega tíöir gestir á æskuheimili hans. þekkt fyrir að vera síðasta kvik- Hann lauk háskóiaprófi í heim- mynd sem Jean Renoir geröi í speki og stærðfræði en gekk í Bandaríkjunum. Hun er langt frá herinn 1913 og barðist i fyrri að vera í flokki hans bestu kvik- heimsstyrjöldinni. mynda og hefur í raun lítiö erindi Fyrstu kynni Renoir af kvik- á sýningarskrá Kvikmynda- myndagerð voru þau aö hann klúbbs íslands. flármagnaöi kvikmynd til aö Myndin fjallar um Strand- koma konu sinni á framfæri 1942. gæslumanninn Scott Burnett sem Áhuginn var kviknaður og varö er nýkominn heim úr stríðinu og ekki aflur snúið. Hann leikstýrði þjáist af eftirköstum reynslunnar kvikmynd sama árið en hún þótti þar. Hann verður ástfanginn af kiaufaleg enda gerð af algjörum dularfullri konu sem hann hittir viðvaningi. En framfarir hans á ströndinni. Hún er gift hálf- voru örar. Og í næstu kvikmynd geggjuðum og blindum lista- hans.Nana, máttisjáþáljóðrænu manni. Hún höfðar til samúðar ograunsæisemjafnaneinkenndi Burnett með því að segja honum myndir hans upp frá því. frá grimmd eiginmannsins. Bur- Þekktustu kvikmyndir Jean nett leggur á ráðin um að ryðja Renoir gerði hann rétt áður en listamanninum úr vegi en kemst seinni heimsstyrjöldin skall á, La að því um síðir aö samband hjón- La Grand Illusion og La Régie du anna er mun flóknara en konan Jeu. Hann flúðí til Bandaríkjanna hafði látiö í veðri váka. 1941 og sneri aftur til heimalands Jean Renoir er einhver merk- síns 1949 og hélt áfram aö leik- asti kvikmyndagerðarmaður sem stýra myndum fram til 1969. hann uppi hefur verið. Hann fæddist í lést 1979. Sýning á Konan á París 15. september 1894. Faðir ströndinniverðurálaugardaginn hans var listmálarinn Auguste kl. 15 í Regnboganum. Renoir. Jean ólst upp innan um -HK Sýningar 1 Grafík-gallerí Borg, Síðumúla 32, er nú blandað upphengi: grafikmyndir eftir um þgð bil 50 höfunda, litlar vatns- lita- og pastelmyndir og stærri oliumál- verk eftir marga af kunnustu listamönn- um þjóðarinnar. Gallerí 11 Skólavörðustíg 4a Þar stendur yfir sýning á skúlptúr, líkön- um og pappírssamfellum eftir Jóhann Eyfells og stendur sýningin til 15. mars. Sýningin er opin kl. 14-18 alla daga. Gallerí List Skipholti 50 Til sölu verk eftir þekkta íslenska lista- menn. Opið á afgreiðslutíma verslana. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Þar stendur yfir sýning Guðjóns Ketils- sonar á blýantsteikningum. Sýningin stendur til 16. mars og er opin á verslun- artíma. Hafnarborg Strandgötu 34 Þar stendur yfir sýningin Nonaginta. Þátttakendur eru: Björn Roth, Daði Guð- bjömsson, Eiríkur Smith, Kjartan Guð- jónsson og Ómar Skúlason. Þeir sýna allir málverk. Sýningin er opin kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga og stendur hún til 18. mars. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, íostudaga og laugar- daga. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Laugardaginn 10. mars opnar Guðjón Bjamason í austursal og austurforsal. í vestursal Kjarvalsstaða stendur yfir sýn- ing á formleysiverkum úr safni Riis sem er eitt stærsta einkasafn í Noregi. Verkin eru eftir ýmsa heimsþekkta listamenn og frá ámniun 1950-1970. í vesturforsal em myndir eftir Svavar Guðnason sem em í eigu Reykjavíkurborgar. Kjarvals- staðir em opnir daglega trá kl. 11-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn ASÍ Grensásvegi 16, Á morgun kl. 15 verður opnuð sýning á verkum fatlaðra. í tengslum við sýning- una verður ljóðadagskrá með söng og upplestri, bæði frá hópi fatlaðra og frá Félagi íslenskra leikara. Einnig verða fyrirlestrar um heimspeki, listfræði, sál- lækningar og listameðferð. Aðgangur að sýningunni er öllum heimill og aðgangs- eyrir enginn. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga kl. 13.30-16 nema mánu- daga. