Dagblaðið Vísir - DV

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmars 1990næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Síða 6
íþróttir unglinga___________ Úrslitin á meistaramótinu MÁNUDAGUR 26. MARS 1990. • Heiða Bjarnadóttir, UMFA, í miðju, sigraði í 50 metra hlaupi meyja í flokki 15-16 ára. Kristín Alfreðsdóttir, IR, til vinstri, varð númer tvö og Guðlaug Halldórsdóttir, UBK, í þriðja sæti. DV-mynd Hson Unglingameistaramót íslands í frjálsum íþróttum: Helmingi meiri þátttaka en á síðasta móti - „ánægður með hina breiðu fylkingu“, sagði formaður FRÍ • Halla Heimisdóttir, Ármanni, til vinstri, sigraði í kúiuvarpi 17-18 ára stúlkna. Til hægri er Þuríður Ingvarsdóttir, HSK, en hún hafnaði í þriðja sæti. DV-mynd Hson Hástökk, án atr., stúlkur: Guðný Sveinbjömsdóttir, HSÞ,...1,30 Hrefna Frímannsdóttir, ÍR.....1,25 Hástökk, án atr., meyjar: Vigdis Guðjónsdóttir, HSK.....1,30 Guðbjörg Þorvaldsdóttir, FH...1,30 50 m hlaup, sveinar: Atli Guðmundsson, UMSS.........6,3 Brynjar L. Þórisson, FH........6,3 50 m hlaup, meyjar: Heiða B. Bjamadóttir, UMFA.....6,5 Kristin Á. Alfreðsdóttír, ÍR...6,7 50 m hlaup, drengir: Birgir M. Bragason, UMFK.......6,2 Rúnar Stefánsson, IR...........6,2 50 m hlaup, 22 ára og yngri: Helgi Sigurðsson, UMSS.........5,9 Óskar Finnbjömsson, ÍR.........6,0 50 m hlaup kvenna: Guðrún Amardóttir, UBK.........6,4 Súsanna Helgadóttir, FH........6,4 50 m hlaup, stúlkur: Kristín Ingvadóttir, FH.......6,7 Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE ...6,7 Þristökk, án atr., sveinar: Hákon Sigurðsson, HSÞ........9,07 Hjaltí Siguijónsson, ÍR......9,04 Þristökk, án atr., drengir: Sigurður Steinarsson, HSK.....9,16 Eggert Sigurðsson, HSK.......9,09 Langstökk, sveinar: Anton Sigurðsson, ÍR.........6,23 Hreinn Hringsson, UMSE.......6,08 Langstökk, drengir: Hreinn Karlsson, UMSE........6,32 Amaldur Gylfason, ÍR.........6,18 Langstökk, 22 ára og yngri: Ólafur Guðmundsson, HSK.......6,90 Hörður G. Gunnarsson, HSH.....6,89 Helgi Sigurðsson, UMSS........6,56 Kúluvarp kvenna: Berglind Bjarnadóttir, UMSS ....11,55 Bryndís Guðnadóttir, HSK......11,28 Kúluvarp, stúlkur: Halla S. Heimisdóttir, Ármann..l0,83 RósaLyng, FH................10,29 Kúluvarp, meyjar: Jóhanna Kristjánsdóttir, HSÞ..9,37 Berglind Gunnarsdóttir, HSK...9,28 Kúluvarp, drengir: Gunnar Smith, FH............12,36 Einar Marteinsson, ÍR.......11,83 Kristínn Karlsson, HSK......11,76 Kúluvarp, 22 ára og yngri: Bjarki Viðíu-sson, HSK......14,55 Ólafur Guðmundsson, HSK.....12,94 Kúluvarp, sveinar: Bergþór Ólason, UMSB........13,18 Hreinn Hringsson, UMSE......11,35 Langstökk, án atr., sveinar: Hákon Sigurðsson, HSÞ........3,10 Freyr Ólafsson, HSK..........2,78 Langstökk, án atr., drengir: Eggert Sigurðsson, HSK.......3,02 Sigurður Steinarsson, HSK....3,02 Hástökk, 