Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Side 1
Óperusmiðjan og Frú Emilía í kvöld kl. 20 og 22: Tvoföld framsýning á Systur Angeliku Óperusmiðjan og leikhúsiö Frú Emilía frumsýna í kvöld, fóstudag- inn 27. apríl, kl. 20 óperuna Systir Angelika eftir Giacomo Puccini. Önnur sýning verður einnig í kvöld kl. 22. Sýnt er að Skeifunni 3c. Óperusmiðjan er nýr sönghópur sem stofnaður var í janúar og er eingöngu skipaður konum enn sem komið er. Óperusmiðjan ætlar sér að flytja óperur og einnig kirkju- lega tónlist þegar fram líða stundir. Systir Angelika er fyrsta verkefni hópsins. Tvær söngkonur skipta með sér aðalhlutverkinu. Það eru þær Est- er Helga Guðmundsdóttir, sem syngur á fyrri frumsýningunni, og Inga Backman sem syngur á þeirri síðari. Síðan munu þær skipta með sér sýningum. Leikhúsið Frú Emilía hefur starf- að í liölega þrjú ár. Óperan verður Ester Helga Guðmundsdóttir og Inga Backman skipta með sér titilhiutverkinu i óperunni Systir Angelika. sjöunda verkefni leikhússins. Fjöl- margir söngvarar taka þátt í sýn- ingunni og einnig átján manna hljómsveit. Hljómsveitarstjórn er í höndum Hákonar Leifssonar. Óperan Systir Angelika er miö- hluti þriggja óperueinþáttunga. Þessir einþáttungar voru frum- fluttir í New York árið 1918. Óperan gerist í klaustri í lok sautjándu ald- ar. Angelika hefur verið send þang- að nauðug vegna óskilgetins sonar. Þegar óperan gerist hefur Angelika veriö þar í sjö ár og eina ósk henn- ar er að fá einhverjar fréttir af fjöl- skyldu sinni. Föðursystir hennar og höfuð fjöl- skyldunnar vill að hún afsali sér öllum veraldlegum eignum sínum. Hún færir henni þær fréttir að son- ur hennar sé dáinn og Angelika örvinlast. Hún fremur sjálfsmorð með því að taka inn eitur en á dauðastundinni biður hún heilaga Maríu fyrirgefningar. Ein sýning á óperunni er áætluð á kvöldi eftir frumsýningarnar tvær í kvöld. Eftirleiðis hefjast sýn- ingarnar kl. 21.00. Sú síðasta er áætluð þann 15. maí. Sýnt er í hús- næði Frú Emilíu að Skeifuni 3c og er miðasala opin alla daga frá kl. 17 til 19 og sýningardaga til kl. 21. Ef ~ ■T7/ H’Bift? yl The California E.A.R. Unit er kammersveit þekkt fyrir frjálslega framkomu. Kjarvalsstaðir í kvöld kl 20.30: Bandarísk kammersveit leikur á Kjarvalsstöðum I kvöld, fostudaginn 27. apríl, kl. 20.30 heldur bandaríska kammer- sveitin The California E.A.R. Unit tónleika á Kjarvalsstöðum. The California E.A.R. Unit er níu manna hópur sem hefur sérhæft sig í flutningi nýrrar tónlistar og er mjög þekkt á því sviði. Efniskrá tónleik- anna spannar vítt svið tónlistar og hefur hópurinn ferðast víða um heima við góðar undirtektir. Einnig hafa meðlimir hópsins getið sér gott orð sjálfir sem tónskáld. Þeir hafa unnið náiö með mörgum af frægustu tónskáldum samtíðar- innar; mönnum eins og John Adams, Milton Babbit, John Cage, Elliott Carter, Peter Maxwell Davies, Mor- ton Feldman og Morton Subotnick. Á þessum tónleikum mun The Cali- fornia E.A.R. Unit flytja verk eftir Elliott Carter, Arthur Jarvinen, Stephen Mosko, Steve Reich og Fred- erick Rzewsky og auk þess frumflytja nýtt verk eftir Hilmar Þórðarson. Á morgun, laugardaginn 28. apríl kl. 10.00 til 12.00 mun hópurinn halda námskeið í sal Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar við Hraunberg í Breiðholti. Þar mun hann sýna ýms- ar aðferðir til þess að miðla nútíma- tónlist til barna og leikmanna auk þess að leyfa þátttakendum að spreyta sig sjálfir við tónsköpun. Aðgangur er ókeypis og öllum heim- ill. The California E. A.R. Unit er þekkt fyrir fijálslegan klæðaburð, líflega sviðsframkomu og óvenjulega takta aö öðru leyti. Það verður því örugg- lega um einhveijar skemmtilegar uppákomur að ræða. Norræna húsið laugardag kl. 16.00: Norrænir tónleikar Laugardaginn 28. apríl kl. 16.00 verða tónleikar í Norræna húsinu þar sem tónlistarmennirnir Matts Eriksson fiðluleikari og Carl Otto Erasmie píanóleikari leika verk eftir norrænu tónskáldin Lars-Erik Lars- son, Einar Englund og Edward Grieg. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir halda tónleika hér saman en Carl Otto Erasmie hefur tvívegis áður leikið á tónleikum í Norræna húsinu ásamt einleikurum. Eriksson og Erasmie hófu að leika saman haustið 1986. Þeir leggja áherslu á að spila sem fjölbreyttust tónverk frá ýmsum tímabilum og kynna tónskáld sérstaklega. Á þess- um árum hafa þeir haldið tónleika bæði heima og erlendis. Frumraun þeirra var í Stokkhólmi veturinn 1987. Norræni menningarsjóðurinn hef- ur veitt þeim styrk til tónleikaferða um Norðurlöndin og hafa þeir leikið í Munch-safninu í Osló auk tónleika í Finnlandi. Þeir hyggjast halda tón- leika í Danmörku og síðar á Græn- landi, Færeyjum og Svalbarða. Eriksson leikur með Kammersveit Stokkhólms og í Swedenborgkvart- ettinum. Hann hefur ferðast með Matts Eriksson og Carl Otto Erasmie leika í Norræna húsinu annaðkvöld. þessum sveitum um flest lönd Evr- ópu, Bandaríkin og Suður-Ameríku. Erasmie hlaut píanómenntun sína í Gautaborg, London og Brussel. Hann hefur leikið á Norðurlönd- unum, í Frakklandi og Egyptalandi. Þá hefur hann leikið mikið með ein- söngvurum og einnig fengist við hlj ómsveitarstj órn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.