Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Síða 5
MANUDAGUR 9. APRÍL 1990.
MANUDAGUR 9. APRÍL 1990.
Iþróttir
Iþróttir
Kristrún fyrsti
meistarinn í
glímu kvenna
„Ég heföi gjaman viljað sjá fleiri keppendur á þessu móti í
kvennailokknum og vonandi verða þeir fleiri í framtíðinni.
Þetta var annars skemmtilegt mót og það var virkilega gaman
að ná að sigra/‘ sagði Kristrún Sigurfmnsdóttir, HSK, en um
helgina varð hún fyrsti íslandsmeistarinn í glímu kvenna. Meistaramót
íslands, landsflokkaglíman var glímd á Laugarvatni um helgina og alls
mættu 80 glímumenn til leiks, þar af voru 14 keppendur í kvennaflokki.
Jóhannes Sveinbjömsson, HSK, sigraði nokkuð örugglega í þyngsta
flokki, +90 kg og KR-ingurinn Ólafur Haukur Ólafsson vann mjög örugg-
an sigur í -90 kg flokki. Islandsmeistari í -81 kg flokki varð Kristján Ingva-
son, HSÞ, og félagi hans í HSÞ, Ingvi Kristjánsson, varð sigurvegari í -74
kg flokki. Torfi R. Kristjánsson, HSK, varð íslandsmeistari í -68 kg flokki.
-SK/Hson
Missir Stevens
af HM á Ítalíu?
Svo kann að fara að enski landsliðsmaðurinn í knattspymu, Gary Stev-
ens, sem leikur með Glasgow Rangers í Skotlandi, missi af úrslitakeppni
heimsmeistarakeppninnar á Ítalíu í sumar. Stevens er talinn hafa fót-
brotnaö í leik Rangers gegn Aberdeen í gær (0-0) en hve alvarleg meiðsl-
in em mun koma í ljós eftir læknisskoðun í dag.
Stevens er mjög öflugur hægri bakvörður og það verður mikið áfall
fyrir enska landsliðið ef hann getur ekki leikið á Ítalíu. Stevens varð að
fara af leikvelli eftir fimmtán mínútna leik í gær gegn Aberdeen og lækn-
ir Rangers, Donald Cruikshank, sagði í gær að mjög vafasamt væri að
Stevens gæti leikið á Ítalíu.
Þorvaldur bestur á Akureyri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Þorvaldur Orlygsson var kjörinn íþróttamaður Akureyrar 1989 en kjör-
inu var lýst á aðalfundi íþróttabandalags Akureyrar um helgina.
í 2. sæti í kjörinu varð Haukur Eiríksson skíðamaöur, þriðji Erlingur
Kristjánsson, fyrirliði íslandsmeistara KA í knattspymu og handknatt-
leiksmaður, fjórði Stefán Jóhannesson blakmaður og Guðmundur Bene-
diktsson, knattspymu- og handknattleiksmaður, í 5. sæti. Það ýoru fulltrú-
ar félaganna í stjóm ÍBA ogfjölmiðlamenn sem greiddu atkvæði í kjörinu.
Þá var á þinginu veittur bikar sem ÍSÍ gaf ÍBA og veittur er fyrir framúr-
skarandi störf að íþróttamálum. Hann hlaut að þessu sinni Óðinn Áma-
son sem hefur unnið geysilegt starf að málefnum skíðamanna.
• íslandsmeistarar KR í körfuknattleik 1990. Liðið er vel að sigrinum komið og KR-ingar sýndu það og sönnuðu i úrslitakeppni úrvalsdeildar að þeir hafa á að
skipa besta liðinu hér á landi um þessar mundir. DV-mynd GS
Stórtap
gegn USA
í St. Louis
• Bjami Jónsson, KA, á hér í höggi við tvo leikmenn bandaríska liðsins
i gærkvöldi. Bandarikjamenn, sem eru á leiðinni i lokakeppni HM í
knattspyrnu i fyrsta skipti í 40 ár, sigruðu í teiknum, 4-1.
