Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Qupperneq 8
LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990. Utboð Ólafsvikurvegur um Mýrar 1990 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd kafla 7,4 km, fyllingar 60.000 m3, skeringar 8.000 m3, burðarlag 43.000 m3 og klæðing 45.000 fermetrar. Verki skal lokið 15. ágúst 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 13. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 26. nóvember 1990. Vegamálastjóri Hinhliðin Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn í framhaldi af lyktum handritamálsins hafa dönsk stjórnvöld ákveðið að veita íslenskum fræðimanni styrk til handritarannsókna við Stofnun Árna Magn- ússonar (Det arnamagnæanske Institut) í Kaup- mannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dvalar og nemur nú um 15.500 dönskum krónum á mánuði, auk ferðakostnaðar. Umsóknarfrestur er til 7. desember nk. Nánari upplýsingar um styrkinn og tilhögun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla (slands. Menntamálaráðuneytið, 8. nóvember 1990. HOLZ-HER Ótakmarkaðir möguleikar HOLZ-HER 2356 - handfræsarans með stiglausa rofanum Straumnotkun 850 W Hulsustærð 8 mm Lausagangssnúningur 8000-24000 /mín Þyngd 2,7 kg Fræsidýpt - fínstilling 0,5 mm Strokksnúningur 4 metra gúmmíleiðsla Land með fínstillingu Fjölbreyttir fylgihlutir HMIBÆBMTÖM H/F MEIRIHÁTTAR MICHELIN MARKAÐUR HUÓÐLÁT og RÁSFÖST. LAUSNARORÐID S-200. FLESTAR STÆRÐIR FYRIRLIGGJANDI. MERKID TRYGGIR GÆDIN. MICHELIN. LLANDI GRIPSKURÐIR. MICHELIN TVÚFÚLD ENDING. STÓRKOSTLEGT GRIP FRÁBÆR ENDING TOPPURINN Í DAG, MICHELIN. MICHELIN HMLBMBASTOBIJV H/F SKEIFUNNI 5.SIMAR 687517 OG 689660 Jón Hjartarson leikari. Alltaf að sjá sætar stelpur „Eg var beðinn að skrifa þessa þætti sem áttu að vera stuttir og skemmtilegir, eða notalegir, með rólegri húmor en tíðkast hefur undanfariö,“ segir Jón ifjartarson Ieikari og höfundur nýrra, ís- lenskra leikþátta, Líf í tuskunum, sem hófu göngu sína hjá Sjón- varpinu sl. laugardag. Jón skrifaði þættina í sumar og segir að margir gamalkunnir leikarar muni koma við sögu í þeim. Sjónvarpið er nú að leggja lokahönd á upptökur þátt- anna. Margir hafa vafalaust tekiö eftir umhverfi verslunarinnar en ennþá finnast slíkar verslanir inn- an um stórhallirnar. Og allt er eins og þaö á vera; meira að segja nýt- ísku sjóðvél í staðinn fyrir gamal- dags peningakassa - enda á leikur- inn aö gerast í dag. Það er Jón Hjartarson sem sýnir hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafix; Jón Jóhann Hjartarson. Fæðingardagur og ár: 20. janúar 1942. Maki: Ragnheiður Tryggvadóttir. Börn: Þrjár stelpur og einn strákur á aldrinum frá 2ja ára upp í 26 ára. Bifreið: Lada, árg, ’87. Starf: Leikari með meiru. Laun: Fastakaupið er um 85 þús- und á mánuði. Áhugamál: Það er fyrst og fremst leikhúsið en þar fyrir utan hestar og menn. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þrjár tölur en ég gleymdi að sækja tvö hundruð kall- inn sem ég vann vegna þess að ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en löngu seinna. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að vinna með góðu fólki. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að gera ekki neitt. Uppáhaldsmatur: Það er eiginlega fiskur i hvaða formi sem er. Ég hef gaman af að elda sjálfúr. Uppáhaldsdrykkur: íslenska lind- arvatnið, Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag að þínu mati? Tví- mælalaust Geiri þegar hann var nærri búinn aö sigra í skeiði á Garpi Guðnýjar konu sinnar bæði í Tungunum og austur á Skeiðum. Uppáhaldstimarit: Erfitt að segja til um það - ég les helst leikhús- tímarit. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Ég er alltaf að sjá sætar stelpur, Ertu hlynntur eða andvigur rikis- stjórninni? Bæði og. Mér finnst hún hafa staðið sig mjög illa í menning- armálum. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Það væri gaman að hitta fullt af fólki. Ég hefði til dæmis mjög gaman af aö hitta Dario Fo en ég hef verið náiægt því tvisvar en allt- af misst af honum. Uppáhaldsleikari: Ætli ég svari því ekki svo aö þaö sé leikhópur LR á góðum degi. Uppáhaldsleikkona: Sigríður Lá- retta Jónsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Erlingur frændi sem syngúr í óperunni í Köln. Uppáhaldsstjómmálamaður: Við getum mikið lært af Jacques Lange, menningarmálaráðherra Frakka. Uppáhaidssjónvarpsefni: Það er nú þetta litla sem framleitt er af ís- lensku efni bæði góðu og vondu. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Alltaf á móti. Meðan herinn er má draga sjálfstæði okkar í efa. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Hlusta minna og minna á út- varp eftir því sem rásunum fiölgar og er eiginlega hættur þvi. Uppáhaldsútvarpsmaður: Mér fannst alltíaf mjög notalegt að hlusta á Jóhannes Arason lesa fréttir en nú er hann hættur. Hvort horftr þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Ég hef ekki afruglara. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng- inn sérstakur. Uppáhaldsskemmtistaður: Nú er maður hættur aö fara út aö skemmta sér svo það er eiginlega leikhúsið. Uppáhaldsfélag í iþróttum? Ég gekk ungur til liðs við UMF Reyni á Helhssandi. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Hef enga fimm ára áætlun né heldur fimm hundruð daga en er alltaf í stellingum til að takast á við það óvænta. Hvað gerðir þú i sumarfríinu? Vann við húsið mitt-sem ég lét flytja frá Bergstaðastræti á Skerplugötu og hef veriö að gera upp. Auk þess fór sumarfríið í aö skrifa þættina fyrir Sjónvarpið. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.