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listamannahúsið Hafnarstræti Birgitta Jónsdóttir heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi. Á sýningunni verður aðaláherslan lögð á þurrpastel- myndir og olíumálverk. Sýningin er opin á verslunartíma. Mokka kaffi, Skólavörðustíg, Vilhjálmur Einarsson sýnir málverk. Norræna húsið v/Hringbraut í sýningarsölum Norræna hússins stend- ur yfir sýningin Aurora 3. Á sýningunni em verk eftir 20 unga, norræna myndlist- armenn, fjóra frá hverju Norðurland- anna. Frá íslandi taka þátt í sýningunni Georg Guðni, Guðrún Hrönn Ragnars- dóttir, Kristinn G. Harðarson og Svava Bjömsdóttir. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og lýkur henni 11. mars. Á morg- un kl. 15 verður svo opnuð sýning í and- dyri hússins á teikningum eftir færeyska rithöfundinn og myndlistarmanninn William Heinesen. Á sýningunni em einnig ljósmyndir úr lífi hans. Sýningin stendur til 1. apríl og er opin daglega kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19. Katel Laugavegi 20b (Klapparstigsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda hstamenn, málverk, grafik og leir- munir. Sýning í Odda, nýja hugvisindahúsinu, er opin daglega kl. 13.30-17. Þar era til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að- gangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Kennurum barna og unglinga í skólum landsiníhefur verið boöið aö kynna verk nemenda sinna í fyririestrasal Listasafns íslands og stendur nú yfir sýning á verk- um nemenda úr barnadeild Myndlista- og handiðaskóla íslands. Á sama tíma verður leiðsögn fyrir böm. Fjallaö verður um abstraktlist. Leiðsögn í fylgd sérfræðings er á fimmtu- dögum kl. 13.30-13.45. Safnast er saman í anddyri safnsins og er leiðsögnin öllum opin og ókeypis. Listasafnið er opið alla daga nema mánu- daga kl. 12-18. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Þar stendur yfir sýning á verkum er Sig- uijón gerði á áranum 1960-62. Þetta eru aðallega verk úr járni. Þá em einnig sýnd aðföng og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár, þar á meðal myndir frá ámnum 1936-46 sem hafa verið í einka- eign í Danmörku. Sýningin, sem mun standa uppi í vetur, er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og öll þriðjudags- kvöld kl. 20-22. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Karólína Lárasdóttir opnar sýningu í Nýhöfn á morgun kl. 14-16. Á sýningunni verða vatnslitamyndir og dúkristur. Sýn- ingin, sem er sölusýning, verður opin virka daga frá kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 28. mars. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði - sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18 eöa eftir nánara samkomulagi í síma 52502. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. SPRON Áifabakka 14 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis stendur yfir sýning á múrristum eftir Gunnstein Gíslason í útibúinu, Álfa- bakka 14, Breiðholti. Gunnsteinn hefur haldiö nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin mun standa yfir til 27. apríl nk. og veröur opin frá mánudegi til föstudags kl. 9.15-16. Sýningin er sölusýning. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl, 11-16. Málverkasýning í safnaðar- heimili Langholtskirkju Aöalbjörg Jónsdóttir opnar á morgun kl. 16 málverkasýningu í safnaöarheimili Langholtskirkju. Sýningin stendur til 13. mars. Við opnun mun dansflokkur frá Nýja-Dansskólanum sýna samkvæmis- dansa. Opið verður til kl. 19 nema síðasta kvöldiö. Þá verður sérstök dagskrá. Kl. 21 verða sýndir handpijónaðir kjólar úr íslensku eingirni eftir Aðalbjörgu. Einnig kemur óperusöngkonan Olöf Kolbrún Harðardóttir og syngur nokkur lög. Myntsafnið á Akureyri Aðalstræti 58 - sími 24162 Opið er kl. 13.30-17 alla daga vikunnar. Slunkaríki ísafirði Sigríður Ásgeirsdóttir sýnir grafíkmynd- ir. Sýningin er haldin í tengslum við 5 ára afmæli Slunkaríkis og stendur til sunnudagsins 11. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.