Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Side 2
18 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990. Ef þú VÍIt Út að borða VEITINGAHÚS - MEÐ VÍNI A. Hansen Vesturgötu 4, Hf.. sími 651 693. American Style Skipholti 70. sími 686838. Argentína Barónsstígur 11 a. sími 19555. Amarhóll Hverfisgötu 8-10. sími 18833. Asía Laugavegi 10, sími 626210 Askur Suöurlandsbraut 4. sími 38550 Suöurlandsbraut 14. sími 81344. Á alþingi Þönglabakka 6 (Mjóddin). s. 79911. Árberg Ármúla 21. sími 686022. Bandidos Hverfisgötu 56. sími 21630 Bæjarins besti fiskur Naustin, sími 1 8484 Café Hressó Austurstræti 18. sími 14353. Duus hús v/Fischersund. sími 14446. Eldvagninn Laugavegi 73. sími 622631. Fimman Hafnarstræti 5, sími 11212. Fjörukráin Strandgötu 55. sími 651 21 3. Fógetinn, Aöalstræti 10. sími 16323. Gaukur á Stöng Tryggvagötu 22. sími 11556. Gullni haninn Laugavegi 178, sími 34780. Hallargaróurinn Húsi verslunarinnar. sími 30400. Hard Rock Café Kringlunni. sími 689888. Hjá Kim Ármúla 34. sími 31 381. Horniö Hafnarstræti 1 5, sími 1 3340. Hótel Borg Pósthússtræti 11, sími 11440. Hótel Holt Bergstaöastræti 37. sími 25700. Hótel ísland v/Ármúla. sími 687111. Hótel Lind Rauðarárstíg 18. sími 623350. Hótel Loftleiöir Reykjavíkurflugvelli, sími 22322. Hótel Óöinsvé v/Óðinstorg. símig25224. Hótel Saga Grilliö. sími 25033. Súlnasalur, sími 20221. Skrúður. sími 29900. Hrafninn, Skipholti 37, sími 685670. Ítalía Laugavegi 11. sími 24630. Jónatan Livingston mávur. Tryggvagötu 4-6. sími 1 5520 Kabarett, Matkrá Austurstræti 4, sími 10292. Kaffivagninn Grandagaröi. sími 1 5932. Kínahofiö Nýbýlavegi 20. sími 45022. Kína-Húsiö Lækjargötu 8. sími 11014. Kringlukráin Kringlunni 4, sími 680878. Krókurinn Nýbýlavegi 26. sími 46080. Lauga-ás, Suöurlandsbraut 2. sími 689509. Lækjarbrekka Bankastræti 2. sími 14430. Madonna Rauðarárstíg 27-29, sími 621988 Mamma Rósa Hamraborg 11. sími 42166 Mandaríninn Tryggvagötu 26, sími 23950. Mongolian Barbecue Grensásvegi 7, sími 688311 Myllan, kaffihús Kringlunni. sími 689040. Naustiö Vesturgötu 6-8. sími 17759. Ópera Lækjargötu 2. sími 29499. Pétursklaustur Laugavegi 73. sími 23433. Pizzahúsiö Grensásvegi 10, sími 39933. Pizzaramí Hringbraut 119. sími 21066. Pizzusmiöjan Smiðjuvegi 14 D. sími 72177 Potturinn og pannan Brautarholti 22. sími 11690. Punktur og pasta Amtmannsstig 1. sími 13303. Rauða Ijónið Eiðistorgi. simi 611414. Rauði sófinn Laugavegi 126. sími 16566, 612095 Samlokur og fiskur Hafnarstræti 5. sími 1 8484. Setriö Sigtúni 38. sfmi 689000. Siam, Skólavörðurstlg 22. slmi 28208. Singapore ReyKjavíkurvegi 68. sími 54999. Sjanghæ Laugavegi 28. sími 16513. Staupasteinn Smiðjuvegi 14 D. slmi 607347 Svarta pannan Hafnarstræti 17, sími 16480. Sælkerinn Austurstræti 22. slmi 11633. Taj Mahal, Tandori og Sushi bar. Laugavegi 34a, sími 1 3088. Tveir vinir og annar í fríi. Laugavegi 45. slmi 21255. Veitingahúsiö 22 Laugavegi 22. sími 13628. Við Tiörnina Templarasundi 3. sími 1 8666. Viva Strætó Lækjagötu 2. ölkeldan Laugavegi 22. slmi 621036. Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús: Verðið er svipað en gæðin eru ólík Staöarskáli er meö betri veitingastöðum við hringveginn. Ferðamenn á norðurleið eiga kost á ýmsum matstöðum við hringveginn eða í nágrenni hans. Sameiginlegt með þeim flestum er verðiö, sem er tiltölulega hátt, ef til dæmis er miðað við gæðastað á borð við Laugaás í Reykjavík. Lengra nær samanburðurinn ekki, því að staðir þessir eru gjöró- líkir að öðru leyti. Flestir eru frá- hrindandi og örfáir notalegir. Nokkrir búa yfir fagmennsku í eld- húsi, en í flestum er hvorki beitt fagmennsku né tiifinningu. Þaö er því afar misjafnt, sem feröamaður- ínn fær fyrir peninginn. Blönduskálinn Blönduskálinn er dæmigerður áningarstaður við hringveginn. Hann er benzínstöð, sem smám saman hefur vaxið upp í að hafa mat á boðstólum, þótt mest áherzla sé lögð á ruslfæöi, eins og hvar- vetna við þjóðvegi landsins. Blönduskáhnn er ekki aðlaðandi, fremur en aðrir slíkir skálar. Kapp- klæddir útlendir ferðamenn sitja á einfoldum stálstólum við einfold stálborð og velta fyrir sér, hvernig þeim datt í hug að fara á hjara ver- aldar. Þetta gæti verið í fangabúð- um í Síberíu. Samt eru pottablóm í gluggum. Réttur dagsins var aðeins einn. Það var soðinn lax með kartöflum og óbræddu smjöri í álpappír. Lax- inn var allt of lengi soðinn, greini- lega án nokkurrar minnstu þekk- ingar á matreiðslu eða tifinningar fyrir henni. Laxinn varð þurr sem túnfiskur, raunar eins og tíðkaðist hér í veitingahúsum í gamla daga. Laximnn fylgdi sæmileg súpa og kaffi. Þetta kostaði 1.180 krónur. Þaö finnst mér nokkuð mikið mið- að við útht staðarins og elda- mennsku, en er auðvitað í stíl við það, sem ferðamenn eru látnir sæta hvarvetna á leið þeirra um landið. Staðarskáli Staðarskáh hefur mér löngum þótt betri en margir aðrir áningar- staðir við þjóðveginn. Ræður þar mestu um, að eigandinn er á stöð- ugu vakld til að hta eftir, að aUt sé í lagi. Margt fer nefnilega úr skorð- um, ef veitingamaður fer í for- stjóraleik. Staðarskáh er snyrtilegri en flest- ir áningarstaðir, þótt hann sé stór og þröng sé oft á þingi. Miklu máli skiptir, að skilið er á milh sjoppuaf- greiðslunnar og matarafgreiösl- unnar. Þá hefur StaðarskáU þá sérstöðu, að þar er oft lærður kokkur við eldavéUna. Það munar töluverðu, svo sem ég komast að raun um, þegar ég var síðast þar á ferð um daginn. Einn af réttum dagsins var viðar- kola-reyksteikí lambakjöt, mjög gott og skeruntílegt. Mér kom raunar mjög á óvart, hvað þessi réttur var góður. Viðarkolin gáfu kjötinu æsUegan keim. Og óvenju- legur var rétturinn óneitanlega, gott dæmi um, aö ekki hafa enn verið fuUreyndir aUir möguleikar á aö venja fólk við lambakjötsát. Súpa og kaffi voru innifalin í veröi lambakjötsins á 1.150 krónur. Það er hagstætt í samanburði við Ula eldaöan laxinn á 1.180 krónur í Blönduskála. Auk þess var í Stað- arskála hægt að velja sér ódýrari mat, < óUas á 990 krónur og djúp- steik. ýsuflök á 790 krónur, hvort Þ'eggja meö súpu og kaffi. Þetta er nokkum veginn sama verð og í Laugaási í Reykjavík og lægra en gerist og gengur við hringveginn. Dalakofinn Ef vikið er út af hringveginum, má finna athyglisverðar matstofur. Ein þeirra er Dalakofinn á Sauðár- króki, þar sem boðið er upp á mat í notalegu umhverfi og við nokkuö góða þjónustu. Húsbúnaöur er vandaður í Dala- kofanum, málmrörastólar