Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Qupperneq 8
28
MÁNUDAGÚR 9. APRÍL 1990.
íþróttir
Sund:
Úrslitin
í Eyjum
• Ragnheiður Runólfsdóttir hvetur keppendur til dáða á innanhússmeistaramóti Islands í Vestmannaeyjum um
helgina en mótinu lýkur í dag. Ragnheiður keppir þá meðal annars í 200 metra bringusundi. DV-mynd Ómar
Þurfum
Helga Tryggvadóttir, DV, Eyjum:
„És er mjög ánægður enn sem
komiö er. Mér reiknaðst svo til að
yflr 50% tímanna séu betri en á
mótinu í fyrra. Þaö vantar að vísu
fleiri met. Framkvæmd og alit
sipulag mótsins er til fyrirmynd-
ar,“ sagði Conrad Cawley, iands-
liðsþjálfari í sundi, í samtalí við
DV.
„Ég er bjartsýnn fyrir hönd
sundíþróttarinnar á íslandi en að-
stööuleysi háir íþróttinni mikið og
það er deginum ijósara að við þurf-
um nauðsynlega 50 metra inni-
iaug. Þá um leiö getum viö haldið
alþjóðleg mót og i kjölfariö fylgja
fleiri góðir sundmenn. Sundsam-
bandið þarf að fá meiri fjárstuðn-
ing frá ÍSÍ en í því sambandi get
ég nefht aö í fyrra fékk sundsam-
bandið 400 þúsund króna styrk frá
ÍSÍ en í ár nemur þessi styrkur 350
þúsundum króna,“ sagöi Conrad
Cawley.
Er að komast
ígottform
„Mér hst á mótið sem af er.
Ágætis timar hafa náðst í mörgum
greinum en metaregniö vantar
hins vegar alveg. Þaö er alitaf gam-
an að keppa í Eyjum og það er eki
spuming að þetta er besta laugin
á landinu,“ sagði Eðvarö Þór Eð-
varðsson, sundmaður úr Njarðvík,
í samtali við DV.
„Ég tók mér hvíld í eitt ár en ég
fmn það á mér að ég er óðum aö
koraast í gott form. Ég vonast til
þess að ná raínu fyrra formi í sum-
ar en þetta tekur allt sinn tíma.
Það hefur komið augljóslega fram
á mótinu að breiddin er alltaf að
aukast í sundinu, sagði Eðvarð
Þór. -JKS
„Synd að geta
ekki gert betur1
- sagði Ragnheiður Runólfsdóttir eftir 100 m bringusundið
Helga Tryggvadóttir, DV, Eyjum:
Slnnanhússmeistara-
móti íslands í sundi
lýkur í Vestmannaeyj-
um í dag en mótið hef-
ur staðið yflr frá því á laugardag.
Um 111 keppendur hafa tekið þátt
í mótinu og það sem af er hafa
fjögur íslandsmet verið sett. Mó-
tið hefur í alla staði farið vel
fram. Allir bestu sundmenn eru
á meðal þátttakenda en þeir hafa
bætt sig óverulega og má rekja
ástæður þess aftur til síðustu ára
en þá bætti sundfólkið sig veru-
lega. Af þeim sökum verður alltaf
eríxöara að slá met. í dag keppir
Ragnheiður Runólfsdóttir meöal
annars í 200 metra bringusundi
og Eðvarð Þór Eðvarðsson í 100
metra baksundi.
íslandsmet, sem sett hafa verið
fram þessu eru eftirtalin:
Kvennasveit Ægis setti íslands-
met í 4X100 metra skriðsundi,
synti á tímanum 4:09,05 mín en
sveit Vestra átti gamla metið.
Sveit Ægis skipuðu Arna Þórey
Sveinbjörnsdóttir, Hulda Rós Há-
konardóttir, Þórunn Kristín Guð-
mundsdóttir og Ingibjörg Helga
Arnardóttir. Arnar Freyr Ólafs-
son setti piltamet í 400 metra fjór-
sundi á 4:41,64 mín og bætti gamla
metið um níu sekúndur. Birna
Björnsdóttir, SH, setti stúlkna-
met í 50 metra bringusundi, synti
á 34,88 sekúndum og loks setti
Gunnar Ársælsson piltamet í 100
metra flugsundi á 59,49 sekúnd-
um.
Sigurvegarar í einstökum
greinum til þessa á mótinu eru
eftirtaldir:
• Magnús Ólafsson, HSK, sigr-
aði í 50 metra skriðsundi karla á
24,28 sek. Helga Sigurðardóttir,
Vestra, sigraði í 50 metra skrið-
sundi kvenna á 27,35 sek. Karla-
sveit SH sigraði í 4x100 metra
skriðsundi á 3:46,18 mín. Eðvarð
Þór Eðvarösson, SFS, sigraði í 200
metra fjórsundi karla á 2:07,67
mín. Ragnheiður Runólfsdóttir,
ÍA, sigraði í 200 metra fjórsundi
kvenna á 2:20,80 mín. Óskar Guö-
brandsson, IA, sigraði í 1500
metra skriðsundi karla á 17:10.68
rpín. Ingibjörg Arnardóttir, ÆGI,
sigraöi í 800 metra skriösundi
kvenna á 9:27,31 mín.
