Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Blaðsíða 2
28 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990. BMW 520i Opel Omega 2,4i Nissan Maxima Fiat Croma i.e. Volvo 740 Renault 25 Mercedes-Benz 200 Honda Legend Átta bílar klessukeyrðir í öryggisprófun: Benz og BMW öruggastir Alkunna er að sumir bílaframleiö- endur leggja verulega áherslu á það í auglýsingum sínum hve öruggir bílar þeirra séu og veiti ökumanni og farþegum mikla vernd þegar á reynir. Vissulega er þetta mjög mis- munandi en þó skyldi maður halda að allir framleiðendur reyndu að hafa það að leiöarljósi að kaupend- unum væri sem best borgið í þeim. Það var því mjög forvitnilegt að skoða sérútgáfu þýska blaðins auto motor und sport, 19/1990, þar sem sagt er frá árekstursprófum sem blaðið geröi á 8 valinkunnum bílteg- undum. Blaðið keypti sem sagt átta nýja bíla til þess aö klessukeyra þá og segja lesendum sínum frá niður- stöðunni. Bíltegundirnar voru þessar: BMW 520i; Opel Omega 2,4i; Nissan Max- ima; Fiat Croma i.e.; Volvo 740; Re- nault 25; Mercedes-Benz 200, Honda Legend. í blaðinu er gerð grein fyrir því hvemig klessuprófið er gert. í sem stystu máli er það á þann veg að bíl- unum er ekið með 55 km hraða á 100 tonna steindrang, sem sjálfur er með 15 gráðu halla undan áreksturs- horninu. Þetta er verulega harðari árekstur en bílar eru látnir undir- gangast til að mynda í Bandaríkjun- um. Bíllinn er látinn lenda á drangn- um með hægra hornið fyrir utan hann, þannig að höggið verði skakkt, því langflest högg í raunverulegum slysum ber skakkt að. Blaðið getur þess að þessi aðferð klessuprófs sé það sem á enskri tungu kallast „worst case“ - versta fall. Megintilgangur prófsins var að at- huga hve vel - eða illa - bílamir vernduðu ökumann og framsætisfar- Gtobusn Bíladeild Lágmúla 5, sími 91-681555 iab 90 ’86, gott eintak, útv/seg- Ford Sierra árg. ’85, ek. 89.000, b., ek. 68.000, v. 650.000. grágrænsans., útv/segulb, v. 550.000. Allir bílar yfirfarnrr og í 1. flokks ástar.di Isuzu Wind 4x4 D, 11 manna ’88, ek. 72.000, innr. af Ragnari Vals. V, 1.580.000. MMC Lancer 4x4, 2 stk. ’87, hvítur, ek. 72.000, blásans., ek. 55.000, bíl- ar i góðu ásigkomuiagi, v. 820.000. Opið í dag 10-14 Ökumannsdyr BMW opnuðust léttilega, jafnvel þótt dyrastafurinn að framan hefði aflagast lítið eitt. þega í versta falls árekstri. Lík- amsskaða við slys er skipt upp í þrjá meginflokka: háls og höfuð; bringu og bol; lendar og fætur. Veigamestur þessar flokka er sá fyrsti, háls og höfuð, og er þar talað um HlC-gildi höfuðáverka (HIC = Head Injury Criteria). Höfuðhögg er orðið alvar- legt ef HlC-tcdan er orðin 1000. Viö HlC-töluna 1500 er orðiö tvísýnt um líf. (Algengara mun að nota annan skala fyrir HlC-mælingar, þar sem HIC 1000 þýðir dauða. í þessari mæl- ingu auto motor und sport er sem sagt notaður nákvæmari skali, þar sem hættumörk hefjast við HIC1000) í skilgreiningum á slysaáverkum eru höfuðáverkar taldir hvað hættuleg- astir og þykir mest um vert að koma út með sem lægsta HlC-tölu í prófun- um sem þeirri sem hér er frá sagt. BMW520Í Við lítum á niðurstööur blaðsins fyrir hvem bíl fyrir sig, í sömu röð og auto motor und sport segir frá þeim. BMW er fyrstur í röðinni og þess er getið sérstaklega að þó vitað hafi verið fyrirfram að bílar af 5- Hnunni frá BMW væru mjög öruggir, hafi frábær frammistaða bílsins í Höfuð ökumannsbrúðunnar lenti á stýrishjólinu ofanverðu, þar sem það fjaðrar