Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1990, Síða 28
FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1990.
56
Afmæli
Elín Stefánsdóttir
Elín Stefánsdóttir ljósmóðir, Mið-
felli 5, Hrunamannahreppi, er sex-
tíuáraídag.
Elín fæddist á Siglufirði en ólst
upp á Akureyri. Hún stundaði nám
við Ljósmæðraskóla íslands 1952-53
og frá 1. október 1953 var hún um-
dæmisljósmóðir í Hrunamanna-
hreppi. Frá 1982 hefur Ehn verið
heilsugæsluljósmóðir á Heilsu-
gæslustöðinni á Laugarási í Bisk-
upstungum.
Þann 6. mars 1954 giftist Ehn
Magnúsi Gunnlaugssyni bónda, f.
14. júní 1930. Hann er sonur Mar-
grétar Ólafar Sigurðardóttur, f. 15.
nóvember 1906, d. 16. júní 1989, og
Gunnlaugs Magnússonar, f. 21. apríl
1897, d. ágúst 1955, bónda að Mið-
felli I, Hrunamannahreppi.
Börn Elínar og Magnúsar eru:
Viðar, f. 2. janúar 1954, giftur Sæ-
laugu Viggósdóttur og eiga þau sex
börn; Gunnhildur, f. 11. desember
1954, maður hennar er Kristinn Ó.
Sigurðsson og eiga þau tvö fóstur-
börn; Gunnlaugur, f. 14. mars 1958,
kona hans er Áslaug Bjarnadóttir
og eiga þau eitt barn; Margrét, f. 11.
nóvember 1959, sambýlismaður
hennar er Raad Bestouh; Hafdís, f.
27. ágúst 1962, maður hennar er
Steinar Birgisson og eiga þau tvö
börn; Ema, 5. júlí 1964, sambýlis-
maður hennar er Guðmundur Jóns-
son, og Hrefna, f. 28. febrúar 1966,
maður hennar er Þröstur Arnarson
og eiga þau tvö börn.
Systkini Elínar eru: Jón, kona
hans er Auður Kristjánsdóttir og
eiga þau fjögur fósturbörn; Sigur-
laug, maður hennar er Gunnar
Markússon og eiga þau fjögur börn;
Ásgrímur, kona hans er Sigurlaug
Kristinsdóttir og eiga þau eitt barn
saman og eina fósturdóttur; Guð-
rún, maöur hennar var Eyþór B.
Bollason en hann er látinn, þau eiga
tvær dætur; Magðalena, maður
hennar er Sigurður Baldvinsson og
eiga þau fimm börn; Jensey, maður
hennar er Agnar Jörgensen og eiga
þau sex börn, og Lóa sem gift var
Birgi Sigurðssyni en þau eru skilin,
þau eiga tvö kjörböm, auk þess sem
húnáeina dóttur.
Foreldrar Elínar voru Stefán
Grímur Ásgrímsson verkamaður, f.
Elín Stefánsdóttir.
26. september 1899, d. 1. desember
1968, og Jensey Jörgína Jóhannes-
dóttir, f. 3. júlí 1893, d. 15. júlí 1958.
Þau voru lengi búsett á Siglufiröi
og Akureyri en bjuggu í Reykjavík
fráárinu 1953.
Elín verður að heiman á afmælis-
daginn.
Róbert Öm Ólafsson
Róbert Öm Ólafsson slökkviliðs-
maður á Keflavíkurflugvelli, Faxa-
braut 37c, Keflavík, er fimmtugur í
dag.
Róbert Öm er fæddur og uppalinn
í Keflavík. Þann 14. maí 1960 kvænt-
ist hann Önnu Báru Sigurðardóttur,
f. 14. ágúst 1939. Hún er dóttir Sig-
urðar Sigurpálssonar vélstjóra, d.
4. janúar 1981, ogÞórönnu Guð-
mundsdóttur sem nú er vistmaður
á Elhheimihnu Hlévangi í Keflavík.
