Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Page 5
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990.
5
Fréttir
Leigubílstjórar sækja um rekstrarleyfi fyrir leigubílastöð:
Ekki til bóta að
stöðvunum sé fjölgað
segir formaður Frama
Hópur leigubílstjóra hefur sent
borgaryfirvöldum bréf þar sem sótt
er um rekstrarleyfi fyrir leigubíla-
stöö. Borgarráð ákvað á fundi sín-
um 24. júlí að vísa umsókninni til
umsagnar Bifreiðastjórafélagsins
Frama. Stjórn Frama mun fjalla
um umsóknina í vikunni og skila
þá umsögn sinni.
Fyrir umsókninni er skrifaður
Gunnar Björnsson, leigubílstjóri á
BSR. Þegar DV hafði samband við
hann vildi hann ekki tjá sig frekar
um málið fyrr en umsókn Frama
lægi fyrir.
Eftir því sem DV kemst næst
stendur hópur leigubílstjóra á BSR
og Bæjarleiðum að umsókninni um
rekstur nýrrar leigubílastöðvar.
Á vinnusvæði Frama eru nú
fimm leigubílastöðvar: Hreyfill,
Bæjarleiðir, BSR, Borgarbílastöðin
og Bílastöð Hafnarfjarðar. Bæjar-
leiðir er yngsta stöðin, hefur starf-
að í rúm 30 ár. Um 600 leigubílstjór-
ar starfa hjá þessum stöðvum en
samkvæmt lögum, sem samþykkt
voru í fyrra, er stefnt að þvi að
leigubílstjórar verði ekki fleiri en
570.
Færri stöðvar æskilegri
Þó stjórn Frama hafi ekki tekið
formlega afstöðu til umsóknarinn-
ar sagði Ingólfur Ingólfsson, for-
maður Frama, viðhorf innan fé-
lagsins til fleiri leigubílastöðva
vera þekkt.
„Það hefur verið lengi skoðun
stéttarfélagsins, og ég held mikils
meirihluta félagsmanna, að það sé
hvorki til bóta fyrir bílstjóra né
almenning að leigubílastöðvum sé
fjölgað. Það væri frekar að bæta
þjónustuna á einhverjum öðrum
sviðum en að fjölga stöðvum. Ég
veit ekki til að þjónusta stöðvanna
hafi verið skoðuð sérstaklega. Það
er ekki nóg að veita leyfi heldur
verður líka að athuga þjónustuna
eftir að leyfi eru veitt. Það segir sig
líka sjálft að þegar hver stöð er
með sér afgreiðslukerfi nýtast
leigubílarnir á svæðinu verr en
ella. Því fleiri afgreiðslukerfi því
verr nýtast bílarnir," sagði Ingólf-
ur.
Hann bætti við til skýringar að
ef maður væri staddur vestur í bæ
og hringdi í stöð sem væri ekki með
bíl þar á því augnabliki þyrfti bíll
frá stöðinni að aka tómur úr öðrum
bæjarhluta til að sækja mann. Á
meðan biðu kannski margir bílar
frá annarri stöð í hverfinu. Ef fleiri
bílar væru tengdir einni afgreiðslu-
stöð nýttust þeir betur á álagstím-
um.
- Er þá æskilegra að þínu mati að
hafa færrri leigubílastöövar en eru
í dag?
„Já, bæði fyrir almenning og bíl-
stjóra. Lausi akstur bílstjóranna,
þar sem þeir keyra tómir milli
borgarhluta, minnkaði þá og við-
skiptavinurinn fengi leigubíl mun
fyrr.“
- Er þá yfirlýst stefna að sameina
leigubílastöðvarnar?
„Það hefur verið til tals lengi vel
og verið reynt en ýmis ljón eru í
veginum varðandi sameiningu.
-hlh
Metþátttaka á víkurhatið
Páll Pétursson, DV, Vík í Mýrdal:
Ágætis veður var mestallan tímann,
sól og hlýtt, á fjölskylduhátíðinni Vík
’90 um verslunarmannahelgina og
metþátttaka. Nokkuð hvessti seinni-
part sunnudags. Fuku þá nokkur
tjöld en tjón varð htið.
Samkvæmt talningu voru um 700
tjöld á tjaldsvæðinu í Vík þegar mest
var. Fjöldinn var þá um 2.600 manns.
Þetta er mesti fjöldi á Víkurhátíð
hingað til og virðist hún njóta sífellt
meiri vinsælda hjá fjölskyldufólki.
Fjölmargir koma ár eftir ár. Vin-
sældirnar má eflaust rekja til þess
að kostnaði er haldið niðri. Ekki þarf
að borga sérstaklega inn á svæðið -
sama gjald fyrir tjald, tjaldvagna og
hjólhýsi. Síðan þarf að borga inn á
dansleikina. Þaö er stór kostur að
geta valið um þessa hluti, sérstaklega
fyrir íjölskyldufólk. Á móti kemur
að ekki voru neinir aðkeyptir
skemmtikraftar á hátíðinni nema
hljómsveit Stefáns P. frá Selfossi. Að
öðru leyti voru skemmtiatriði heima-
tilbúin.
