Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990. Utlönd DV Gísl látinn laus Emanuel Christen var í gær látínn laus eftir tíu mánuði í haldi mann- ræningja i Libanon. Símamynd Reuter Svissneskur maður, Emanuel Christen, var í gær látinn laus eftir að hafa verið í gísiingu palest- ínskra mannræningja í tíu mánuði. Eho Erriquez, annar Svisslending- ur, sem búist haföi verið við að yrði látinn laus á sama tíma og Christen, er enn í haldi. Byltingar- fylking Palestínu, óþekkt samtök fram að þessu, höfðu haldið mönn- unum tveimur í gíshngu frá því í október í fyrra en þá var þeim rænt í hafnarhorginni Sídon. Mannræningjamir höfðu sagst mundu láta báða Svisslendingana lausa en í yfirlýsingu, sem Bylting- arsamtökin sendur frá sér í gær, sagði að Erriquez yrði enn í haldi. Ekki er ljóst hvers vegna. Harðnandi átök í Líberíu Talsmaður belgískrar hjálparstofnunar skýrði frá því I gær að uppreísn- armenn í Líberíu heföu látið greipar sópa um sendiráð Nígeríu í Monróv- íu, höfuðborg Líberíu, en þar höföu hundruð manna leitað hælis undan blóðugura bardögum á götum borgarinnar. Nígerisk stjórnvöld hafa þeg- ar lýst því yfir að þau hyggist senda herhð til Líberíu sem hluta fimm þjóða friðargæslusveitar sem binda á enda á sjö mánaða langa borgara- styijöld. Sú styrjöld hefur snúist upp í ættbálkastríð og kostað þúsundir manna lifið. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist í sendiráðinu né hvort einhveijir hafi látiö hfið. , í gær skýrðu bresk yfirvöld frá þvi að leiðtogi annarrar fylkingar upp- reisnarmanna hefði sleppt sextán erlendum gíslum sem hann og hermenn hans höföu haft í haldi frá því um helgina. Kína og Indónesía sættast Forsætisráðherra Kína, Li Peng, og forseti Indónesiu, Suharto, takast i hendur eftir undirritun sáttmála sem gerir ráð fyrir að stjórnmálasam- band ríkjanna verði tekið upp á ný. Simamynd Reuter Kína og Indónesía sættust heilum sáttum í gær og bundu þar með enda á 23 ára fjandskap og deilur. Leiðtogar beggja ríkja undirrituðu sáttmála þar sem gert er ráð fyrir að þjóöírnar tvær taki upp stjómmálasamband á ný og auki samvinnu sín á mihi á sviöi efnahagsmála. Indónesía sleit öll tengsl við Kína árið 1967 og sakaði þarlend stjóm- völd um að styðja við bakið á misheppnaðri valdaránstilraun tveimur árum fyrr. Kaupsýslumenn í báðum löndum vonast til að með undirritun sáttmálans í gær batni viðskiptatengsl þjóðanna en viðskipti þeirra í milli nema nú allt að milljarði dollara á ári. Herinn sendur á indíánana Kanadíski forsætisráðherrann, Brían Mulroney, kvaðst í gær mundu senda herinn til Quebec til að binda ehda á mánaðalangt þrátefli lögreglu í fylkinu og vopnaðra mohawk-indiána sem vilja koma í veg fyrir að golf- völlur verði reistur á landsvæði sem þeir segja greftrunarstað forfeðra sinna. Mulroney kvaðst vonast tU að deUuna yrði hægt að leysa á friösam- legan hátt og útnefndi sérstakan sáttasemjara. En hann útilokaði ekki að hemum yrði beitt tækist ekki að binda enda á þetta mál öðruvísi. Ráöherrann sagði aö samningaviöræðum um kaup kanadisku stjómar- innar á landsvæðinu umdeUda væri lokið og að stjórnvöld myndu láta það i hendur indíánum um leið og þeir Ijarlægðu vegatálma sem þeir hefðu komið fyrir. Indfánamir lýstu yfir ánægju sinni með að sérstakur sáttasemjari hefði verið útnefndur og sagðist talsmaöur þeirra vonast tU að slíkt myndi leiöa tU samningaviðræðna um mörg málefni sem indíán- ar vilja ræða. Líf vörður dæmdur til dauða Domstóll Suður-Afríku felldi í gær dauðadóm yfir fyrrum lífverði Winnie Mandela, eiginkonu blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela. í maí síðastliönum var Jerry Richardson fundinn sekur um morð á ijórtán ára gömlum blökkumanni í janúar árið 1989. Hann var einnig fundinn sekur um mannrán og tilraun til morðs. Rétturinn vísaöi á bug yfirlýsing- um verjenda um aö Richardson væri andlega vanheill og reiddi sig um of á Winnie Mandela. Vitni við réttarhöldin hafa skýrt frá því að Winnie hafi verið viðstödd þegar Richardson og aðrir börðu ungling- inn. Ekki er ljóst hvort hún verður sótt til saka. Jerry Richardson, fyrrum lifvördur Winnie Mandela, eiginkonu suö- ur-alríska blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela. Símamynd Reuler Austur-þýskir þingmenn deila: Engin samstaða um tilhögun kosninga Sáttmáh um tilhögun komandi kosninga í þýsku ríkjunum hlaut ekki staöfestingu á austur-þýska þinginu í gær. Þetta þýðir að enn leikur vafi á um hvenær og hvernig sameining og alþýskar kosningar fara fram. Það náðist ekki samstaða á austur- þýska þinginu í gær á staðfestingu sáttmálans sem kveður á um fyrir- komulag komandi kosninga í þýsku ríkjunum og er ætlað að tryggja smærri flokkum betri möguleika á að koma manni á þing. Fulltrúar á austur-þýska þinginu gengu til at- kvæða um staðfestinguna seint í gærkvöldi og greiddu flestir þing- menn atkvæði með henni. En stjóm- arflokkunum tókst ekki að tryggja tvo þriðju atkvæða eins og nauðsyn- legt er eigi sáttmálinn að hljóta stað- festingu. Alls greiddu 258 þingmenn atkvæði með staðfestingu en fimm sátu hjá. Eitt atkvæöi var ógilt. Að- eins voru rúmlega 260 þingmenn af fjögur hundruö viðstaddir atkvæða- greiðsluna og því var ljóst að tilskil- inn fiöldi atkvæða næðist ekki og þessi sáttmáh, sem yfirvöld beggja ríkja náðu í síðustu viku, fengist ekki staðfestur. Deilan um hvenær ríkin skuli sam- einuð fer harðnandi. í gær sam- þykkti austur-þýska þingið að fara fram á við þing vestan landamær- anna að undirbúa sameiningu og al- þýskar kosningar þann 14. október. Austur-Þýskaland getur í raun sam- einast Vestur-Þýskalandi hvenær sem það vill með því einungis að lýsa því yfir en það eru vestur-þýskir ráðamenn sem ráða því hvenær kosningar fara fram. Stjórnir beggja ríkja vilja að sameining og kosningar fari fram samtímis í október en jafn- aðarmenn, sem eru í stjórnarand- Vandkvæði Lothar de Maiziere, (orsætisráðherra Austur-Þýskalands, fara vaxandi með hverri vikunni. í gær hlaut sáttmáli þýsku ríkjanna um sameig- inlegar kosningar þýsku þjóðarinnar ekki staðfestingu á austur-þýska þing- inu. Simamynd Reuter stöðu í báöum löndum, vilja samein- ingu í september en kosningar í des- ember eins og upprunalega var gert ráöfyrir. Reuter Neyðarástandslög í Perú Ibúar Perú búa sig nú undir að herða mjög sultarólina vegna áhrifa komandi efnahagsaðgerða hinnar nýju ríkisstjórnar Alberto Fujimori. Forsetinn reynir nú hvaö hann getur að rétta viö efnahag landsins, koma í veg fyrir óðaverðbólgu og matars- kort. Einn embættismaður sagði að forsetinn væri að íhuga að setja út- göngubann næstu daga og óttast margir aö oíbeldi brjótist út. Um nærfellt allt landið, þar á meöal í höfuöborginni, hafa verið sett neyð- arástandslög. Fastlega er búist við að verð á bens- íni hækki um allt að tuttugu prósent á næstunni en sérfræðingar segja hækkunina lið í aðgerðum ríkis- stjórnarinnar sem efnahagsráðherra mun líklega kynna í dag. Ástandið i efnahagsmálum fer sífellt versnandi í Perú, embættismenn búast við að verðbólga fari upp fyrir 200 prósenta markið í ágúst. Verðbólga mældist 63 prósent í júlí. Reuter Bhutto sökuð um spillingu Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistan. Símamynd Reuter Benazir Bhutto, sem var sett af sem forsætisráðherra Pakistan á mánu- dag, horfist nú í augu við hugsanlega réttarrannsókn vegna ásakana um spillingu í stjórnartíö sinni. Þá hefur eiginmanni hennar verið bannað að yfirgefa heimih sitt nema tilkynna yfirvöldum fyrst. Ghulam Mustafa Jatoi, forsætis- ráöherra bráðabirgöastjórnarinnar í Pakistan, sakaöi Bhutto í gær um að hafa verið í forsæti spilltustu ríkis- stjórnar í sögu landsins og gaf í skyn að henni og Þjóðarflokki hennar yrði ef til vill meinað að taka þátt í fyrir- huguðum kosningum í október næst- komandi. Hugsanlegt er að forsætis- ráðherrann fyrrverandi og ráðherr- ar hennar verði dregnir fyrir rétt. Flestir hta svo á að Jatoi muni reyna hvað hann getur til að útiloka Bhutto frá kosningunum. Slíkt gæti hins vegar haft í fór með sér að þeim verði frestað. Margir fréttaskýrend- ur efast í raun um að kosningarnar muni fara fram. Bhutto hefur sakaö leyniþjónustu pakistanska hersins um að standa fyrir brottrekstri sínum og neytt for- seta landsins til að vísa henni úr embætti. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.