22 ára og yngri: Ólafur Guðmundsson, HSK......1,90 HjörturRagnarsson, HSH.......1,90 Hástökk, drengir: Gunnar Smith, FH.............1,85 Ólafur Grettísson, HSK.......1,80 Hástökk, sveinar: Róbert E. Jensson, HSK.......1,80 Magnús Skarphéðinsson, HSÞ ....1,70 Stangarstökk, 22 ára og yngri: Steinar Haraldsson, KR.......3,80 Stangarstökk, drengir: Láms D. Pálsson, UMSS........2,80 Pétur Friðriksson, UMSE......2,80 Stangarstökk, sveinar : Benedikt Benediktsson, UMSE ...2,80 Freyr Ólafsson, HSK.............2,80 Hástökk stúlkna, 22 ára og yngri: Þóra Einarsdóttir, UMSE.........1,60 Björg Össurardóttir, FH.........1,55 Hástökk, stúlkur: Þuríður Ingvarsdóttir, HSK.....1,55 GuðnýSveinbjörnsdóttir, HSÞ .1,50 Hástökk, meyjar: Maríanna Hansen, UMSE..........1,60 Gunnhildur Hinriksdóttir, HSÞ ..1,55 Langstökk, án atr., meyjar : Jóna S. Ágústsdóttir, UMFK.....2,56 Vigdís Guðjónsdóttir, HSK......2,56 Langstökk án atr., stúlkur: Sryólaug Vilhelmsdóttir, UMSE..2,70 Hrefna Frímannsdóttir, IR......2,66 50 m grindahl., 22 ára og yngri: Guðrún Arnardóttir, UBK........7,2 Björg Össurardóttir, FH........7,7 50 m grindahlaup, stúlkur: Þuríður Ingvarsdóttir, HSK.....7,6 Srýólaug Vilhelmsdóttir, UMSE ...7,7 50 m grindahlaup, meyjar: EmaB. Sigurðardóttir, KR.......7,9 Mekkin G. Bjamadóttír, ÍR......8,1 50 m grindahl., 22 ára og yngri: Ólafur Guðmundsson, HSK........7,1 Einar Hjaltested, KR...........7,4 50 m grindahlaup drengja: Hreinn Karlsson, UMSE..........7,6 2.-3. Pétur Friðriksson, UMSE..7,7 2.-3. Gunnar Smith, FH.........7,7 50 m grindahl. sveina: Hreinn Hringsson, UMSE.........8,2 Róbert E. Jensson, HSK.........8,4 Umsjón: Halldór Halldórsson Langstökk, 22 ára og yngri: Súsanna Helgadóttir, FH.......5,82 Björg Össurardóttir, FH.......5,57 Langstökk, meyjar: Erla B. Sigurðardóttir, KR....5,21 GuðlaugHalldórsdóttir, UBK....4,96 Langstökk, stúlkur: Elín Þórarinsdóttír, FH.......5,52 Sylvía Guðmundsdóttir, FH.....5,51 Hástökk, án atr., sveinar: Hreinn Hringsson, UMSE........1,40 Guðm. Siguijónsson, UMSB......1,35 Bergþór Bjömsson, UÍA.........1,35 Hástökk, án atr., drengir: Eggert Ó. Sigurösson, HSK.....1,50 Hjörleifur Sigurþórsson, HSH..1,45 Þrístökk, án atr., meyjar: Jóhanna E. Jóhannesdóttír, UFA7.44 Kristjana Skúladóttir, HSK....7,23 Þrístökk, án atr., stúlkur: SnjólaugVilhelmsdóttir,UMSE,.8,03 Hrefna Frímannsdóttir, IR.....7,76 Þristökk, sveinar: Hjalti Siguijónsson, ÍR......12,99 Freyr Ólafsson, HSK..........12,19 Þrístökk, drengir: Sigurbjöm Amgrímss., HSÞ......12,93 Pétur Friðriksson, UMSE.......12,38 Þrístökk, 22 ára og yngri: Snorri Steinsson, ÍR.........13,53 Haukur S. Guðmundsson, HSK .13,34 Mótið var í umsjón Ármanns og mótsstjóri var Stefán Jóhannsson. Meistaramót íslands fyrir 15-22 ára fór fram í íþróttahúsi Ármanns og Baldurshaga 17. og 18. mars sl. Mörg glæsileg afrek voru unnin og er sýnt að mun meiri breidd og stærri fylk- ing skipa sveitir félaganna. Unglingasíða DV náði tali af for- manni FRÍ, Magnúsi Jakobssyni, eft- ir keppnina og innti hann nánar um íslandsmótið og árangur keppenda. 