Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Side 1
Sænska sjönvarpið skýröi frá þvi í fréttatíma sínum i gærkvöldi að Bo Johanson, landsliðsþjálfari ís- lendinga, væri annar tveggja sem kæmi til greina að tækju við sænska landsliðinu í knattspjTnu. Bo var nefhdur líklegur eftirmaður Ole Norden, {ynTerandi landsliðsþjálf- ara Svía, sem hætti störfum eftir HM-keppnina á Ítalíu í þessum mán- uði. Þá var einnig minnst á að Thor Grip, sem starfar hjá Malmö FF, sem mögulegan landsliðsþjálíara. Hefekkert heyrt frá stjórnarmönnum „Ég hef ekkert heyrt um þetta frá stiömarmönnum sænska knatt- spyrnusambandsins. Ég hef ekki fengið neitt tilboð og þar af leiðandi get ég ekkert sagt um þetta. Það eru auðvitað allir sænskir þjálfarar sem hafa áhuga á þessu starfi því þetta er stærsta og besta starfið í sænska boltanum og það er vissu- lega gaman að vera nefndur í þessu sambandi. Ég hef hins vegar mjög gott starf sem þjálfari íslenska landsiiðsins og ég hef engan áhuga á sleppa því,“ sagði Bo Johanson í spjalli við DV í gærkvöldi. Bo var nefndur sem líklegur landsliðseinvaldur Svía árið 1985 en að eigin sögn fékk hann aldrei beint tilboð frá sænska knatt- spymusambandinu. Sænskir fjöl- miðlar höfðu samband við Bo seint í gærkvöldi í framhaldi af frétt sænska sjónvarpsins. Það er aug- Jjóst að starf hans sem þjálfari ís- lenska landsliðsins hefur vakið mjög mikla athygh í Svíþjóð. Bo er hins vegar samningshundiim ís- lenska landshðinu næstu tvö árin. Kemur alls ekki á óvart „Þetta kemur mér alls ekki á óvart en ég tel óliklegt að Sviamir geri sér míklar vonir um að fá Bo þvi þeir vita að hann er samnings- bundinn á íslandi. Alla vega væru það skrýtin vinnubrögö hjá þeim að tala ekki við sfjóm KSÍ áður en þeir tihiefna hann sem landsliðs- þjálfara," sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspymusambands íslands, í spjalh við DV. „Þetta er mikil viðurkenning fyr- ir okkur hjá KSí og vinnubrögð okkar og sýnir að við höfum ráðiö mjög hæfan þjálfara. Það er mikil ánægja hér á landi með störf hans og hann er einnig mjög ánægður hér að því ég er best veit,“ sagði Eggert ennfremm-. -RR • Bo Johanson. |x^íííí:;í:-J:xííí:Jíí;::S:ÍS; • Sigurvegararnir í bikarkeppni FRÍ, HSK-menn, fagna ákaft glæsilegum sigri i Mosfellsbæ. Þetta var í fyrsta skipti sem HSK vinnur sigur í bikarkeppn- inni. Fjallað er um bikarkeppni FRÍ á blaðsíðum 20 og 21. DV-mynd GS Töp hjá drengja- liðinu íslenska drengjalandshðið í knattspyrnu tapaði tveim fyrstu leikjum sínum á Norðurlanda- móti landsliða sem fram fer í Finnlandi. íslenska liðið tapaði í fyrradag 0-4 fyrir Englendingum. Tapið var stærra en leikurinn gaf til kynna en íslendingar misnot- uðu vítaspyrnu og nokkur önnur góð færi. í gærkvöldi tapaði liðið síðan fyrir Finnum, 1-2. Finnar komust tveimur mörkum yfir og komu bæði mörkin eftir varnarmistök íslendinga. Undir lok leiksins fengu Islendingar vítaspyma þegar Guðmundi Benediktssyni var brugðið innan vítateigs og Pálmi Haraldsson, fyrirliði ís- lendinga, skoraði úr vítinu. íslenska hðið er þar með neðst í mótinu eftir tvær fyrstu um- ferðirnar. Þeir Pálmi Haraldsson og Guðmundur Benediktsson hafa verið bestu menn. hðsins í þessum leikjum og hafa báöir vakið mikla athygh. íslendingar mæta Dönum á þriðjudag. -RR Bow til KR? - sovéskur landsliösþjálfari tekur líklega viö liði Vals Eftir áreiðanlegum heimildum DV eru taldar miklar líkur á því að bandaríski leikmaðurinn Jonathan Bow leiki með íslandsmeisturum KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur. KR-ingar hafa átt í samninga- viðræðum við Bow undanfama daga og hefur hann lýst yfir miklum áhuga á að koma til íslands á nýjan leik og leiká með KR-ingum. Bow lék með Haukum á síðasta keppnistíma- bili og KR-ingar fengu hann að láni í Evrópukeppninni og þar stóð Bow sig nyög vel. Fyrrum landsliðsþjálfari Sovétmanna til Vals? Valsmenn eiga í viðræðum við sov- éskan þjálfara að nafni Vladimir Obukov um að hann þjálfi Uðið í vet- ur. Aö sögn Jóns Steingrímssonar, for- manns körfuknattleiksdeildar Vals, eiga þessi mál að skýrast í næstu viku en Valsmenn hafa mikinn áhuga á að ráða þennan þjálfara til félagsins. Obukov, sem er 53 ára að aldri, er míög reyndur þjálfari og hefur meðal annars þjálfaö A-lands- hð Sovétmanna um tveggja ára skeið og einxtig unglingalandshðið. Lazslo Nemeth til furstadæmanna Lazslo Nemeth, sem þjálfaði KR og íslenska landsliðið á síðasta vetri, skrifaði í síðustu viku undir eins árs samning hjá félagshði í Sameinuðu arbísku furstadæmunum. Samning- urinn var svo góður að Nemeth gat með engu móti hafnað honum. -JKS • Jonathan Bow lék með KR í Evr- ópukeppninni í fyrra. Kirby áfram Þrátt fyrir afleitt gengi Skaga- hðsins í sumar hefur stjórn knattspymudeildar ÍA ákveðið að halda George Kirby, þjálfara hðsins. Þetta var ákveðið á fundi deildarinnar sl. fimmtudag áður en hðið lék hinn mikilvæga leik gegn KA sem Akurnesingar töp- uðu. „Það verða engar breytingar gerðar og menn hafa ákveðiö að standa saman. Það er ekki á dag- skrá að skipta um þjálfara," sagði stjórnarmaður knattspymu- deildar ÍA í spjalh við DV í gær. Samkvæmt heimildum DV dvel- ur George Kirby nú í sumarbú- stað sínum og slappar þar af fyrir næsta leik hðsins. Staða Akumesinga er mjög slæm þessa dagana og liðið er í fallsæti 1. deildar. -RR/SS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.