Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Side 6
22
FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990.
Myriam Cyr og Maka Kotto í hlutverkum sínum i Að elska negra án
þess að þreytast.
Laugarásbíó:
Að elska negra an
þess að þreytast
Laugarásbíó frumsýnir í dag
kanadísk/frönsku kvikmyndina Að
elska negra án þess að þreytast.
Mynd þessi hefur vakið nokkra at-
hygli að undanfórnu fyrir ööruvísi
framsetningu en vant er. Hún ger-
ist í blökkumannahverfmu í Mont-
real í Kanada meðan á hitabylgju
stendur.
Aðalpersónurnar eru „Maður“
sem er verðandi rithöfundur og
Bubbi sem vitnar í Kóraninn við
öll hugsanleg tækifæri. Sá síðar-
nefndi eyðir einnig tíma sínum í
að hlusta á djass og lesa allt það
sem Sigmund Freud lét frá sér fara.
Á meöan skrifar „Maðurinn“ af
kappi um hugaróra sína.
Þriðja persónan er Francois, sem
hefur gaman af að hlusta á enda-
lausar ræður þeirra um hugðarefni
sín, menningu svartra svo og gyð-
inga og kristinna og svo það hve
hvítar stúlkur sækist eftir því að
hafa mök við svarta menn.
í aðalhlutverkunum eru svörtu
leikararnir Isac de Bankole og
Maka Kotto sem leika „Manninn"
og Bubba. De Bankole sem er frá
Fílabeinsströndinni hafði lokið
meistaragráðu í stærðfræði í
Svartaskóla í París áður en hann
sneri sér að leiklist. Kotto er frá
Kamerún og hafði verið í námi í
stjórnmálavísindum í Bordeaux
þegar hann sneri sér að námi í
kvikmyndagerð.
Stjörnubíó sýnir um þessar mundir sakamálmyndina Blue Heat. Þar fer
með aðalhlutverkið Brian Dennehy og leikur hann foringja hóps lögreglu-
manna sem á í höggi við eiturlyfjasmyglara. Á myndinni er Dennehy
ásamt einum manna sinna.
Bíóhöllin:
Töffarinn Ford Fairlane
Andrew Dice Clay er sjálfsagt
ekki mörgum kunnur hér á landi.
Hann er því þekktari vestur í
Bandaríkjunum þar sem hann hef-
ur aukið vinsældir sínar jafnt og
þétt sem grínisti á siðustu tveimur
árum. í sumar átti að gera hann
að súperstjörnu.
Tvær kvikmyndir, The Advent-
ures of Ford Fairlane og Andrew
Dice Concert Movie, áttu að sjá um
það. Það kom samt heldur betur
afturkippur í þessar áætlanir þegar
hvert stórstirnið af öðru lýsti fyrir-
litningu sinni á manninum vegna
þess kynþáttahaturs og kvenfyrir-
svindl, spilling og morð er daglegur
viðburður.
Andrew Dice Clay hefur frítt lið
leikara með sér, má þar nefna Ro-
bert Englund, sem þekktastur er
fyrir túlkun sína á Freddy hinum
ógurlega, Wayne Newton, Priscillu
Robert Englund leikur morð-
ingjann Srniley sem er allt ann-
að en brosandi á þessari mynd
þar sem hann hangir í fótunum
á stúlku einni.
Andrew Dice Clay er hér til vinstri sem einkaspæjarinn Ford Fairlane.
Með honum á myndinni eru Wayne Newton og Lauren Holly.
litningar sem hefur einkennt
skemmtanir hans. Má segja að
Andrew Dice Clay hafi fallið á eigin
bragði.
Þegar þetta gerðist var The
Adventures of Ford Fairlane að
koma á markaðinn og þrátt fyrir
ágæta aðsókn vestari hafs var það
ekkert á móti því sem framleiðend-
ur myndarinnar höfðu vonast eftir.
Og konsertmyndin hefur verið sett
upp í hillu og óvíst er hvort hún
verður nokkurn tíma sett á mark-
aðinn sem kvikmynd, talið að hún
muni fara beint á myndbanda-
markaðinn.
Bíóhöllin hefur nú hafið sýningar
á Adventures of Ford Fairlane sem
á íslensku nefnist Töffarinn Ford
Fairlane. Þar leikur Andrew Dice
Clay einkalöggu sem hefur það sem
sérsvið að starfa í tónlistariönaðin-
um. Snemma í myndinni fær hann
það verkefni að rannsaka dular-
fullan dauða þungarokkssöngvara.
Hann fær upphringingu um að ung
stúlka geti gefið upplýsingar um
máliö. Ásamt kynnum sínum af
stúlkunni lendir Ford Fairlane í
miðju stórmáli þar sem fjárkúgun,
Presley, Morris Day og Lauren
Holly.
Leikstjóri er Renny Harlin en
hann leikstýrði einnig Die Hard 2.
Harlin þykir með „heitustu" leik-
stjórum í Hollywood þessa dagana
og hefur uppgangur hans verið
með ólíkindum.
Þessi rúmlega þrítugi Finni stofn-
aði sitt eigið kvikmyndafyrirtæki í
Finnlandi meðan hann var enn í
háskóla. Þar framleiddi hann og
leikstýrði auglýsingum og heimild-
armyndum. Hann vakti fyrst at-
hygli 1922 með stuttmyndinni Hold
On sem var verðlaunuð í bak og
fyrir. Leið hans lá til Bandaríkj-
anna þar sem hann fékk fljótt starf
í sjónvarpi og leikstýrði tveimur
sjónvarpskvikmyndum áður en
honum var boðið að leikstýra
Nightmare on Elm Street 4: The
Dream Master sem mokaði inn
peningum fyrir framleiðendurna.
