Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Page 17
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990.
25
jóðlegu frjálsíþróttamóti í Sestriere á Ítalíu
st í sviðsljósiö að undanförnu og þá sérs-
í öðru sæti varð landi hans, Caivin Smith,
Símamynd/Reuter
uðuÞór
Blikastúlkurnar virtust mjög tauga-
spenntar. Þaö var ekki fyrr en um miöj-
an síðari hálfleik sem Ásta María Reyn-
isdóttir skoraði sigurmarkið eftir góðan
undirbúning Magneu Magnúsdóttur.
taum
ætin
leikurinn kl. 20. Á laugardaginn eru
tveir leikir og heflast báðir kl. 14. Á
Seltjarnarnesi leika Grótta og Þór, í
Hafnarfirði Haukar og HK. Á sunnu-
dagskvöld kl. 20 lýkur síðan 1. um-
ferðinni en þá leika á Seltjarnarnesi
Grótta og HK. Önnur umferð verður á
dagskrá á þriðjudag og miðvikudag og
keppninni lýkur síöan um aðra helgi
og þá verður ljóst hvaða liö leika í 1.
deild í haust.
-GH
• Steinar Birgisson leikur með Hauk-
um.
Iþróttir
Tomas Lytli
í Kef lavík
- tveggja metra bandarískur framherji frá Montana
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Keflvíkingar hafa ráðið Banda-
ríkjamanninn Tomas Lytli sem
leikmann fyrir næsta keppnis-
tímabil. Lytii þessi er 23 ára og
er hvítur á hörund. Hann er rúm-
ir tveir metrar á hæð og vegur
120 kg.
Tomas Lytli hefur leikið í
NCAA deildinni með háskólaliði
Montana. Hann er framherji og
er að sögn geysisterkur leikmað-
ur.
„Við erum búnir að skoða spólu
með leikmanninum og það er
ljóst að hann er gríðarlega sterk-
ur. Hann kemur á fóstudag og
verður í reynslu hjá okkur fyrst
um sinn. Við bindum miklar von-
ir við þennan leikmann," -sagði
Gunnar Jóhannsson, formaður
körfuknattieiksdeildar ÍUBK, í
spjalli við DV í gærkvöldi.
Lytli hefur fengið góð ummæli
hjá mörgum þekktum mönnum,
þ. á. m. þjálfara liðsins SUSI, sem
Jón Kr. Gíslason lék með á síð-
asta tímabili. Jón mun einmitt
þjálfa lið Keflvíkinga í vetur.
Keflvíkingar hafa orðið fyrir
mikilli blóðtöku en þeir hafa
misst 4 af aðaUeikmönnum sín-
um, þá Guðjón Skúlason, Nökkva
Jónsson og Magnús Guðfinnsson,
sem allir fara til Bandaríkjanna
og Einar Einarsson sem fer í
Tindastól.
Keflvíkingar hafa fengið til liðs
við sig Matti Oswald Stefánsson
frá Bandaríkjunum auk Jóns Kr.
Gíslasonar.
Anthony fékk
fljúgandi start
- skoraði tvívegis í 3-2 sigri íslendinga á Færeyingum
íslendingar unnu Færeyinga, 3-2,
í vináttulandsleik í knattspymu í
Þórshöfn í gærkvöldi. Sigur íslend-
inga var öruggari en tölumar segja
til um og íslenska liðið var mjög
óheppið að vinna ekki stærri sigur.
Fjórir nýliðar léku sinn fyrsta
landsleik í gærkvöldi og allir 16 leik-
menn liðsins fengu að spila. Einn af
nýliðunum, Anthony Karl Gregory,
fékk heldur betur fljúgandi start og
skoraði tvö mörk í sínum fyrsta
landsleik.
Fyrra mark hans kom á síðustu
• Anthony Karl Gregory gerði tvö
mörk.
mínútum fyrri hálfleiks eftir langt
innkast. Áður höfðu Færeyingar náð
forystunni eftir mistök í vöm íslend-
inga.