Sigurður og Þóranna em bæði frá
Ólafsfirði.
Böm Róberts og Önnu Báru eru
tvö: Dagmar, f. 29. maí 1960, banka-
starfsmaður í Keflavík, sambýlis-
maður hennar er Haraldur G.
Magnússon; og Ólafur R. Róberts-
son, f. 7. júní 1962, rafiðnaðarmaður,
kona hans er Halldóra Jóna Sigurð-
ardóttir og eiga þau eina dóttur,
Kristinu Erfu.
Systkini Róberts eru fjögur: Páll
Rúnar, f. 1. janúar 1938; Guðmundur
Valur, f. 17. janúar 1939; Elín Guð-
björg, f. 13. janúar 1944; og Ingólfur,
f. 29. desember 1954.
Foreldrar Róberts eru Ólafur R.
Guðmundsson, f. 3. maí 1917, d. 13.
ágúst 1975, fyrrverandi verkstjóri
hjá Olíufélaginu hf., og Dagmar
Pálsdóttir, f. 5. janúar 1918, húsmóö-
ir.
Róbert Örn tekur á móti gestum á
heimih sínu fóstudaginn 10. ágúst
milli klukkan 18.00 og 22.00.
Róbert Örn Olafsson.
Ásgeir Þorsteinsson
Ásgeir Þorsteinsson sjómaður,
Furugrund 68, Kópavogi, er sjötug-
urídag.
Ásgeir fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Ungur fór hann að stunda
sjómennsku en það var hans aðal-
starf í um fjörutíu ár. Ásgeir sigldi
meðal annars á togurum til Eng-
lands á stríðsárunum. Lengst af
bjuggu þau hjónin í Skólagerði í
Kópavogi en búa nú í Furugrund.
Síðastliðin flmm ár hefur Ásgeir
verið hreyflhamlaður.
Ásgeir kvæntist þann 14. ágúst
1943 Ástu Sigurðardóttur, f. 26. sept-
ember 1921, frá Syðra-Langholti í
Hrunamannahreppi. Ásta er dóttir
Sigurðar Sigmundssonar bónda og
Kristjönu Bjamadóttur.
Böm Ásgeirs og Ástu eru sex. Þau
em: Ragnar Örn, f. 9. janúar 1946,
kona hans er Jónína Ágústsdóttir
og eiga þau þrjú börn; Þorsteinn, f.
28. mai 1947, kona hans er Ingibjörg
Ásgrímsdóttir og eiga þau þrjú börn;
Helga, f. 7. febrúar 1950, maður
hennar er Einar Thorlacius og eiga
þau þrjú börn; Sigurður, f. 2. nóv-
ember 1951, kona hans er Guðrún
Zophaníasdóttir og eiga þau fjögur
börn; Kristjana Laufey, f. 8. mars
1954, hún á tvö börn; og Ólafía, f.
2. ágúst 1963, maður hennar er Árni
Rúnar Svérrisson og eiga þau tvö
börn.
Ásgeir er sonur Þorsteins Finns-
sonar vélamanns og Ólafiu Einars-
dóttur húsmóður.
Ásgeir dvelur ásamt fjölskyldu
sinni í sumarhúsi á afmælisdaginn.
Asgeir Þorsteinsson.
Sigrún Á. Eiríksdóttir, lést á heimili
sínu, Laufásvegi 34, þriðjudaginn 7.
ágúst.
Stefán Reykjalín, byggingameistari á
Akureyri, er látinn.
Matthildur Kristín Gunnarsdóttir
símavörður, Reykjalundi, Mosfells-
bæ, lést í Landspítalanum 7. ágúst.
Jarðarfarir
Valgerður Guðmundsdóttir,
Hvammi í Kjós, lést á heimili sínu
6. ágúst. Jarðsungið verður að
Saurbæ, Hvalfjarðarströnd, laugar-
daginn 11. ágúst kl. 14.