Framleiðandinn Joel Silver veitti
þessum unga Finna eftirtekt og var
ekkert að tvístíga heldur réð hann
bæði til að leikstýra The Adventur-
es of Ford Fairlane og Die Hard 2.
-HK
BÍÓBORGIN
Dick Tracy ★★★
Lifandi teiknimynd fyrir fulloröna.
Stórkostleg og einstök umgjörðin
er dáleiðandi en uppbyggingu vant-
ar tll fyllingar. Éinnig sýnd í Bíó-
höllinni. -GE
Á tæpasta vaði 2 ★★★
Meira, stærra, fleiri, hærri og oftar
en ekki betra en samt meira en
nógu gott. Einnig sýnd í Bíóhöll-
inni. -GE
Stórkostleg stúlka ★★ 'A
Létt og skemmtileg mynd þrátt fyr-
ir ófrumlegt handrit. Julia Roberts
er frábær. Einnig sýnd í Bíóhöll-
inni.
-HK
BÍÓHÖLLIN
Töffarinn Ford Fairlane ★★‘/2
Svivirðilegur, grófur, oft bráðfynd-
inn, alltaf svalur, stundum frum-
legur en aldrei alvarlegur. Prýðis-
skemmtun fyrir þá sem kunna að
meta grínið. -GE
Spítalalíf ★★
Átakalítil en ágætur sjúkrahús-
róman. Áferðarfalleg en rislitil.
-PÁ
Hrekkjalómarnir 2 ★★ Vi
Flugeldasýning fyrir börn en ágæt
skemmtun fyrir fullorðna líka.
Góðar tæknibrellur. Einnig sýnd í
Bíóborginni. -PÁ
Fullkominn hugur ★★★
Framtíðarmynd sem gerist á Mars.
Háspenna frá upphafl til enda.
Schwarzenegger í sínu besta hlut-
verki. -HK
HÁSKÓLABÍÓ
Robocop 2 ★★
Verri en fyrri myndin. Endalausar,
þreytandi skothríðar- og spreng-
ingasenur. Handritið einn khsju-
haugur.
-PÁ
Á elleftu stundu ★★
Smellnar aðstæður og frábær elt-
ingaleikur vega upp á móti fæðing-
argöllum í handriti. Engin tíma-
sóun. -GE
Aðrar 48 stundir ★'A
Handritið er aðalgalh myndarinn-
ar. Ófyndinn Eddie Murphy getur,
htlubjargað. -GE
Ævintýri Pappirs-Pésa ★★
Nýjasta íslenska kvikmyndin er
fyrir böm og góð sem slík en hún
er langt frá því að vera gallalaus.
-HK
Leitin að rauða október ★★★
Róleg uppbygging meö hörku-
spennandi síðari hluta. Sean Conn-
ery gnæfir yfir aðra leikara í mynd-
inni. -HK
Yinstri fóturinn ★★★★
Ótrúlega góður leikur Daniels Days
Lewis í hlutverki fjölfatlaös manns
gleymist engum sem myndina sér.
-HK
Paradísarbíóið ★** ’/j
Það iíður öllum vel eftir aö hafa séð
þessa einlægu og skemmtílegu
mynd. -HK
LAUGARÁSBÍÓ
Á bláþræði ★★
Ekki vantar fyrirferðina í Goldie
Hawn og Mel Gibson en heldur
þunnur þrettándi þegar upp er
staöið. -HK
Aftur til framtíðar III ★★★
Krafturinn í tímaflakkssögunni er
búinn en frígfrinn eftir. Rennur
áfram á fomri frægð, einföld og
auðmelt en mjög skemmtileg. Sjáið
endilega hinar tvær á undan.
-GE
Upphaf 007 ★★
Ágæt saga þótt ekki votti fyrir
frumleika. Jason Connery stendur
sigsæmilega. -GE
REGNBOGINN
Hefnd ★★
Löng ládeyöa áður en kemur aö
góðu hlutunum. Quinn frábær,
Scott ófrumlegur, Costner freöinn.
-GE
Náttfarar ★★★
Óvenjulega frumleg hrollvekja
með mýstískum undirtónum.
Barker er geysiefnilegur leiksfjóri.
-GE
Timaflakk ★★'A
Unnendur visindaskáldsagna ættu
ekki að verða fyrir vonbrigðum
með þennan framtíðarþrlller sem
býöur upp á skemmtilegan og um
leið fáránlegan söguþráð.
-HK
í slæmum félagsskap ★★★
Sálfræðiþriher í anda Hitchcocks.
James Spader frábær í hlutverki
bráðarinnar. -HK
Nunnur ó flótta ★★
Ágæt afþreying þrátt fyrir htinn
innblástur handrits. Eric Idle held-
urvelli. -GE
STJÖRNUBÍÓ
Síðasti uppreisnarseggurinn ★
Afar vont bíó sem heföi átt að fara
beint á video. Ein klisjuhrúga öll-
um th ama og leiðinda.
-PÁ
Með tvær í takinu ★★★
Lágvær fyndni og lúmskt gaman
gert að einkaspæjurum. Bráð-
skemmtileg mynd þrátt fyrir galla
Ihandriti. -PÁ
Fram í rauðan dauðann *★'/»
Lawrence Kasdan hefur áður gert
betur en góðir sprettir inn á mihi
gera myndina vel þess virði að sjá
hana.
-IIK
Pottormur í pabbaleit ★★
Hin fuhkomna fjölskyldumynd
sem er frumleg fyrstu mínúturnar
en verður svo ósköp venjuleg.
-HK