Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 2
24 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1990. Iþróttir Sveinn afneitaði heiðursverðlaunum - miMl spenna meðal áhugamanna um kynbótaræktun Þaö ríkti mikil spenna meöal áhugamanna um kynbótaræktun á landsmóti hestamanna. Spurningin var hvernig þeim kynbótahrossum, sem höföu komist í gegnum hiö þrönga nálarauga forskoðunarinnar í vor, hefði farnast. Fimmtíu og niu hryssur voru skráðar til leiks og mættu þær flestar. Hryssurnar voru gullfallegar margar hverjar og ríkti töluverö ánægja meö þær. Nokkurt ólán hvíldi á stóðhestun- um. Fjörutíu einstaklingar voru skráðir en þeir mættu ekki allir. Nokkrir voru forfallaðir en aðrir duttu úr leik á niótinu, meðal ann- arra Toppur frá Eyjólfsstöðum sem forfallaðist vegna hormónasjokks (greddu). Gömul meiðsl tóku sig upp hjá Pilti frá Sperðli en hann hafði þá lokið sinni sýningu. Margir stóð- hestanna voru ekki í stuði og vöktu ekki þá hrifningu sem við mátti bú- ast. Þrír stóðhestar kepptu að heiöurs- verðlaunum fyrir afkvæmi. Allir náðu þeir tilskildum áfanga. Hervar frá Sauðárkróki, sem er í eigu Hrs. Skagafjarðar, stóð efstur. Hann hlaut heiðursverðlaun, fékk 131 stig fyrir 87 dæmd afkvæmi og fyrsta sæti. Hervari fylgdu meðal annarra af- kvæma fimm stóðhestar sem voru sýndir sem einstaklingar: Otur frá Sauöárkróki, Prúður frá Neðraási, Funi frá Skálá, Kopar frá Galtarnesi og Hektor frá Akureyri, sem allir hlutu 1. verðlaun. Gáski frá Hofsstöðum, í eigu Hrs. Suðurlands, hlaut heiðursverðlaun, fékk 129 stig fyrir 72 dæmd afkvæmi og annað sæti. Ófeigur frá Flugu- mýri, sem er í eigu Ófeigsfélagsins, hlaut heiðursverðlaun og fékk 125 stig fyrir 105 dæmd afkvæmi. Þokki frá Garði gæðingafaðir ársins Fjórir stóðhestar voru dæmdir til 1. verðlauna fyrir afkvæmi. Þokki frá Garði, í eigu Jóns Karlssonar, sló heldur betur í gegn og stóð efstur stóðhesta með 1. verðlaun fyrir af- kvæmi en þeir hlutu reyndar allir fjórir 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Þokki fékk sem einstaklingur 2. verð- laun en hefur þrátt fyrir það sannað sig sem gæðingafaöir. Þokki fékk 136 stig fyrir 23 dæmd afkvæmi. Viöar frá Viðvík, í eigu Hrs. Suðurlands, Hrs. Vesturlands og Hrs. Skagfirð- inga, fékk 133 stig fyrir 29 dæmd af- kvæmi. Garður frá Litlagarði, Ár- manns Ólafssonar, fékk 128 stig fyrir 16 dæmd afkvæmi og Feykir frá Haf- steinsstöðum í eigu Hrs. Skagfirð- inga og Hrs. Suðurlands fékk 123 stig fyrir 29 dæmd afkvæmi. Kolfinnur og Gassi með jafnar einkunnir Einn þeirra hesta, sem hafa stöðugt verið að bæta sig, er Kolfmnur frá Kjarnholtum í eigu Hrs. Vesturlands og fleiri. Hann fékk 8,45 í aðalein- kunn í flokki stóðhesta sex vetra og eldri en sömu einkunn hlaut Gassi frá Vorsabæ í eigu Hrs. Eyjafj. og Hrs. Þing. Kolfinnur hlaut 8,05 fyrir byggingu en 8,84 fyrir hæfileika. Gassi hlaut 8,30 fyrir byggingu en 8,60 fyrir