Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Page 25
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990.
33
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Spánar-
konungur
Jóhann Karl Spánarkonungur
stakk sér í fullum herklæöum til
sunds og bjargaði tveimur systr-
um úr sjónum viö Mallorka fyrir
nokkru. Skútu systranna hvolfdi
þegar kóngur var nærstaddur á
mótorbáti á leið til Palma. Eftir
að hafa bjargað stúlkunum og
hjálpað þeim að rétta skútuna við
tóku konungur og fylgdarmenn
hans skútuna í tog til næstu hafn-
ar.
Elton John
hefur stundað megrunarkúra
með mismunandi árangri í tíu ár.
Það eru ekki aðeins hattar og
höfuðföt sem hann safnar. Þessi
þekkti gleraugnaglámur hefur
einnig safnað ýmsum megruna-
rmeðulum sem hann hefur aldrei
notað. Heimildir herma að í eld-
hússkápunum hans séu um þrjú
hundruð tegundir af slíku góð-
gæti. En það er líka meira í eld-
hússkápunum - ýmsir forboðnir
ávextir - kex, snakk og fullt af
nammi að sjálfsögðu.
Sara Ferguson
hertogaynja af York varð ný-
lega fyrst meðlima bresku kon-
ungsfjölskyldunnar til að heim-
sækja Argentínu eftir Falklands-
eyjastríðið en það var háð árið
1982. Sara fór með dætur sínar
tvær til Argentínu. Erindið var
að heimsækja háaldraðan stjúp-
föður Söru, Hector Barrantes,
sem þjáist af krabbameini. Arg-
entínumenn gerðu miklar örygg-
isráðstafanir vegna komu Söru.
Hún er gift Andrew prins en hann
var þyrluflugmaður í hinu tíu
vikna langa Falklandseyjastríði.
Andrew var ekki með í för.
Christian Brando, sonur Marlons,
neitaði fyrir rétti á þriðjudag að hafa
myrt unnusta þungaðrar hálfsystur
sinnar í vetur. Hann neitaði einnig
að hafa haft ólöglegt vopn, vélbyssu,
í sínum fórum.
Réttarhöldin hafa staðið yfir í
margar vikur en þetta var í sjöunda
skiptið sem hinn ákærði, Christian,
kemur fyrir réttinn. Vitnaleiðslum-
ar í fyrradag voru hins vegar þær
fyrstu í málinu þar sem Marlon
Brando er ekki viðstaddur í réttar-
salnum til að styðja son sinn.
Christian, sem er 32 ára gamall,
verður áfram í haldi í County Jail
fangelsinu í Los Angeles, þrátt fyrir
að faðir hans hafi verið tilbúinn til
að greiða 10 milljónir dollara í trygg-
ingu fyrir hann. Ástæðan er að vega-
bréf Christians finnst ekki. Vega-
bréfsmálið verður aftur tekið fyrir í
réttinum í dag.
Christian er ákærður fyrir morðið
á Dag Drollet en hann var unnusti
Cheyennes sem er hálfsystir Christ-
ians. Sakborningurinn hefur þó játað
að hafa skotið Drollet - en hann sagði
að um slys hefði verið að ræða.
Christian og Drollet lentu í miklu
sagði Christian Brando við vitnaleiðslur
Christian Brando kemur járnaður fyrir réttinn i Santa Monica i Kalitorníu í fyrradag. Vitnaleiðslurnar stóðu aðeins
yfir í fimm mínútur að þessu sinni. Reuter
rifrildi vegna þess að sá síðarnefndi
hafði slegið Cheyenne sem var þung-
uð á þeim tíma. Hún gekk með barn
Drollets.
Einum mánuði eftir lát Drollets fór
Cheyenne frá Hollywood til heim-
kynna sinna á Tahiti. Barnið, sem
er fyrsta barnabarn Marlons Brando,
fæddist síðan á Tahiti í síðastliðnum
mánuði.
Klakabandið hefur oft vakið athygli á þjóðhátíð fyrir frumlega búninga.
Bandið var að þessu sinni iklætt fötum likt og íslenskir herramenn gerðu
árið 1965 - toppmóðins tískutöff. Sérstakur heiðursfélagi bandsins er Kristj-
án Óskarsson, útgerðarmaður og skipstjóri í Vestmannaeyjum. Hann stend-
ur fyrir aftan gítarleikara hópsins.
Fremst á myndinni eru „Pörupiltar" sem unnu til verðlauna fyrir frumleg-
asta búninginn á þjóðhátíðinni í ár. Pörupiltarnir unnu Hensonskjöldinn
fyrir að vera klæddir eins og enskir hermenn frá átjándu öld. í víkingabátn-
um sitja Fyrirmyndartöffarar en þeir vöktu mikla athygli þegar þeir héldu
innreið sína í Herjólfsdal á skipinu WC Viking. Skipið var búið öllum til-
heyrandi búnaði, með seglum, trjónum og skjöldum.
DV-myndir Ómar Garðarsson
Eyjamenn, sem áttu heima í Þingholti, sem varð undir hraunstraumnum í
Vestmannaeyjagosinu, halda ætíð hópinn á þjóðhátíð. Fólkið hefur á sið-
ustu árum ávallt tjaldað á sama stað í Herjólfsdal. Flest af Þingholtsfólkinu
býr ennþá í Vestmannaeyjum.
Mikil samkeppni um Hensonskjöldinn á þjóðhátíð:
Frumlegustu bún-
ingamir kostuðu
tugi þúsunda
Um sex þúsund manns voru á þjóð-
hátíð í Eyjum um verslunarmanna-
helgina. Hátíðin þótti takast afar vel.
Þróun undanfarinna ára hefur ver-
ið sú að hópar ungmenna taka sig
saman og keppast við að skarta sem
frumlegustu búningunum. Að þessu
sinni voru það Pörupiltar sem sigr-
uðu í keppninni og voru þeir íklædd-
ir skrautlegum hermannabúningum.
Ekkert er til sparað fyrir þessa
keppni. Búningar Pörupiltanna kost-
uðu tíl aö mynda hátt í 30 þúsund
krónur - hver búningur. Á annan tug
hópa tóku þátt í keppninni. Verð-
launaafhendingin fór fram á föstu-
dagskvöldið og var það Halldór Ein-
arsson, Henson, sem afhenti sjálfur
svokallaðan Hensonskjöld.
-ÓTT
Rointon fnr Iram á milli hinna alræmdu Hrekkialór
dugði þó ekki til. Logi Snædal skipstjóri, aðstoðarmaður Lómanna, endaði úti í tjörn og fékk hann kalt bað við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Ekki fylgir
það sögunni hvort Hrekkjalómarnir hafi verið búnir að ákveða fyrirfram að bleyta Loga.