Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Síða 1
*ígM|
.
: ■ ' ■ ■ ■■ .■.■
k 'r /; í-$i ^
Kjarvalsstaðir:
September/Septem
Á laugardag kl. 16.00 verður opnuð
að Kjarvalsstöðum yfirlitssýning
sem ber yfirskriftina September/S-
eptem. Þar gefur að líta úrval verka
frá September-sýningunum 1947-
1952 og Septem-sýningunum 1974-
1990.
Haustið 1947 efndu tíu listamenn
til sýningar í Reykjavík sem bar heit-
ið September-sýning og dró nafn sitt
af þeim mánuði þegar hún var opn-
uð. í inngangi í sýningarskrá var
þeirri skoðun andmælt að listin ætti
að líkja eftir veruleikanum heldur
ætti að skapa listaverk, nýjan, sjálf-
stæðan veruleika. Efnið, sagan, fyr-
irmyndin eru eitt, hstaverkið annað,
segir ennfremur í ávarpi hópsins.
í þessum hópi listamanna voru
annars vegar þeir sem komu heim
frá námi í Bandaríkjunum í lok
stríðsins, Jóhannes Jóhannesson,
Kjartan Guðjónsson, Kristján Dav-
íðsson, Valtýr Pétursson og hins veg-
ar listamenn, sem fram komu í ís-
lenskri myndiist á fjórða áratugnum:
Þorvaldur Skúlason, Siguijón Ólafs-
son, Nína Tryggvadóttir, Snorri Ar-
inbjarnar og Gunnlaugur Scheving
auk þess sýndi Tove Ólafsson, eigin-
kona Sigurjóns.
Slík hópmyndun var nýlunda í ís-
lenskri hst og nánari tildrög þess að
efnt var til sýningarinnar var að þá
hstamenn, sem komu heim í lok
stríðsins, skorti vettvang til að sýna
verk sín. Enginn þeirra var meðlim-
ur í félagi íslenskra myndhstar-
manna og áttu þeir því í raun htla
möguleika á að sýna á sýningum fé-
lagsins. Ennfremur var það að Þor-
valdur, Sigurjón, Snorri, Gunnlaug-
ur og Nína áttu í raun mun meira
sameiginlegt með þessum ungu
mönnum en þeim sem voru ráðandi
í Félagi íslenskra myndlistarmanna.
September-sýninguna má þess
vegna skoða sem beina afleiðingu
þeirra andstæðna sem komnar voru
upp í íslenskri myndlist milli þeirra
sem gerðu þá kröfu að hstin skyldi
gera mynd af veruleikanum sam-
kvæmt klassískri hefð um rökrétta
heild milli tíma, myndrýmis og allra
einstakra þátta myndefnisins og
þeirra skoðunar, sem var ööru frem-
ur grundvöhur September-hópsins,
að hstamaðurinn ætti að skapa hst
sem væri nýr veruleiki sem notið
yrði á eigin forsendum og hefði sín
sérstöku lögmál.
Þessi skoðun var öðru fremur sam-
nefnari hópsins því þar fyrir utan
var um að ræða listamenn sem voru
ólíkir um margt.
Sýningarhópurinn Septem var
stofnaöur árið 1974 og voru félagarn-
ir margir þeir sömu og höfðu tekið
þátt í September-sýningunum eins
og Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pét-
ursson, Kristján Davíðssson, Jó-
hannes Jóhannesson, Karl Kvaran,
Steinþór Sigurðsson og Jóhannes Jóhannesson eru meðal þeirra (istamanna sem eiga verk á yfirlitssýningunni
September/Septem.
Guðmunda Andrésdóttir auk Sigur- sem gestur. Auk þess var Steinþór hann hafði frá því um 1960 lagt stund
jóns Ólafssonar, sem kaus að sýna Sigurðsson meðlimur í hópnun, en á abstraktmyndir í ljóörænum stíl.
Fjölþjóðlegur kvartett leikur i Duushúsi á sunnudagskvöld.
Heiti potturinn:
Islenskur djass og
suður-amerísk tónlist
Á sunnudagskvöld mun fjölþjóð-
legur kvartett franska bandeo-
neónleikarans Ohvier Manoury
halda tónleika í Heita pottinum í
Duushúsi við Fischersund.
Olivier Manoury hefur um langt
árabil leikiö argentínskan tangó
vítt og breitt um Evrópu og einnig
í Buenos Aires, en er búsettur í
París. Þótt hann sé þekktastur sem
tangóleikari á bandeoneón, sem er
nokkurs konar harmóníka, hefur
hann einnig spilað djasstónhst og
á sunnudagskvöldið verður leikin
blanda af djassi og suður-amerískri
tónhst. Kvartettinn mun spha lög
eftir þá Ohvier Manoury, Tómas
R. Einarsson og úrugvæska píanó-
leikarann Enrique Pascual.
Með Ohvier Manoury spila
kontrabassaleikarinn Tómas R.
Einarsson, hinn hohenski en hér
búandi Marteen van der Valk á
trommur og kóngatrommur og
píanóleikarinn Kjartan Valde-
marsson.
Tónleikarnir hefjast klukkan
21.30.
Norræna húsið:
Fyrirlestrar um mál-
efni Finnlands-Svía
Fulltrúar frá landsmálaþingi Finn-
lands-Svía eru í heimsókn í Reykja-
vík þessa dagana. Gestimir eru Jan
Rosqvist og Ralf Nordgren, varafor-
setar þingsins, Christian Brandt rit-
ari og Dag Lindberg vararitari. Rosq-
vist starfar hjá hehbrigöisstofnun-
inni Folkhálsan, Nordgren er rithöf-
undur og lektor, Brandt er þingmað-
ur og skrifstofustjóri þingsins og
Lindberg starfar aðahega aö byggða-
og menntamálum.
Með heimsókninni vhja fuhtrúarn-
ir stuðla að betri kynnum og sam-
skiptum við íslendinga og kynna
málefni og stöðu Finnlands-Svía.
Þeir munu m.a. hitta Guörúnu
Helgadóttur, forseta Sameinaðs Al-
þingis, og heimsækja menntamála-
ráðuneytið.
Á sunnudag verður síðan dagskrá
í Norræna húsinu þar sem fluttir
verða stuttir fyrirlestrar um málefni
Finnlands-Svía. Fjahað verður um
störf og verkefni landsmálaþingsins
og sagt frá ýmsum staðreyndum
varðandi Finnlands-Svía. Auk þess
flytur Ralf Nordgren frumsamin ljóð
og ljóð eftir aðra höfunda. Tónlist
verður flutt og sýnd verður kvik-
mynd.
Landsmálaþingið hefur starfað frá
árinu 1919 og það gætir hagsmuna
sænskumælandi íbúa Finnlands en
þeir eru um þijú hundruð þúsund.
Þingið kemur saman árlega. Þing-
menn eru 75 frá sex stjórnmálaflokk-
um. Stærsti flokkurinn er Sænski
þjóðarflokkurinn en Sænski sósíal-
demókrataflokkurinn fylgir fast á
eftir.
Fluttir verða stuttir fyrirlestrar um málefni Finnlands-Svia.