hæfileika. Hrossaræktarráðunautarnir voru lengi að ákveða hvor yrði númer eitt. Það var spurning um að velja fegurð Gassa eða hæfileika Kolfinns. Ástæða þess að Kolfinni var stillt í efsta sætið var sú að þrjú afkvæma hans voru sýnd á landsmótinu, þar af einn stóöhestur, Dagur frá Kjarn- holtum. Otur frá Sauöárkróki, í eigu Sveins Guðmundssonar, hlaut 8,05 fyrir byggingu og 8,69 fyrir hæfileika og 8,37 i aðaleinkunn. Alls fengu tuttugu stóðhestar, sex vetra og eldri, 1. verð- laun en Örn 84165011 frá Akureyri var dreginn tilbaka. Piltur frá Sperðli efstur fimm vetra stóðhestanna. Gömul meiösl tóku sig upp hjá Pilti frá Sperðli, í eigu Pilts sf., en þá hafði hann lokið sýningu sinni og stóð uppi sem sigurvegari. Reyndar náði hann sér þaö vel að hann var sýndur áhorfendum. Hann fékk 8,13 fyrir byggingu, 8,53 fyrir hæfileika og 8,33 í aðaleinkunn. Hjörtur frá Tjöm, í eigu Ármanns Gunnarssonar, fékk 7,88 fyrir byggingu, 8,51 fyrir hæfi- leika og 8,19 í aðaleinkunn. Eðall frá Hólum, í eigu Hrossakynbótabúsins á Hólum hlaut 7,98 fyrir byggingu, 8,31 fyrir hæfileika og 8,14 í aðalein- kunn. Alls hlutu níu fimm vetra stóð- hestar 1. verðlaun en Kopar frá Galt- amesi var dreginn tilbaka. • Sveinn Guðmundsson heldur i heiðursverðlaunahryssuna Hrafnkötlu þungur á brún. DV-mynd E.J. DV á landsmótinu Sjö fjögurra vetra stóðhestar voru sýndir og hlutu þrír þeirra 1. verð- laun. Kveikur frá Miðsitju, í eigu Jóhanns Þorsteinssonar og fleiri, hlaut 7,98 fyrir byggingu og 8,14 fyrir hæfileika. Orri frá Þúfu, í eigu Ind- riða Ólafssonar, hlaut 8,20 fyrir bygg- ingu, 7,81 fyrir hæfileika og 8,01 í aðaleinkunn. Sokki frá Sólheimum, í eigu Valdimars Ó. Sigmarssonar, hlaut 8,55 fyrir byggingu, 7,44 fyrir hæfileika og 8,00 í aðaleinkunn. Andvari og Seifur lækkaðir Þijár hryssur hlutu heiðursverð- laun fyrir afkvæmi. Hmnd frá Keldudal, í eigu Leifs Þórarinssonar, hlaut 8,00 og heiðursverðlaun fyrir fimm afkvæmi. Hrafnkatla frá Sauð- árkróki, í eigu Sveins Guömundsson- ar, hlaut 7,99 og heiðursverðlaun fyr- ir níu afkvæmi. Snælda frá Árgerði, í eigu Magna Kjartanssonar, hlaut 7,97 og heiðursverðlaun fyrir sex af- kvæmi. Sveinn Guðmundsson afþakkaði bikar fyrir Hrafnkötlu. „Ég er óá- nægður með að Andvari og Seifur voru lækkaðir," segir Sveinn. And- vari og Seifur eru synir Hrafnkötlu. Fjórar hryssur fengu 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Blesa frá Möðrufelli, í eigu systkinahna á Hóli, hlaut 8,08 fyrir fjögur afkvæmi. Hervör frá Sauðárkróki, í eigu Sveins Guö- mundssonar, hlaut 7,92, Perla frá Reykjum, í eigu Steindórs Árnason- ar, hlaut 7,83 og Björk frá Þverá, í eigu Ingva Eiríkssonar, hlaut 7,82 fyrir afkvæmi. Bilið breikkar milli knaDa: Atvinm í frem* iknapar itu röð - settu svip Á landsmótinu var starfrækt út- varp sem sendi út reglulega upplýs- ingar til gesta og eins allt rabb þula. Þeir sem voru á ferö í nágrenni Vindheimamela