Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990.
19
- alls 308 kylfingar sem leika á Jaðarsvelli
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyii
49. landsmótið í golfi, sem stendur
yfir á Jaðarsvelli á Ákureyri þessa
dagana, verður fiölmennasta lands-
mótið sem haldið hefur veriö til
þessa. Alls verða keppendur 308 tals-
ins og þar af hafa 162 þeirra þegar
lokið leik, keppendur í 3. flokki karla
og 2. flokki karla og kvenna.
Meistaraflokkur
æfir í dag
í dag er fyrri æfingadagur fyrir kepp-
endur í meistaraflokki og 1. flokki
og eru allir bestu kylfingar okkar í
karlaflokki mættir til leiks með Úlfar
Jónsson íslandsmeistara í farar-
broddi, Keppendur í meistaraflokki
karla eru 36 talsins. Frekar er þunn-
skipað í meistaraflokki kvenna, að-
eins 10 keppendur en þar er samt sem
áður harðsnúið hð á ferðinni.
Meistaraflokkskeppnin
hefst á miðvikudag
Keppni í meistaraflokki og 1. flokki
hefst á miðvikudag og stendur yfir
fram á laugardag. I þessum flokkum
eru 146 keppendur og hefia þeir leik
kl. 8 þrjá fyrstu dagana en kl. 7 á
laugardagsmorgun. Eins og venju-
lega beinist athygh manna aðahega
aö meistaraflokki karla og fyrir þá
sem hafa áhuga á aö fylgjast með
keppni í þeim flokki hefst keppni kl.
15 á miðvikudag, kl. 8,50 á fimmtu-
dag, kl. 15 á fostudag og skömmu eft-
ir hádegi á laugardag.
Ómar Halldórsson, Birgir Haraldsson og Tryggvi Hallgrímsson með hjálm-
ana, „kúlutinurnar" og annað sem til þarf svo að hlutirnir á æfingasvæðinu
geti gengið vel fyrir sig. DV-mynd gk.
„Við fáum oft
kúlur í okkur“
Gyffi Kriatjánsson, DV, Akureyri:
Þegar keppendur á landsmótinu fara
á æfingasvæðið kaupa þeir kúlur hjá
htium „pollum" og slá þær síðan út
á svæöið. Þeir þurfa síðan ekki aö
hugsa um kúlumar frekar því að
strákamir htiu sjá um að fara út á
svæðið og „pikka“ þær upp. Þetta
gera þeir óhikað þótt margir séu að
æfa sig og kúlunum rigni niður aht
í kring um þá.
Við hittum þijá þessara stráka á
æfingasvæðinu, þá Ómar Halldórs-
son, 11 ára, Birgi Haraldsson, 12 ára,
og Tryggva Hallgrímsson, 11 ára, og
þeir voru hinir hressustu.
„Jú, við fáum oft kúlur í okkur.
Ég fékk til dæmis eina í hjálminn,"
sagði Birgir og Tryggvi bætti við að
ein kúla hefði farið í læriG á honum.
En þeir era hvergi bangnir, strák-
arnir þrír, enda sögðu þeir að kaupið
sem þeir fengju fyrir þessa „áhættu-
sömu“ vinnu væri gott.
Útreiðartúr
og frávísun!
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Það gerist auðvitað margt skemmti-
legt þar sem jafnfiölmennt golfmót
er haldið og landsmótið á Akureyri
en sennilega hefur Þorbergur Ólafs-
son úr Golfklúbbi Reykjavíkur sett
met í gær sem ekki verður slegið í
bráð.
Hann mætti „léttur" til leiks og
gekk bara nokkuð vel. Það henti
hann hins vegar að slá boltann sinn
út af vehinum er hann var að leika
16. holu og inn í hestagirðingu. Þang-
að sótti hann boltann en fannst til-
vahð að bregða sér á bak í leiðinni.
Hestinum fannst þetta hins vegar
ekkert skemmthegt og kastaði hon-
um samstundis af baki. Hvort Þor-
bergi varð svo mikið um þetta að
hann gleymdi síðan að skrá skor sitt
á næstu holu er ekki ljóst en fyrir
það mátti kappinn síðan þola frávís-
un úr mótinu.
