Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990.
Fréttir
Eftirlitslaus útflutningur
á ferskum laxi
Hér á landi er ekkert opinbert eftir-
lit með útflutningi á ferskum laxi
sem þýöir að þeir sem hyggja á út-
flutning og standa utan Landssam-
bands fiskeldis- og hafbeitarstöðva
geta flutt út lax í hvaða ástandi sem
hann er, svo framarlega sem þeir fá
útflutningsleyfi hjá utanríkisráðu-
neytinu.
Það er skoðun margra þeirra sem
vinna að útflutningi á ferskum laxi
að ónógt eftirht geti skaðað stórlega
markaði okkar erlendis þar sem það
hafi oft komið á daginn að sá lax, sem
fluttur hefur verið út, standist ekki
alþjóðlega gæðastaðla.
Á stundum hafi laxinum veriö vit-
laust pakkað svo hann skemmdist í
flutningum og jafnvel hafi komið á
daginn að annars og þriöja flokks lax
hafi verið fluttur út sem fyrsti flokk-
ur og seldur þannig.
Verið að flytja út drullu
Enda segir Jóhann Amfmnsson
hjá Veiðimálastofnun: „Menn hafa
haft frjálsar hendur við að flytja út
hvað sem er. Erlendir söluaðilar hafa
oft látið vita til íslands að það hafi
komið svo og svo mikið af drullu
héðan. Það er ekkert opinbert gæða-
eftirlit starfandi hér. Yfirdýralæknir
þarf að gefa útflutningsaðilum vott-
orð um að fiskurinn sé heilbrigður
og ósýktur en hann gefur ekki út
nein vottorð um gæði hans.“
Hér á landi eru á milh 15 og 20
aðilar sem flytja út lax en magnið er
ekki ýkja mikið; það sem af er ári
hafa verið flutt út á mihi 1000 og 1500
tonn.
Utanríkisráðuneytiö gefur út út-
flutningsleyfi og samkvæmt upplýs-
ingum Stefáns Gunnlaugssonar
deildarstjóra þarf sá aðili, sem vill
flytja út lax, að hafa verslunarleyfi
og jafnframt þarf hann útflutnings-
leyfi fyrir hverja sendingu sem hann
hyggst senda á erlenda markaði. Út-
flutningsaðilar þurfl jafnframt að
sýna fram á að tryggt sé að greiðsla
fáist fyrir laxinn, annaöhvort að
kaupandinn framvísi bankaábyrgð
Það er skoðun margra þeirra sem vinna að útflutningi á ferskum laxi að
ónógt eftirlit geti skaðað stórlega markaði okkar erlendis þar sem það hafi
oft komið á daginn að sá lax, sem fluttur hefur verið út, standist ekki al-
þjóðlega gæðastaðla.
eða að tryggingar fyrir greiðslum
hggi fyrir á einhvern annan hátt.
Gæðareglur
Landssamband hafbeitar- og fisk-
eldisstöðva hefur gefið út og sam-
þykkt eigin gæðareglur sem byggjast
á norskum, skoskum og hjaltlensk-
um stöðlum. Fyrir ári var ráðinn
gæðaeftirlitsmaður hjá sambandinu
sem fylgist með því að útflytjendur
innan sambandsins fylgi lágmarks-
gæðastöðlum. Sömu sögu er að segja
um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna;
Fréttaljós
Jóhanna Margrét
þeir hafa sína gæðastaðla sem byggj-
ast á norskum stöðlum og þeirri
reynslu sem aflað hefur verið á
mörkuðum erlendis.
„Til þess að hægt sé að vinna mark-
aði erlendis þarf að tryggja gæði þess
lax sem verið er að flytja út og það
er því stórt hagsmunamál útflytj-
enda að gæðamáhn séu í lagi,“ segir
Hannes Hafsteinsson hjá Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna.
Of margir útflytjendur
„Nú orðiö getur í raun hver og einn
sett sína eigin gæðastaðla og flutt út
samkvæmt þeim. Það er hins vegar
spuming hvort ráöa eigi opinberan
eftirlitsmann til að fylgja gæðamál-
unum eftir eða hvort það gæti ekki
þýtt að kerfið yrði of þungt í vöfum.
