Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990. er minn farmiði um heiminn Reynir Traustason, DV, Flateyri: Trúbadúrinn á danska pöbbnum spilar hefðbundin kráarlög. Enska og danska slagara í bland. Það er stemmning eins og hún gerist best. Gestirnir syngja með, komnir óra- vegu frá amstri hversdagsins. Nokkrir íslendingar slangra inn uppfulhr af þjóðarrembu og sann- færðir um skilningsleysi danskra kráargesta á íslenskri tungu. Þeir eru ósparir á athugasemdir um gömlu drottnarana dönsku. Þeir sitja við borð næst trúbadúrnum og láta sér vel líka fram eftir kvöldi undir söng og hljóðfæraslætti. Þeg- ar líður að brottför varpar einn þeirra fram þeirri uppástungu að þeir gefi spilaranum þjórfé að hætti innfæddra. Það þótti félögum hans tilvalið og var ákveöið að kóróna kvöldið með því að fíflast í hinum danska söngfugli. Reyndist vera togarajaxl Varð úr að þeir smöiuðu saman íslenskum smáaurum og létu í þar til gerða skál við hliö söngvarans. Sú athugasemd fylgdi gjöílnni að hann mætti vel og lengi njóta þess- ara auðæfa. Það færðist skelfingar- svipur yfir andlit þessara fulltrúa íslensku þjóðarinnar þegar meint- ur Dani þakkaði fyrir sig á íslensku og með greinilegum vestfirskum framburði. Fyrrum togarajaxl frá Flateyri, Siggi Björns, reri þarna á miö danskra kráargesta í stað Hala- miöa áður. „Ég hef aldrei ætlað að gera spilamennskuna að lifibrauði. Maður horfði til þess sem púki að veröa skipstjóri eða eitthvað í þá áttina. Enda var það almennt við- horf þegar strákar voru að alast upp á Flateyri með bryggjuna sem þungamiöjuna í tilverunni," segir Sigurður Björnsson í viðtali við DV. Upphaf atvinnumennskunnar má rekja til þess að Guðmundur Rúnar Lúðvíksson var að spila á Fógetanum og það tókust kynni með honum og Sigga sem leiddu til þess að þeir spiluðu saman nokkr- um sinnum. Með þeim félögum tókst góður kunningsskapur enda báðir sprottnir úr sama jarðvegi og báðir togarasjómenn. Það var svo fyrir þremur árum að Siggi sagði upp góðu togaraplássi á Gylli ÍS, hinum aflasæla togara Flateyringa, pakk- aði niöur, þurrkaði rykiö af gítarn- um og hélt út í heim. Síðan hafa spor hans víða legið. Hann hefur skemmt gestum á Nýja-Sjálandi, i Danmörku, Noregi og víðar. Undirbýr Japansferö Þegar þessi grein kemur lesend- um fyrir sjónir er hánn í Dan- mörku og undirbýr ferö til Japans. Kvótakerfið allt að drepa Með kvótakerfinu er kerfisbund- ið verið að leggja niður ákveðnar byggðir á íslandi. Dæmi upi áhrif kvóta á afkomu manna sá ég þegar ég var að spila á krá einni. Þar voru samankomnar áhafnir tveggja síðustu laxveiðibátanna dönsku. Gítarinn er farmiði Sigga um heiminn. Siggi, sem er fyrrverandi sjómað- ur, telur að kvótakerfið sé að leggja landsbyggðina í auðn. DV-myndir Reynir Traustason Þegar sjómennirnir áttuðu sig á því að ég væri íslendingur og þar af leiðandi þátttakandi í að svipta þá atvinnunni gerðu þeir sig líklega til að hjóla í mig. Ég náði þó að róa þá niöur þegar ég hafði gert þeim grein fyrir því að ég væri í raun í sömu sporum. Minnkandi kvóti og pöbbunum alltaf að fjölga, það ástand hefði orðið til þess að ég hætti á sjónum og hellti mér út í þennan bransa. Eftir þessa röksemdafærslu var ég orðinn þjáningabróðir þeirra og kaupið mitt þetta kvöldið fór í að splæsa á þá bjór.“ / - rætt við Sigga Björns, farandsöngvara frá Flateyri „Ég byrjaði að spila 14 ára með hljómsveitum.aðallega á sumrin á sveitaböllum. í þá daga var aðalat- riði að spila og vera stjarna í ein-, hverju sveitarfélaginu.“ Fyrir átta árum hætti Siggi allri neyslu áfengis og hefur ekki bragð- að það síðan. Hann er þó fordóma- laus gagnvart annarra drykkju eins og kemur fram í máli hans. „Tölfræði segir að 15 til 20% fari illa út úr brennivíni, þá eru heil 80% eftir sem kunna með það að fara. Þó að ég sé einn þeirra sem komið hafa óorði á brennivín þá breytir það ekki tölfræðilegum staðreyndum. í bransanum nú orð- ið er lítiö um sukk miðað við það sem áður var. Blóminn af íslensk- um poppurum lifir nú reglusömu lífi.“ Ekki hefur gengið alveg þrauta- laust hjá Sigga að skapa sér nafn í bransanum. Hann hefur þurft að leggja ýmislegt á sig til að koma sér á framfæri. „Fyrst þegar ég byrjaði að spila úti í Noregi þurfti ég aö spila úti á götu til að ná sambandi annaðhvort við tónlistarmennina eða eigendur pöbbanna. Það er alltaf einhvers staðar lykilpersóna sem hefur áhrif er nægja til aö koma manni aö ein- hvers staðar." 211 tónleikar á árinu Nú er svo komið að hann er einn af 10 trúbadúrum í Danmörku sem næg verkefni hafa. Eins og sjá má af því að hann er búinn að spila opinberlega 211 sinnum á árinu. Þá er hann kominn með umboðsað- ila í Noregi. Hann er búinn að gefa út tvær kassettur með lögum, sem hann er með á dagskrá sinni, og svo á hann lög á svokallaöri Vest- fjarðaplötu. Hnignun íslenskrar landsbyggð- ar er Sigga mikið áhyggjuefni. Hann segist finna breytingar til hins verra í hvert sinn er hann kemur heim eftir fjarvistir erlend- is. „Mér finnst mjög svipað að koma heim og tala við fólk hér og aö koma til Borgundarhólms. Það er talað um það sama. Bátar eru aðgerðk- lausir. Heima vegna kvótans en þarna úti vegna þess að Eystrasaltið er aö fúlna. Þetta fólk á það sameigin- legt að hafa lifað og starfað við fisk kynslóð fram af kynslóð. Það þekk- ir ekkert annaö. Svo allt í einu eru komnir þeir tímar að lokað er á afkomumögu- leika þessa fólks að miklu eða öllu leyti. Hér heima sé ég fyrir mér aö flot- inn kemur til með að raöast á ör- fárra hendur á næstu árum. Reyndar hefur þetta þegar gerst í nokkrum mæli, þaö nægir að benda á fyrirtæki á borð við Samherja. Hræddurvið kvöldið sem klikkar Siggi er ekkert á leiðinni að hætta á næstunni spilamennskunni og flökkulífinu. Þ6 fylgir þessu ákveð- ið óöryggi eins og kemur fram í orðum hans. „Maður er alltaf hræddur viö kvöldið sem khkkar. Þó að allt gangi upp núna er kannski allt annað uppi á teningnum á morgun. Á meðan fólk vill hlusta á það sem ég hef fram að færa þá held ég áfram. Þetta gefur mér kost á að sjá mig um í heiminum. Gítarinn er minn farmiði."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.