vel. Þetta veitti minnstu höfuðmeiðsli allra átta bilanna i prófinu. þessu prófi komið á óvart. Farþega- hólfið aflagaðist aðeins örlítiö: topp- urinn gekk eilítið upp og dyrastafur- inn réttist vitund. Stýrisarmurinn gekk ekki teljandi inn í bílinn heldur keyrðist niður, þannig að ökumaður- inn (eða réttara sagt brúðan sem í svona árekstrum kemur í ökumanns stað) lenti ekki með höfuðið á miðju stýrishjóhnu, þar sem það lætur ekki undan, heldur efst á því þar sem það fjaðrar, þannig að HlC-gildi var vel fyrir neðan teljandi hættumörk, HIC 880. Fætur og mjaðmir voru litt Opel Omega fór afar illa i prófinu. Hjólið gekk inn undir gólf, dyrastafurinn skekktist, hurðin beyglaðist og toppurinn gekk upp. Stýri og mælaborð gengu langt inn i bil. meidd, ekki verulegar líkur á innri meiðslum og brjóstmeiðsli ekki telj- andi. Farþegahólf bílsins aflagaðist mjög lítið og hægri hliðin var furðu óskemmd eftir áreksturinn. Allar hurðir mátti opna með lítilli fyrir- höfn. Vatn og oha lak úr flakinu. Það sem helst var fundið að var að sætis- beltin eru úr svo teygjulausu efni aö eldra fólki væri hætt við rifbroti út frá beltunum. Metin áhættuniðurstaða: Háls og höfuð: Lágmarks. Bringa og bolur: Lágmarks. Lendar og fætur: Lágmarks: Opel Omega Um Opel Omega er sagt að sam- kvæmt hlutfollum ætti hann að geta haft góða krumpueiginleika framan við farþegahólf; að sá hluti hans sem er framan við framrúðu ætti að geta dregið vel úr höggi þannig að far- þegahólfið verjist vel. Því miður fór þetta ekki sem skyldi og farþegahólf- ið fór verr en búist var við fyrirfram. Stýrisstöng og mælaborð gekk 15 sentímetra inn í bílinn og framhjólið innundir sæti; raunar kom fram á sjálfvirkri kvikmyndavél að stýrið gekk enn lengra inn en kýldist nokk- uð til baka undan höfði ökumanns- ins. Fótstigin færðust 30 sm aftar í bíhnn. Allir vökvar láku af bílnum, hka af rafgeymi. Allar dyr reyndist hægt að opna án hjálpártækja en þurfti að taka rösklega á ökumanns- hurðinni. Hins vegar var vafasamt hvort það hefði skipt verulegu máli því brúðan sem gilti fyrir ökumann var með höfuðáverka upp á 1700 HIC, það hæsta sem mældist í þessum átta prófum. Kvikmyndin sýndi að brúð- an skall með andlitið á stýrismiðj- unni og hökuna á stýrisarmi, og meira að segja framsætisfarþeginn skall með andhtið á mælaborðið. Miðað við þessa höfuðáverka er það léleg huggun að mjaðma- og fótaá- verkar voru ekki nema í meðallagi og bringu- og bolsáverkar í lágmarki. Metin áhættuniðurstaða; Háls og höfuð: Hámarks. Bringa og bolur: Lágmarks. Lendar og fætur: Miðlungs. Nissan Maxima Blaðið segir að yfirleitt kaupi menn ekki japanska bíla öryggisins vegna. Þar komi fremur önnur atriði til greina, svo sem eins og búnaður og frágangur, vélarorka og verð. Samt geti Japanir ekki veriö stikkfrí hvað öryggi ökumanns og farþega snerti; bílar þeirra séu vissulega ekki síst gerðir fyrir Bandaríkjamarkað og hljóti því að verða að uppfyha þau skilyrði sem þar eru gerð. Nissan Maxima er bíll sem greini- lega er gerður með Evrópumarkað í huga og hefur einmitt um þessar mundir verið valinn bhl ársins í Danmörku, fyrstur japanskra bíla að hljóta þá útnefningu. Maxima stóð sig ekki Ula í klessuprófinu. Stýrið gekk 17 sentímetra inn í bílinn við höggið en keyrðist að mestu fram og niður aftur undan bringu öku- mannsins sem hefði í raunveruleg- um árekstri getað valdið einhverjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.