Það væri æskilegra að menn tækju
höndum saman og einsettu sér að
flytja út gæðavöru.
Mín skoðun er sú að það séu of
margir aðilar sem flytja út lax. Til
að byggja upp stöðugleika á laxa-
mörkuðum erlendis, svo og traust
viðskiptavina, þurfa gæðin að vera
söm og jöfn og til þess þarf hver og
einn útflytjandi að hafa yflr umtals-
verðu magni að ráða,“ segir Hannes.
í sama streng tekur Friðrik Sig-
urðsson framkvæmdastjóri íslands-
lax. „Það magn, sem verið er að flytja
út, dreiflst á of marga aðila.
Við eigum undir högg að sækja á
mörkuðum erlendis sökum þess að
lax héöan er tahnn fremur smár. Við
megum ekki við því að héðan sé flutt-
ur út lax sem ekki uppfylhr ákveðnar
gæðakröfur. Það þarf því að koma á
samræmdu gæðaeftirhti hér á landi
svo ekki verði slys á mörkuðunum.
Ef lélegur lax er sendur á markaðina
spillir það fyrir þeim sem flytja út
góða vöru og orðspor í þessari grein
er fljótt að berast,“ segir Friðrik.
Ríkismat sjávarafurða
Landssamband fiskeldis- og haf-
beitarstöðva hefur staðið í viðræðum
við sj ávarú tvegsráðu neytið um að
Ríkismat sjávarafurða taki að sér að
skoða vinnslustöðvarnar. Sam-
kvæmt upplýsingum Gísla Jóns
Kristjánssonar fiskmatsstjóra hafa
þessar viðræður staðið í nokkur ár
án þess að niðurstaða hafi enn feng-
ist.
Sömuleiðis hefur landssambandið
óskað eftir þvi að eftirlitsmenn ríkis-
matsins skoði þann lax sem verið er
að flytja út og verði umsagnaraðili
ef landssambandsmenn telja að verið
sé að flytja út lélegan lax.
„Það er ljóst að það eru miklir
hagsmunir í húfi fyrir þá sem eru
að flytja út ferskan lax frá íslandi.
Við verðum því að vanda til verka
og sjá til þess að sú vara, sem flutt
er héðan, sé góð, annars töpum við
þeim mörkuðum sem þegar hafa
unnist og íslenskur lax fær slæmt orð
á sig. Staða atvinnugreinarinnar er
slæm um þessar mundir en það er
ekki til að bæta haginn ef héðan er
flutt út léleg vara. Flestir þeirra sem
stunda þennan útflutning standa vel
að málum en innan um eru alltaf
skemmd epli sem hugsa meira um
skammtímagróða en hagsmuni
heildarinnar," segir Vilhjálmur Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Voga-
lax.
íhaldið bætir um betur
Þá er komið að íhaldinu að brih-
era. Ríkisstjórnin hefur að undan-
fömu stohð senunni og ráðherr-
arnir hafa leikið hvern stórleikinn
af fætur öðrum. Ólafur Ragnar hef-
ur þar verið í aðalhlutverki en
Steingrímur hefur líka farið í geit-
arhús að leita uhar og sameiginlega
hefur ríkisstjórninni tekist að
klúðra þannig málum í BHMR-
deilunni aö hún endaði með að
þurfa að setja bráðabirgðalög á
sjálfa sig.
Sj álfstæðisflokkurinn getur auð-
vitað ekki setið hjá þegar ríkis-
stjórnin stelur senunni. Sjálfstæð-
isflokkurinn þarf að minna á sig
enda þótt að þaö sé margsannaö
mál að eftir því sem flokkurinn
þegir lengur því meira fylgi fær
hann. Þögnin er sterkasta vopn
sjálfstæðismanna og Dagfari er
sannfærður um að íhaldið næði
hreinum meirihluta á þingi ef það
hefði vit á því að steinhalda kjafti.
Ekki segja orð. Fara í frí eða láta
bara ahs ekki ná í sig. Þorsteinn
gerði rétt í því að láta sér vaxa
skegg í sumar og hann gerði hka
rétt í því að raka sig skömmu síð-
ar. Allt slíkt dregur athyglina frá
pólitíkinni og flölmiðlar em ekki
að spyrja Þorstein póhtískra al-
vöruspurninga meðan þeir eru
uppteknir af skeggvexti hans.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt
mikla þolinmæði í vor og sumar.
