Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990.
■13
Lesendur
Fjölskyldujepparnir eru góðir til síns brúks en meira þarf til í hálendisferðir.
Þarfur þáttur um hálendið
Ása hringdi:
Nú er sá tími árs þegar aðstandend-
ur ferðalanga bíða og óska þess inni-
lega að ekki berist fréttir af slysum
á hálendinu jafnt sem á þjóðvegum
landsins. Ég er því sannfærð um að
margir eru mér sammála þegar ég
lýsi ánægju minni með þátt þann sem
sparisjóðirnir gerðu um hálendis-
ferðir og hvernig venjulegt ferðafól!.
getur búið sig sem best til að komast
hjá slysum og óhöppum.
Það er allt of algengt að fólk haldi
einfaldlega að það komist hvert sem
er ef það er búið að fá sér jeppa. Nú
eru fjölskyldujeppar í tísku og fólk
hendir í þá tjöldum og svefnpokum
og brunar af stað. Að sjálfsögðu þarf
miklu meira til en svona einfaldan
undirbúning.
Sparisjóðirnir eiga heiður skihnn
fyrir gerð þessarar kennslustundar
sem ég vona sannarlega að allt ungt
fólk hafi séð. Stöð 2 ber einnig að
þakka að senda þátt þennan út ó-
ruglaðan, einmitt í tengslum við þátt
sem unga fólkið situr yfir og var
sýndur þarna á undan. - Meira af svo
góðu og þá yrðu aðstandendur mun
rólegri.
Heitt og mengað loft frá Evrópu:
Kærkomið á klakann
Seltirningur hringdi:
Það var eitt kvöldið fyrir stuttu aö
ég heyrði í fréttaágripi aðalkvöld-
frétta Ríkisútvarpsins að komið væri
hingað til lands heitt og mengað loft
frá Evrópu. Síðar kom nánari lýsing
á þessu fyrirbæri og þvi lýst hvernig
' þetta loft bærist yfir hafið og útmál-
aðir eiginleikar þess á menn og mál-
leysingja.
Það er ekki í fyrsta skipti sem því
er lýst fyrir okkur af fréttamönnum
útvarps og sjónvarps ríkisins hver
áhrif „hið mengaða" loft frá Evrópu,
jafnvel frá Ameríku, hefur á þetta
hreina og ómengaða land okkar. -
Nær undantékningalaust eru tínd til
hin illu áhrif þessa lofts en ekki hvað
landsmenn eru þó fegnir að fá þetta
loft að sunnan og hve þaö er kær-
komið alla leið hingað til að bræða
klakann og kulda íslensks sálarlífs.
Ég er satt að segja alveg undrandi
á þessu sífellda fjasi og hneykslan
þegar hlýtt loft kemur frá hinum
heitu Evrópulöndum. Þetta er ná-
kvæmlega sama loftíð og íslendingar
sjálfir hafa sóst eftír áratugum sam-
an, sumar sem vetur, og greiða offjár
fyrir að dveljast í - jafnvel yfir há-
sumarið þegar alira heitast verður á
hinum suðrænu slóðum.
Niðurstaða mín í þessum hugleið-
ingum er sú að við íslendingar erum
með því marki brenndir að þurfa
ávallt að hafa eitthvað til að agnúast
út í. Þegar allt um þrýtur og ekkert
innlent er tíl að þrátta um tökum við
bara til við það sem hendi er næst,
jafnvel hlýja loftstrauma sem verður
að finna það til foráttu að þeir beri
hingað mengun og séu eiginlega
skaðvaldar fyrir umhverfi og að-
stæður.
Ég segi fyrir mig og áreiðanlega
marga fleiri; frekar vil ég fá hingað
heitt og mengað loft frá sólarlöndum
Evrópu en að þurfa að búa sífellt við
þá umhleypinga og hinn óbærilega
fnyk sem stundum ber fyrir vit okkar
og er innlend mengun af mannavöld-
um.
Um Basil fursta
Aðdáandi Basils skrifar:
Blaðagrein, sem birtíst í DV 23. júli
sl. þar sem útvarpsleikþáttum um
Basil fursta var mótmælt, gefur mér
tilefni til að senda þessar línur.
í áðurnefndri grein var staðhæft
að sögurnar um furstann væru
ómerkilegar og flestum gleymdar.
Einnig var þarna vegið ómaklega að
ágætum leikurum útvarpsþáttanna,
sérstakleg þó Viðari Eggertssyni
leikstjórnanda sem er einn færastí
leiksviðsmaður þessarar þjóðar.
Þessu vil ég hér með mótmæla því
þessi útvarpsþáttagerð er aðstand-
endum til sóma og er hér um þakkar-
vert framtak að ræða.
En víkjum nú að Basil fursta. Þess-
ar skemmtilegu sögur voru gefnar
út á árunum 1936-60 í alls 3 útgáfum
og urðu strax geysivinsælar. En nú
má spyrja hvert sé bókmenntalegt
gildi þessara sagna. - Að mínu mati
eru sögurnar hluti af bókmennta-
sögu íslendinga og dæmi um það sem
alþýðan las á kreppuárunum.
Höfundur áðurnefndrar greinar í
DV setur sig á háan hest og vísar
Basil fursta á bug með hroka án
nokkurrar röksemdafærslu. Sögurn-
ar um Basil fursta eru allflestar mjög
skemmtilegar aflestrar og fesa verð-
ur þær með réttu hugarfari án fyrir-
fram mótaðra fordóma.
Þess má geta að jafnvel meistarar
á borð við Megas hafa nú í seinni tíð
tekið furstann upp á arma sína og
ort til hans lofsöngva.
Bili bíllinn
getur rétt staðsettur
VIÐVÖRUNAR
ÞRÍHYRNINGUR
skipt öllu máli
yUMFERÐAR
RÁÐ
Lögtök
Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum
úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað
gjaldenda,.en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá
birtingu auglýsingar þessarar, fyrireftirtöldum gjöldum:
Vanskilafé, álagi og sektum, skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um
staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir 4.-6. greiðslutimabil með ein-
dögum 15. hvers mánaðar frá maí til júlí 1990.
Reykjavík 7. ágúst 1990
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
OKKARÁRLEGI
HEILDSÖLUMARKAÐUR
VERÐUR OPNAÐUR
ÁMORGUN
AÐ BÍLDSHÖFÐA 16
• Barnafatnaður
• Karlmannafatnaður
• o.fl. o.fl.
Opið frá kl. 13.00-18.00 alla virka
daga, laugardaga frá
kl. 10.00-14.00.
ATH. Aðeins opið 2-3 vikur.
HNOÐRI HF.
Aukablað
TÓMSTUNDIR OG ÚTIVIST
Miðvikudaginn 15. ágúst nk. mun aukablað um tómstundir
og útivist fylgja DV.
í blaðinu verður m.a. Qallað um golf, skotveiði, vatnaíþróttir,
hjólreiðar, þ. á m. reiðhjól, hlaupahjól og einhjólunga.
Ijallað verður um útivist og trimm afýmsum toga, m.a. sund
og gönguferðir, og þekktir íslendingar spurðir hvernig þeir
veiji tómstundum sínum.
Einnig verður Qallað um hinýmsu gæludýr
og umönnun þeirra.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka-
blaði, hafi samband við auqlýsinqadeild DV hið íýrsta
i síma 27022.
Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga er til 9. ágúst.
Auglýsingadeild