gátu því hlustaö á útvarp og fýlgst með þvi sem var að gerast. Útvarpiö var fyrstu dag- á landsmótið dagana 5. ti) 11. ágúst árið 1991. Borgarstjórn Nörrköbingborgai- hefur ákveðið að styrkja Svía í mótshaldinu og útbúa keppnis- svæöi sem verður tilbúiö til könn- unar í september/október 1990. Svæöið er í útjaöri Nörrköbing- ana tengt við símana á staðnum. Ef tóli var lyft heyrðist útvarp landsmótsins. Bilið breikkar milii knapa Atvinnuknapar settu töluverðan borgar og er stórt hótel nálægt keppnissvæðinu svo og útivistar- ■ svæði, sundlaug og ýmis önnur aðstaða sem fylgir útivistarsvæð- um í Svíþjóð Landssamband hestamannafé- leitt 1 fremstu röð keppenda enda eru þeim oft fengnir í hendur hest: menn, þá Gunnar Bjamason, fyrr- verandi hrossaræktarráðunaut, þessu móti kom fram mikil gjá milli þeirra og annarra knapa. Þessir knapar voru með marga landsmótlð, og Höskuld Eyjólfsson á Hofsstöðum sem kom á landsmót- ið 97 ára gamall. voru með marga verðlaunahesta. Þetta þýddi það einnig að seinkun varö á dagskrá á hverjum degi því þrjá þekkta hestamenn: Sigurð Haraldsson i Kirkjubæ, Halldór Jónsson í Stokkhóhna og Höskuld hesta i röð og þurftu að fá knapa fyrir sig. Það gekk stundum illa. liyjoiissöii 3. riöibSiooum. afhenti Trausti Þór Guðmundsson, formaöur F.T., Sigríöi Benedikts- Heimsmeistaramótið í Nörrköbing dóttur viðurkenningu fyrir fágaða reiðmennsku en Sigríöur hefur keppt á mörgum mótum undanfar- Nú hefur veriö ákveðiö að heims- meistaramótið í hestaíþróttum verði haldið í Nörrköbing í Svíþjóð in ár og verið töluvert sigursæl. EJ Fimm vetra hryssa hlaut hæstu einkunn . Alls voru sýndar þrjátíu og fjórar hryssur í flokki sex vetra og eldri og héldu allar 1. verðlaununum frá því í forskoðun. Gerpla frá Högnastöð- um, í eigu Magnúsar Torfasonar, stóð efst með 8,25 í aðaleinkunn. Fluga frá Arnarhóli, í eigu Valgeirs Jónssonar, hlaut 8,23 og Gná frá Efri- brú, í eigu Böðvars Guðmundssonar, hlaut 8,22 í aðaleinkunn. Hæst dæmda hryssa mótsins var í flokki fimm vetra hryssna. Það var Þrenna frá Hólum, í eigu Hrossakyn- bótabúsins á Hólum, sem hlaut 8,46 í einkunn. Brá frá Sigmundarstöð- um, í eigu Reynis Aðalsteinssonar, hlaut 8,19 og Spóla frá Húnavöllum, í eigu Hjartar Einarssonar, hlaut 8,18. Alls voru 14 hryssur sýndar og hlutu tíu þeirra 1. verðlaun. Ellefu fjögurra vetra hryssur voru sýndar og hlutu tvær þeirra 1. verð- laun. Efstar voru Gína frá Votmúla, í eigu Alberts Jónssonar, með 8,03, Þóra frá Hólum, í eigu Kynbóta- hrossabúsins á Hólum, með 8,01 og Sunna frá Votmúla, í eigu Freyju Hilmarsdóttur, með 7,91. Nótt frá Skollagróf hlaut hæstu hæfileikaeinkunn hryssna, 8,66, en Kolfmnur frá Kjarnholtum hlaut hæstu hæfileikaeinkunn stóðhesta, 8,84. Sokki frá Sólheimum hlaut hæstu byggingareinkunn stóðhesta, 8,55. Þrenna frá Hólum hlaut hæstu byggingareinkunn hryssna, 8,38. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.