Simamynd Reuter
„Þetta var dómaraskandall
framan af. Við áttum að fá
tvær vítaspymur á fyrstu
10 mínútunum en dómarinn
dæmdi ekkert. Þá áttum viö í miklum
vandræðum með bandarísku sóknar-
mennina vegna þess að línuvörðurinn
flaggaði aldrei rangstöðu á þá,“ sagði
Pétur Pétursson í samtali viö DV í
gærkvöldi. íslenska landshðið í knatt-
spyrnu tapaöi illa fyrir því bandariska
í St. Louis í gærkvöldi, 1-4, eftir að
staðan í leikhléi hafði veriö 0-8.
„Síöari hálfleikurinn var mun betri
hjá okkur og þá vorum við óheppnir
aö skora ekki nokkur mörk. Viö áttum
tvö stangarskot og Kjartan Binarsson
var mjög óheppinn að skora ekki.
Bandaríska liðið er þokkalega sterkt
og í góðu formi enda er liðið á leiö í
úrslitakeppnina á Ítalíu. Þeir komust
þó upp með mörg gróf brot gegn okkur
og dómarinn var ótrúlega slakur,"
sagöi Pétur ennfremur.
Steve Trittschuh náði forystunni fyr-
ir Bandaríkin á 16. mínútu og Eric
Wynalda bætti tveimur mörkum við
fyrir leikhlé á 30. og 37. mínútu. Bruce
Murray kom bandaríska liöinu í 4-0 á
57. mínútu en Pétur Pétursson skoraði
mark íslenska liðsins úr vítaspymu
fimm mínútum fyrir leikslok. 3.287
áhorfendursáuleikinn. -SK
Landsflokkaglíman á Laugarvatni:
- KR Islandsmeistari í körfuknattleik 1990 eftir öruggan sigur í þriðja úrslitaleiknum gegn Keflvíkingum, 80-73
• Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK, íslandsmeistari í + 90 kg flokki, og
Kristrún Sigurfinnsdóttir, HSK, fyrsti íslandsmeistari kvenna í glimu,
bregða á leik fyrir Ijósmyndara DV eftir keppnina á Laugarvatni um
helgina. DV-mynd Hson
og upp frá því tók hðið öll völdin á vellinum. Um tíma
í fyrri hálfleik náðu KR-ingar ellefu stiga forystu. Á
þessum leikkafla fór Páll Kolbeinsson á kostum hjá
KR, dreif liðið með áfram með sínum ógnarhraða.
Óhætt er að segja að PáU Kolbeinsson er einn sterk-
asti körfuknattleiksmaður sem komið hefur fram hér
á landi um árabil. Lið með þannig leikmann á sínum
snærum er ekki á flæðiskeri statt en sterk liðsheild
KR-liðsins hefur þó öðru fremur fært þeim titilinn að
þessu sinni.
Matthías Einarsson hafði mjög góðar gætur á Guð-
jóni Skúlasyni og kom það óneitanlega niður á leik
Keflavíkurhðsins. Guðjón lenti ennfremur í vihuvand-
ræðum snemma í leiknum en það sama var uppi á
teningnum hjá Birgi Mikaelssyni. KR-ingar voru ör-
yggið uppmálað í síðari hálfleik og náðu mest 16 stiga
forskoti, 71-55. Keflvíkingar veittu Utla sem enga mót-
spyrnu og virtist sem þeir væru búnir að játa sig sigr-
aða um miðjan hálfleikinn.
Eins og áður sagði var PáU Kolbeinsson yfirburða-
maður á veUinum, einnig var Sovétmaðurinn í hði
KR, Anatoli Kouvton, mjög skæður og hirti aragrúa
frákasta. Guðni Guðnason hafði sig htiö í frammi fram-
an af leiknum en óx þegar á leikinn leið. Axel Nikulás-
son barðist af miklum krafti, var mjög góður að vanda
í vörninni og drjúgur í sókninni. Annars á aUt KR-
Uðið hrós fyrir frammistöðuna.
Keflvíkingar náðu sér engan veginn á strik enda er
ekki auðvelt verk að rífa sig upp eftir tvo tapleiki í
röð. Einar Einarsson var bestur Keflvíkinga í leiknum
en þar er á ferðinni vaxandi leikmaður. Sandy Ander-
son var mjög slakur í leiknum og Guðjón lék undir
getu. Magnús Guðfinnson var ágætur inn á milli.