230keppendur „Þetta er langdjölmennasta íslands- mót sem haldið hefur verið í þessum aldursflokkum. 230 keppendur mættu til leiks, frá' 24 félögum og samböndum, alls staðar af landinu og lætur nærri að um helmings fjölg- un þátttakenda sé að ræða. Dreifmg- in er einnig mjög góð og breiddin hefur aukist til muna. Við þurfum svo sannarlega ekki að kvíða fram- tíðinni með þennan mikla skara af efnilegu íþróttafólki," sagði formaö- urinn. „Ef við lítum á árangur einstakra keppenda þá er af mörgu að taka. Til að mynda er árangur Heiðu Bjarnadóttur, Aftureldingu, í 50 m. hlaupi meyja, 6,5, mjög góður. En hún varð einnig íslandsmeistari í flokki fullorðinna á dögunum og fékk þá tímann 6,3 sem er jöfnun á is- landsmetinu. Guðbjörg Þorvaldsdóttir, FH, er aðeins 13 ára gömul og stökk 1,30 í hástökki án atrennu sem er mjög góður árangur. Hún á því eftir að bæta sig mikið. Einnig var athyglis- verður árangur Róberts Jenssonar í hástökki sveina, 1,80 m. Bjarki kastaði 15,30 á æfingu í kúluvarpi 22 ára sigraði Bjarki Við- arsson, HSK. Hann er í stöðugri framfor og kastaði nú 14,55 sem er persónulegt met. Bjarki hefur þó oft- sinnis kastað vel yfir 15 metra á æf- ingum að undanfórnu. í flokki drengja 17-18 ára urðu óvænt úrslit í kúluvarpi því Gunnar Smith, FH, sigraði með 13,36 m kasti og bætti sitt persónulega met um heilan metra. Kúluvarp er þó ekki aöalgrein hans. Einar Marteinsson, ÍR, sem var sigurstranglegastur, hafnaði í öðru sæti með 11,83 metra. Hann átti hár- fínt, ógilt kast, tæpa 14 metra. Athyglisverður er og árangur Borgþórs Ólasonar, UMSB, í kúlu- varpi sveina en hann sigraði, kastaði 13,18 metra. Það eru að spretta upp mikil efni í Borgarfirði og hefur íris Grönfeldt unnið þar mikið og gott starf. Ætlar að bæta tíma afa síns Óskar Finnbjörnsson, ÍR, veitti Helga Sigurðssyni, UMSS, mikla keppni á 50 m sprettinum og varð Helgi að taka á honum stóra sínum til að knýja fram sigur í úrshtahlaup- inu, á 5,9 sek. Óskar hljóp á 6,0 en hafði náö 5,9 í undanrásum sem er mjög athyglisveröur tími þar sem Óskar er þrem árum yngri. Geta má þess, svona í framhjáhlaupi, að afi Óskars var enginn annar en Finn- björn Þorvaldsson, hinn þekkti spretthlaupari okkar frá gullaldarár- /unum. Óskar hefur sett sér það markmið að bæta besta tima hans í 100 m hlaupi, sem er 10,5 sek., tekiö á handklukku, en það jafngildir svona 10,65 með þeirri tímatækni sem framfylgt er í dag á stórmótum. Fróðlegt verður aö fylgjast með hvemig til tekst. Efnilegir langstökkvarar í langstökki sveina náði Anton Sig- urðsson, ÍR, athyglisverðum