Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990.
21
i í frjálsum íþróttum að Varmá i Mosfellsbæ.
DV-mynd GS
sigur“
£ liösstjórum HSK
skiptum þegar lögö veröur tartanbraut á
Laugarvatni fyrir landsmótið 1993.“
„Stuöningsmenn eiga
stóran þátt í sigrinum“
Þaö fylgir okkar liöi einstök stemning og
stór hópur stuöningsmanna hvetur liöið
í keppni og á þessi hópur stóran þátt í
árangri hðsins. Þaö voru allir staðráðnir
1 að gera sitt besta í bikarkeppninni og
þegar htiö er til baka stóðu ahir fyrir sínu
og vel það, en uröu smeykir þegar Jón
Arnar meiddist í 100 metra hlaupinu þar
sem hann átti að keppa í fjölda greina
fyrir okkur en sem betur fer korau
meiðsli hans ekki í veg fyrir glæsilegan
sigur í bikarkeppninni. Það kom glögg-
lega í Ijós hve breíddin í liðinu er mikil
og það ööru fremur gerði sigurinn aö
veruleika. Aöstaðan hér í Mosfellsbæ til
frjálsra íþrótta er öh til fyrirmyndar,“
sagði Þráinn Hafsteinsson, liðsstjöri
HSK, í samtalí við DV.
-JKS
íþróttir
Bikarkeppni 1 frjálsum íþróttum:
HSK vann í
fyrsta skipti
- ágætur árangur náðist í mörgum greinum
Héraðssambandiö Skarphéðinn
sigraði í bikarkeppni FRÍ á Varmár-
vehi í Mosfellsbæ í gær og var þetta
jafnframt í fyrsta skipti sem félagið
vinnur sigur í þessari keppni en hún
hefur verið haldin 25 sinnum. HSK
var vel að sigrinum komið, hðið hafði
jöfnum einstaklingum á að skipa og
má segja að liðsheildin hafi gert
þennan sigur að veruleika. HSK
hlaut 154 stig, FH varð í öðru sæti
og hlaut 143 stig, ÍR-ingar, sem unnið
hafa keppnina 17 sinnum, höfnuðu í
þriðja sæti með 142 stig, UMSE lenti
í fjórða sæti með 128 stig, UMSS í því
fimmta með 68 stig og UMSK í sjötta
sæti einnig með 68 stig og falla þessi
tvö síðasttöldu lið í 2. dehd. í kvenna-
flokki vann ÍR sigur, hlaut 74 stig og
HSK 69 stig. FH hlaut flest stig í
karlaflokki eöa 88 talsins
Ágætur árangur náðist í mörgum
greinum enda fór keppnin fram við
bestu hugsanlegar aðstæður og aö
auki lék veðrið við keppendur báða
keppnisdaga.
Þórdís vann
hástökkið
Sigurvegarar í einstökum keppnis-
greinum voru eftirtaldir: Á laugar-
deginum vann Helen Ómarsdóttir,
FH, sigur í 400 metra grindahlaupi á
62,7 sekúndum. Hún hafði mikla >dir-
burði í þessu hlaupi. Þórdís Gísla-
dóttir, HSK, vann enn einn sigur sinn
í hástökki. Þórdís stökk 1,80 metra
en fehdi naumlega 1,84 metra. Ólafur
Guðmundsson, HSK, stökk lengst
ahra í langstökki, 7,15 metra. Hjörtur
Gíslason, UMSE, fékk ekki mikla
keppni í 400 metra grindahlaupi og
sigraði örugglega á tímanum 53,63
sekúndum. Andrés Guðmundsson,
HSK, sigraði í kúluvarpi, kastaöi
17,40 metra. Bróðir hans, Pétur,
keppti ekki á mótinu enda má aðeins
einn keppandi frá hverju félagi
keppa í hverri grein.
Oddur Sigurðsson
sterkur í hlaupunum
Gunnar Guðmundsson, FH, sigraði í
100 metra hlaupi á 10,91 sekúndu, var
rétt á undan Jóni Arnari Magnús-
syni, HSK, sem hljóp á 10,97 sekúnd-
um. Jón Arnar varð fyrir meiðslum
í hlaupinu og keppti ekki í fleiri
greinum í keppninni. Oddný Áma-
dóttir, ÍR, sigraði í 100 metra hlaupi
kvenna á 12,12 sekúndum, hljóp þetta
hlaup glæsilega og var rétt á undan
Súsönnu Helgadóttur, FH. Rögn-
valdur Ingþórsson, UMSE, sigraði í
3000 metra hindrunarhlaupi á 9:26,81
mínútum. Sigurður Matthíasson,
UMSE, sigraði í spjótkasti, kastaði
77,04 metra. Guðbjörg Viðarsdóttir,
HSK, sigraði í kúluvarpi, kastaði
12,12 metra. Oddný Ámadóttir, ÍR,
sigraði með yfirburðum í 400 metra
hlaupi á 56,65 sekúndum. Oddný var
tæpum þremur sekúndum á undan
næsta keppanda. í karlaflokki vann
Oddur Sigurðsson, FH, ömggan sig-
ur í 400 metra hlaupi, hljóp á 48,72
sekúndum.