• Magnús Ólafsson, HSK, sigr-
aöi í 100 metra flugsundi karla á
58,82 mínútum. Bryndís Ólafs-
dóttir, HSK, sigraði í 100 metra
flugsundi kvenna á 1:05,40 mínút-
um. Eðvarð Þór Eðvarðsson, SFS,
sigraöi í 200 metra baksundi karla
Helga Tryggvadóttir, DV, Eyjum:
„Þaö er alltaf gaman að koma heim
til íslands að keppa og öll skipulagn-
ing mótsins hefur veriö Eyjamönn-
um til sóma. Ég er í ágætu formi um
þessar mundir en aftur á móti vantar
mig meiri snerpu. Hvaö 100 metra
bringusundið varðar byrjaði ég alltof
hægt og það réði því öðru fremur að
tíminn var ekki betri. Það var synd
að ég náði ekki að bæta mig en ég
stefni að því að gera betur í 200 metra
bingusundinu í dag,“ sagði sund-
konan Ragnheiður Runólfsdóttir í
samtali við DV á innanhússmeistara-
mótinu í sundi í Vestmannaeyjum í
gær.
Ragnheiður hefur dvabð í Banda-
ríkjunum frá því í haust og kom
gagngert til íslands til að keppa á
mótinu í Eyjum en mótinu, sem hófst
á laugardag, lýkur í dag.
„Það er einn dagur af mótinu eftir
og þaö er um að gera að vera bjart-
sýn fyrir 200 metra bringusundið í
dag. Það setur eflaust strik í reikn-
ingin að ég ég kom til landsins á
fimmtudag og það reynist of stuttur
tími fyrir mót að þessu tagi. Ég geri
miklar væntingar til mín, mun meiri
en almenningur gerir og það er stefn-
an mín að slá Norðurlandametið í 100
metra bringusundi þó síöar verði.
Það yrði óneitanlega gaman fyrir ís-
land að eignast annan Norðurlanda-
methafa og um leið fyrstu konuna.
Ég verð að vera hugrökk og setja
mér markmið en þegar hlutimir
ganga ekki upp er ekkert annað gera
en að reyna aftur," sagði Ragnheiður
Runólfsdóttir.
„Varðandi 200 metra bringusundið
í dag er ég bjartsýn og mér líður vel
í sundlauginni í Eyjum. Ég syndi með
því hugarfari að bæta árangur minn
en ekki endilega að setja met. Ég
held utan til Bandaríkjanna á fóstu-
dag en ég hef ekki tekið endanlega
ákvörðun um hvort ég æfi ytra eða
á íslandi í sumar. Ég stefni að þátt-
töku í heimsbikarkeppninni í Róm í
haust,“ sagði Ragnheiður Runólfs-
dóttir.
Hún sagði ennfremur í samtali við
DV að hún væri sérstaklega ánægð
með frammistöðu Arnars Freys 01-
afssonar frá Þorlákshöfn. Gaman
væri að sjá ungan og efnilegan sund-
mannmeðfalleganstíl. -JKS
á 2:06,73 mínútum. Eygló Trau-
stadóttir, Ármanni, sigraði í 200
metra baksundi kvenna á 2:33,14
mínútum. Magnús Ólafsson,
HSK, sigraði í 200 metra skriö-
sundi karla á 1:53,21 mínútu.
Bryndís Ólafsdóttir sigraði í 200
metra skriðsundi kvenna á
2:08,14 mínútum. Karlasveit ÍA
sigraði í 4x100 metra fjórsundi á
4:08,40 mínútum. Kvennasveit
Ægis sigraði í 4x100 metra fjór-
sundi á 4:42,55 mínútum.
• Amar Freyr Ólafsson, HSK,
sigraði í 400 metra fjórsundi karla
á 4:41,64 mínútum. Arna Þórey
Sveinmbjömsdóttir, Ægi, sigraði
í 400 metra fjórsundi kvenna á
5:17,60 mínútum. Amþór Ragn-
arsson, SH, sigraði í 100 metra
bringusundi karla á 1:05,92 mín-
útum. Ragnheiður Runólfsdóttir,
ÍA, sigraði í 100 metra bringu-
sundi kvenna á 1:11,30 mínútum.
-JKS
„Efmviðurinn er
nógur í sundinu“
Helga Tryggvadóttir, DV, Eyjum:
„Eg er ánægö með árangurinn hjá
mínum bömum. Sérstaklega kom
árangurinn hjá Amari Frey mér
skemmtilega á óvart. Hann hefur
bætt sig verulega það sem af er inn-
anhússmeistaramótinu,“ sagöi
Hrafnhildur Guðmundsóttir, þjálfari
hjá Þór frá Þorlákshöfn, í samtali viö
DV á innanhússmeistaramótinu í
sundi í Vestmannaeyjum í gær.
Hrafnhildur var hér á áram áður
ein fremsta sundkona landsins en á
mótinu í Vestmannaeyjum á hún
þrjú böm á meðal keppenda og verö-
ur það aö teljast nokkuð óvenjulegt.
Yngsta bam hennar, sem er á meöal
keppenda, Amar Freyr Ólafsson,
hefur komið skemmtilega á óvart
með frammstöðu sinni og þykir víst
að þar sé á ferðinni sundmaður sem
eigi eftir að láta talsvert að sér kveöa
í næstu framtíð.
„Bryndís og Magnús tóku ekki
fulla hvíld fyrir þetta mót en þau
vom nokkuð frá sínu besta. Það hef-
ur ekki nóg af íslandsmetum séð
dagsins ljós og ennfremur hafa ungl-
ingametin látið á sér standa. Aftur á
móti hafa margir einstaklingar bætt
sig verulega. Efniviðurinn er nógur
í sundinu en hafa verður í huga að
það er ekki nóg aö vera efnilegur og
unglingarnir þurfa aö halda vel á
spöðunum til að verða góðir,“ sagði
Hrafnhildur Guðmundsdóttir í sam-
tahviðDV. -JKS
• Hrafnhildur Guðmundsdóttir ásamt börnum sínum á mótinu i Vestmanna-
eyjum. Frá vinstri er Magnús Ólafsson, Arnar Freyr Olafsson, Hrafnhildur
og Bryndis Ólafsdóttir. DV-mynd Ómar