Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 1
■ ■ Stöð 2 á laugardag: Herstöðin Herstöðin (Presidio) er spennu- mynd þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Leikstjórinn, Peter Hy- ams, er einn af þekktari leikstjórum í kvikmyndaborginni Hollywood og liggja eftir hann myndir eins og Running Scared, Capricorn One, Star Chamber og 2010. Peter Hyams leikstýrði ekki eingöngu ofangreind- um myndum því hann er einnig handritshöfundur myndanna. Leikararnir í Herstöðinni eru ekki af verri endanum enda stórstjörnur í flestum aðalhlutverkum. Fyrst ber að nefna óskarsverðlaunahafann Sean Connery sem fer með hlutverk yfirmanns herstöðvar í nágrenni stórborgarinnar San Francisco. Mark Harmon, sem sló svo eftir- minnilega í gegn sem fjöldamorðingi í framhaldsmyndaflokknum um Ted Bundy, leikur lögreglumann sem er fenginn til að rannsaka morð sem átti sér stað á herstöðinni. Sean Connery og Mark Harmon leika aðalhlutverkin í Herstöðinni. Lögreglumaðurinn þarf að leggja ýmislegt á sig til að leysa málið. Yfirmaður herstöðvarinnar (Conn- ery) og lögreglumaðurinn (Harmon) höfðu lengi eldað grátt silfur og geng- ur þeim brösulega að vinna að morð- málinu þar sem þeir hafa ólíkar skoðanir og aðferðir við öflun sönn- unargagna. Inn í þessa rimmu bland- ast síðan dóftir herforingjans, sem leikin er £if Meg Ryan, og fara þá hjólin heldur betur að snúast. Sýning myndarinnar hefst kl. 22.55. -GRS Stöó 2 á miðvikudögum: Spilaborgin Sjónvarp á laugardag: f návígi Á miðvikudag hefur göngu sína nýr breskur framhcddsmyndaflokk- ur á Stöð 2 og ber hann nafnið Spila- borgin eða Capital City á frummál- inu. Sögusviðið er verðbréfamarkaður þar sem aðalpersónurnar lifa hratt og fljúga hátt. Menn geta grætt millj- ón á einni mínútu en smáhik getur þýtt milljónatap á þeirri næstu. í þættinum á miðvikudag er komið til leiks í Spilaborginni á mánudags- morgni og engum hefur gengið vel upp á síðkastið. Markaðurinn hefur verið reikull, kauphailarmiðlararnir eru undir pressu, þeir verða að standa sig betur en í síðasta mánuði, annars fara höfuð að fjúka... Sýning fyrsta þáttarins um Spila- borginahefstkl. 21.45. -GRS komin á skjá landsmanna. Stöð 2 á sunnudögum: Það eru án efa margir sjón- varpsáhorfendur, sem eru komn- ir yfir tvítugt, sem muna eftir kengúrunni Skippy og ævintýr- um hennar. Stöð 2 hefur nú tekið til sýninga nýja þætti og enn er þessi ótrúlega vel tamda og þjálf- aða kengúra í aðalhlutverki. Það er þjóðgarðsvörðurinn Matt Hammond, sem er leikinn af Ed Ðevereaux, sem á Skippy en hún er leikfélagi sona hans. í þessum þætti fara tveir rallkapp- ar í gegnuro friðaðan þjóðgarðinn í óþökk. Ökumaðurinn missir stjórn á bílnum og þeir slasast mjög illa. Skippy og yngri sonur Matts eru að leika sér og heyra þegar bíllinn fer út af. Þau flýta sér til hjálpar en geta litið gert því annar rallkappanna er með- vitundarlaus og hinn er fastur í bílflakinu. En hvað skyldu þessir fræknu félagar taka til bragðs? Þættimir ura Skippy eru á dag- skrá á sunnudagsmorgnum kl. 11.35. -GRS í kvöld kl. 22.45 sýnir Sjónvarpið bandaríska spennumynd frá árinu 1986, byggða á sannsögulegum at- burðum sem áttu sér stað í Pennsyl- vaníu árið 1978. Brad Whitewood yngri er átján ára gamall, óstýrilátur og lifsþyrstur. Hann hefur alist upp við þröngan kost í smábæ í Pennsylvaníu í kyrrð sveitalífsins með móður sinni, ömmu og háifbróður þar sem fátt ber til tíð- inda og lífið er í föstum skorðum. Hér lætur hann sig dreyma um hrað- skreiða bíla, gnægð fjár og endur- fundi við fóöur sem yfirgaf hann í æsku. Brad Whitewood eldri er hins vegar enginn venjulegur faðir, al- ræmdur glæpaforingi þar um slóðir sem fæst við rán og smygl tengt glæpaneti um landið þvert og endi- langt. Þegar hann kemur aftur inn í það tómarún sem sonur hans lifir í er Brad yngri staðráðinn í að grípa tækifærið og losna úr prísundinni. Myndinni, sem James Foley leik- stýrir, hefur verið jafnað við hina frægu mynd með James Dean, Wild- blood, og sannarlega minnir útht og fas Sean Penn, sem leikur Brad yngra, á þetta kvikmyndagoð sjötta áratugarins. Christopher Walken leikurföðurinn. -GRS Aðalpersónurnar i Spilaborginni lifa hratt og fljúga hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.