Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990. FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990. 21 Messur Guðsþjónustur Árbæjarprestakall: Guösþjónusta kl. 11 árdegis. Sönghópurinn Án skil- yrða annast kirkjusöng í fjarveru organista og kirkjukórs. Sr. Guö- mundur Þorsteinsson. Ásprestakall: Guösþjónusta kl. 11. Sr. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Organ- leikari Marteinn Hunger Friðriks- son. Sr. Hjalti Guðmundsson. Viðeyjarkirkja: Messa kl. 2 e.h. Andrea Gylfadóttir syngur einsöng. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson leikur undir á klassískan gítar. Dómkórinn leiðir messusönginn. Organisti Mar- teinn Hunger Friðriksson. Sr. Þórir Stephensen. Ellheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Ólafur Jóhannsson Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta með léttum söng kl. 20.30. Þorvaldur Halldórsson og félagar sjá um söng- inn. Umsjón Ragnheiður Sverris- dóttir djákni. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Jóna Hrönn Bolladóttir stud. theol. préd- ikar. Organisti Árni Arinbjamarson. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur: Fyrirbænaguösþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjömsson Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Tóm- as Sveinsson. Kvöldbænir og fyrir- bænir em í kirkjunni á miðvikudög- um kl. 18. Prestamir. Hjallaprestakall: Fyrirhuguð guðs- þjónusta í messuheimili Hjaliasókn- ar í Digranesskóla fellur niður vegna viðgerða í skólanum. Sr. Ólafur Jó- hannsson Kópavogskirkja: Guðsþjónusta fellur niður vegna þátttöku organleikara og kirkjukórs á söngnámskeiði í Skálholti. Sr. Þorbergur Kristjáns- son Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Org- anisti Ólafur Finnsson. Kór kirkj- unnar syngur. MolakafFi eftir stund- ina. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja: Guðsþjónustuna í Hátúni 10B, 9. hæð, á laugardaginn kl. 11. Sóknarprestur Neskirkja Messa kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Miðviku- dagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Sr. Guðmundur Öm Ragnarsson. Þriðjudagur: Samkoma kl. 8.30. Sönghópurinn Án skilyrða, stjóm- andi Þorvaldur Hálldórsson Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14. Sóknarprestur. Ferðalög Útivistarferöir Helgarferöir 24.-26. ágúst Þórsmörk - Básar - Fimmvörðuháls. Fariö veröur í Bása á Goðalandi í kvöld kl. 20. Á laugardagsmorgun verður ekið að Skógum og gengið yflr Fimmvörðu- háls á laugardag. Brottfór frá BSÍ, bens- ínsölu. Sunnudagur 26. ágúst Dagsferð i Bása á Goöalandi kl. 0S. Þórsmerkurgangan, 14. áfangi kl. 08. Lambey - Aurasel - Stóri Dimon. Gengið veröur um Aurana að Stóra Dím- Ustasafn Sigurjóns Ólafssonar: Jónas Ingi- mundarson á þriðjudags- tónleikum Á þriðjudagstónleikum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar næst- komandi þriðjudag, 28. ágúst, kl. 20.30 mun Jónas Ingimundarson píanisti leika verk eftir Chopin. Jónas er tónleikagestum Lista- safns Sigurjóns Ólafsson vel kunn- ur, því í fyrrasumar hélt hann ein- leikstónleika og fyrr í sumar lék hann undir söng Sólrúnar Braga- dóttur í sal safnsins. Er skemmst frá því að segja að endurtaka þurfti báða tónleikana vegna mikillar aðsóknar og urðu samt margir frá að hverfa. Jónas er nýkominn frá Englandi þar sem hann hélt tón- leika með Kristni Sigmundssyni á listahátíð í Stratford upon Avon. Að venju munu tónleikarnir standa í um það bil klukkustund Jónas Ingimundarson píanisti leik- og verður kaffistofa safnsins