• Smári Garöarsson, vallarstjóri á Jaðarsvellinum á Akureyri, gefur sér
tíma til að fylgjast með því sem er að gerast. DV-mynd GK
Iþróttir
Golf-
stúfar
Rósmundur Jónsson, dómari
landsmótsins í golfi, hefur haft
hæfilega lítiö að gera við sín störf
það sem af er mótinu og getaö
gengið nokkuð afsiappaður til
náöa á kvöldin. Rósmundur, sem
býr i húsi á golfvellinum, vaknaði
því hress og úthvhdur einn morg-
uninn, fór 1 sturtu og þess háttar
og var þó klár í slaginn. Honum
brá hins vegar í brún er hann
kom út úr húsinu því að enginn
var á ferh á vehinum og ekkert
heyröist úti nema fuglasöngur.
„Rósi“ var eins og Palh sem var
einn í heiminum en þegar hann
leit loks á klukkuna og hún sýndi
aðeins 05.45 var skýríngin fengin.
Var þá ekki um annað að ræða
en að reyna aö halla sér smástund
aftur.
„Bæjarstjórínn“
Hihnar „Marri“ Gíslason, bæjar-
verkstjóri á Akureyri, sem sló
upphafshögg mótsins, lenti i
prentvhlupúkanum hlræmda hér
í blaðinu sl. fóstudag og var þar
í myndatexta sagður vera bæjar-
stjóri á Akureyri. Aö sjáifsögðu
vakti þetta talsverða lukku kylf-
inga nyrðra og hver veit nema
„Marri“ eigi eftir að sefiast í sæti
bæjarsfiórans og Stefán B. Ein-
arsson, sem „ræsti“ Marra þegar
hann sló fyrsta högg mótsins, er
sagður hafa áhuga á starfi bæjar-
ritara ef af því veröur.
Boltinn í öxlina og ...
Einn keppandi í 3. flokki, nánar
th tekið úr Golíklúbbi Suður-
nesja, lenti í skondnu en heldur
leiðinlegu ævintýri á 4. holu á
laugardaginn. Eftir upphafshögg
hafhaði boltinn hans um 20 cm
frá skurði og því var fagnað að
hann skyldi ekki hafa lent niðri
í skurðinum. Vinurinn gekk að
boltanum en næst þegar félagar
hans Utu til hans var hann að
láta boltann falla. Þeir kölluðu til
hans og spurðu hvort hann heföi
slegiö boltann niður í skurðinn í
baksveiflunni. Svo var ekki held-
ur hafði boltinn farið beint upp í
loftið þegar hann var sleginn, í
öxlina á aumingja manrúnum og
þaðan niöur í skurðinn. Fyrir
þetta hlaut hann einhver vítis-
högg (!), sló síðan í vatnstorfæm,
fékk vítishögg, og lauk leik á
þessari par 3 holu á litlum 9 högg-
um.
Munaðí talsverðu
Tveir „gamlir" Valsmenn léku
saman í 2. flokki á laugardag,
Bergur Guðnason handbolta-
maöur og Helgi Benediktsson
sem gerði þaö gott á knattspyrnu-
vellinum. Á 10. holu slógu þeir
frekar slök upphafshögg og lágu
boltamir þeirra um 10 cm hvor
frá öðmm og tré á milli að því
loknu. Eini munurinn á fram-
haldinu hjá þeim félögum var sá
að bolti Helga lá vel við höggi en
bolti Bergs þannig að hann gat
einungis slegið hann þvert inn á
brautina. HeLgi lauk svo holunni
á 4 höggum eða pari en Bergur ó
5 höggum og hafði á orði á eftir
að þetta hefðu verið dýrir 10 cm
fyrir sig.
„Onl“ fór hún
Logi Þormóðsson úr Golfklúbbi
Suðurnesja fékk smáaðstoð á 10.
flötínni í gærdag. Hann lentí í
smábaslí við að koma boltanum
sínura inn á flötina en hafði það
þó á þremur höggum og boltinn
var um 3 metra frá holu. Síöan
púttaði hann að og boltinn stöðv-
aðist á holubarminum. Þegar
hann ætiaði síðan að Ijúka verk-
inu kallaöi einhver til hans aö
bíða aðeins, i þvi keyrði bíll um
veginn rétt við flötína og titringur
frá honura nægði til þess að ljúka
verkinu.