með áklæði og ber tréborö með diska- mottum. Á borðum eru gerviblóm og fremur þykkar pappírsþurrkur. Á veggjum hanga gamlar ljós- myndir af Sauöárkróki. I framhaldi af veitingasalnum, sem rúmar um 40 manns, er um 20 manna garðstofa undir glerþaki. Þar er gengt út í garð, þar sem sett eru út borð í góðviðri. Þetta er hinn notalegasti staður á hlýju sumar- kvöldi. Matreiöslan var veiki punktur- inn, greinilega hvorki framin af til- finningu né lærdómi. Blómkáls- súpa var heit og var það hið eina jákvæða við hana. Kaffi eftir mat- inn var í lagi, borið fram með kon- fektmolum. Steikt ýsuflök voru borin fram með frönskum kartöflum, hrásalati og remúlaði, gamalkunnu for- múlumeðlæti. Þau voru mjög hrikalega þakin raspi, afar þunn og grimmdarlega steikt. Ég borðaði þau af óbilandi hugsjón fræði- mannsáhugans, en hefði aldrei snert á þeim sem ferðamaður. Þetta virtist hafa verið fryst vara, sem síðan hafði verið látin hggja allt of lengi í örbylgjuofni. Ég átti von á betri fiski í útgerðarbæ sem þessum. Sjaldan hef ég raunar fengið öllu verri fisk, enda var hann líklega úr pökkum tilbúinna rétta, sem ætlaöir eru varnarlaus- um skólabörnum og föngum í Bandaríkjunum. Þetta hefur þá verið skólabókar- dæmi um svokallaðar unnar fiskaf- urðir, útflutningsstolt íslendinga, sem hampaö er á kostnað óunnins fisks, en það er nýyrði yfir ætan fisk ferskan. Raspfiskur með súpu og kaffi kostaði 890 krónur. Einnig var hægt að fá lambakótilettur á 1290 krónur og hangikjöt á 1350 krónur. Þetta er svipaö verð og gildir við hringveginn. í Dalakofanum var einnig sér- réttaseðill með nokkrum dýrari réttum, svo og vínlisti, þar sem ein- göngu var að finna léleg vín. Dalakofinn hefur stigið hálft skref frá hversdagsleika ferða- mannastaða. Húsakynnin eru hugguleg. En það kostar lítiö sem ekkert til viðbótar aö elda matinn almennilega og það vantar alger- lega enn. Mælifell Á Sauðárkróki er annar veitinga- salur, á hótelinu Mælifelh. Þar er verð örlítið hærra en í Dalakofan- um, fiskur með súpu og kaffi á 1.100 krónur og grísasteik með súpu og kaffi á 1.550 krónur. Hins vegar er Mælifell alvöru matstaður og engin ferðamanna- gildra. Þar er notalegt umhverfi, fagleg þjónusta og matreiðsla í góð- um flokki. Allt er þetta á sam- keppnishæfu verði, ef miðað er við Reykjavík. Þetta er sex herbergja hótel viö aöalgötu Sauðárkróks, skammt frá Dalakofanum. í matsalnum er dimmur viður í hólf og gólf, bæði í veggjum og lofti, svo og í þungum viöarhúsgögnum. Á boröum eru diskamottur og þykkar pappírs- þurrkur. Súpur dagsins reyndust ágætar, í eitt skipti borin fram meö heitu hvítlauksbrauði, afar góðu. Þá er ís hússins fremur góður, skreyttur á fagmannlega vísu. Kaffi er gott, ekki úr dunkum. Pönnusteiktur silungur var fremur lítið eldaöur og þess vegna nokkuð góður. Grísakötilettur voru hæfilega Mtiö eldaðar, næst- um bleikar, mjög góöar. Með þeim var borinn fram ferskur maís í klemmu. Ég hef ekki oft fengið mikið betur eldað grísakjöt hér á landi. Á Mælifelh er einnig sérréttaseð- ill með dýrari réttum. Þá er þar vínlisti, þar sem nota má hvítvínin Riesling Hugel og Hochheimer Daubhaus og rauðvínin Chteau Barthez de Luze og Santa Cristina. Mér