Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1990, Síða 6
22
FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1990.
Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin
Eins og við er aö búast lenda Rick og Muffy i ótrúlegustu raunum.
Laugarásbíó:
Á bláþræði
í myndinni, sem Laugarásbíó
hefur nú brugðið á tjaldið, taka þau
höndum saman Goldie Hawn og
Mel Gibson og kitla hláturtaugarn-
ar eins og þeim einum er lagið. Auk
þess er myndin búin meiri spennu
og glæfraatriðum en almennt er
um shkar myndir.
Marianne eða „Muffy“ (Goldie
Hawn) er stödd í Detroit þegar hún
kemur auga á mann sem hún hefur
ekki séð í 15 ár. Þetta er raunar
Rick Jarmin (Mel Gibson) sem
hafði verið unnusti hennar þegar
hann hvarf í ferð til Mexíkó. En
þótt Rick neiti við Muffy að hann
sé sá sem hún heldur er ekki tii
setunnar boðið fyrir hann. Rick
forðar sér enda eru tveir erkifjend-
ur hans líka búnir að snuðra hann
upp þegar þetta gerist.
Mennirnir, sem leita hans, höfðu
báðir veriö í þeirri lögreglu Banda-
ríkjanna sem sinnir baráttu gegn
flkniefnum en gerst brotlegir í því
efni. Rick haföi borið vitni gegn
þeim og tryggt þeim uppihald á
vegum ríkisins árum saman. Þegar
þeir losna um síðir hugsa þeir Rick
þegjandi þörfma. Það hafði verið
Rick til verndar þessi ár að Banda-
ríkjastjórn hefur í þessum efnum
sérstaka áætlun til að fá vitnum í
málum af ýmsu tagi nýtt nafn og
sitthvað fleira til að tryggja þá fyr-
ir ofsóknum þeirra sem þeir bera
vitni gegn. Á fimmtán árum hefur
Rick skipt margsinnis um gervi af
þessu tagi en þar eð fjandmenn
hans eiga vini innan kerfisins hafa
þeir komist á slóð hans.
Og sem hann hittir Muffy sína
aftur hefst æsilegur eltingarleikur
sem berst um víðan völl frá bíia-
borginni Detroit til Racine í Wis-
consin sem aldrei mun hafa sést í
kvikmynd hér á landi. En um elt-
ingarleikinn er það aö segja að í
honum koma fyrir atriði sem hafa
ekki heldur sést í mynd áður.
Háskólabíó:
Á elleftu stundu
Háskólabíó frumsýndi í gær
gamanmyndina Á elleftu stundu
(Short Time). Aðalhlutverk leika
Dabney Coleman og Teri Garr en
leikstjóri er Gregg Champion.
Myndin fiallar um lögreglu-
manninn Burt Simpson sem á litlu
gengi að fagna, bæði í vinnunni og
einkalífinu. Burt er skilinn við
konuna og á við þunglyndi að
stríða. Eini ljósi punkturinn í til-
veru hans er sonurinn, Dougie,
sem Burt dreymir um að senda til
Harvard einn góðan veðurdag.
Þegar Burt er sagt að hann eigi
við alvarlegan sjúkdóm að stríða
sem muni draga hann til dauða
taka hlutimir breytta stefnu.
Reyndar er Burt tjáð þetta fyrir
misskilning en fréttirnar fá óneit-
anlega á hann og þá ekki síst vegna
þess að aðeins ein vika er þar til
hann kemst á eftirlaun. Til að bæta
gráu ofan á svart er tryggingar-
málum Burts þannig háttað að að-
eins verður greitt út úr þeim ef lög-
reglumaðurinn lætur lífið við
skyldustörf. Til að tryggingarféð
fari rétta boðleið er augljóst að
Burt verður að breyta starfsháttum
sínum allverulega.
Burt Simpson (Dabney Coleman) fær fréttir sem umturna lifi
hans.
Regnboginn frumsýndi í gær spennumyndina Náttfarar (Nightbreed)
með Craig Sheffer, David Cronenberg og Anne Bobby í aöalhlutverkum
en leikstjóri er Clive Barker (Hellraiser). Myndin fjallar um Boone nokk-
urn sem hefur átt við sálræn vandamál að stríða og m.a stendur hann
í þeirri trú að hann beri ábyrgð á nokkrum hryililegum morðum. Að
lokum fer svo að Boone nær ekki lengur að hafa stjórn á þessum vanda-
málum og afleiðingarnar eru þær að hann tekur miklum breytingum
svo ekki sé meira sagt.
BÍÓBORGIN
Á tæpasta vaði 2
Meira, stærra, fleiri, hærri og oft-
ar, en ekki betra en samt meira en
nógu gott. Einnig sýnd í Bíóhöll-
inni. -GE
Fullkominn hugur ★★★
Framtiðarmynd sem gerist á Mars.