Jón Friðriksson á Hömrum, sem
andaðist í sjúkrahúsinu á Húsavík
30. júlí, verður jarðsunginn frá Ein-
arsstaðakirkju, laugardaginn 11.
ágúst kl. 14.
Gunnlaugur Jón Karlsson, Bergholti
6, Mosfellsbæ, sem lést 2. ágúst sl.,
verður jarðsunginn frá Lágafells-
kirkju laugardaginn 11. ágúst kl.
13.30.
Útför Vilborgar Sæmundsdóttur,
Lágafelli, Austur-Landeyjum, fer
fram frá Krosskirkju laugardaginn
11. ágúst kl. 14.
Sigurður Ástvaldur Hannesson,
Vogabraut 28, Akranesi, er lést af
slysförum þann 3. þessa mánaðar,
veröur jarðsunginn frá Akranes-
kirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 14.
Emil G. Pétursson lést 30. júlí sl.
Hann fæddist á ísafirði 12. júní 1904,
sonur hjónanna Ehnar Eyjólfsdóttur
og Péturs Guðmundssonar. Emil
stundaði sjómennsku í 50 ár. Hann
lauk vélskólaprófi árið 1927. Vann
síðan sem vélstjóri hjá Skipaútgerð
ríkisins og var yíirvélstjóri hjá skipa-
deild Sambandsins frá 1949 og þar til
starfsævi hans lauk. Éftirlifandi eig-
inkona hans er ína Jóhannsdóttir.
Þau hjónin eignuðust eina dóttur.
Útför Emils verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í dag kl. 13.30.
Ti3kyimingar
Félag eldri borgara
Farin verður tveggja daga ferð um Snæ-
fellsnes 12. ágúst nk. Einnig verður farin
ferð undir stjóm Péturs H. Ólafssonar 18.
ágúst nk. um Fjallabaksleið nyrðri og
syðri. Upplýsingar á skrifstofu félagsins.
Göngu-Hrólfar hittast nk. laugardag kl.
10 að Nóatúni 17. Margrét Thoroddsen frá
Tryggingastofnun ríkisins verður til við-
tals í dag, 9. ágúst, frá kl. 14.
05
llA\ V, ij CD
^ÍÍIIP D
Wmm 0)
/£
HícHí.L»0 Mjó.sísvcii Ái g!ccpo.Lv*?tuiið:S;tí:llo
Plata Megasar komin út
Útgáfa plötu Megasar, Hættuleg hljóm-
sveit og glæpakvendið Stella, hefur
dregist að því er virðist heila eilífð. En
nú er hún komin út. Hljómplatan er tvö-
föld og geymir sautján lög. Geisla-
diskamir em einnig tveir og þar em lög-
in nítján og tekur efnið yfir eina og hálfa
klukkustund í afspilun. Vegleg mynd-
skreytt textabók fylgir plötu og diski.
Upplagið er 2999 eintök og mikið af þvi
hefur þegar verið selt. Hægt er að ná í
eintök í síma 91-616766 og í Plötubúðinni,
Laugavegi 20.
Sýklar minninganna
Ný bók eftir Þorra
Sýklar minninganna er þriðja ljóðabók
Þorra Jóhannssonar, sú fyrsta Sálin
verður ekki þvegin, kom út 1980. Þorri
hefur einnig sent frá sér tvær bækur með
textum og prósa. Þorri er einn af stofn-
endum Inferno 5 sem á undanfömum
árum hefur vakið athygli fyrir gerninga
bæði heima og erlendis. í Sýklum minn-
inganna fjallar Þorri meðal annars um
minnið, forgengileikann og hugsun í
endalausum hring. Bókin er 48 bls., inni-
heldur 31 ljóð og er myndskreytt af
Óskari Thorarensen. Útgefandi er In-
ferno. Félagsprcntsmiðjan hf. prentaði.
