Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990.
Lesendur
Forseti Islands gjörir kunnugt:
Torskilinn texti eða til
raun til blekkingar?
Spumingin
Hvað er óhamingja?
María Kristjánsdóttir: Bara einhver
vanlíðan. Maður sem er ónógur sjálf-
um sér.
Björg Einarsdóttir nemi: Það er bara
vanlíðan. Til að bæta ástandið þarf
manneskjan að þroska sjálfa sig.
Jónas Jóhannesson leigubílstjóri:
Er það ekki bara að manni líði illa,
svo þarf maður að vinna í því að láta
sér skána
Leifur Þórðarson nemi: Það veit ég
ekki.
Sandra Vilborg Guðlaugsdóttir, 10
ára: Ég veit það ekki - bara þegar
manni líður illa.
Bjarni Grétarsson, í bæjaryinnunni:
Maður sem ekki hefur öölast ham-
ingju. Það er hægt að bæta það með
því að hitta réttu stelpuna.
Kristján Kristjánsson skrifar:
Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin
augum þegar ég las texta þann sem
birtur er í Morgunblaðinu 4. þ.m.
sem undanfari bráðabirgðalaganna
um launamál er sett voru hinn 3.
ágúst sl. - Ég athugaöi hvort önnur
blöð hefðu birt þennan texta en svo
var ekki og hefur sennilega ekki þótt
ástæða til. - En það var þó sannar-
lega rík ástæða til aö birta hann.
Þessi texti, sem fer hér á eftir orð-
réttur, er bæði klúðurslegur og tor-
skilinn. En verra er þó ef hann er
ætlaður blekkingarvefur fyrir al-
menning, jafnvel forsetaembættið.
Ég á bágt með að trúa öðru en hér
sé um mikinn misskiling að ræða
sem forsetaembættið á ekki sök á.
En hér kemur textinn: - Forseti
íslands gjörir kunnugt: Forsætisráð-
herra hefur tjáð mér að eftir ákvörð-
un Vinnuveitendasambands íslands
Áhorfandi skrifar.
Vegna aukinnar samkeppni á út-
varps- og sjónvarpsmarkaðinum
undanfarin ár hefur Ríkisútvarpið
seilst sífellt dýpra í vasa borgaranna
til að hafa fyrir stríöskostnaöi sínum.
- Sem dæmi má taka að afnotagjöldin
nú nema jafnhárri upphæð og öll
launahækkun lágtekjufólks það sem
af er þjóðarsáttinni.
í framhaldi af þessu ástandi hafa
menn velt því fyrir sér hvort það sé
réttlætanlegt að fólk sé skyldað til
að kaupa kynstrin öll af afþreyingar-
og skemmtiefni af ríkinu. Og það í
þjóðfélagi þar sem framboð af slíku
efni er margfalt meira en nokkur
maöur kemst yfir að nýta.
Kannski megum við eiga von á
því, í framhaldi af minnkandi sölu
áfengis hjá Ríkinu, að fá senda flösku
heim ásamt reikningi sem við verð-
og Vinnumálasambands samvinnu-
félaganna frá 31. júh sL, að veita við-
semjendum sínum sömu hækkun
launa og félagar í Bandalagi háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna hljóta
og þar sem tilraunir til samninga við
BHMR hafa ekki borið árangur, beri
brýna nauösyn til að grípa þegar til
ráðstafana til þess að koma í veg fyr-
ir yfirvofandi víxlhækkanir launa og
verðlags, og treysta þau efnahags-
legu markmið, sem ríkisstjómin og
aðilar vinnumarkaðarins hafa komið
sér saman um og lögð voru til grund-
vallar almennum kjarasamningum í
byijun þessa árs. Þá er nauðsynlegt
að jafnræði ríki í þróun launataxta
og kaupmáttar á milli hinna ýmsu
stétta í 'andinu. - Fyrir því eru hér
með sett bráðabirgðalög samkvæmt
28. gr. stjórnarskrárinnar á þessa
leiö: (Síðan koma bráöbirgðalögin í 5
greinum).
um að greiða, hvort sem við neytum
innihaldsins eöa ekki. - Það væri
álíka rökrétt og afnotagjald Ríkisút-
varpsins.
