Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1990, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1990, Qupperneq 1
Jónas Ingimundarson og Gunnar Guðbjörnsson koma fram á Ijóðatón- leikum á sunnudag og mánudag. Norræna húsið: Ljóðatónleikar Á sunnudag verða haldnir ljóða- tónleikar í Norræna húsinu og hefjast þeir klukkan 17.00. Fram koma Gunnar Guöbjörnsson tenór og Jónas Ingimundarson píanó- leikari. Flutt verður verk eftir Schubert sem í íslenskri þýðingu ber nafnið Malarastúlkan fagra. Tónleikarnir verða endurfluttir á mánudag kl. 20.30 og af gefnu til- efni er bent á að miðasalan í Nor- ræna húsinu hefst kl. 14.00 á sunnudag. Gunnar Guðbjömsson stundaði söngnám lengst af hjá Sigurði V. Demetz í Nýja tónlistarskólanum. Hann fór í framhaldsnám til Prof. Hanne-Lore Kuhse í Berlín og Paul Wynne GrifFiths í London. Hann hefur einnig sótt tíma hjá Nicolai Gedda í Vín, Morges og London. Gunnar hefur á síðustu 5 árum komið víða fram sem einsöngvari, bæði hér heima sem erlendis. Þess má einnig geta að fyrir stuttu undirritaði Gunnar náms- samning við National Opera Studio í London til eins árs en samhliða mun hann áfram koma fram á tón- leikum hér heima og í London. Á sýningunni gefur að lita smærri og stærri skúlptúra. Kjarvalsstaðir: Kristinn E. Hrafnsson Á laugardag kl. 14.00 verður opn- uð að Kjarvalsstöðum fyrsta einka- sýning Kristins E. Hrafnssonar myndhöggvara. Á sýningunni, sem lýkur þann 30. september, getur að líta smærri og stærri skúlptúra eft- ir Kristin sem flestir eru unnir í málma og allir gerðir á þessu ári. Kristinn er Norðlendingur, fædd- ur miðsumars árið 1960 á Ólafs- firði. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1981 og nam myndlist við Myndlist- arskólann á Akureyri um eins árs skeið þar til hann innritaðist í myndmótunardeild MHÍ. Þar var aðalkennari hans Jón Gunnar Ámason. Að námi loknu í MHÍ árið 1986 sigldi Kristinn til Þýska- lands og nam myndmótun næstu ijögur ár við Myndlistar-akademí- una í Munchen, undir stjórn Edu- ardo Paolozzi, eins af upphafs- mönnum popplistar í skúlptúr. Kristinn lauk hjá Paolozzi i upp- hafi þessa árs. Við opnunina frumflytur Örn Magnússon píanósónötu í þremur þáttum eftir Ríkharð H. Friðriks- son. Hótel Borg: Útgáfutónleikar Islandica Á sunnudag heldur Islandica útg- áfutónleika á Hótel Borg kl. 21.00 og kynnir nýja hljómplötu sína sem er meö íslenskum þjóðlögum og al- þýðulögum. Platan hefur hlotið nafn- ið Rammíslensk. Þar gefur að heyra fornan fimmundarsöng, rímur, viki- vaka og fleira, t.d. Ijóð eftir Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson o.fl. Útsetningar eru margar nýstárlegar og gerðar í rammíslenskum anda. Hljómsveitin Islandica hefur um nokkurra ára bil sérhæft sig í aö kynna íslensk þjóðlög, aðallega er- lendis. Á undanförnum tveimur árum hefur hijómsveitin haldið á sjötta tug tónieika á erlendri grund (á Norðurlöndum, í V-Þýskalandi, Englandi og Lúxemborg) og einnig leikið í þarlendum útvarpsstöðvum. Talið er að á þennan hátt hafi hljóm- sveitin náð eyrum allt að 20 milljón manna. Hljómsveitin er nú nýkomin úr tónleikaferð frá Þýskalandi og Lúx- emborg, en í Þýskalandi tók hún þátt í þjóðlagahátíð sem útvarpið í Regensburg stóð að. Þar kom fram fjöldi tónlistarmanna frá íjölmörgum löndum úr öllum heimsálfum. Þá lék hljómsveitin einnig á íslandskynn- ingu í Lúxemborg sem Flugleiðir og Ferðamálaráð stóðu að, í tengslum við heimsókn frú Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta íslands. Hljómsveitina Islandica skipa Gísli Helgason, Guðmundur Benedikts- son, Herdís Hallvarðsdóttir og Ingi Gunnar Jóhannsson. Á tónleikunum á Hótel Borg verða þeir Ásgeir Óskarsson og Sigurður Rúnar Jóns- son hljómsveitinni til aðstoðar. Plata Islandica ber nafnið Rammíslensk. Gallerí 8: Keramik- kynning Vikuna 16.-23. september verður kynning.á leirkerjum og keramik eftir leirlistamanninn Guðnýju Magnúsdóttur. Verkin verða til sýnis í glugga gallerísins og í galleríinu sjálfu á venjulegum verslunartíma og um helgar. Guðný hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga á íslandi, Norðurlöndunum, Frakklandi, Japan og Bandaríkjun- um. Guðný hefur haldið 4 einkasýn- ingar á íslandi og 2 í Helsinki, þar sem hún starfaði í 4 ár sem leirlista- maður. Verk í opinberri eigu eftir Guðnýju hafa verið keypt i Finnlandi, Noregi og Reykjavík. Fjallahringur eftir Guðnýju Magnús- dóttur. Á laugardag verður opnuð á vesturgangi Kjarvalsstaða sýning á verkum Sæmundar Valdimarssonar. Sýndur verður skúiptúr úr rekaviði en sýning- unni lýkur 30. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.