finnst ekki óeölileg krafa, að matstaðir við hringveginn séu á svipuöu stigi verðs og gæða og Staðarskáli og að hinir vandaðri staðir í nágrenni hans séu á svip- uðu stigi verðs og gæða og Hótel Mælifell. Þrír Frakkar hjá Úlfari Baldursgötu 14, slmi 23939. Ölkjallarinn Póstfiússtræti 17. slmi 13344. Ölver v/Álfheima, sími 686220. AKUREYRI: Bautinn Hafnarstræti 92, sími 21818. Fiðlarinn. Skipagötu ‘14, sími 27100. Hlóðir Geislagötu 7, sími 22504 og 22600 Hótel KEA Hafnarstræti 87—89, sími 22200. Hótel Stefanía. Hafnarstræti 83-85, sími 26366 Laxdalshús Aðalstræti 1 1, sími 26680. Sjallinn Geislagötu 14. sími 22970. Smiðjan Kaupvangsstræti 3, sími 21818. Uppinn Ráðhústorgi 9. sími 241 99 VESTMANNAEYJAR: Muninn Vestmannabraut 28. sími 11422 Skansinn/Gestgjafinn Heiðarvegi 1, slmi 12577. Skútinn Kirkjuvegi 21. sími 11420. KEFLAVÍK: Edinborg Hafnargötu 30, sími 12000. Glaumberg/Sjávargull Vesturbraut 1 7, sími 14040. Glóðin Hafnargötu 62, sími 11777. Flughótelið Hafnargötu 57, sími 1 5222. Ráin Hafnargata 19 sími 14601. SUÐURLAND: Gjáin Austurvegi 2. Selfossi. sími 22555. Hótel Selfoss Eyravegi 2, Selfossi. sími 22 500 Hótel Örk, Nóagrill Breiðumörk 1. Hverag.. s. 34700. Inghóll Austurvegi 46. Self.. sími 21356. Skíðaskálinn, Hveradölum v/Suðurlandsveg. sími 98-34414. VEITINGAHÚS - ÁN VÍNS Arnargrill Arnarbakka 2. sími 77540. Á næstu grösum Laugavegi 26, sími 28410. Bigga-bar - pizza Tryggvagötu 18. sími 28060. Blásteinn Hraunbæ 102. sími 67331 T. Bleiki pardusinn Hjallahrauni 13, sími 652525. Brauðstofan Gleymmérei Nóatúni 17, sími 15355. Chick King Suðurveri. Stigahlíö 45-47. s. 38890. Eikapíta Hverfisgötu 82. sími 25522. Eldsmiðjan Bragagötu 38 A, sími 14248. Gafl-inn Dalshrauni 1 3. sími 54424. Gnoðagrill Gnoðavogi 44. sími 678555 Hér-inn Laugavegi 72. sími 19144. Höfðakaffi Vagnhöfða 10. sími 696075. Ingólfsbrunnur Aðalstræti 9. sími 1 3620. Jón bakan Nýbýlavegi 1 4, sími 4661 4 Kentucky Fried Chicken Hjallahrauni 1 5, sími 50828. Lauga-ás Laugarásvegi 1. sími 31620. Lúxus kaffi Skipholti 50b, slmi 83410. Marinós pizza Njálsgötu 26. slmi 22610. Mokka-Expresso-Kaffi Skólavörðustíg 3a. slmi 21174 Múlakaffi v/Hallarmúla. sími 37737. Nespizza, Austurströnd 8, Austurströnd 8. sími 61 2030. Norræna húsið Hringbraut. sími 21522. Næturgrillið heimsendingarþj.. slmi 77444. Óli prik Hamraborg 14. sími 40344. Pizzahúsið Öldugötu 29, sími 623833. Pizzaofninn Gerðubergi. slmi 7901 1. Pizza snögg-sneið Skólavörðustíg 2. sími 1 3320 Gerðubergi. slmi 79011 Pítan Skipholti 50 C. sími 6881 50. Seibitinn Eiðistorgi 13-15, simi 611070. Smáréttir Lækjargötu 2. sími 1 3480. Smiðjukaffi Smiöjuvegi 1 4d. sími 72177. Sprengisandur Bústaðavegi 1 53. sími 33679. Sundakaffi Sundahöfn. sími 36320. Tíu dropar Laugavegi 27. slmi 19380. Toppurinn Bíldshöföa 12. sími 672025. Uxinn Álfheimum 74, sími 685660. Veitingahöllin Húsi verslunarinnar. slmi 30400. Vogakaffi Smiójuvegi 50. simi 38533. Western Fried, Mosfellssveit v/Vesturlandsveg. sími 667373. Winny’s Laugavegi 116, slmi 25171. AKUREYRI: Crown Chicken Skipagötu 12. sími 21464. Keflavík: Langbest, pizzustaður Hafnargötu 62, sími 14777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.