Það er lágmarkskrafa að útþensla
Ríkisútvarpsins með meðfylgjandi
afnotagjaldshækkunum sé stöðvuð,
og sanngirniskrafa aö mönnum sé
gert kleift aö velja hvort þeir vilji
kaupa dagskrá Ríkisútvarps eða
ekki.
Annað sem kemur mér undarlega
fyrir sjónir eru endalausar auglýs-
ingar Ríkisútvarpsins um yfirburði
sína og hvernig hlutur þess fari vax-
andi í hlustun og áhorfi. Þetta finnst
mér ósmekklegt vegna forréttinda-
aðstöðu þess. Þetta vekur spurningar
um hvort Ríkisútvarpið telji aö
bregðast eigi við samkeppni meö því
að ganga af henni dauðri! .
Fyrir það fyrsta sjá allir að hér
hefur ekki verið farið um fagmann-
legum höndum í textagerð, aUtof
löng og klúðursleg setning. Það er
hins vegar ekki málið heldur hitt, að
þarna er því berlega lýst yflr að
bráðabirgðalögin séu fyrst og fremst
sett vegna ákvörð.unar VSÍ og VMSS
um að veita viðsemjendum sínum
sömu hækkun launa og félagar í
BHMR hefðu fengið! - Hitt, árangurs-
lausar tilraunir til samninga við
BHMR, eru settar sem aukaástæða
fyrir lögunum og talin upp síðar.
Auðvitað eru samningaviðræður
ríkisins við BHMR aðalástæðan til
setningar bráðabirgðalaganna - ekki
það að aðrir aðilar á vinnumarkaðin-
um væru með uppsteyt eða kröfu-
gerðir. Raunar voru önnur verka-
lýðsfélög tilbúin að styöja ríkis-
stjórnina með öllum tiltækum ráöum
og gerðu það - illu heilli.
Þorgils skrifar:
Ég var að lesa grein eftir Dagrúnu
Kristjánsdóttur á Akureyri. Hún er
aö skrifa um álver við Eyjafjörð og
vandar svoleiðis mannvirkjum ekki
kveðjurnar. - Hún endar raunar
grein sína á að segja: „Álver í Eyja-
firði yrði eins og illkynja æxh sem
óprýddi og afskræmdi þetta fallega
hérað óbætanlega."
Þetta er áreiðanlega eins og talað
út úr munni flestra Eyfirðinga sem
hingað til hafa yfirleitt lýst sig mót-
feUna hvers konar stóriðju í Eyja-
firði. Það er ekki fyrr en núna á
seinni mánuðum sem einstaka menn
þar í byggð hafa lýst áhuga á að fá
þangað noröur hvers konar fram-
kvæmdir og framleiðslustarfsemi
sem mætti verða til að halda hérað-
inu í byggð og forða frá frekari
byggðaröskun en orðið er.
Þaö muna allir hvað á gekk þarna
fyrir norðan þegar Laxárvirkjun var
stækkuð fyrir nokkrum árum. íbúar
á svæðinu gengu berserksgang og
bókstaflega sprengdu upp fram-
kvæmdir og helltu niður olíu af vél-
um og tækjum framkvæmdaðila. -
Ragnhildur Elín Garðarsdóttir
skrifar:
Ég las greinar í DV eftir Dögg og
Jón Jóhannsson um HM og voru þær
mjög ólíkar. Ég var mjög ósammála
því sem Jón sagði, einkum um að
Argentína hefði ekki átt að komast
upp í 8 hða úrshtin en hún átti það
fyllilega skihð.
Öll liðin áttu þau sæti skilin sem
þau lentu í. Þetta eru bestu lið heims
og ættu aðrir, jafnt íslendingar sem
aðrar þjóðir, svo og áhugamenn, að
taka Diego Maradona, Matthahs,
Valderrama og fleiri til fyrirmyndar.
Einnig ættu þeir að taka markvörð-
inn, Sergio Goycorchea, til fyrir-
myndar.
