Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Page 16
16 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990. Skák Björgvin Jónsson gerði sér litið fyrir og varð einn i 2. sæti á fyrsta heimsmeistaramóti stúdenta i Odessa í Úkraínu. Gott veganesti til Novi Sad - Björgvin annar á HM stúdenta og Margeir deildi efsta sæti í Vín Ef marka má frammistöðu tveggja liðsmanna íslensku ólymp- íusveitarinnar á skákmótum er- lendis nýverið þarf sveitin engu að kvíða á ólymíumótinu sem hefst í Novi Sad í Júgóslavíu eftir rétta viku. Björgvin Jónsson gerði sér litið fyrir og varð einn í 2. sæti á fyrsta heimsmeistaramóti stúdenta í Odessa í Úkraínu og Margeir Pét- ursson deildi efsta sæti á opnu móti í Vín ásamt fimm öðrum. Margeir hefur verið iðinn við kolann að undanförnu og hefur óneitanlega náð aö hrista duglega af sér ólánsvofuna sem elti hann á íslandsmótinu á Höfn á dögunum. Skammt er síðan Margeir fór með sverð og skjöld til Sviss þar sem hann varð efstur við þriðja mann í San Bernardino. Og nú bætir hann Vínarborg í Austurríki á landvinningakortið. Mótið í Vín var opið og tefldu þar liðlega 180 skákmeistarar. Margeir vann flestar skákir allra á mótinu, sex að tölu, gerði tvö jafntefli en tapaði fyrir Pólverjanum Wojtki- ewicz. Útkoman varð 7 v. af 9 mögu- legum en sömu vinningatölu fengu Wojtkiewicz, Sovétmennirnir Gav- rikov, Krasenkov og Kengis og Tékkinn Ftacnik. Björgvin sterkur Heimsmeistaramót stúdenta í Odessa var hiö fyrsta sinnar teg- undar, án þess aö um sveitakeppni væri að ræða. Reyndar léku móts- haidarar sér að því að reikna sam- anlagðan árangur þriggja bestu frá hveiju landi og fundu þannig út sovéskan sigur. Björgvin var eini íslendingurinn á mótinu en „sveit“ hans var þó nálægt miðju! Sigurvegari í einstaklingskeppn- inni var Búlgarinn D. Trifunov sem hlaut 7 v. af 9 mögulegum. Björgvin varð einn í 2. sæti með 6,5 v. og í 3.-8. sæti komu síöan Neverov - stigahæsti keppandinn og kunnur unglingameistari í Sovétríkjunum, landi hans Belikov; Grabowski og Pieniazek (Póllandi), Mrva (Tékkó- slóvakiu) og Thesing (Þýskalandi) sem allir fengu 6 v. Sigurvegarinn, Trifunov, fór létt í gegnum mótið: Vann fimm fyrstu skákimar og fjögur stutt jafntefli í síðustu umferðunum nægðu hon- um til sigurs. Björgvin komst á góðan sprett með því að vinna tvær fyrstu skákirnar en tapaði tveim næstu, m.a. fyrir Trifunov í þriðju umferð. En góður endasprettur - 4,5 v. úr 5 síðustu skákunum - tryggði honum 2. sætið. Árangur Björgvins er sérlega glæsilegur og sýnir enn aö hann er mjög vaxandi skákmaður. Eflaust hefur Björgvin um leið afl- að sér dýrmætrar reynslu en skák- mót austur í Sovétríkjunum eru gjarnan harður og góður skóli. Þess má geta aö margir hafa farið flatt á því að tefla á sínu fyrsta móti þar í landi við misjafnlega erfiðar að- stæður. í ljósi þess er árangur Björgvins enn eftirtektarverðari. Gott veganesti á ólympíumótið í Novi Sad. Skoðum skák Björgvins úr síð- ustu umferö er hann átti í höggi við Pólveijann Grabowski. Björg- vin átti hálfum vinningi minna en andstæöingurinn og deildi þriðja sæti. Því var til mikils að vinna. Skákin varð gríðarlega flókin og má nærri geta að taugar keppenda hafi verið þandar. Þrátt fyrir tíma- hrak tókst Björgvin að snúa á Pól- veijann og um síðir leiddi hann skákina farsællega til lykta. Hvítt: A. Grabowski Svart: Björgvin Jónsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. 0-6 Bd7 5. c3 a6 6. Ba4 c4 7. Bc2 Rf6 8. b3 cxb3 9. axb3 g6 10. d4 Bg7 11. h3 0-6 12. Be3 Hc8 13. Dd2 Dc7 14. c4 e6 15. Rc3 b5! Björgvin hefur fengið heldur þrengri stööu eftir byijunina en er þó greinilega hvergi banginn. Eftir síðasta leik hans verður taflið æði flókið. Hvorki gengur nú 16. cxb5?, né 16. Hxa6, vegna 16. - Rb4! o.s.frv. 16. Bd3 bxc4 17. bxc4 Ra5 18. e5 Re8! 19. exd6 Rxd6 20. c5 20. - Rb3! 21. Da2 Eftir 21. cxd6 Dxc3 22. Dxc3 Hxc3 23. Hadl a5! á svartur góð færi í endataflinu. Leikur hvíts virðist lofa góðu en Björgvin hefur reikn- að nákvæmt. 21. - Rxal 22. Bf4 e5! 23. Rxe5 Rb5! Björgvin er orðinn tímanaumur en fetar þó einstígið. Ekki er að sjá að hvítur eigi vinningsleið í þessari annars flóknu stöðu. Ef nú 24. Rxb5 Bxb5 25. Bxb5 axb5 26. Rxg6, lumar svartur á millileiknum 26. - Ha8! og ef 27. Db2 Da7! og valdar riddara sinn á al - og vinnur. 24. Rd5 Be6! Aftur eini leikurinn en nú átti Björgvin aðeins fimm mínútur eftir af umhugsunartímanum, á sextán leiki. 25. Bc4? Hvítur, sem á nægan tíma, þolir ekki spennuna. Hann á ekkert betra en 25. Rxc7 Bxa2 26. Rxb5, sem Björgvin hafði hugsað sér að svara með 26. - Rc2! Þessa mögn- uðu stöðu má rekja áfram með 27. Skák Jón L. Árnason Rd6 Rxd4 28. Rxc8 Hxc8 29. Bxa6 Hxc5 og líklegt er að taflinu ljúki með jafntefli þótt hvítur eigi enn eftir að yfirstíga ákveðna erfiö- leika. 25. - Bxd5 26. Bxd5 Rc3 Nú á svartur vinningsstöðu. 27. Dc4 Rxd5 28. Dxd5 Dd8 29. Rd7 Rc2 30. Bg5 Dc7 31. Rxf8 Hxf8 32. Hdl Rxd4 Björgvin hugsaði nú um það eitt að ná tímamörkunum og leikur því sem hendi er næst. 33. Hxd4 Bxd4 34. Dxd4 He8 35. f4 Dc6 36. Kf2 De4 37. Dd2 a5 38. Dxa5 f6 39. Bh6 De3+ 40. Kfl Dd3+ 41. Kgl Dg3 42. Kfl De3? I staö 42. - Dh4 sem vinnur bisk- upinn og skákina í leiknum leikur Björgvin af sér og nú þarf hann að hafa meira fyrir sigrinum. 43. Da2+ De6 44. Df2 Kf7 45. Dd2 Dc4+ 46. Kgl Dxc5+ 47. Kh2 g5!? 48. fxg5 De5+ 49. Kgl f5 50. Dd7 + He7 51. Da4? Eftir 51. Dd2 getur hvítur veitt harðvítugt viðnám. Nú leikur hann sig beint í mát þótt Björgvin kjósi að fara eina hringfelð fyrst. 51. - Dc5+ 52. Kh2 Dd6+ 53. Kgl Hel+ 54. Kf2 Dd2+ 55. Kg3 He3 + 56. Kh2 Dd6+ 57. Kgl Hel+ 58. Kf2 Dd2+ 59. Kg3 Dc3+! - Og hvítur gafst upp því að eftir 60. Kh2 De5+ er stutt í mátiö. Hannes langefstur Hannes Hlífar Stefánsson hefur hlotið 7 v. af 8 mögulegum í A- flokki á haustmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem nú stendur yfir í Faxafeni, og hefur örugga forystu. Þröstur Þórhallsson og Sigurður Daði Sigfússon hafa 5,5 v., Róbert Harðarson 5 v., Helgi Áss Grétars- son 4,5 v., Dan Hansson og Snorri Bergsson 4 v. og aðrir minna. Níunda umferð var tefld í gær- kvöld en úrsht höfðu ekki borist er blaðið fór í prentun. Á morgun, sunnudag, veröur tíunda umferð tefld en mótinu lýkur á miðviku- dag. í B-flokki var Magnús Öm Úlfars- son efstur með 6,5 v. og Ragnar Fjalar Sævarsson og Halldór Páls- son deildu 2. sæti með 5,5 v. Óðinn Gunnarsson og Sigurbjörn Árnason voru efstur í C-flokki með 6 v. í D-flokki voru Jóhann H. Sig- urðsson, Hlíðar Þór Hreinsson og Stefán Freyr Guðmundsson efstir og jafnir með 5,5 v. John Ontiveros og Bragi Þorfinnsson, sem aðeins er 9 ára gamall, höfðu forystu í E-flokki með 6 v. Hannes hefur teflt af miklu ör- yggi og vaðið yfir mótherja sína einn af öðrum. Lítum á snaggara- legan sigur hans gegn Þresti Arna- syni sem hefur átt óvenjuslakt mót eftir frækilega frammistööu á Skákþingi íslands á Höfn. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Þröstur Árnason Hollensk vörn. 1. d4 e6 2. c4 Bb4+ 3. Rd2 b6 4. Dc2 Bb7 5. a3 Bxd2+ 6. Bxd2 f5 7. Rh3 Rf6 8. f3 d6 9. e3 Rbd7 10. Bd3 (LO 11. Rf4 De7 12. d5 exd5 13. Bxf5 d4 14. 0-0 dxe315. Hael Re5 16. Hxe3 Bc8 17. Bxc8 Haxc8 18. Rd3 Rfd7 19. Rxe5 Rxe5 20. Bc3 Dg5 21. De4 Rg6 8 " I £ Ó 7 i á A A 6 A A * 9h 4 A W 3 A & S& ABCDEFGH 22. f4!! Rxf4? í ljós kemur að þetta peð er eitrað þótt erfitt sé að sjá djúpa hugmynd Hannesar fyrir. Ef Þröstur hefði skynjað hættuna hefði hann reynt 22. - Df5 þótt hvítur standi betur. 23. Hg3 Dc5+ 24. Khl Rg6 Eða 24. - Rh5 25. De6+ Kh8 26. Hgf3! meö vinningsstöðu. 25. De6+ Kh8 26. Hfi! Re5 Leiðir beint til taps en eftir hið eölilega 26. - Hxfi 27. Dxfi Hg8 kemur í ljós hvað fyrir Hannesi vakti með peðsfórninni: Eftir 28. Hxg6! hxg6 29. Dxg6 er svartur al- gjörlega bjargarlaus gegn 30. Dh6 mát - ef 29. - De3 30. Dh5 + Dh6 31. Dxh6 mát. Lagleg staða. 27. Hgxg7! Og svartur gafst upp. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.