Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Page 5
LAUG MIDAG.Wa3v NÓyW.BER 35 Bílar Trabbinn kom á óvart Slasaður að vísu, en ekki lífshættulega. Takið eftir hve heillegt far- þegahólf Trabantsins er. Hurðirnar mátti auðveldlega opna - og loka aftur. í samhengi við þá öryggisprófun auto motor und sport, sem sagt er frá annars staðar í DV Bílum, er gaman að segja frá því að annað þýskt blaö, Auto Bild, tók austur- þýska plasteign á hjólum, Trabant, og öryggisprófaði með líkum hætti. Blaðið dregur ekki íjöður yfir það aö þar var tilgangurinn sá að , jarða“ bílinn í eitt skipti fyrir öll, með því að sýna fram á hvílíkur háskagripur hann væri. Ef til vill segir millifyrirsögn úr blaðinu mest um niðurstöðumar: „Die Ex- perten werden úberrascht" - sér- fræðingarnir urðu hlessa. Og er nú best að vitna orðrétt í blaðið: „„Ótrúlegt hvað farþega- hólfið hefur haldið sér vel.“ - „Sjá- iði bara, bensíntankurinn strá- heill!” Schmidt verfkfræðingur opnaði ökumannsdyrnar. „Ekkert að.“ Og satt var það, báðar dyr opnuðust og lokuðust með sann- færandi hljóði. Sætisfestingar og bílbelti héldu tryggilega. Dr. Heus- er var varfærinn: „Ég segi ekkert fyrr en ég sé niðurstöður mæling- anna.“ Aðrir líta margir verr út Trabantinn brosti skökku brosi á Trabantinn brosti skökku brosi... Framhlutinn á bílnum er i rauninni með ólíkindum heill eftir þennan árekstur - og eins og sjá má er ekkert að bensingeyminum. móti okkur. Húddið er brotið eins og hnetuskurn. Beittar brúnirnar skaga út í loftið. Stýrisstöngin er gengin upp, stýrishjólið brotið. Það er ekkert óvanalegt eftir árekstur. Aðrir smábílar líta margir verr út.“ Menn gáðu aftur að því hvort bensíntankurinn væri örugglega heill, svo mjög sem staðhæft hafði verið að aðalhættan í Trabantinum væri eldhætta af því hann væri með tankinn frammi í. Það var ekkert að tanknum og ekkert að bensínlokinu. Síðan komu niðurstöður mæling- anna. HIC gildi höfuðáverka var ekki nema 727 (athugið að hér er miðað við lægri HIC skala en í átta bíla prófuninni: hér er HIC 1000 sama og dauði, en hættumörk hefj- ast við HIC 1000 í hinni prófun- inni). Það þýddi að ökumaðurinn var að vísu með höfuðáverka, en ekki í lífshættu. Ástæðan? Hann lenti ekki á stýrismiðju meö höfuð- ið, heldur á fjaðrandi stýrishjólinu ofanverðu. Vangaveltur um ann- arskonarhögg 'FÍamsætisfarþeginn kom enn betur út, með HIC 438. Aðrir hlutar líkamans sluppu tiltölulega jafnvel enn betur - og nú þurftu sérfræð- ingarnir aö fara að hugsa upp á nýtt. Var Trabant kannski, þegar öllu var á botninn hvolft, öruggari bíll en Panda, Fiesta eða Polo? Samkvæmt þessu prófi virðist svo vera. En menn eru ekki búnir að hefia Trabant á stall fyrir því. Hetði höggið verið látiö koma á hann hægra megin, en ekki vinstra megin, segir blaðið, þeim megin sem bensíngeymirinn er, hefði út- koman orðið önnur og verri. Eða ef keyrt hefði verið á hann á hlið - eða aftan frá. Sem breytir ekki því að miðað við þetta staðlaða próf stóö Trabant sig ákaflega vel. Því er líka alveg ósvarað í þessum prófunum hvern- ig aðrir bílar standa sig gegn árekstri á hægra horn, á hliðar eða aftan á. Mergurinn málsins er sá að Trabant stóð sig ákaflega vel á þessu prófi. Samantekt: S.H.H. ÍITLA L'/nAulcUV. Skeifunni 11 B Faxafensmegin, s. 679610 Ford Econollne 1979 bonsin, or- iginal 4x4, 12 manna, v. 1.250.000. GMC Slerra 1500 ’B8, 8 cyl. 305, | v. 1.650.000. i jlfcg Ford Bronco II ’87, v 6 EFi, ek. 80.000, v. 1.190.000. Vantar allar gerðir bíla á skrá og á staðinn. Lofum góðri sölu. ÍITLA L'/siAaJuu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.