Ég er þess fullviss að Jón hefur
ekki eins góða tímasetningu á út-
hlaupunum eins og Goycorchea. Það
hefur auðvitað hver sína skoðun á
knattspymu. Jón Jóhannsson hefur
greinhega mestan áhuga á nettum
og fínlegum bolta sem vantar í allt
líf og fjör. - Dögg, aftur á móti, hefur
áhuga á grófum og hörðum fótbolta
sem mikið líf er í og þar sem hart
Svo dyggilega studdu t.d. VSÍ og
VMSS ríkisstjómina að þau settu af
stað svikamyhu þar sem VSÍ hótaði
- eða bauð fram - launahækkun th
viðsemjenda sinna, svo aö ríkis-
stjómin hefði einhvern blóraböggul.
Þetta á forsetaembættið náttúrlega
ekki að hlusta á, og í raun var eina
ráð forsetans að neita að skrifa undir
þessi bráðabirgðaólög þar th Alþingi
hefði fjallaö um þau. Það varð því
miður ekki og því hefur það nú gerst
í annað sinn í þessu landi á skömm-
um tíma að forsetaembættið lætur
blekkjast af forhertum stjórnmála-
foringjngum og verkalýðsrekendum.
- Bráðabirgðalögin á vinnandi fólk í
landinu nú era því óhæfa og ein
mesta ógæfa sem staðið hefur verið
að á sviði stjórnunaraðgerða á ís-
landi um áratuga skeiö.
Hver trúir því að íbúar í Eyjafirði
og þar í kring, sem eru andvígir stað-
setningu álvers, sitji á sátts höfði og
leggi ekki til atlögu við framkvæmd-
ir meö skemmdarstarfsemi? - Grein
Dagrúnar, þar sem segir að „nokkrar
krónur í vasann“ fyrir að eyðheggja
þá perlu sem hún segir Eyjafjörð
vera, er greinileg vísbending um þaö
sem koma skal ef álver verður reist
á þessum slóðum.
Þar sem hins vegar hefur nú verið
ráðinn sérstakur maður á vegum
Akureyrarbæjar th að annast tíma-
bundin verkefni sem tengjast álveri
í Eyjafiröi, líkt og sveitarfélögin á
Suðurnesjum hafa gert, má gera ráö
fyrir aö mikill hugur fylgi máli og
ráöamenn nyrðra ætli sér að láta
reyna á það fyrir alvöru hvort stjórn-
völd þora að sitja með hendur í
skauti þar til endanleg niðurstaða
útlendinganna liggur fyrir um stað-
setningu stóriöjunnar. - Ég spái
miklum og hatrömmum átökum um
málið og ekki seinna vænna fyrir
suma ráöherrana að koma sér í skjól
fyrir lokasennuna.
er barist. Aha vega marka ég það af
bréfum þeirra.
Ég vh svo rétt minnast á tárin sem
féllu hjá báöum liðum (Þjóðverjum
og Argentínumönnum). Það var ekki
aumingjaskapur hjá leikmönnum
eins og margir halda. Þetta sýndi ein-
faldlega að þeir hafa tilfinningar. Það
er svo endalaust hægt að rífast um
fótbolta en ég vona bara að Jón sé
farinn að jafna sig eftir að Argentína
komst upp í annað sætið. - Þeir áttu
það skilið. - Og Dögg á sigri Þjóð-
verja. Ég þakka svo að síðustu DV
fyrir gott blað og frábæran skilning
á bréfum lesenda.
áskilur sér rétt til að
stytta bréf og símtöl
sem birtast á lesenda-
síðum blaðsins.
Hringiö í síma
27022
milli kl. 14 og 16 eða skrifið
ATH.: Nafn og sími verður að fylgja bréfum.
Hlustun á Ríkisútvarpið
Hádegis- og kvöldfréttir frá nóv. 1986 til janúar1990
Nóv.1986 Okt. 1987 Feb. 1989
Mars 1987 Des.1988 Jan.1990
„Lágmarkskrafa að útþensla Ríkisútvarpsins með meðfylgjandi afnota-
gjaldshækkun sé stöðvuð,“ segir m.a. í bréfinu. - Könnun DV um hlustun
á RÚV sem gerð var í byrjun þessa árs.
Afnotagjald
Ríkisútvarps
Álver sem æxli
í Eyjaf irði?
Enn um HM úrslitin