Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990.
Utlönd
Óttast nýtt
gíslamál
Bandaríkjamenn hafa nú vaxandi
áhyggjur af því aö nýtt gíslamál sé í
uppsiglingu. Vopnaðir verðir gæta
nú þrjátíu og átta Bandaríkjamanna
á hóteli í Bagdad í írak. Tahð er að
um hundrað og þijátíu aðrir útlend-
ingar séu í haldi á öörum hótelum í
höfuðborginni.
Sendiherra íraks hjá Sameinuðu
þjóðunum kvaðst í gær vera þeirrar
skoðunar að útiendingamir fengju að
fara frá írak innan skamms en tals-
maður bandaríska utanríkisráðu-
neytisins sagðist ekki hafa fengið full-
nægjandi svör þegar hann þrýsti á
um brottflutning útlendinganna.
Jórdanskur embættismaður sagði
að írakar hefðu komið í veg fyrir að
nokkrir bílar með skiltum bandar-
ískra stjómarerindreka kæmust til
Jórdaníu í gær. Hins vegar hefði
fjöldi annarra útlendinga komist til
Amman. Að minnsta kosti sjö Banda-
ríkjamenn komu landleiðina frá
Bagdad til Amman ásamt yflr hundr-
að öðrum Vesturlandabúum. Að
sögn jórdanska embættismannsins
fá þeir fararleyfi frá írak og Kuwait
sem eru með ferðamannavegabréfs-
áritanir. Þeim sem hafa búsetuleyfi
er snúið við.
Reuter
Bandarískir og franskir ferðamenn sem komust frá Irak til Jórdaníu.
Simamynd Reuter
Verðbréfasalar í Tokýó taugaóstyrkir:
Óttast innrás íraka
í Saudi-Arabíu
- olla lækkar í verði
Verðbréf féllu í verði á verðbréfa-
mörkuðum í Tokýó í morgun vegna
ótta um að írakar ráðist inn í Saudi-
Arabíu, að sögn veðbréfasala. Þá
lækkaði olía i veröi í gær, að sumu
leyti vegna fregna um að aðildarríki
OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja,
myndu auka framleiðslu sína til að
viðhalda nægu framboði olíu á
heimsmarkaði. Ráðamenn í Saudi-
Arabíu hafa þegar sagst munu auka
sína framleiöslu, að sögn heimildar-
manna.
Nikkei-verðbréfavísitalan hafði
fallið um rúmlega 240 stig, eða 0,87
prósent, um miðjan dag að staðar-
tíma og var skráð á 28.261,88. í morg-
un féll vísitalan um allt að 542 stig
en náði sér fljótlega á strik aftur.
Olía lækkaði í verði í gær í kjölfar
yfirlýsingar Bush Bandaríkjaforseta
um að bandarískir hermenn hefðu
verið sendir til Saudi-Arabíu og
myndu verja það ríki, stærsta olíuút-
flutningsríki heims, fyrir árásar-
hneigð Saddam Hussein írakforseta.
Verð á olíu fór upp í 29,05 dollara á
þriðjudag og hafði þá ekki verið seld
hærra verði síðan í desember árið
1985. Síðan írak hernam Kuwait hef-
ur veröið hækkað um tæplega íjórð-
ung. Sérfræðingar segjast ekki hafa
af því eins miklar áhyggjur nú þegar
bandarískir hermenn eru komnir til
Saudi-Arabíu að íraskir hermenn
ráðist inn í grannland sitt í suðri. Þá
vonast þeir einnig til þess aö Saudi-
Arabía auki olíuframleiðslu sína.
Viðmiðunarverð á oliu í Bandaríkj-
unum var í gær 25,96 dollarar og
hafði lækkað um 2,35 dollara. Þetta
hafði sín áhrif á bandaríska verð-
bréfamarkaðinn og hækkaði Dow
Jones-veröbréfavísitalan í fyrsta
Mikil spenna hefur ríkt á verðbréla-
mörkuðum síðustu daga.
Símamynd Reuter
sinn í rúma viku um 24,26 stig. Við
lok viðskipta á Wall Street í gær var
hún skráð á 2.734,90.
Dollarinn rokkaði eilítiö í gær,
lækkaði gagnvart japönsku yeni en
hækkaði gagnvart vestur-þýska
markinu. Dollar var skráöur á 149,80
yen í gær en var skráður á 150,90
síðdegis á þriðjudag. Gagnvart vest-
ur-þýska markinu var dollar skráður
á 1,5925 síðdegis í gær en 1,5870 síð-
degis á þriðjudag. Reuter
Saddam Hussein íraksforseti að verki.
