Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Hvers á að krefjast? Tvímælalaust ætti alvöru launþegahreyfmg ekki að æsa sig yfir kröfu um eins til tveggja prósenta kaup- hækkun. En um það hefur allt snúizt. Fyrir utan að tryggja hag verkalýðsrekenda, þeirra sem hagnast á forystu í verkalýðsfélögum, hefur allt talið snúizt um einhver prósent í kauphækkunum. Hvað um háskóla- menn í BHMR? Jú, þeir hafa setið sem aðrir í þessu feni. Slagurinn um BHMR nú stendur um nokkur pró- sent. En eigum við, almennir launþegar, ekki að gera meiri kröfur? í raun eigum við að kreíjast þess af fulltrú- um okkar, að þeir geri kröfur til ríkisvaldsins, kröfur sem einhverju skipta. Ekki bara kröfur um einhverjar prósentuhækkanir, sem verða horfnar daginn eftir. Reynslan sýnir, að það er margt annað og öðru frem- ur en prósentuhækkanir, sem færa launþegum kjara- bætur. Því eiga hin sterku launþegasamtök, þegar þau eiga við ríkisstjörn, að setja fram slíkar kröfur. Við sitj- um í sama farinu. Horfum á kröfur háskólamanna í BHMR. Háskólamenn ættu að geta skihð stöðuna öðrum betur. Þess í stað hafa háskólamenn bara orðið einn af kröfugerðarhópunum. Þeir berjast um nokkur prósent. Þeir vita ekki, hvað þjóðinni og þar með launþegum yrði fyrir beztu,. Ef við hefðum hér alvöru launþegasamtök, mundu þau setja fram kröfur, sem færðu raunverulegan lífs- kjarabata. Krafizt yrði af ríkisstjórn, að innflutningur búvara yrði gefinn frjáls. Með því losnuðu launþegar undan kerfi uppbóta og niðurgreiðslna, sem valda okkur miklu tjóni. Við reiknum í þessum dæmum með, að fulltrúar launþega væru raunverulegir fulltrúar, ekki útsendarar og málaliðar flokka og þrýstihópa. Þegar rætt er um vandann hér, er verkalýðshreyfmgunni oft þakkað. Vissulega á hún þakkir skildar í sumu. En hún hefur brugðizt í aðalatriðum, því sem hér er nefnt. Og raunveruleg launþegahreyfmg, sem vildi í raun bæta kjör launþega, mun segja ríkisvaldinu að hafa fiskiskipaflotann hér ekki stærri en fiskimiðin leyfa. Hefur einhver í reynd gert sér grein fyrir, hversu mikl- ar kjarabætur mundu felast í því einu, sem hér hefur verið nefnt? Sannarlega margfalt meira en 2,4 prósent eða 4,5 prósent. Hér er snúið við blaðinu og við sam- þykkjum ekki launþegahreyfmgu eins og hefur verið. Við ásökum háskólamennina einkum í þessum efnum, því að þeir eiga að vita miklu betur. Við höfum litla samúð með æsingnum í náttúrufræðingum, meðan þeir gera ekki kröfur, sem öllu skipta. Alvöru launþegahreyfmg á að krefjast þess, að hætt verði stuðningi við kostnaðarsöm gæluverkefni. Fé fólksins renni til arðbærra hluta. Mörgum kann að þykja þessi uppsetning hér einkennileg. Hún er að vísu óvenjuleg, en hún er rökrétt. Hún á að segja, eignumst við einhvern tíma alvöru launþegaforingja, hvað gera skal. Kannski eigum við slíka menn, sem enn hafa ekki komizt áfram vegna íhaldssemi annarra. Þegar við eignumst slíka menn, og okkur koma há- skólamenn helzt í hug, gæti skapazt grundvöllur til framfara. Hættum að karpa um eitt eða tvö prósent. Sendum gegn ríkisvaldinu, vinstri eða hægri stjórnum, hð sem setur fram þá kosti, sem greindir voru hér að framan. Þeir færa launþegum bezt og varanlegust lífs- kjör. Haukur Helgason Niðurstöður nýjustu skoðana- könnunar DV á fylgi stjómmála- flokkanna eru einkar ánægjulegar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þær benda til þess að flokkurinn njóti um þessar mundir stuðnings rúm- lega 54% kjósenda og fengi hreinan meirihluta á Alþingi ef nú yrði gengið til kosninga. Tölur DV eru markverðari en ella fyrir þá sök að þeir þátttakendur í könnuninni, sem segjast vera óá- kveðnir, eru færri en verið hefur síðan í september 1988. Kjósendur virðast vera afdráttarlausari í skoðunum og fúsari að segja hug sinn en löngum áður. En eins og gjarnan er sagt; niður- stöður skoðanakannana eru eitt, úrslit kosninga annað. Er raunhæft að trúa því að Sjálfstæðisflokkur- inn eigi möguleika á að ná meiri- hluta á Alþingi í næstu þingkosn- 60" % 50' 40“ 30“ 20' 10“ i: i i i í 0 D G S V „Fylgi Sjálfstæðisflokksins er m.