Gunnlaugur reyndi við
nýtt íslandsmet
Marta Ernstdóttir, ÍR, sigraði með
yfirburðum 1500 metra hlaupinu eins
og búist haíði verið við. Marta hljóp
á 4:32,73 mínútum. í 1500 metra
hlaupi karla sigraði Finnbogi Gylfa-
son, FH, á 4:06,4 mínútum. Guð-
mundur Karlason, FH, sigraði í
sleggjukasti, kastaði 58,70 metra.
Gunnlaugur Grettisson, HSK, sigraði
í hástökki, stökk 2,06 metra. Gunn-
laugur reyndi síðan við nýtt íslands-
met, 2,16 metra, en felldi. Gunnlaug-
ur hefur ekkert æft frá því í fyrra
vegna meiðsla og af þeim sökum
verður árangur hans að teljast mjög
góður. Gunnlaugur sagði í samtali
við DV að hann stefndi að að komast
til Englands til æfmga um næstu
áramót og þar myndi hann dvelja
fram á vorið. „Hugurinn stefnir á
ólympíuleikana í Barcelona 1992,“
sagði Gunnlaugur hress í bragði eftir
að sigurinn var í höfn á laugardag.
í 4x100 metra boðhlaupi kvenna
sigraði sveit FH á tímanum 49,56 sek-
úndum og í 4x100 metra boðhlaupi
karla sigraði sveit FH á tímanum
42,92 sekúndum.
Vésteinn með gott kast
í kringlunni
Guörún Amardóttir, UMSK, sigraöi
í 100 metra grindahlaupi kvenna á
14,38 sekúndum. Hjörtur Gíslason,
UMSE, sigraði í 110 metra grinda-
hlaupi karla á 14,59 sekúndum.
Oddný Ámadóttir, ÍR, sigraði í 200
metra hlaupi á 25,26 sekúndum eftir
harða keppni. Oddur Sigurðsson, FH,
sigraöi í 200 metra hlaupi karla á
22,03 sekúndum. í stangarstökki sigr-
aði Sigurður T. Sigurðsson, FH,
stökk 4,90 metra. Vésteinn Hafsteins-
son, HSK, náði ágætum árangri í
kringlukasti, kastaði 62,86 metra og
sigraði á sannfærandi hátt. Vésteinn
kastaði 62,86 metra. Einar Kristjáns-
son, FH, sigraði í þrístökki, stökk
13,90 metra en Friörik Þór Friðriks-
son, sem var að keppa í 22. skipti í
bikarkeppninni, varð annar með
13,76 metra. Oddný Árnadóttir, ÍR,
sigraði í 800 metra hlaupi á 2:16,45
mínútu eftir harða keppni við Ingi-
björgu ívarsdóttur, HSK.
Frábær endasprettur
Oddnýjar í boðhlaupinu
Finnbogi Gylfason, FH, sigraði í 800
metra hlaupi karla á 1:54,94 mínút-
um. Margrét D. Óskarsdóttir, ÍR,
sigraði i kringlukasti, kastaði 39,08
metra. Bryndís Hólm, ÍR, sigraði í
langstökki kvenna með 5,78 metra.
Frímann Hreinsson, FH, sigraði í
5000 metra hlaupi á 15:06,20 mínútum
og Marta Ernstdóttir, ÍR, sigraði í
3000 metra hlaupi kvenna á 9:31,0
mínútum. í 1000 metra boðhlaupi
kvenna sigraði sveit ÍR á 2:16,84 mín-
útum. Oddný Árnadóttir hljóp síð-
asta sprett fyrir ÍR en þegar hún tók
við keflinu var sveitin í þriöja sæti
og á lokasprettinum komst hún fram
úr Unni Stefánsdóttur, HSK, og sigr-
aði. Oddný vann fimm sigra í keppn-
inni og færði félagi sínu dýrmæt stig.
í 1000 metra boðhlaupi karla sigraði
sveit FH næsta örugglega.