Teikning Lurie.
Bandarískir her-
menn streyma til
Saudi-Arabíu
Verið getur að allt að flmmtíu þús-
und bandarískir hermenn verði
sendir til Saudi-Arabíu næsta mán-
uðinn. George Bush Bandaríkjafor-
seti sagði í ræðu í gær að hermenn-
irnir ættu að verja Saudi-Arabíu og
aðra bandamenn við Persaflóa gegn
írak.
Yfir þijátíu bandarísk herskip, þar
á meðal þrjú flugmóðurskip, voru í
gær í Persaflóa eða á leið þangað.
Fyrstu bandarísku hermennimir,
um fjögur þúsund talsins, komu til
Saudi-Arabíu í gær. Embættismenn
í bandaríska vamamálaráðuneytinu
sögðu að hermennimir væra við-
búnir efnavopnaárás en samkváemt
upplýsingum bandarískra leyniþjón-
ustumanna sáust íraskir hermenn
hlaða eiturgasi um borð í herflugvél-
ar.
Stuttu eftir að bandarísku her-
mennirnir komu til Saudi-Arabíu
sást lest saudi-arabískra herflutn-
ingabíla aka í átt að landamærunum
við Kuwait.
Stuðningur er á Bandaríkjaþingi
viö ákvörðun Bush að senda her-
menn til Saudi-Arabíu. Talsmaður
utanríkismálanefndar öldungadeild-
arinnar sagði að Hvíta húsið hefði
fullvissað nefndarmenn um að Bush
myndi skýra þingi formlega frá hðs-
flutningunum til Persaflóa eins og
lög gera ráð fyrir. Þegar slík tilkynn-
ing hefur borist hefur þingið níutíu
Fullyrt er að írakar hafa mestan áhuga á að komast að oliulindum Saudi-
Araba.
daga til að flalla um ákvörðun forset-
ans og getur hnekkt henni. Það þyk-
ir þó ólíklegt þar sem hún nýtur
mikils stuðnings.
Að sögn Bush verður flölþjóðaher
í Saudi-Arabíu og sögðu bandarískir
þingmenn að þeim hefði verið tjáð
að sveitir frá arabaríkjum og ýmsum
öðrum löndum myndu sameinast
bandarísku hermönnunum.
Frakkar virtust í gær ekki hafa
neinn hug á að fylgj.; í fótspor Breta
og senda hermenn til Saudi-Arabíu.
Utanríkisráðherra Frakka, Roland
Dumas, sagði að ákvörðun um það
yrði tekin í kvöld eftir fund Mitter-
rands Frakklandsforseta með ráð-
herrum. Reuter
Flotinn veiki
hlekkurinn
Á níunda áratugnum keyptu írak-
ar vopn fyrir áttatíu mihjarða doll-
ara, segir í skýrslu SIPRI, Alþjóðlegr-
ar friðarrannsóknarstofnunar í
Stokkhólmi. Að sögn sérfræðings á
stofnuninni er þó floti íraka veiki
hlekkurinn og gæti ekki brotið á bak
aftur herkvi erlendra ríkja.
Hjá SIPRI segja menn að þrátt fyrir
stríöiö við íran, sem varaði frá 1980
til 1988, hafi flöldi vopna ekki verið
notaður auk þess sem hægt sé að
nota sum vopnanna aftur. Þrátt fyrir
bann við vopnasölu til íraks geti ír-
akar því barist í nokkurn tíma.
Lítil vopnaframleiðsla er í írak og
hefur mestur hluti vopna þeirra ver-
ið fluttur til landsins frá Sovétríkjun-
um, Frakklandi og Kína. Fulltrúar
þessara þriggja ríkja sitja í Öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna sem sam-
þykkt hefur bann við vopnasölu til
íraks.
Sérfræðingar SIPRI efast um að
írak geti hagnast á stríði. Ef írökum
tekst að hækka olíuverð um einn
dollara á tunnu munu tekjur þeirra
aukast um einn milljarð dollara á
ári, að mati sérfræðinga SIPRI. En
vegna vaxandi spennu í kjölfar innr-
ásarinnar í Kuwait yrði tekjunum
varið til eflingar hersins.
Reuter og TT