opin ur verk eftir Chopin. að þeim loknum. Nessöfnuður fer í sina árlegu síðsumarferð á laugardag. Að þessu sinni verður farið i Borgarfjörð og sögufrægir staðir verða barðir aiigum. Fararstjóri verður séra Guðmundur Óskar Óiafsson. Sigurður og Daníel leika í Mývatnssveit og á Húsavik um þessa helgi. Norðurland: Tónleikaferð Sigurð- ar og Daníels Sverrir er sjálfmenntaður í tísku- hönnun og fatagerð. Gallerí 15: Handmálað- ir silkijakkar ogtísku- teikningar Sverrir Sv. Sigurðarson heldur um þessar mundir sýningu á hand- máluðum módel samkvæmisjökk- um úr silki í Gallerí 15, Skólavörðu- stíg 15, kjallara. Þar gefst einnig kostur á að skoða tískuteikningar Sverris frá árunum 1986-89. Sverr- ir er 22 ára að aldri og er hann sjálf- menntaður í tískuhönnun og fata- gerð. Sýningin er opin á laugardag og sunnudag og er opið báða dagana frá kl. 13-18. Sigurður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari eru nú á ferð um landið og um þessa helgi halda þeir tónleika á Norðurlandi. Á laugardag leika þeir félagar í Skjólbrekku í Mývatns- sveit og á sunnudag í samkomusal Bama- skólans á Húsavík. Sigurður og Daníel flytja „Arpeggione" sónötu Schuberts, só- nötu í A dúr eftir Beethoven, ásamt verkum eftir Fauré, Martinu og Boccherini. Á tónleikum í byrjun árs 1983 hófst ára- langt samstarf þeirra Daníels og Sigurðar á sviði fijálsrar spunatóniistar. Reyndist það hinn ákjósanlegasti jarðvegur er þeir fóru aö spila saman sígilda tónlist fyrir þremur árum, eftir að hafa stundað hefð- bundið tónlistamám, hvor í sínu horni frá unga aldri. Daníel lærir nú við Sweelink Tónlistar- háskólann í Amsterdam undir leiðsögn. Willems Brons, en Sigurður lauk námi fyr- ir nokkru frá Guildhall School of Music and Drama í London og sækir enn tíma hjá aðalkennara sínum þar, Raphael Somm- er. Borgames: Vatnslita- myndir í Félagsbæ Á laugardag verður opnuð í Fé- lagsbæ í Borgamesi sýning á vatns- litamyndum Soffíu Þorkelsdóttur frá Álftá. Soffía stundað nám 1974-86 undir handleiðslu Eiríks Smith. Nokkrar myndanna era úr nágrenni Borg- arness. Sýningunni lýkur 2. september. Á mánudag hefst söngnámskeið á vegum Svanhvítar Egilsdóttur i húsnæði Tónlistarskólans í Reykjavik á Laugavegi 178. Svan- hvít hefur haldið námskeið víða, m.a. í Japan, Tawain, Austurríki, Finnlandi og að sjálfsögðu hér- lendis. Djúpið: Klippimyndir Þorra Hringssonar Á laugardag verður opnuð sýning í Djúp- inu á verkum Þorra Hringssonar. Á sýn- ingunni verða klippimyndir sem allar eru unnar á þessu ári. Þorri Hringsson er fæddur í Reykjavik árið 1966. Hann lauk námi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1989 og stundar nú nám við Jan Van Eyck Aka- demíuna í Maastricht í Hollandi. Sýningunni á verkum Þorra lýkur sunnudaginn 9. september. Þorri sýnir klippimyndir sem ailar eru unnar á þessu ári. Danielle leggur verk sín undir dóm íslenskra listunnenda. Gallerí 11: Danielle Lescot A laugardag verður opnuð i Gall- eríi 11 sýning á verkum Danielle Lescot frá Frakklandi. Danielle er ung Parísarkona með próf í sálarfræði en hefur að und- anförnu einungis helgað sig list- sköpun sinni en hún málar olíu- verk og vinnur skúlptúra. Frá ár- inu 1985 hefur hún tekið þátt í 10 samsýningum í París og annars staðar í Frakklandi. Danielle kom fyrst til íslands fyrir ári og heillað- ist þá mjög af landi og þjóð. Eftir heimsóknina vaknaði hjá henni löngun til þess að leggja verk sín undir dóm íslenskra listunnenda. Því er hún komin aftur til landsins til þess að sýna verk sín og vinna