ö.o. ekki óánægjufylgi, heldur á það sér málefnalegar ástæður," segir m.a. í greininni. - Fylgi flokkanna í síðustu skoðanakönnun DV. Gætu sjálf stæðis- menn náð meiri- hluta á Alþingi? ingum? Ætti hann að stefna mark- visst að því? Um það ætla ég að fara nokkram orðum. Stöðug sókn sjálfstæðismanna í þingkosningum í apríl 1987 beið Sjálfstæðisflokkurinn sem kunn- ugt er mikið afhroð eftir að hafa klofnað fáeinum vikum fyrir kjör- dag. Flokkurinn fékk þá aðeins um 27% atkvæða sem er langt fyrir neðan meðalfylgi hans á undan- fórnum áratugum. En í öllum skoð- anakönnunum, sem gerðar hafa verið frá því í janúar 1989, hefur flokkurinn haft um eða yfir 40% atkvæða; í þeim níu könnunum á fylgi stjórnmálaflokkanna, sem DV hefur gert á þessu tímabili, hafa sjálfstæðismenn sex sinnum verið með um eða yfir 50% atkvæða. Og styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur reyndar einnig verið mældur í kosningum. í síðustu sveitar- stjómarkosningum var fylgi flokksins á landinu öllu 47%. Óg í Reykjavík fékk flokkurinn sem kunnugt er 60,4% atkvæða. Þessar tölur sýna að fylgi Sjálf- stæðisflokksins er mikið og veru- legt og fer ekki dvínandi. Flokkur- inn hefur verið og er enn í sókn. Ekki óánægjufylgi Ýmsir hafa viljað skýra hið mikla fylgi sjálfstæðismanna sem merki um óánægju með ríkisstjóm vinstri flokkanna. Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja (og hafa raunar sagt frá því stjómin tók við völdum haustið 1988) aö hún gjaldi fyrir óvinsælar en nauösynlegar ráðstafanir í efnahagsmálum. Þeg- ar árangur sjáist í þjóðarbúskapn- um tapi Sjálfstæðisflokkurinnfylg- inu á ný. Augljós batamerki má nú greina í efnahagslífmu vegna þess frum- kvæðis sem aðilar vinnumarkaðar- KjáUaiiim Guðmundur Magnússon sagnfræðingur ins hafa tekið um mörkun efna- hagsstefnunnar. Ríkisstjórnin nýt- ur góðs af þessu og samkvæmt hinni nýju könnun DV styðja hana 43,4% kjósenda. Það er meiri stuðn- ingur en hún hefur haft í hálft ann- að ár. En þó að ríkisstjórnin bæti stöðu sína dregur ekki úr fylgi við Sjálf- stæðisflokkinn. Öðra nær. Það eykst. Það bendir til þess að þær skýringar á fylgi flokksins, sem ráöherrar vinstri stjórnarinnar hafa haldið fram, eigi ekki við rök að styðjast. Fylgi Sjálfstæðisflokks- ins er m.ö.o. ekki óánægjufylgi, heldur á það sér málefnalegar ástæður. Og það er vissulega upp-' örvandi fyrir sjálfstæðismenn. Skýrir valkostir Sú staða, sem skapast hefur í ís- lenskum stjórnmálum á undan- fömum mánuðum, ætti að styrkja möguleika Sjálfstæðisflokksins á að ná meirihluta á Alþingi. Þrátt fyrir að á ýmsu hafl gengið í núver- andi stjórnarsamstarfi leikur tæp- ast vafi á því að það er eindreginn ásetningur forystumanna stjórnar- flokkanna að starfa saman á ný að loknum næstu þingkosningum. Fyrir hggur að einn stjómarflokk- anna, Borgaraflokkurinn, þurrkast út í næstu kosningum. Sennilegt er að Alþýðubandalagið tapí tals- verðu fylgi til Alþýðuflokksins, Stjórnin missir væntanlega þing- meirihluta sinn. En nái Sjálfstæðis- flokkurinn ekki meirihluta má telja víst að núverandi vinstri stjóm verði endurhfguð með at- fylgi Kvennahstans. Vahð í næstu kosningum verður því óvenju skýrt: annaðhvort áframhaldandi vinstri stjórn (með eða án Kvennahstans) eða stjórn sjálfstæðismanna. Stjórn Sjálf- stæðisflokksins með einhverjum vinstri flokkanna er að minni hyggju ekki inni í myndinni eins og mál hafa þróast aö undanfórnu. Raunhæfur kostur Ég held að kjósendur séu þegar farnir að átta sig á þeirri mynd sem hér hefur verið dregin upp af ís- lenskum stjórnmálum. Þess vegna ætlar svo stór hluti, sem kannanir og sveitarstjórnarkosningarnar sýna, að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn hafa stundum talað um það í kosningum að „efla einn flokk til ábyrgðar". Varla er þó hægt að segja að þar hafi legið að baki skýr og eindregin stefnu- mörkun og sannfæring um að flokkurinn ætti raunhæfan mögu- leika á meirihluta á Alþingi. Nú eru aðstæður breyttar. Nú verður ekki lengur um það deilt að þessi möguleiki er fyrir hendi. En það er hægt að glutra honum niður séu hinar hagstæðu aðstæður ekki notaðar með markvissum hætti fram að kosningum. Sjálfstæðis- menn eiga sýnilega krefjandi starf fyrir höndum. En það starf gæti hka borið einkar ánægjulegan ávöxt innan skamms tíma. Guðmundur Magnússon fiokkurinn eigi möguleika á að ná meirihluta á Alþingi í næstu þing- kosningum? „En þó að ríkisstjórnin bæti stöðu sína dregur ekki úr fylgi við Sjálfstæðis- flokkinn. Öðru nær. Það eykst.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.