Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Blaðsíða 1
Stöð 2 í vetur: Fjórir nýir innlendir þættir - og stóraukin fréttaumfjöllun Dagskrá Stöövar 2 tekur stakka- skiptum í september en hæst ber þar lengri og ítarlegri fréttir og fréttaumfjöllun. Frá upphafi hefur traustur og hlutlaus fréttaflutning- ur veriö aöalsmerki Stöövar 2. Fyr- ir réttum þremur árum braut Stöö 2 blað í fréttaflutningi hérlendis og boðaði stórfrétt um fréttir. Frétta- og fræðsluþátturinn 19:19 hóf göngu sína og óhætt að segja aö hann hafi fallið í góöan jaröveg hjá áhorfendum. í vetur ætlar frétta- stofa Stöðvar 2 að halda upptekn- um hætti, óhrædd viö að fara ótroðnar slóðir. Sjónaukinn og í návígi 19:19 verður á sínum stað en stór- aukin áhersla verður lögð á gall- harðanfréttaflutning. Fréttirverða áfram klukkan 19.30 en fá talsvert rýmri tíma en áður, eða til kl. 20.10. Með þessu móti gefst fréttastofunni tækifæri og tími til þess aö hleypa að íleiri og ítarlegri fréttum en áð- ur, auk þess sem annað fréttatengt efni, svo sem íþróttafréttir sem fá mun rýmri tíma en áður. En frétta- stofa Stöðvar 2 er síöur en svo laus allra mála því hún hefur umsjón með fjórum nýjum þáttum sem hefja göngu sína í september. Á mánudagskvöldum í vetur heldur Helga Guðrún Johnson um stjórnvölinn á nýjum þætti sem hlotið hefur nafnið Sjónaukinn. Ætlunin er að byggja þáttinn upp á stuttum innslögum þar sem fólk af öllum stæröum og gerðum verð- ur í brennideplinum, sumtíðis fyndinn, sumpart alvarlegur en alltaf athyglisverður þáttur. Annað hvert þriðjudagskvöld er svo þátt- urinn I návígi á dagskrá en þar fær fréttastofan til sín fólk sem tengist þeim málefnum sem efst eru á þaugi hverju sinni. Fréttamenn Stöðvar 2 spyija svo viðmælendur spjörunum úr og ætlunin er að skapa fjörlegar umræður sem veita áskrifendum betri innsýn í málefni hðandi stundar. fhnotskumog Lystaukinn í hnotskum er nýr fréttaskýr- ingaþáttur sem unninn veröur af fréttamönnum Stöðvar 2 og á dag- skrá þau þriðjudagskvöld sem í návígi er ekki. í þessum þætti fara fréttamenn ofan í saumana á stór- málum vikunnar og reynt verður að varpa ljósi á sem flestar hfiðar þeirra málefna sem þykja gefa til- efni til gaumgæfilegrar umfjöllun- ar. Á miðvikudagskvöldum verður svo skáldið og fréttamaðurinn Sig- mundur Emir Rúnarsson með nýja þáttinn sinn Lystaukinn þar sem hann ætlar að skoða mannlíf lands- ins á sinn sérstæða hátt. Straumar og stefnur í íslensku þjóðlífi setja stefnumarkandi spor á þennan hátt. Enn er ekki ajlt upp tahö því auk þess eiga áskrifendur Stöðvar 2 von á mörgum af góðkunningjum sín- um á skjáinn aftur í september. Þar á meðal eru Hunter, Jessica Fletc- her í Morðgátu, Hercule Poirot, Bemskubrek, Öryggisþjónustan og fleiri nýjar þáttaraðir. -GRS Fréttamenn Stöðvar 2 verða á sínum stað í vetur en að auki hafa þeir umsjón með tveimur fréttaskýringaþáttum. DV-mynd JAK Þetta er saga fólks sem á sér endurminningar aftur í tíma nasismans. Útvarp Rót Talmálshðir hefja nú göngu sína á ný eftir sumarfrí og í fyrstu verður byijað síðdegis á sunnudögum, kl. 13-18. Meðal þátta má nefna Elds er þörf, Af vettvangi baráttunnar og Um Rómönsku Ameríku og einnig fréttir frá Sovétríkjunum. Fleiri þættir munu svo bætast við á tíman- um 17-19 á virkum dögum í vetur. Rás 1 á laugardag: ÁRínar- bökkum - leikrit mánaðarins Leikrit septembermánaðar á rás 1, „Konur á bökkum Rínar, sagan af Ehsabetu Blaukrámer" er síðasta verk nóbelsskáldsins Heinrichs Böh sem hann lauk skömmu áður en hann lést árið 1985. Verkið er skáld- saga í samtölum og eintölum og bjó Michael Buchwald það til flutnings í útvarpi. Leikstjóri og þýðandi er Brí- et Héðinsdóttir. Flutningur leikrits- ins hefst klukkan 16.00. Sögusviðið er Bonn og næsta ná- grenni og eru söguhetjurnar valds- menn í stjórnkerfi Vestur-Þýska- lands samtímans og þó einkum eigin- konur þeirra. Þetta er saga fólks sem á sér endurminningar aftur í tíma nasismans og lifir í skugga þeirrar fortíðar. Leikendur eru: Guðrún Ásmunds- dóttir, Guðrún Stephensen, Edda Björgvinsdóttir, Róbert Amfinnsson, Pétur Einarsson, Jakob Þór Einars- sonogSigríðurÞorvaldsdóttir. -GRS Frammámenn stórþjóðanna eru fastagestir i Spéspegli. Stöð 2 á laugardögum: Spéspegill Hvað eiga páfinn, Ronald Reagan, breska konungsfjölskyldan, Mick Jagger og fleiri velþekktir aðilar sameiginlegt? Svarið er að þau geta öh séð sér bregða fyrir í brúðuþætti Central, Spitting Image. Spéspeghl er á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöldiö klukkan 20.50 en um þættina hefur stundum verið sagt að þeir séu mitt á milli Not The Nine O’Clock News og The Muppets hvað efnið varðar. Brúðumar em sköpunarverk Roger Law og Peter Fluck en fyrirmyndirnar að verkum þeirra félaga má gjaman sjá á forsíð- um heimsblaðanna. Brúðumar era margar hveijar í fullri stærð en þær em gerðar úr ýmsum efnum og em þeim eiginleikum búnar að geta nán- ast framkallað hvaða svipbrigði sem er. Jafnvel grátið ef því er að skipta. Texti þáttanna er saminn af nokkr- um textahöfundum en hitann og þungann af öhu saman bera áður- nefndir Roger Law og Peter Fluck. -GRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.