ný verk í íslenskri náttúru. Sýningin stendur til 6. september og hún er opin alla daga frá kl. 14-18. Aðalbjörg Jónsdóttir sýnir málverk og tvö veggspjöld með myndum af handprjónuðum kjólum í Þrastarlundi við Sog um þessar mundir. Aðal- björg hefur áður haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýning- um. Sýningar Art-Hún Stangarhyl7 Art-Hún hópurinn sýnir skúlptúrverk, graflk og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Árbæjarsafn sími 84412 Safniö er opiö alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Kafflhús safnsins, Dillonshús, er opiö á sama tíma og safnið. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru unnin í olíu og með vatnslitum, eru frá árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá Suðurlandi. Sumarsýningin í safni Ás- gríms Jónssonar stendur til ágústloka og er opin alla daga nema mánudaga kl. 13.30 til 16. Djúpið Hafnarstræti Á morgun verður opnuð sýning í Djúpinu á verkum Þorra Hringssonar. Á sýning- unni verða klippimyndir sem allar eru unnar á þessu ári. Þorri Hringsson er fæddur í Reykjavík 1966. Hann lauk námi frá málaradeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1989 og stundar nú nám við Jan Van Eyck akademíuna í Maastricht í Hollandi. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 9. september. FÍM-salurinn Garðastræti 6, Þar stendur yfir sumarsýning félags- manna. Yfir 40 listamenn, eldri og yngri, eiga verk á sýningunni og eru þau öll til sölu. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið er frá kl. 14-18 virka daga en lokað um helgar. Gallerí 8 Austurstræti 8 Þar eru sýnd og seld verk eftir um það bil 60 höfunda, ohu-, vatnshta- og grafík- verk, teikningar, keramik, glerverk, silf- urskartgripir, höggmyndir, vefnaður og bækur um íslenska llst. Opið aha daga kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Sýning á verkum í eigu safnsins. Opið daglega kl. 14-18. GalleríH Á morgun verður opnuð sýning á verkum Daniehe Lescot frá Frakklandi. Á sýning- unni verða olíumálverk og skúlptúrar. Sýningin verður opin aUa daga kl. 14-18, nema opnunardaginn frá kl. 15. Sýningin stendur til 6. september. Gallerí 15 Skólavörðustíg 15, Ákveðið hefur verið að framlengja sýn- ingu Sverris Sv. Sigurðssonar á hand- máluðum silkijökkum og tískuteikning- um. Virka daga er opið kl. 16-21 og um helgar kl. 13-18. Sýningunni lýkur 30. ágúst. oni, síðan eftir varnargarðinum aö Mark- arfljótsbrú. Skemmtileg gönguferð með stórbrotnu útsýni. Staðfróður Rangæing- ur verður meö í fór. Brottfór frá BSÍ, bensínsölu að veryu. Stansað verður við Árbæjarsafn, á Selfossi við Fossnesti kl. 09, á Hellu viö GriUskálann kl. 9.30. Ingólfsfjall FjallahringsgöngurÚtivistar, 8. ferðin. Brottför frá BSI, bensínsölu kl. 13. Hjólreiðaferð kl. 13.30. Hjólað verður um götur og hestastíga við EUiðavatn, stutt leið í hijúfu landslagi. Ferðafélag íslands Helgarferðir 24.-26. ágúst 1. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Skipulagöar gönguferðir um Mörkina. 2. Landmannalaugar - Krakatindsleið - Álftavatn. Gist fyrri nóttina í sæluhúsi FÍ í Laugum, en þá seinni í sæluhúsi FÍ við Álftavatn á FjaUabaksleið syðri. Upp- lýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Dagsferðir sunnudaginn 26. ágúst 1. kl. 08 Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.000. Enn er ástæða til aö huga að sumar- leyfisdvöl hjá Ferðafélaginu í Þórsmörk. Kannið tílboðsferð á lengri dvöl. 2. Kl. 9 Geysir - Hólar - Sandá. (Af- mælisgangan 10. ferð). Gangan hefst við Geysi og Uggur leiðin í grennd við þjóð- veginn aUt að Tungufljóti en þaðan verð- ur gengið frá Kjóastöðum vestan vegar að Sandá. Verö kr. 1.700. 