-JKS
„Ánægjuleg
bikarkeppni“
„Bikarkeppnin fór í aha staði hið
besta fram og eins lék veðrið við
keppendur báða mótsdagana og það
er ekki htið atriði. í stigakeppni sem
þessari vih oft fylgja mikhl taugatitr-
ingur en hún var ekki til staðar að
þéssu sinni. í bikarkeppni verður
árangur keppenda misgóður því að
margir hverjir eru að keppa í allt að
flmm greinum fyrir félag sitt en þetta
kemur óhjákvæmhega niður á ár-
angri keppenda," sagði Magnús Ja-
kobsson, formaöur FRÍ, í samtali við
DV í gær.
„Mér telst th að í bikarkeppninni
um helgina í deildunum þremur hafi
þátttakendur verið nálægt 400 talsins
frá 16 félögum. Mér fannst mjög
skemmtilegt að sjá gömlu andlitin
mæta aftur til leiks. Þeir hafa greini-
lega engu gleymt, enda stóðu þeir sig
með mikilh prýði,“ sagði Magnús
Jakobsson að lokum.
• Gunnlaugur Grettisson, HSK, sigraði i hástökkinu og stökk 2,06 metra.
Á myndinni fagnar Gunnlaugur sigrinum. íslandsmet hans er 2,15 metrar.
DV-mynd GS
Sport-
stúfar
Stephen McAllister frá
Skotlandi sigraði á
opna hohenska meist-
aramótinu í golfi sem
lauk Zandvoort í gær. McAlhster
lék á 274 höggum sem er sex högg-
um undir pari vaharins. Roger
Chapman frá Englandi varð í
öðru sæti á 276 höggum og Spán-
verjinn Jose Maria Olazabal lenti
í þriðja sæti á 279 höggum.
Sovétmenn unnu brons
í körfuknattleik
Sovétmenn unnu th
bronsverðlauna í
körfuknattleik á frið-
arleiknum í Seattle í
gærkvöldi. Sovétmenn sigruöu
Brasilíumerm í leiknum um
bronsið meö 109 stigum gegn 103.
1 hálfleik var staöan 57-53 fyrir
Sovétmenn. í leiknum um fimmta
sætiö sigruðu Ástraliumeim líð
Puerto Rico raeð 116 stigum gegn
92 eftir að staðan í hálfleik hafði
verið 59-53 fyrir Ásti-ahumenn.
Finnar komu á óvart
í ísknattieiknum
Finnar komu á óvart í ísknatt-
leiknum á friðarleikunum 1 Se-
attle í nótt. Finnar sigruðu hið
geysisterka lið Tékka með ijórum
mörkum gegn tveimur. Tékkar
tefla ekki fram sínu sterkasta liöi
á leikunum en engu að síöur
koma þessi úrslit á óvart.
Júgóslavar unnu gull
i sundknattleik
Júgóslavar sigruðu Sovétmenn í
úrslitaleik í sundknattleik á frið-
arleikunum í Seattle í nótt.
Leiknum lyktaði 10-8 eftir fram-
lengdan leik en aö loknum venju-
legum leiktíma var staðan jöfn,
8-8. í leiknum ura sjöimda sætið
sigruðu Bandaríkjamenn hð
Kúbumanna, 11-5.
Sovétmenn hirtu gullið
í handboltanum
77"... Sovétmenn þurftu svo
jr" sannarlega að hafa
// fyrir sigrinum í úr-
slitaleiknum gegn
Júgóslövum á fríðarleikunum
um helgina. Aö loknum venjuleg-
um leiktíma var staðan jöfn,
25-25. Framlengja þurfti leikinn
og þá reyndust Sovétmenn sterk-
ari og sigruðu með tveggja marka
mun, 29-27. Sovétmenn voru með
nánast óbreytt hö frá heíms-
meistarakeppninni en Júgósla-
var stihtu upp ungu og óreyndu
liði sem stóð fyrir sínu á friðar-
leikunum.
ÞórogÍBVá
Akureyri í kvöld
Þór og ÍBV eigast við í
1. deild íslandsmótsins
á Akureyri í kvöld
klukkan átta. Þetta er
leikur.úr 11. umferð mótsins en
fresta varð leiknum á sínum tíma
vegna þess að Eyjamenn komust
ekki til lands vegna veðurs.
Póiskur landsliðsmaður
til Bayer Leverkusen
Pólski landsliðsmað-
urinn Zbigniew Plec-
hoc gekk í raðir vest-
ur-þýska handknatt-
leiksliðsins Bayer Leverkusen
um helgina. Plechoc, sem 28 ára
að aldri, hefur að baki 170 lands-
leiki fyrir Pólverja. Talið er aö
vestur-þýska liðið hafi þurft að
greiöa pólska liðinu Ðanzig um
tíu milljónir króna. Forráöamenn
Bayer Leverkusen leituðu um
tíma hér á landi að sterkum
handboltamanni.;:
-JKS