Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Blaðsíða 1
Stöð 2 á föstudögum: Ferðast um tímann Það eru ekki margir framhalds- þættir sem gerðir eru eftir vísinda- skáldsögum, enda þykja þannig þættir alltof kostnaðarsamir og hefur verið hætt við marga ein- göngu vegna kostnaðar en ekki vegna þess að þeir gengu illa. Nýjasta serían sem telst til vís- indaskáldsagnagerðar er Ferðast um tímarin (Quantum Leap), sem hóf göngu sína í Bandaríkjunum síðastliðið haust og verður á dag- skrá Stöðvar 2 í nánustu framtíð á fóstudagskvöldum. . Aðalpersónan er Sam Beckett sem er snjall vísindamaður. Hann er að gera tilraunir með tímaflakk og það tekst hjá honum. En ekki vill betur til en svo að hann getur ekki losað sig við flakkið og í þátt- unum er hann að þeytast á milli tímasvæða í fortíðinni sem þó nær ekki lengra en tuttugu ár aftur í tímann. Enginn veit af þessu nema yfirmaður hans sem reynir að leið- beina honum inn á réttan tíma en þaö gengur erfiölega. Sjónvarpsáhorfendur sjá auðvit- að alitaf sama manninn, en þær persónur sem verða fyrir honum á tímaflakki hans sjá allt aðra per- sónu, persónu sem þeir þekkja og hefur „verið tekin úr umferö í smá- tíma.“ Á þessu tímaflakki lætur Sam margt gott af sér leiða því eins og gefur að skilja er þekking hans á framtíðinni mun meiri en ann- arra sem umgangast hann. Það er Scott Bakula sem leikur Sam Beckett. Hann er ekki mjög þekktur leikari en þess þekktari skemmtikraftur. Hann er söngvari, dansari, píanóleikari og útsetjari. Ungur að árum ætlaði Bakuia að feta í fótspor fóður síns og gerast lögfræðingur en löngun hans til að verða tónlistarmaður varð lög- fræðinni yfirsterkari og í New York þar sem hann hefur dvalið mest á ferh sínum er hann vel þekktur. Sá sem leikur yfirmann Sams er mun þekktari leikari. Það er Dean Stockwell og er þetta í fyrsta skipti sem hann leikur í framhalds- myndaflokki. Stockwell hefur ver- ið að leika alla ævi. Hann byrjaði sem bamastjarna og hefur leikið í um það bil fjörutíu ár. Af nýjustu kvikmynd hans má nefna Blue Velvet, Married to The Mob, París, Texas og Beverly Hills Cops II. Þetta eru sjálfstæðir þættir og er fyrsti þátturinn sem er annað kvöld í fullri kvikmyndastærð. Annars er um flmmtíu mínútna þætti að ræða. -HK Scott Bakula, til vinstri og Dean Stockwell sem leika aðalhlutverkin i tramhaldsmyndaflokknum Ferðast um tímann. Stöð 2 á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Framagosar Ben Masters leikur blaðamanninn Kleber Cabtrell. Hann er hér ásamt leik- Framagosar (Celebrity), er míni- sería sem verður sýnd þijú kvöld í röð á Stöð 2. Fjallar myndin um þrjá vini sem á útskriftardegi þeirra í menntaskóla tengjast órofnum bönd- um, þó ekki á þann hátt sem þeir höföu haldið að yrði. Vinirnir þrír voru allt vinsælir ■nemendur í skólanum og taldir lík- legastir allra til mikilla afreka. Fyrst skal telja Kleber Cabtrell, sem var spáð mestum frama allra þeirra. Og hann stóð við væntingarnar. Byijaði sem blaðamaður við lítið blað en vinnur sig upp í að verða einn vin- sælasti blaðamaður í Bandaríkjun- um. En metnaðargirnin er mikil og setur það svip á einkalíf hans. Mack Crawford var kosinn niynd- arlegasti nemandinn en líf hans verður enginn dans á rósum. Hann byrjar sem atvinnumaður í fótbolta en þegar meiðsli