Flokkurinn hefur forðast stjórn-
máhn og ef frá er talih Varöarferö-
in í júlí og hjólreiðar Friðriks Sop-
hussonar, sem hvort tveggja telst
vafasöm pólitísk viðleitni til að
draga athygli kjósenda að flokkn-
um og þingmanninum, hefur verið
aödáunarverð þögn í kringum
starfsemi Sjálfstæðisflokksins.
Uagfari minnist þess að vísu aö
nokkrir frammámenn í flokknum
gróðursettu nokkur tré í Skíris-
skógi hinum nýja, en það fór htið
fyrir trjánum og ennþá minna fyrir
frammámönnunum, svo segja má
að sú athöfn hafi ekki spiht fyrir
flokknum að neinu ráði.
Nú hefur þingflokkur sjálfstæðis-
manna asnast til að koma saman
til fundar og senda frá sér ályktun.
Innihald þeirrar ályktunar er að
koma því á framfæri að sjálfstæðis-
menn hafi verið búnir að segja fyr-
ir um atburðarásina í BHMR-deil-
unni. Þeir voru búnir að vara ríkis-
stjórnina við samningnum.
Allir vita auðvitað að Sjálfstæðis-
flokkurinn er vitrari en aðrir flokk-
ar og Sjálfstæðisflokkurinn hefði
gripið miklu fyrr í taumana og
Sjálfstæðisflokkurinn hefði alls
ekki sett bráðabirgðalög. Hann
hefði samið víð BHMR. Allir vita
hvað Sjálfstæðisflokkurinn á auð-
velt með að semja viö launþega og
alhr vita að Páll Hahdórsson hefði
verið miklu almennilegri við sjálf-
stæðismenn ef þeir hefðu setið í
ríkisstjóm.
En til hvers er nú Sjálfstæðis-
flokkurinn að minna á allt þetta?
Veit Sjálfstæðisflokkurinn ekki að
ríkisstjórnin getur alls ekki farið
að ráðum stjómarandstöðunnar og
verður að gera þveröfugt við það
sem íhaldið ráðleggur. Með þessari
ötímabæm yfirlýsingu sinni er
Sjálfstæðisflokkurinn að gefa
stjórninni tgskifæri til aö saka
Sjálfstæðisflokkinn um að deilan
við BHMR fór eins og hún fór. Það
var Sjálfstæðisflokknum að kenna
aö bráðabirgðalögin voru sett.
Hann er að minna á sekt sína og
ábyrgð af ráðstöfunum sem ríkis-
stjórnin neyddist til aö grípa til
vegna þess að Sjálfstæðisflokkur-
inn hafði varað við þeim!
í ályktun þingflokks sjálfstæðis-
manna er hvatt th þess að ríkis-
stjórnin segi af sér. Hvíhk endemis
vitleysa. Veit ekki Sjálfstæðisflokk-
urinn að meðan þessi ríkisstjórn
situr fltnar Sjálfstæöisflokkurinn
eins og púkinn á íjósbitanum og
því lengur sem ríkisstjórnin situr
því betra fyrir íhaldið. Sjálfstæðis-
flokkurinn á þvert á ipóti að hvetja
stjórnina th að halda sem lengst
út því að þá aukast líkurnar fyrir
stórum kosningsigri íhaldsins.
Ríkisstjórnin er það besta sem fyrir
Sjálfstæðisflokkinn hefur komið.
Eftir ruglið í ríkisstjórninni að
undanförnu hafa menn haldið að
vonin og framtíðin væri í höndum
sjálfstæðismanna. En nú hefur
Sjálfs'tæðisflokkurinn eyðilagt þá
trú og kórónað vitleysu ríkisstjórn-
arinnar með því að bæta um betur
og senda frá sér ályktun sem er
hálfu vitlausari heldur en vitleysan
í ríkisstjórninni. Hvenær ætla
þessir menn að læra eitthvað í pól-
itík?
Dagfari