3. Kl. 9 Hagavatn - ökuferð. Hagavatn er stöðuvatn, austan undir HagafeUi í Langjökh. Gengið verður að vatninu og litast um. Göngubrú er yfir. Farið viö útfaU vatnsins. Verð kr. 2.000. Brottför frá Umferðarmiöstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bU. Frítt fyrir böm að 15 ára aldri í fylgd fuUorðinna. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 1. 24.-24. ágúst. Síðasta skipulagða gönguferðin um „Laugaveginn“ á þessu sumri. Gengiö frá Landmanna- laugum til Þórsmerkur. Nokkur sæti laus. 2.30. ágúst til 2. september. Milli Hvítár og Þjórsár. Ökuferð með göngustígum um afrétti Gnúpveija- og Hrunamanna. Litast um í Leppistungum, Kerlingargljúfri og Gljúf- urleit. Svefnpokagisting. Farastjóri: Kristján M. Baldursson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FI, Öldugötu 3. Pantið tímanlega. AUir velkomnir í ferðir Ferðafélagsins. Fundir Aglow, kristileg samtök kvenna verða með fund í kaffisal Bústaðakirkju mánudaginn 27. ágúst. Björg Davíðsdóttir og Guðlaug Hanssen verða ræðukonur fundarins sem hefst með kaffiveitingum kl. 20. Fundurinn er öllum konum opinn. Aglow er alþjóðleg samtök kvenna úr mörgum kirkjudeUdum. Á mánaðarleg- um fundum samtakanna hittast konur og eiga ánægjulega og notalega stund um leið og þær lofa guð saman, hlusta á vitn- isburð og einnig er boðið upp á fyrirbæn- ir. Eins og áður sagði eru aUar konur velkomnar og þær hvattar til að kynna sér starfið. Fyrirlestrar Fyrirlestur hjá Félagi tónlistarskólakennara Mánudagskvöldið 27. ágúst nk. mun Pet- er Renshaw halda fyrirlestur í sal BSRB- hússins, að Grettisgötu 89, 4. hæð. Fyrir- lesturinn hefst kl. 20.30. Peter Renshaw er enskur að ætt og uppruna. Hann er tónlistarmaður (fiðluleikari, söngvari og stjómandi). Hann var skólastjóri Yehudi Menuhin-skólans, sem er skóh fyrir börn með afburða tónhstargreind, frá 1975. Hann haföi árið 1984 forgöngu um stofn- un nýrrar deUdar við tórUistar- og leik- listarskólann GuUdhaU School of Music and Drama i London. DeUdin ber nafnið „Communication and performance skiUs“. (CPS). CPS hefur víða vakið at- hygh og má nefna að hhðstæðar deUdir eru nú einnig starfandi við tónhstar- háskólana í Gautaborg, Lundi og Osló. Tilkyimingar Ferðaþjónustubæir sem bjóða upp á berjatínslu Brennistaðir i Flókadal: Ágætis spretta, aðaUega krækiber. Ókeypis fyrir gesti. Garðar i Staöarsveit: Mjög góð beija- spretta, aUar tegundir af beijum en mest af krækibeijum. Ókeypis fyrir gesti. Lýsuhóll i Staðarsveit: Góð beija- spretta, krækiber, bláber og aðalbláber. Suöur-Bár i Eyrarsveit: Góð berja- spretta, krækiber og bláber. Stóra-Vatnshorn í Haukadal: Góð beijaspretta, krækiber og aðalbláber. Staður í Reykhólahreppi: Mjög mikíð af beijum, ahar tegundir. Fossá á Barðaströnd: Ágætt beijaland, aUar tegundir. Alviðra i Dýrafirði: Góð beijaspretta, aðaUega krækiber. Rauðamýri við Djúp: Ágætis spretta, mest af aðalbláberjum. Melstaður í Miðfirði: Ágætis berjaland, mest af blábeijum. Syðri-Hagi á Árskógsströnd: Gott beija- land, mikið af blábeijum en ekki fuh- þroskuð fyrr en í endaöan ágúst. Ytri-Vik á Árskógsströnd: Mjög góð beijalönd, mest af blábeijum og aðalblá- beijum. Fosshóli í Bárðardal: Mjög góð spretta, aUar tegundir, en mest af krækibeijum. Narfastaðir i Reykjadal: Mikið af öUum tegundum af berjum. Rauðaskriða i Aðaldal: MikU beija- sjiretta, krækiber, biáber og