I upphafi síðari hálfleiks kom Ant-
hony Karl íslendingum yfir, 2-1, eftir
góða sendingu Ormars Örlygssonar.
Færeyingar jöfnuðu síðan úr víta-
spymu en Arnór Guðjohnsen gerði
sigurmark íslendinga úr vítaspyrnu
þegar aðeins 6 mínútur vora til leiks-
loka.
Skömmu áður höfðu þeir Rúnar
Staðan
l.deild kvenna
UBK...........8 7 0 1 17-4 21
ÍA.............7 5 0 2 10-6 15
Valur.........7 4 12 17-5 13
KR.............7 2 1 4 12-15 7
Þór............9 2 1 6 10-16 7
KA............8 1 1 5 4-20 4
Næsti leikur í 1. deild kvenna fer
fram í kvöld en þá leika KR og
Valur á KR-vellinum og hefst leik-
urinn kl. 19.
Kristinsson og Anthony Karl báðir
fengið góð marktækifæri. Á síðustu
mínútunni fékk Atli Einarsson, sem
nýkominn var inn á sem varamaður,
sannkaliað dauðafæri en færeyski
markvörðurinn varði vel.
Mikii stemmning var á vellinum í
Þórshöfn og yfir 5 þúsund áhorfend-
ur sáu leikinn sem er vallarmet.
Þetta var síöasti vináttuleikur Fær-
eyinga fyrir Evrópukeppnina en þá
leika þeir gegn Austurríkismönnum.
Leikurinn í Þórshöfn var á gerv-
igrasvelli og kom það íslenska liðinu
frekar illa. Islenska liðið lék þó ágæt-
lega og uppskar mörg færi en fær-
eyska liðið fékk bæði mörk sín á
ódýranhátt. -RR
Sport-
stúfar
Opna öldungamótið í
golfi, Strandarmótiö,
var haldið á vegum
Golfklúbbs Hellu á
Strandarvelli um síðustu helgi.
Úrslit á mótinu urðu þannig:
Konur, 50 ára og eldri, án forgj.
1. Ágústa Guðmundsd., GR....94
2. Geröa Halldórsd., GS.....95
3. Guðrún Eiríksd., GR......96
Með forgjöf
1. Gerða Halldórsd., GS.....72
2. GuðrúnEiríksd., GR.......73
3. Ágústa Guðmundsd., GR....75
Karlar, 50-54 ára, án forgjafar
1. Sigurður Héðinsson, GK...84
2. Bjarni Gislason, GR......86
3. Guðbjartur Þormóðss., GK ....89
Með forgjöf
1. Elías Magnússon, GKJ.....69
2. Guðm. Hallgrímss., GS....71
3. Bjami Gíslason, GR.......72
Karlar, 55 áraog eldri, með forgj.
1. Hilmar Steingrímsson, NK ....77
' 2. Þorsteinn Steingrímss., GK ...77
3. Karl Hólm, GK............78
Með forgjöf
1. Ingólfur Bárðarson, GOS..66
2. Hilmar Steingrímsson, NK ....67
3. Viðar Þorsteinsson, GR...67
• Landsmót öldunga fer fram á
vegum Golfltiúbbs Heliu á
Strandarvelli dagana 9.-11. ágúst
Leiknar verða 36 og 54 holur, meö
og án forgjafar.