Háspenna frá upphafi til enda.
Schwarzenegger í sinu besta hlut-
verki. Einnig sýnd í Bíóhöllinni.
-HK
Stórkostleg stúika ★★!4
Létt og sketnmtíleg mynd þrátt fyr-
ir ófrumlegt handrit. Julia Roberts
er frábær. Einnig sýnd í Bíóhöll-
inni. -HK
BÍÓHÖLLIN
Hrekkjalómarair 2 ★★ 14
Flugeldasýning fyrir börn en ágæt
skemmtun fyrir fúllorðna líka.
Góðar tæknibrellur. Einnig sýnd í
Bíóborginni.
-PÁ
Fim mhyrningurinn !4
Leiöinleg, heimsktileg mistök.
Handrit í molum, leikstjóm í kaos.
Að öllu leyti misheppnuð.
-GE
Þrír bræður og bíll
Yfirlætislaus og
bræðralagssaga.
★★
góðhjörtuö
-GE
HÁSKÓLABÍÓ
Aðrar 48 stundir ★ 'A
Handritið er aðalgalli myndarinn-
ar. Ófyndinn Eddie Murphy getur
litlu bjargað.
-GE
Ævintýri Pappírs Pésa ★★
Nýjasta íslenska kvikmyndin er
fyrir böm og góö sem slík, en
myndin er langt frá því að vera
gaJlalaus.
-HK
Sá hlær best ★★'A
Svört og siðferðislaus irónia sem
ristir ekki alveg nógu djúpt en Mic-
hael Caine er gallalaus að vanda.
-GE
Leitin að rauða október ★★*
Róleg uppbygging með hörku-
spennandi síöari hluta. Sean Conn-
ery gnæfir yfir aöra leikara í mynd-
inni.
-HK
Shirley Valentine ★★
Losnar ekki alveg við leikritskeim-
inn og nær ekki að hafa full áhrif.
-GE
Vinstri fóturinn ★**★
Ótrúlega góður leikur Daniels Days
Lewis í hlutverki fiölfatlaðs manns
gleymist engum sem myndina sér.
-HK
Paradísarbíóið ★*★ ‘A
Það líður öllum vel eftír að hafa séð
þessa einlægu og skemmtilegu
mynd.
-HK
LAUGARÁSBlÓ
Á bláþræði ★★
Ekki vantar fyrirferðina í Goldie
Hawn og Mel Gibson, en heldur
þunnur þrettándi þegar upp er
staðið.
-HK
Aftur til framtíðar III
Krafturinn í tímaflakkssögunni er
búinn en frígírinn eftir. Rennur
áfram á fomri frægð, einföld og
auðmelt en mjög skemmtileg. Sjáið
endilega hinar tvær á undan.
-GE
Upphaf 007 ★★
Ágætissaga þótt ekki votti fyrir
frumleika. Jason Connery stendur
sig sæmilega.
-GE
REGNBOGINN
Náttfarar ★★*
Óvenjulega frumleg hrollvekja
meö mýstískum undirtónum.
Barker er geysiefnilegur leikstjóri.
-GE
Timaflakk ★★ 4
Unnendur vísindaskáldsagna ættu
ekki að verða fyrir vonbrigöum
með þennan framtíðarþriller sem
býður upp á skemmtilegan og um
leið fáránlegan söguþráö.
-HK
Refsarinn ★★ 'A
Ofbeldisgnótt á yfirborðinu en
meira býr undir sem nær ekki al-
veg að skina í gegn.
-GE
í slæmum félagsskap ★★★
Sálfræðiþriller í anda Hítchcocks.
James Spader frábær i hlutverki
bráðarinnar.
-HK
Nunnur á flótta ★★
Ágætis afþreying þrátt fyrir lítinn
innblástur handrits. Eric Idle held-
ur velli.
-GE
STJÖRNUBÍÓ
Fram í rauðan dauðann ★★‘4
Lawrence Kasdan hefur áður gert
betur en góðir sprettir inn á milli
gera myndina vel þess viröi að sjá
hana.
-Ilk
Með lausa skrúfu ★,/2
Óþörf lögguviðbót, flókin til einskis
og fiflaleg. Aykroyd heldur henni á
floti.
-GE
Stálblóm ★★
Áhrifamikill leikur, sérstaklega
hjá Roberts og Fields. Gott drama
en á köflum átakanlega væmið.
-PÁ
Pottormur í pabbaleit ★★
Hin fullkomna Qölskyldumynd
sem er frumleg fyrstu mínúturnar
en verður svo ósköp venjuleg.
-HK