Víkurhátíðirnar eru nú komnar í
nokkuö fastan farveg. Mörg atriði
njóta mikilla vinsælda, sérstaklega
útsýnisferðirnar á hjólabátunum,
varðeldurinn og íþróttamót fyrir
krakka. Talið er að nærri 400 manns
hafi farið í útsýnisferðir um helgina
og 150 krakkar tekið þátt í íþrótta-
móti sem var fyrir 5-12 ára krakka.
Einnig komu á dansleikina um 380
manns. Þá var háð söngvakeppni
fyrir börn í Leikskálum.
Að sögn lögreglu fór hátíðin í heild
vel fram en að vísu voru nokkrir ein-
stakhngar sem skemmdu dálítið fyr-
ir öðrum og voru til leiðinda vegna
ölvunar. Lögreglan telur einnig að
drykkjuskapur hafi verið of mikill
miðað við að þarna var fjölskyldu-
skemmtun. Eina leiðin til aö koma í
veg fyrir slíkt er að auglýsa áfengis-
lausa skemmtun og leita að víni á
öllum gestum.
í umferðinni urðu tveir árekstrar
og tvær útafkeyrslur þar sem grunur
leikur á ölvun. Tveir teknir fyrir ölv-
un við akstur. Að öðru leyti gekk
umferðin vel fyrir sig þrátt fyrir mik-
inn umferöarþunga alla helgina
langt fram á nætur.
-------:---------------
Þátttakendur á Vikurhátið fylgjast með íþróttakeppni
DV-mynd Pétur
Á meðal þeirra hluthafa sem ekki ætla að nýta sér forkaupsréttinn í hlutafjárútboðinu eru stjórnarmenn, eins og
Halldór H. Jónsson, Indriði Pálsson og Hjalti Geir Kristjánsson.
HlutaQárútboð Eimskips upp á 86 milljónir:
Stærstu hluthafarnir
falla frá forkaupsrétti
- Eimskip undirbýr kaup á flórum skipum
Alls 26 af stærstu hluthöfum Eim-
skips, með um 48 prósent hlutafjár-
eign í félaginu, hafa ákveðið að falla
frá forkaupsrétti vegna fyrirhugaðs
útboðs á nýju hlutafé upp á 86 millj-
ónir króna. Af þessum hluthöfum
má nefna stjórnarmenn í Eimskip,
eins og Halldór H. Jónsson, Indriða
Pálsson, Jón H. Bergs og Hjalta Geir
Kristjánsson. Sömuleiðis er forstjóri
félagsins, Hörður Sigurgestsson, á
meðal þessara hluthafa.
Að sögn Haröar Sigurgestssonar,
forstjóra Eimskips, er ástæða þess
að stærstu hluthafarnir nýta ekki
forkaupsréttinn sú að gera útboðið
að virku almennu hlutafjárútboði.
Með þessari ákvörðun stærstu
hluthafanna er tryggt að helmingur
útboðsins verði seldur á almennum
markaði. Bréfin verða seld í áskrift
og þarf að senda inn skriflega beiðni
um kaup. Hörður segir að þessi aö-
ferð hafi tíðkast erlendis í hlutafjár-
útboðum stórfyrirtækja og sé mark-
miðið að allir, sem sendi inn beiðni
um hlutabréfakaup, fái úrlausn
sinna mála.
Þrátt fyrir þetta hlutafjárútboð
Eimskips er eiginfjárstaða félagsins
firnasterk. Eiginijárhlutfallið var í
júnílok um 46 prósent.
Að sögn Harðar stendur Eimskip á
næstu misserum andspænis marg-
víslegum fjárfestingum til að efla og
styrkja stöðu þess og eru fyrirhuguð
kaup á fjórum skipum, auk ýmissa
annarra fjárfestinga heima og er-
lendis. -JGH
Deilur húnvetnskra veiðibænda:
Hóta að kæra veiðideilu
til Mannréttindadómstólsins
Deilur veiðibænda við Miðijörð og
Vatnsnes í Vestur-Húnavatnssýslu
hafa nú náð því marki að hluti þeirra
hótar að fara með málið fyrir Mann-
réttindadómstólinn í Haag til að fá
hlut sinn réttan. Ágreiningurinn er
sprottinn af því að veiðiverðir við
Miðfjarðará gerðu aðfaranótt 26. júlí
upptæk net í sjó sem deilt er um
hvort lögð hafi verið fyrir silung eða
lax.
Það eru bændur í Sókn - félagi
veiðiréttareigenda við sjó og stöðu-
vötn - sem telja sig hafa fullan rétt
til að leggja netin og hafi gert það á
löglegan hátt en eigendur veiðiréttar
í Miðfjarðará álíta að veiðibændur
séu á höttunum eftir göngulaxi úr
ánni.
Hliöstæðar deilur komu upp á síð-
asta sumri og í vor var sett reglugerð
sem átti að taka af öll tvímæli um
lagningu silungsneta i sjó. Bændur
telja sig hafa farið eftir þessum regl-
um og kreíjast þess að fá netin aftur.
Veiðibændur telja jafnframt að
reglugerðin hafi reynst gagnlaus og
skora á landbúnaðarráðherra og al-
þingismenn kjördæmisins að fella
reglugerðina úr gildi.
-GK