Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990. Fréttir Arásarmaðurinn við Dalbraut ófundinn: Óhug slær á íbúa dvalarheimilisins „Það var blóöpollur bæði fyrir inn- an og utan dyrnar hjá konunni. Fólk- ið, sem býr hérna, er aldrað og því finnst þessi atburður óhugnanlegur. Konan var komin upp á fjóröu hæð þegar hún sá manninn. Hann hafði því með einhverju móti komist inn. Enginn íbúanna kannast við aö hafa hleypt honum inn. Það heyröi heldur enginn neina háreysti - ekkert vein eða hávaða sem stafaði af stimping- um. Ég skrapp niður í bæ rétt á með- an þetta var. Þegar ég kom til baka var konan farin upp á slysavarð- stofu,“ sagði Gunnar Hallgrímsson, húsvörður við sjálfseignaribúðirnar að Dalbraut 18-20. Eins og fram kom í DV á þriðjudag var ráöist á aldraöa konu, henni veittir áverkar á andliti og henni hugsanlega ógnað með hnífi. Konan varð fyrir töluverðu áfalli og hefur því ekki getað tjáð sig mikið um at- burðinn. Hún telur þó að árásarmað- urinn hafi verið 20-30 ára gamall. " TUIögur Hafrannsóknastofnunar: Gert ráð fyrir Grænlandsþorskinum Hafrannsóknastofnun leggur til að á næsta ári verði veidd 300.000 tonn af þorski og vekur athygli að stofn- unin gerir ráð fyrir nýtingu Græn- landsþorsksins svokallaða. Á síðasta ári lagði stofnunin til að veidd yrðu 250.000 tonn af þorski í ár en sjávar- útvegsráðuneytiö hækkað það í 300.000. Gert er ráð fyrir að niður- staðan verði um 310.000 tonn. Afla- hámark þaö, sem stofnunin leggur til, er því hærra en í fyrra. Ólíklegt er hins vegar talið að ráðuneytið bæti við þá tölu. Það er hins vegar ekki bjart yfir skýrslu Hafrannsóknastofnunar um aflahorfur. Benda þeir á að árferði í sjónum hafi veriö slæmt undanfarið. Segir í skýrslunni að nýliðun sé lak- ari en gert var ráö fyrir en síðustu ijórir árgangar, frá 1986 til 1989, eru allir mjög lakir. Vegna þess gerir stofnunin ráð fyrir að þorskstofninn minnki enn frekar. Það er hins vegar Grænlands- þorskurinn sem bjarga á hlutunum næsta ár því eins og að framan grein- ir gerir stofnunin ráð fyrir honum í spá sinni. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sagði að Grænlandsfiskurinn væri þó minni en gert hefði verið ráð fyrir. Sagði Jakob að ef Grænlandsþorskurinn hefði ekki komið til hefði stofnunin lagt til veiöi á 250.000 tonnum eins og í fyrra. „Við getum fullyrt nú að það verði einhver Grænlandsganga, spurningin er aðeins hversu stór hún verður. Það er sú breyting sem orðið hefur frá þvi í fyrra þegar engu var hægt að spá fyrir um Grænlands- þorskinn,“ sagði Jakob. Hafrannsóknastofnun leggur til að 240.000 tonn af þessum 300.000 tonn- um verði veidd á tímabilinu janúar til ágúst. Þá verður nauðsynlegt að endurskoða spána. Þá er lagt til að kvóti á ýsu, karfa, grálúðu og hörpudiski verði minnk- aður. Kvótar á aðrar tegundir standa í stað. -SMJ Aflahorfur: Munum veiða svipað magn á næsta ári - segir sjávarútvegsráðherra „Ég hef sagt það í alllangan tíma að ef kemur ganga frá Grænlandi eigi aö nota tækifærið og byggja upp stofninn," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra þegar hann var spurður um aflahorfuskýrslu Hafrannsóknastofnunar sem birt var í gær. Undanfarin ár hefur ráðuneytiö hækkað aflatillögur Hafrannsókna- stofnunar en Halldór taldi að nú yrði þeirra tala látin halda sér: „Ég hef áður sagt það aö við eigum að veiða svipað magn á næsta ári og veitt verður í ár. Mér sýnist skýrslan benda til þess að það sé rétt að veið- in veröi í samræmi við þær tillögur sem komu frá stofnuninni,“ sagði sjávarútvegsráðherra. - En getur þjóðin vænst sömu tekna frá sjávarútvegi og áður? „Það eru nokkrir óvissuþættir í þessu sem geta skipt miklu máli. Það er rétt að nefna loðnuna sem er stór þáttur í tekjum þjóðarbúsins. Það liggur jafnframt fyrir að grálúðuafl- inn dregst mikið saman og nokkrir fleiri þættir sem skipta máli. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að við getum aukið veiðarnar á næstu árum vegna þess að lélegir árgangar eru að koma inn í veiöarn- ar og við megum þakka fyrir ef við getum haldið í horfinu," sagði Hall- dór. -SMJ - íbúitelurllklegtaöútidyrhafiveriöopnar Boraö fyrir festingum nýrrar flotbryggju fyrir smábáta við Reykjavikurhöfn. Eins og sést á innfelldu myndinni er ein flotbryggjan þegar farin að taka á sig nokkra mynd. Verið er að bora fyrir annarri en í framtiðinni er áformað að þær verði þrjár hlið við hliö. DV-mynd JAK Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva: Dregur ummæli til baka „Ég sendi ykkur hér fáeinar línur til að vara ykkur við fyrirtæki sem undanfamar vikur hefur verið að hasla sér völl í sölu á ferskum laxi. Fyrirtæki þetta er íslandsfiskur... Ég hvet alla fálagsmenn LFH til að sniðganga íslandsfisk algerlega,...“ sagði meöal annars í bréfi sem gæða- eftirlitsmaður Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstööva sendi frá sér þann 2. júlí síöast liðinn. Stjóm Landssambansins sendi frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu þar sem þessi ummæh eru dregin til baka og segir jafnframt í yfirlýsingunni: ...Við lýsum því hér með yfir aö þessir hlutar bréfsins eru dregnir til baka og biðjum jafnframt afsökunar á því að þeir skuli hafa verið settir fram.“ Forráöamenn íslandsfisks töldu fyrirtæki sitt hafa orðiö fyrir miklu tjóni vegna þessa bréfs og höfðu kraf- ist þess að formlega yrði beðist afsök- unar á bréfinu svo og að LFH bætti þeim það fjárhagstjón sem þeir hefðu orðið fyrir vegna málsins. Landssambandiö hefur nú dregið hluta af ummælum í bréfinu til baka en varðandi önnur atriði þess segir í yfirlýsingunni:... rétt er að taka fram að verið er aö afla upplýsinga sem tengjast þeim og verður um þau Qallað þegar þær liggja fyrir. Yfirlýsingin var send öllum þeim aðilum sem fengu bréf gæðaeftirlits- mannsins í hendur. -J.Mar Málið er komið í hendur Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Sjötíu manns búa í blokkunum við Dalbraut 18-20. Gunnar húsvöröur sagði að í gegnum tíðina hefði verið brýnt fyrir íbúunum að hafa ávallt allar dyr lokaðar. „Fólki var einnig bent á aö hleypa engum inn í húsiö nema vita hveijir það væru sem óskuðu eftir að kom- ast inn. Það hefur hins vegar brunn- ið við að einhverjir hafa hringt dyra- bjöllunni niðri og beðið fólk um að hleypa sér inn. Þannig hafa ein- hverjir komist inn í húsið án þéss að þeir sem svara viti nokkuð hverj- ir það eru. Ég hef orðið var við drukkna menn í húsinu. Að'vísu hafa það veriö meinlausir menn sem hafa komið án sérstaks tilgangs," sagði Gunnar. Gunnar sagði að árásarmaðurinn hefði engu stolið af konunni og hann virtist heldur ekki hafa sýnt neina tilburði i þá átt. Eiginmaður hennar var ekki i húsinu þegar hinn óboðni gestur réðst inn. Konan var nýkomin inn í húsið og var kominn að íbúð þeirra hjónanna þegar hún varð fyr- ir árásinni. Einn íbúanna við Dalbraut, karl- maður, sagöist hafa verið að koma heim um það leyti, sem ráðist var á konuna. Árásin átti sér stað um klukkan ijögur á frídegi verslunar- manna: „Mér finnst endilega að aðaldymar hafi verið opnar þegar ég kom heim. Ég er þó ekki alveg viss. Ég man það ekki alveg,“ sagði íbúinn í samtali við DV. Húsvörðurinn sagði að heitt hefði verið í veðri á mánudaginn þegar ráðist var á konuna - þess vegna væri mögulegt að aðaldyrnar, sem annars eru alltaf læstar, hafi veriö opnar til að lofta út - enda væri oft þungt loft fyrir innan, sérstaklega við fyrstu hæðina. -ÓTT Gunnar Hallgrímsson húsvörður við innganginn þar sem líklegt er talið að árásarmaðurinn hafi farið inn. íbúi kom inn um svipað leyti og árásin átti sér stað. Hann segist telja líklegt að dyrnar hafi þá verið opnar. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.