• Dómarar leiksins voru Bergur Steingrímsson og
Leifur Garðarsson og á hefldina litið dæmdu þeir ágæt-
lega.
• Stig KR: Páll Kolbeinsson 15, Axel Nikulásson 15,
Birgir Mikaelsson 14, Guðni Guðnason 14, Anatoli
Kouvton 10, Matthías Einarsson 10, Hörður Gauti
Gunnarsson 2.
• Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 15, Sandy Anderson
14, Einar Einarsson 11, Magnús Guðfinnsson 11, Falur
Harðarson 9, Nökkvi Jónsson 7, Sigurður Ingimundar-
son 4, Ingólfur Haraldsson 2. -JKS
Guðni Guðnason fyrirliði KR heldur
hér á hinum risavaxna íslandsbikar sem KR-ingar
unnu um helgina. KR-ingar þurftu aðeins þrjá leiki
gegn Keflvíkingum til að tryggja sér íslandsmeistara-
titilinn í ár en ellefu ár eru síðan vesturbæjarliðið
varð síðast íslandsmeistari í meistaraflokki karla.
DV-mynd GS
• Lazslo Nemeth.
„Sterk vöm
færði okkur
sigurinn“
„Éger að vonum mjög ánægður
meö sigurinn á íslandsmótinu.
Það var öðru fremur sterkur
vamarleikur sem færði okkur
sigurinn í þessum leík. Við ætluð-
um okkur að hafa góðar gætur á
Guðjóni Skúlasyni og það gekk
eftir,“ sagði Lazslo Nemeth, ung-
verski þjálfarimi hjá KR-ingum,
í samtali við DV eftir leikinn gegn
Keflvíkingum á laugardaginn.
„Þegar ég lít yfir farinn veg á
keppnistímabilinu er ég þokka-
lega ánægður en helst af öllu
hefði ég óskað þess að við hefðum
einnig unnið bikarkeppnina. Lið-
ið á eftir að verða enn betra og
þegar við horfum til lengri tíma,
eins og til næsta vetrar, þurlum
við engu að kvíöa,“ sagði Lazslo
Nemeth. -JKS
Mikil vinna
skilaði sér
„Þessi úrslit sýna það að við
eigum á að skipa besta liðinu.
Mikil vinna og strangar æfingar
hafa skilað sér. Við æfðum mest
allra liða og árangurinn er eftir
því. Þetta er búið að vera erfitt
keppnístímabil og sigurinn á
mótinu var ánægjulegur endir,“
sagöi Guðni Guðnason, fyrirliöi
KR, í samtali við DV.
„Þetta er besta liðið sem ég hef
leikið með á mínum ferli. Anatoli
Kouvton heíur styrkt liðið
óherajuraikiö og ennfremur höf-
um við verið með frábæran þjálf-
ara. Lazslo Nemeth er mjög harð-
ur en það er ekki spurning að
hann er sá hæfasti. Við höfum
sett stefnuna á að halda þeim
báðum í herbúðum liðsins á
næsta keppnistímabili,“ sagði
Guðni Guðnason í samtalinu við
DV. -JKS
. KR-ingar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik á
Jyt laugardaginn var. KR sigraði Keflvíkinga í þriðju viðureign liðanna
——í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi en það lið sem var fyrra til að vinna
þrjá leiki hreppti titilinn. Ellefu ár eru síðan KR vann íslandsmeist-
aratitilinn í körfuknattleik og er liðið vel að þessum sigri komið en enguni
blöðum er um það fletta að KR-ingar áttu besta liðið í keppninni. Leið
liðsins að meistaratitlinum var glæsileg, liðið tapaði ekki leik og það eitt
sannar styrk þess. KR sigraði Keflvíkinga, 80-73, og segja má að leikurinn
hafi verið í öruggum höndum þeirra allan leiktímann. í hálfleik var stað-
an 43-36, KR-ingum í hag.
í upphafi leiksins virtust Keflvíkingar ekki ætla taugaveikluneinkenndileikbeggjaliðaáfyrstumínút-
gefa neitt eftir enda leikurinn nánast upp á líf og dauða unum. Keflvíkingar náðu forystunni, 2-5, en þetta
fyrir þá. Suðurnesjamenn byrjuðu betur en mikil reyndist skammgóður vermir því KR jafnaði fljótlega
i