Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1990, Blaðsíða 6
36 LAUGARDAÓUR 19. MAÍ 1900. ' BlLASAIAMMJtaMÉ RAGNARS BJARNASONAR ELDSHÖFÐA18,112 REYKJAVlK 0673434 Eldhress bílasala MMC Pajero árg. ’87, ekinn 46.000, hvítur, verð 1.580.000. Nissan Sunny Coupe árg. '85, ekinn 55.000, hvítur, verö 550.000. BMW 635i Aipine árg. '77, '85 vél, upptekin, blásans., verð 800.000, toppbíll. Honda Prelude EXE 16 v árg. ’87, ekinn 36.000, rauður, verð 1.200.000, toppgræja með öllu. MMC Lancer árg. ’87, ekinn 40.000, grár, verð 630.000. Peugeot 205 GT11,9 ekinn 30.000, svartur, verð 980.000. Opið laugardaga Sími 19615 Bílasala Sími 18085 GARÐARS Borgartúni 1 Okkur vantar bíla á skrá og á staðinn •smiinr- iljjgBl B8188 M. Benz 190 E árg. ’89, verð 2.650.000. Ford F-150 pickup árg 76, Unimog hásingar o.fl., verð 1.500.000. i||Énijiiiiirii Ford F-250 plckup árg. ’85, dísil 6,9, verð 1.500.000. Suzuki Fox árg. ’83, verð 330.000. lf R Toyota Camry GLi m/öllu árg. ’85, Audi 200 turbo árg. ’82, verð verð 640.000. 600.000. Bílar Belgískur kynningarbæklingur um ísland: íslandssagan ein samfelld sorgarsaga General Motors Danmark Isuzu Car Bill Carburettor . Carburretor Clutch Diesel Dynamo Engine Vel Exhaust system Puströr Fall Foss Fanbelt Viftureim Gearbox Girkassi Grease Feiti Hammer Hamar Headlights Athalljos Inner tube Slanga i dekki Lights Ljos Luggage rack Oil Olia Passenger Farthegi Petrol tank Poney Hestur Screwdriver Skrufja rn Service Station Verkstaedi Spade Spanner Suspension Tankstation Taxi Ticket Town Tyre Valley Water Vatn Windscreen Windscreen wipers . . . Signs Danger Varuth Left Vinstri Man Karlar Not allowed Bannath Pull Draga Push Yta Right Haegri Woman Konur Belgíska kynningarþjónustan Any Time, er skipulagði Isuzukynning- una sem sagt er frá annars staðar í blaðinu, bjó til myndarlegan bækling á engilsaxnesku til skemmtunar og fróðleiks fyrir þá erlendu blaða- menn, sem hingað komu að kynnast dugnaði Isuzu fjórhjóladrifsbílanna af eigin raun. Bækhngur þessi heitir Test Trip in Iceland, sem útleggst Reynsluferða- lag á íslandi. Þar er að fmna dagskrá reynsluferðalagsins í stórum drátt- um en líka ýmsa fróðleiksmola, sem eru ekki síður fróðlegir fyrir inn- fædda en erlenda gesti. Ef þér mislíkar veðrið Til að mynda vissi ég ekki fyrr um fornt íslenskt spakmæh sem hljóðar svo: „Bíddu aðeins, ef þér mislíkar veðrið.” Ég vissi ekki heldur að í Heklugosinu 1970 hefði eldfjallið spúð úr sér 7 þúsund tonnum af gjósku á sekúndu, né heldur að þá hefði fjallið gosið í síðasta sinn (for the last time), drepið 2000 skepnur og lagt 20 býli í auðn. Heldur ekki að íslandværi stærsti bananaútflytj- andi á norðurslóðum. Þá er þar einnig til að taka þar sem er kynning á Halldóri Laxness. Þar segir orðrétt: „Halldór Laxness var 12 ára þegar heimsstyrjöldin fyrri braust út. A þeim tíma var ísland enn nýlenda Danmerkur. Það skýrir strax það sem átti eftir að verða sterkasta einkenni Laxness: hvöt hans til sjálfstæðis og frelsis.” Þetta er sosum gott og blessað. Það vefst bara fyrir mér að skilja samhengið mihi þess að heimsstyijöldin fyrri braust út annars vegar og tengsla okkar við Dani hins vegar. Þekkja tvær konur vel Það hlýjar hins vegar íslendingi um hjartarætur að lesa að íslending- ar séu ahir afkomendur víkinga. Þarna stendur líka að vel geti verið að útlendir menn þekki tvær íslensk- ar konur vel (perhaps you know two Icelandic women well), sem sé þær Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta kven- forseta sem heimurinn eignaðist, og Hólmfríði Karlsdóttur, ungfrú al- heim 1985. - Af Lindu Pétursdóttur hafa hins vegar minni sögur farið meðal Belga, berlega er ekki búist við að hún sé víðkunn meðal er- lendra bílablaðamanna. Sagt er að giskað sé á að íslending- ar séu 250 þúsund talsins, og stað- hæft að þeir séu inn í sig gengnir, þvermóðskufullir og yfir sig gáfaðir. Víðlesnasta þjóð í heimi. íslandssag- an er ein samfelld sorgarsaga, segir bæklingurinn: nýlenda Dana þangað til í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, landið síhrjáð af eldgosum, fárviðr- um, jökulhlaupum og jarðskjálftum, örfoka af ofbeit. Landslagið er eins og á tunghnu, svo það er ekki að furða að helsta tómstundagaman ís- lendinga sé drykkja. Altonatorar og carburretorar í bílunum Rétt er að ljúka úttekt á þessum áhugaverða kynningarbæklingi um ísland og íslendinga með því að grípa niður í orðalistann aftast í bókinni. Hann spannar yfir 5 síður og er dálít- ið merkilegur. Dæmi: Alternator Altonator Carburettor Carburretor Dining room Bord Harbour Bryggja Petrol tank Bensin Maelir Photographer Mynd Restaurant Veitingashatur Warden Vörthur Woman Konur Og látum hér lokið að skemmta okk- ur yfir belgískum fræðibæklingi um ísland og íslensku. S.H.H. FXV-II: Tilraunabíll frá Toyota sýndur um helgina Nýstárlegur tilraunabíll frá Toy- ota, FXV-II, sem vakið hefur mikla athygli á bílasýningum víða um heim, verður meðal þess sem gefur að líta á bílasýningu hjá Toyotaum- boðinu, P. Samúlelssyni & Co, i Kópavoginum nú um helgina. Auk hans verður þar meðal annars kraft- mikil fjórhjóladrifin Celica auk nýja LandCruiser-jeppans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.