Toppleikur í 3, deild
fer fram í kvöld
Einn leikur er á dagskrá 3. deild-
ar karla á íslandsmótinu í knatt-
spymu í kvöld. Þá eigast við á
Kópavogsvelli ÍK og Haukar og
er leikurinn mjög mikilvægur
fyrir bæöi iið. Haukar og ÍK em
í harðri baráttu ásamt Þrótti, R,
um tvö laus sæti í 2. deiid. Staðan
í deildinni er þannig:
3. deild
Þróttur, R...12 11 0 1 38-10 33
Haukar.......12 9 1 2 26-13 28
ÍK...........12 9 0 3 32-19 27
Þróttur, N...12 6 2 4 34-21 17
Völsungur....12 4 4 4 21-19 16
Reynir, Á....12 5 1 6 25-27 16
Dalvík.......12 4 1 7 18-23 13
Einherji.....12 2 3 7 19-28 9
BÍ...........12 2 2 8 18-30 8
TBA..........12 2 0 10 11-50 6
Góður tími hjá Johnson
í 200 metra hlaupi
~— Bandaríkjamaðurimi
Michael Johnson náði
næstbesta tíma ársins
í 200 metra hlaupi á
alþjóðlegu frjálsíþróttamóti á ít-
alíu í fyrrakvöld. Johnson sigraði
og hljóp á 19,88 sekúndum enfyrr
á árinu hljóp hann á 19,85 sek-
undum. Heimsmetið í greininni á
ítaiinn Pietro Meneea, 19,72 sek-
úndur, og var það sett fyrir 11
árum. í 100 metra hlaupi á sama
móti sigraðí Bandaríkjamðurinn
Leroy Burell á góöum tíma, 9,96
sekúndum, annar í hlaupinu varð
Calvin Smith á 10,04 sekúndum
en silfurverðlaunahafinn á síð-
ustu ólympíuleikum, Bretinn
Linford Christie, varð að láta sér
iynda 5. og síöasta sætið, hljóp á
10,12 sekúndum.
Handboltaskóli HK
Fimmta árið í röð stendur Hand-
knattleiksfélag Kópavogs, HK,
fyrir handboltaskóla í Digranesi
fyrir drengi og stúlkur á aldrin-
um 6-12 ára. 6-8 ára krakkar
verða frá klukkan 9.30-12.00 og
9-12 ára krakkar frá 13.00-15.30.
Námskeiðið hefst 13. ágúst og
stendur til 27. ágúst. Skráning
hefst 9. ágúst í síma 46032 frá
klukkan 11.30-13.00 og einnig í
símum 41708 (Hjördís) og 43880
(Gunnar Már).
Þátttökugjald er kr. 2.500. Veitt-
ur er afsláttur fyrir systkini og
eru öll börn á ofangreindum aldri
hvött til að skrá sig til leiks.
Frjálsíþróttamót
til heiðurs Jóhanni
í kvöld halda Ármenningar frjálsíþróttamót í Laugardal til heiðurs
Jóhanni Jóhannessyni og verður keppt í mörgum greinum karla og
kvenna.
Jóhann Jóhannesson hefur verið viðloðandi frjálsar íþróttir í um 60 ár
og unnið mikið og fómfúst starf fyrir íþróttina. Mótið, sem nefnist JJ-
mót Ármanns, hefst klukkan 18.30 og er eitt af stigamótum FRÍ. Keppt
verður í eftirtöldum greinum: 100 m hlaupi karla og kvenna, 400 m hlaupi
karla og kvenna, 1500 m hlaupi karla og kvenna, 100 m grindahlaupi
kvenna, langstökki kvenna, kringlukasti karla og kvenna, kúluvarpi
karla, spjótkasti karla og hástökki karla. Allir gamlir Ármenningar eru
sérstaklega hvattir til að mæta á mótið í kvöld. -SK
íþróttaskóli Ármanns
Getum bætt við nokkrum börnum á íþrótta- og leikja-
námskeiðið sem hefst mánudaginn 13. ágúst.
Upplýsingar í síma 688470 frá kl. 13.00-17.00.
Firma- og stofnanakeppni KR 1990
Keppnin verður haldin laugardaginn 18. ágúst á gras-
völlum KR. Skráning í síma 27181 fyrir miðvikudag-
inn 15. ágúst. Aðeins 16 fyrstu liðin til að tilkynna
þátttöku geta verið með.
Knattspyrnudeild KR
■r