aðalbláber. Okeypis fyrir gesti. Hraunbær í Aðaldal: Mikið af beijum 1 næsta nágrenni, leyfi seld á næsta bæ (Ódýrt). Skúlagarður í Keiduhverfi: Ágæt spretta, aðaUega krækiber. Fell i Bakkafirði: Góð spretta, mest af krækibeijum en mikið af blábeijum og einnig aðalbláberjum. Syðri-Vík í Vopnafirði: Þónokkuð af beijum í firðinum, bæði krækiber og blá- ber. Stapi i Borgarfiröi eystri: Ágætis spretta, mest af krækibeijum og blábeij- um. Skipalækur í Fellum: Ágætis beija- spretta, aöaUega krækiber. Haugar í Skriðdal: SæmUeg spretta, aU- ar tegundir af berjum. Fell í Breiðdal: Ágætt beijaland, kræki- ber og bláber. Gistiheimilið Sólbrekka i Mjóafirði: Mjög góð beijaspretta, aUar tegundir en mest af krækibeijum. Brattholt í Biskupstungum: Mikið af beijum, krækiber og bláber. Ahugaverð upp- eldisnámskeið Fjórða árið í röð býður Kramhúsið upp á námskeið í tónlistar- og hreyfingarupp- eldi. Hingað til hafa þessi námskeið nær eingöngu verið sótt af kennurum, enda markmið þeirra verið að auka áhuga kennara á skapandi kennsluaðferðum í skólastarfi með áherslu á rödd, hreyf- ingu, tónlist og spuna. Nú er ramminn hins vegar víkkaður þannig að fóstrum og leiðbeinendum í almennu félagsstarfi er einnig boðið aö njóta leiðsagnar úr- valskennara með margháttaða menntun og reynslu. Námskeiðin fara fram dagana 27.-31. ágúst nk. Nánari upplýsingar í Kramhúsinu, Skólavörðustíg 12, símar: 15103 og 17860. NOM-ráðstefna á vegum Stúdentaráðs Dagana 24.-26. ágúst verður haldin NOM-ráðstefna á vegum Stúdentaráðs Háskóla íslands i fundasal gömlu Hjóna- garða. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hús- næðismál stúdenta, almennt og tengt Nordplus. En Nordplus er áætlun á veg- um Norðurlandaráðs um samstarf Há- skóla á Norðurlöndum. NOM er skamm- stöfun á Nordisk Ordförande Möte. NOM vinnur að sameiginlegum hagsmunamál- um stúdenta á Norðurlöndunum og eru ráðstefnur sem þessi haldnar 2 sinnum á ári. Á NOM-ráðstefnur mæta fuhtrúar stúdentaráða háskóla á öUum Norður- löndum. Nessöfnuður Síðsumarferð inn Borgaríjörð á morgun, laugardag. Lagt af stað kl. 10 ftá Nes- kirkju. Veitingar í Reykholti, beija- spretta könnuð. Nánari upplýsingar hjá kirlguverði milh kl. 16 og 18 í síma 16783. Leikhús Ferðaleikhúsið Sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights eru í Tjamarbíói við Tjörnina í Reykjavik (Tjamargötu lOe). Sýningar- kvöld em fjögur í viku, fimmtudags-, föstudags, laugardags- og sunnudags- kvöld. Sýningar hefjast kl. 21 og lýkur kl. 23. Light Nights-sýningamar em sér- staklega færðar upp til skemmtunar og fróðleiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið er aUt íslenskt en flutt á ensku. Meðal efnis má nefna þjóðsögur af huldu- fóUd, tröUum og draugum, gamlar gam- anfrásagnir og einnig er atriði úr EgUs- sögu sviösett. Þetta er 21. sumarið sem Ferðaleikhúsið stendur fyrir sýningum á Light Nights í Reykjavík. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nú stendur gróður í mestum blóma og ætlunin er að taka strætó í austurbæinn og kanna nýj- ar slóðir en labba svo tU baka. Nýlagað molakaffi. Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar hittast nk. laugardag kl. 10 í Nóatúni 17. ÞingvaUaferð 1. sept. Nánari upplýsingar á skrifstofu félags- ins, s. 28812. Nokkur sæti laus í FjaUa- baksleið þriðjudaginn 28. ágúst. Farar- stjóri Pétur H. Ólafsson. Upplýsingar á skrifstofu félagsins eða ferðaskrifstofu BSÍ, s. 623320. DRÖGUM ÚRFERðI ÁÐUR EN VIÐ BEYGJUM! | UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.