Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Page 3
3
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990.
Fréttir
Erlendir ferðamenn spara verulega á að flytja inn mat:
Erlendar íslandsferðir
»
15% ódýrari en íslenskar
- segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri
„Menn hafa rætt þá leið að til að
sitja við sama borð og erlendar ferða-
skrifstofur sem selja ferðir til íslands
þá verði að stofna ferðaskrifstofur í
útlöndum og kaupa matinn fyrir far-
þegana þar og flytja hann til lands-
ins.
Ef ekki tekst að lækka matarverðið
hér þá flyst sala á íslandsferðum úr
landi smátt og smátt. Vegna matarins
eru ferðir sem íslenskir aðOar selja
allt að 15% dýrari en hjá ferðaskrif-
stofum í Evrópu," sagði Magnús
Oddsson ferðamálastjóri í samtali
viö DV.
Meðal fólks í ferðaþjónustu ermik-
ið rætt um matarinnflutning er-
lendra ferðamanna. í sumum tilvik-
um eru hinir erlendu gestir það vel
birgir að þeir þurfa nær ekkert að
kaupa hér þótt reglur segi að hver
og einn megi hafa með sér 10 kíló til
landsins. Margir koma þó með meira
en verða þá að borga af því sem er
umfram eins og um tollskyldan varn-
ing væri að ræða.
Það er fjármálaráðuneytið sem
ákveður matarskammtinn með
reglugerö en ráðuneytið og embætti
tollstjóra greinir á um túlkun á regl-
unum. Ráðuneytið heldur því fram
að 10 kílóin séu skammturinn sem
hver og einn ferðamaður má hafa í
farangri sínum.
Túlkun tollstjóra er hins vegar á
þá leið að ferðaskrifstofurnar megi
hafa með sér matarbirgðir sem svara
til 10 kílóa á hvern mann á þeirra
vegum. Ferðaskrifstofurnar selja
síðan ferðamönnunum matinn þegar
til landsins er komið.
„Með þessu móti hafa erlendu aðil-
amir í raun tekið að sér veitinga-
þjónustu á íslandi en innlendir aðilar
í þeirri grein hafa engar tekjur af
ferðamönnunum. Vandinn er auðvit-
að sá að matarverð hér á landi er
miklu hærra en í nálægum löndum
en ekki að reglurnar séu gallaðar,"
sagði Magnús Oddsson.
Hugmyndir hafa verið uppi um að
minnka matarskammtinn um helm-
ing en fullvíst er tahö að það verði
ekki gert fyrir næsta sumar. Magnús
Oddsson sagði að tilgangslaust væri
að herða reglurnar þegar ekki gengi
betur að framfylgja þeim sem nú er
farið eftir.
-GK
„Heimatilbúið vandamál sem þarf að leysa“
„Þetta er heimatilbúið vandamál
sem á aö leysa. Það á að minnka
matarskammtinn sem erlendir
ferðamenn mega hafa með sér niður
í 5 kíló strax í haust. Þá vita allir að
hveiju þeir ganga og miða íslands-
ferð sína við að þurfa að kaupa
megniö af matnum hér,“ sagði Jónas
Hallgrímsson, umboðsmaður fyrir
Norrænu á Seyðisfirði.
Jónas sagði að reglum um innflutn-
ing erlendra ferðamanna á mat væri
fylgt mjög nákvæmlega á Seyðisfirði
og allar sögur um að ferðamenn, sem
koma með Norrænu, hefðu með sér
mikla matarbirgðir væru ósannar.
Hins vegar gildir sú regla þar eystra
sem annars staðar að ferðamenn geta
greitt toll af því sem er umfram 10
kíló á mann.
-GK
I sumum tilvikum eru erlendu ferðamennirnir svo vel birgir af matvælum
að þeir þurfa nær ekkert að kaupa hér.
1600 cc fjölventla vél
Aflstýri — Ríkulega búinn
aukahlutum, m.a. upphituð sæti
... Spennandi bíll á spennandi verði
Ingvar
Helgason hf
Sævarhöfða 2
sími 91-674000