koma í veg fyrir áframhaldandi feril á þeirri braut notar hann útlit sitt til að koma sér áfram í kvikmyndaheiminum og verður brátt vinsæll kvikmyndaleik- ari. En æskuminningarnar hverfa aldrei úr huga hans og fylgja honum hvert sem hann fer. Þriðji félaginn er T.J. Luther sem var kosinn vinsælasti nemandinn í skólanum. Hann verður þeirra hættulegastur. Hann leiðist fljótt inn á braut glæpa. Þegar honum gengur illa við þá iðju notfærir hann sér áhrifamátt sinn til að stöfna krafta- verkahæli utan um starfsemi sína sem byggist á kraftaverkalækning- um hans. Kvenfólk laðaðst að honum og einnig allskonar geðsjúklingar. Hvað leynist bak við dökk gleraugun konunni Karen Austin. veit enginn. Þótt vegir félaganna þriggja skiljist er eitt leyndarmál sem bindur þá saman og lausn þess kemur ekki í ljós fyrr en í lok myndarinnar. Aðal- hlutverkin, vinina þijá, leika Ben Masters, Joseph Bottoms og Michael Beck. Aðrir þekktir leikarar eru Tess Harper, Debbie Alælen, James Whit- more, Ned Beatty, Jennifer Warren og Hal Holbrook. -HK Nú líður að kosningum til bæjar- klukkustundar umræðuþættir á og sveitarstjóma sem verða laugar- Rás 2 um málefni kaupstaða í Suö- daginn 26. maí. Af því tílefni efnir urlandskjördæmi, Reykjaneskjör- Útvarpið til framboðsfunda sem dæmi og Vesturlandskjördæmi. útvarpað verður á Rás 1, Rás 2 og Þættirnir verða sem hér segir: i svæðisútvarpi. 17. mai, Ölafsvík kl. 20 og Stykkis- Byrjað er á því að útvarpa tveggja hólmur kl. 21.18. maí, Akranes kl. klukkustunda framboðsfundum á 20 og Borgarnes kl. 21.21. maí, Sel- Rás 1 í stærstu kaupstöðunum. foss kl. 20 og Vestmannaeyjar kl. Fyrsti fundurinn er á sunnudag kl. 21.22. maí, Garðabær kl. 20, Kefla- 16.20 á Rás 1. Þar skiptast frambjóö- vík kl. 21 og Seltjarnarnes kl. 22.07 endur í Reykjavik á skoðunum. Á og síðasta törnin verður 23. maí, mánudagskvöldið kl. 20.00 veröur Mosfellsbær kl. 20., Grindavík kl. útvarpað frá Akureyri, á þriðju- 21 og Njarðvik ki. 22.07. dagskvöld taka frambjóðendur í Útvarpað verður frá framboðs- Hafharflrði til máls og í Kópavogi fundum í öðrum kjördæmum í á miðvikudagskvöld. svæðisútvarpi. Fimmtudaginn 17. maí taka við Bylgjan: 7-8-9. Nýr morgunþáttur Nýr morgunþáttur hefur hafið göngu sína á Bylgjunni. Umsjónar- menn er Hallgrímur Thorsteinsson og Hulda Gunnarsdóttir. Hallgrímur er aftur kominn til liðs við Bylgjuna, en hann var einn af fyrstu starfs- mönnum stöðvarinnar. Hulda er aft- ur á móti einn yngsti starfsmaöurinn og hefur starfað sem fréttamaöur. Þátturinn 7-8-9 er á hveijum virk- um morgni frá kl. 7-9. Á þeim tíma er farið yfir það helsta úr fréttum dagsins og uppátækin eru margvís- leg. Óperusöngvarar syngja í gegn- um síma í beinni útsendingu og menn geta átt von á að verða vaktir í beinni útsendingu. „Við erum komin á fætur og viljum fá fólk með okkur,“ sagði Hallgrímur Thorsteinsson. „Það er svo gott að vakna með hressu fólki og það getur átt von á kalli frá okkur. Okkur er ekkert heilagt.“ Á hveijum morgni er „viðskipta- vitið". Þar eru sagðar fréttir af við- skiptaheiminum á eðlilegu og skilj- anlegu máli. Fréttir verða sagðar á hálftíma fresti og langur fréttatími er klukkan níu þar sem farið er í það helsta sem bar á góma og spáð í frétt- ir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.