Tónleikar
Tónleikar í Duus-húsi
í kvöld, 9. ágúst, heldur hljómsveitin
Ham tónleika í Duus-húsi við Fischer-
sund. Auk Ham koma fram hljómsveit-
imar Sororicide og Sjálfsfróun. Þetta em
fyrstu tónleikar Ham um nokkra hríð en
hljómsveitin hefur áður spilaö m.a. í
Þýskalandi, Bretlandi og Bandarikjun-
um. Von er á nýrri plötu með Ham í haust
og kemur hún til með að heita Pimp-
mobile. Áður hefur hljómsveitin gefið út
tvær plötur. Tónleikarnir hefjast kl. 22
og verður miðaverði stillt í hóf.
Tapað-fundið
Grábröndótt læða tapaðist
5-6 mánaða grábröndótt læða tapaðist frá
Alfheimum fimmtudaginn 2. ágúst. Hún
var ómerkt. Ef einhver hefur séð hana
eða veit hvar h’ún er niðurkomin þá vin-
samlegast hafið samband við Hafdisi í
síma 681147 eða 672255.
3 kettir töpuðust
frá Laufásvegi
3 kettir töpuðust frá Laufásvegi 2a fyrir
hálfum mánuði, þrílit læða, rauð, hvit og
svört, gulbröndóttur högni og hvítur og
rauðleitur högni. Upplýsingar í sima
13585.
Andlát
Geirfríður Jóelsdóttir andaðist í
Sjúkrahúsi Húsavíkur 7. ágúst.
Óskar J. Þorláksson, fyrrum dóm-
prófastur, er látinn.
Þórarinn Árnason frá Stóra Hrauni,
lést á Dalbraut 27 miövikudaginn 8.
ágúst.
t
Ástkær faðir okkar,
Þórarinn Árnason
frá Stóra-Hrauni,
iést að Daibraut 27 miðvikudaginn 8. ágúst.
Kristin Þórarinsdóttir
Elisabet Þórarinsdóttir
Lára Þórarinsdóttir
Elín Þórarinsdóttir
Inga Þórarinsdóttir
Gyöa Þórarinsdóttir
Fjölmiðlar
Grillveisla í beinni útsendingu
Við sáum hina óviðjafnanlegu
Murphy Brown ganga af manni
dauðum í beinni útsendingu í gær-
kvöldi. Oft hefur manni virst það
vera kappsmál islenskra sjónvarps-
manna að vaða yflr viðmælendur
sína, grillastjórnmálamennina,
ganga af þeim dauðum 1 bcinni út-
sendingu. Þeím mun meira hefur
þeim þótt koma til sín, sem þeir
hafa vaðið meira yfir þessa „óvini
þjóðarinnar".
Þættirnir um Murphy Brown eru
auövitað aðeins skopstæling á því
sem gengur í heimi íréttamanna, en
öllu gamni fylgir nokkur alvara. Þaö
er vandrataður sá meðalvegur sem
þarf að fara til þessnð fréttamenn
nái árangri og því sem mest um
varðar, trúnaöi bæði áhorfenda, les-
enda eða áheyrenda, svo og þeirra
sem þeir þurfa að sækja upplýsingar
og efiú til, heimildarmanna sinna
og viðmælenda. Fréttamenn verða
að gæta þess að þeir sjálflr í eigin
persónu eiga ekki og geta ekki orðið
aðaíatriðið heldur fréttin sem þeir
flytja. Hversu áberandi sem þeir eru
sjálflr ræður innihald fréttarinnar
öllu. Það er fréttin sem er aðalatrið-
ið, ekki tilburðir þess sem flytur
hana.
Þættirnir um Murphy Brown eru
á vissan hátt þörf ábending til allra
sem gegna því starfl að miðla frétt-
um raanna á milli. Fréttin og inni-
hald hennar skiptir öiiu.
Jóhanna Margrét