árangri, 6,23 m, og í flokki 22 ára bætti Hörð- ur G. Gunnarsson, HSH, árangur sinn um hvorki meira né minna en hálfan metra og hafnaði í 2. sæti, stökk 6,89 metra. Ljóst er að þessir drengir eiga eftir að bæta sig mikið og kæmi ekki á óvart þó Hörður færi vel yfir 7 metra markið í sumar. Snorri bætir sig Árangur Snorra Steinssonar, ÍR, í þrístökki 22 ára lofar mjög góðu. Hann er í stöðugri framfór og skammt í 14 metrana. Það er gleði- legt að sjá hvað þessi grein er tekin alvarlega. Undanfarið hefur þrí- stökkið nefnilega verið aukagrein margra en nú er að rofa til og aðeins þeir sem leggja alúð við þessa skemmtilegu íþróttagrein eiga mögu- leika á góðu sæti. Hákon sterkur Ekki má heldur gleyma árangri Há- konar Sigurðssonar, HSÞ, í lang- stökki án atrennu í sveinaflokki sem var frábær því drengurinn gerði sér lítið fyrir og stökk 3,10 metra. Einnig er vert að minna á ágætis árangur Súsönnu Helgadóttir, FH, í lang- stökki 22 ára, 5,82 metra. Ljóst er þó að hún getur mun meira. Fleira mætti tína til því fjölgun • Óskar Finnbjörnsson, ÍR, kom á óvart og varð annar í 50 m hlaupi 22 ára og yngri. þátttakenda hefur orðið mikil eins og áður sagði og breiddin að sama skapi aukist til muna. Ólafur með þrjú gull Mesti afreksmaður mótsins varö Ól- afur Guðmundsson, HSK, því hann vann til gullverðlauna í 3 greinum, grindahlaupi, langstökki og hástökki og varð í 2. sæti í kúluvarpi. Þessi árangur kemur ekki á óvart því hér er á ferð mikill afreksmaður sem á þó eftir að taka mikilum framfór- um,“ sagði Magnús Jakobsson að lokum. Reykjavíkurfélögin verða aðtaka til hendinni Það var og að heyra á formanninum aö Reykjavíkurfélögin yrðu að fara taka sig á. Nægir að renna yfir úrslit- in í mótinu til að skilja hvað Magnús á við. Reykjavíkurfélögin eru nefni- lega langt á eftir utanbæjarliöunum, bæði hvað varðar fjölda þátttakenda og árangur. í Reykjavík er þó fjöld- inn og ættu möguleikarnir því að vera meiri. Að vísu eru boltaíþróttirnar mjög mikið stundaðar í Reykjavík. Það er engu að síður stór hópur unglinga sem engar íþróttir stundar og hafa þeir unglingar lítið fyrir stafni. Til þessa hóps verða íþróttafélögin í Reykjavík að ná til. Að sjálfsögðu þyrftu borgaryfirvöld að koma til skjalanna og styðja betur við bakið á íþróttastarfi félaganna og er þá aðstöðuleysið að sjálfsögðu helsta vandamálið. -Hson • Gunnar Smith, FH, sigraði óvænt i kúluvarpi 17-18 ára pilta. • Bjarki Viðarsson, HSK, i miðju, sigraði i kúluvarpi 22 ára og yngri. Til vinstri er Ólafur Guðmundsson, HSK, sem varð annar, og til hægri Jón Þ. Heiðarsson, USAH, sem varð þriðji. DV-mynd Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: DV íþróttir (26.03.1990)
https://timarit.is/issue/192742

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

DV íþróttir (26.03.1990)

Gongd: