Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Side 31
LÁUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990. 43 dv___________________________________Vísnaþáttur Frá elstu tímum Islandsbyggðar í síöasta þætti mínum endurbirti ég meinlausa vísu, sem ég eftir á sá aö smekklegra heföi veriö aö oröa aðeins öðruvísi, og lýsti því nánar hvert tilefni hennar var. Ég sagði frá orðaskiptum mínum við erlendan þjón sem mér þótti tala viðfelldnari íslensku en ætla mætti að sjálfsagt væri í þeim málglund- roða, sem nú er algengastur á viö- skiptastöðum, en við gömul hjón höföum fengið okkur kaffisopa í nýrri stórverslun. Viö höfðum komið inn í búðina í sólskini og blíðu, eftir skamma vist þar var mikil umbreyting að koma út, rign- ing og moldarpollar á leiðinni í Kópavogsvagninn. En vegna þéss að þetta átti að vera smápistill lenti ég í vandræðum með að stytta mál mitt. Hér kemur því sá hlutinn sem ég varð að fella niður, en mér fannst aö ekki mætti fara í bréfa- körfuna. Þó að um íslenska stöku væri að ræða og líkingamál hennar að nokkru sótt í heldur hvumleiðan þátt íslenskra umferðarmála fyrir gangandi fólk í þéttbýlinu, voru þessi orð til viðbótar því sem pláss- ið leyfði mér að birta. En fleira kemur hér við sögu: Líf danska góðskáldsins H.C. Ander- sens og ævintýri hans um egg svansins, sem lenti ekki á réttum stað, heldur í hreiður hversdags- legrar andamömmu, og þaðan í ungahóp hennar, og virtist af ann- arlegum uppruna. Útkoman varð samt einn af þeim fuglum sem fæddur var til „ódauðlegra söngva". Kannski var þetta dulartákn hins undarlega skálds af konungaætt- um, sem fæddur var og uppalinn meðal alþýðufólks, en sýndi ýmis merki fyrirmennsku og hefðar. Skáldum gefast óteljandi tækifæri til sjálfshafningar, en jafnframt til hins gagnstæða. Feluleikir eru hka þeirra líf og yndi. Rétt er að geta þess aö ekki munu til heimildir um skoðun skáldsins á konunglegum uppruna hans. Hann afneitaði aldr- ei foreldri sínu. Forn sjávarvísa Ætlun mín var að birta sýnis- homavísu frá elstu tímum íslands- byggðar, og enn eldri, eins og þessa eftir Óttarr svarta, sem uppi var á fyrstu öld okkar, kannski fyrr, vís- ur sem í eyrum nútímamanna eru fyrst og fremst fagrar í hljómi. En meiri lærdóm en ég á yfir að ráða þarf til þess aö gera okkur fullvel skiljanlega. Hún er svona skrifuð nú: Skáruð sköfnu stýri, skaut, sylgháar bylgjur, lék viö hún á hreini hlunns, þat er drósir spunnu. í tveimur síðari línunum er skips- kenning og seglsins minnt á iðju kvenna. - Þær ófu efni í seglin. ÚrRímnavöku, sem útkom 1959 Það er óþarfi að tala um aldur Vísnaþáttur Sveinbjörns Beinteinssonar frá Draghálsi og kynna gráa skeggiö hans. Frægust af þessu öllu, sem hér ber að nefna, er kvæðarödd hans. En henni ætla ég ekki að gefa neina einkunn. Hvort tveggja er að ég hef engan raddmæli né heldur vit á kveðskaparhljóðum. En eitt get ég sagt með töluverðri þekk- ingu. Ég hef kynnst náið mörgum mönnum sem örugglega verða að teljast skemmtilegir og í senn yfir- lætislausir og ljúfir. Hann er einn þeirra. Og þó að þetta fari að nálg- ast eftirmælahljóð hjá mér, ætla ég ekki að strika út eitt orö. Oft hef ég vitnað í vísur eftir Sveinbjörn goða, og kannski geri ég það síðar, en ég á ekki að þurfa þess nú. Hér á borðinu fyrir framan mig er miðlungsstór bók, og rúm- lega það. Hún heitir Rímnavaka á tuttugustu öld, eöa eitthvað nærri því, og aftast er innlímd snyrtileg hlífðarkápa með nöfnum 31 höf- undar sem allir eru vel rímhæfir á sínum bestu árum, einmitt þegar skegg skáldsins og trúarhöfðingj- ans var dekkst og girnilegast heimasætum að vefja lögðum þess og lokkum um fingur sér. Nú er Sveinbjörn nokkru eldri. Bókin kom út 1959 og óvenju smekkvís- lega hönnuð af Herði Ágústssyni listmálara. Ég gef lesendum mín- um aðeins bragð aö þessu sinni. En bókin á að liggja góðan tíma á borðinu hjá mér, og mun ég grípa til hennar öðru hvoru. Jóhannes úr Kötlum, f. 1899, er elstur þeirra sem hér átti efni. Þeg- ar bókin kom út nutum við þeirrar ánægju að hafa hann sprelllifandi hjá okkur. Mörg skáld höfum við vinir hans misst á liðnum árum, en það eru fleiri en ég, sem kynnu að segja: Hvern trega ég meir en hann? En sum skáld getum við aldrei misst. Kvæðin hans tryggja okkur alltaf nokkuð af honum. Hér er vitnað í Afmælisrímu, sem ort var til Jóns Rafnssonar 1949. En þeir voru jafnaldrar og lengi sam- herjar í rauðustu fylkingu lands- ins: Rekkur heitir Rafnsson Jón, rauðan skreytir bolsatrón. íhaldssveitar svarin flón segja’ann eitrað bölvað flón. En við getum ekki haldið neinni röð á vísunum. Grípum niður næstum af handahófi. Við tökum þessa úr mansöngnum: Armi spenna gullhlaðsgrund, garma brenna heitri lund, barminn kenna á hringahrund, harmi og penna fleygja um stund. Löngum sá á landi og sjó logum bláum um sig sló og frá gráum hrammi hjó hvergi smáa arðránskló. Augu ljónsins urðu smeyk, öfugsónsins hrygla veik, mútuþjónsins þjótta bleik, þegar Jónsi fór á kreik. Fjallið gnata gerði bratt, gífur rata tóku hratt, margur kratinn fór þá flatt feigur í matarpottinn datt. Hreint var valiö hugarmiö: hjartakalið þjófalið, svart og galið fékk ei frið. Félagi Stalín glotti við. Þetta er aðeins sýnishorn úr rímu Jóhannesar til Jóns Rafnssonar, vísum ruglað og sleppt úr. Meira verður ekki að þessu sinni tekið úr sýnisbók rímna á okkar öld. Seinna gæti svo komið bragð af svari eða þakkarorðum Jóns Rafnssonar, sem ekki var heldur loppinn eða léku stílvopnin laust i höndum. Jón úr Vör PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJANESKJÖRDÆMI • PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJA W W < r </) 02 O r W W O 02 cu Q 02 O r W m w z < r w >< w 02 < z z < S HH Q H Cfl w w < r C/3 02 O '-j W w O 02 Oh Ég vil minna alla stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi á prófkjör flokksins sem er í dag frá 9.00 til 20.00 á auglýst- um stöðum í hverju sveitarfélagi. Ég vek sérstaka athygli á því að prófkjörið er opið öllum stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins en ekki aðeins flokksbundnu fólki. Ég sækist eftir þriðja sæti á lista flokksins í komandi kosningum og bið um tilstyrk ykkar til þess. Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Sveins Hjartar Hjartarsonar er í Hamraborg 5, Kópavogi. Opið í dag meðan á prófkjöri stendur. Símar 41290, 41244 og 42450. M <Z5 * c- O 73 D PO O' «_ 0: ?o V) r *n H 2 <75 2 > z 2 > 73 r 7i c- > 2 cn 71 c_ O: 73 O 2 PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJANESKJÖRDÆMI • PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.