Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Síða 33
LAUGARDAGUR 10. NÓYEMBKR 1990. 45 Handknattleikur unglinga Valur var aðeins einu marki frá því aö komast í undanúrslit Reykjavíkur- mótsins en þessi mynd er frá viðureign þeirra gegn Gróttu í Lego-mótinu sem greint verður frá í DV um næstu helgi Reykjavíkurmót 5. flokks karla: Val vantaði eitt mark Hart var barist í seinni umferö Reykjavíkurmóts 5. flokks karla en leikið var í Réttarholtsskóla. Þrjú liö í hvorum riðli áttu góöan möguleika á aö komast í undanúrslit og var því ljóst aö eitthvað yröi undan aö láta áður en Ijóst yröi hvaða hö kæmust áfram. ÍRog Fram bæði taplaus í A-riðli börðust lið ÍR, Fram og KR harðri baráttu og tókst Leikni ekki aö þessu sinni að blanda sér í þá baráttu en þeir töpuöu öllum leikj- um sínum aö þessu sinni. ÍR tryggði sér efsta sætiö í riðlinum með því aö vinna KR og Leikni en leikur Fram og ÍR vár mjög jafn og spennandi og endaði meö jafntefli, 13-13. Baráttan um annaö sætið stóð á milli Fram og KR eins ogáöur sagði Umsjón: Heimir Ríkarðsson og Lárus H. Lárusson og dugði Fram jafntefli í viöureign- inni við vængbrotið hð KR sem hafði misst einn leikmanna sinna vegna meiðsla í leiknum gegn ÍR. Fram vann þennan leik með yfirburðum, 10-5, og var sigur þeirra aldrei í hættu. Lið ÍR og Fram komu þvi tap- laus frá seinni umferðinni og verða örugglega sterk í vetur Eittmark skildi Val ogVíking að Fylkir vann alla leiki sína í B-riðli og mætir hði Fram í undanúrslitum. Valur og Víkingur áttust við í úrslita- leik um annað sætið og var mjótt á mununum að þessu sinni. í fyrri umferðinni vann Valur með tveggja marka mun og varð Víkingur að vinna leikinn með minnst þriggja marka mun til að tryggja sér annað sætið í riðlinum. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en þá kom góður leikkafli hjá Víkingi og stefndi allt í öruggan sigur þeirra. Valsmenn voru þó ekki búnir að segja sitt síð- asta og söxuðu jafnt og þétt á forskot Víkinga. Á síðustu mínútunum var mikil spenna í Réttarholtskóla en það voru heimamenn, Víkingar, sem hrósuöu sigri, 17-14, og leika því á móti ÍR í undanúrslitum. Valur hefur á að skipa skemmti- legu liði sem að þessu sinni verður að sætta sig við þriðja sætið. Fjölnir lék einnig í þessum riðh og tapaði öllum leikjum sínum. Reykjavíkurmót 5. flokks kvenna: Víkingar hefndu ófaranna gegn ÍR hafði endað með sigri ÍR, 8-2. Vam- arleikur liðanna að þessu sinni var aðalsmerki þeirra og endaði stór- skemmtilegur leikur með sigri Vík- ings, 6-5. Þessi sigur Víkings dugði þeim þó ekki'þar sem ÍR hreppir efsta sætið vegna hagstæðari markatölu. Víkingur og ÍR unnu Val og Fylki en Valur tryggði sér þriðja sætið með því að vinna Fylki, 4-3. í undanúrshtum mætast því hð ÍR og Fram annars vegar og KR og Víkings hins vegar sunnudaginn 25. nóvember. í íþróttahúsi Fjölnis fór seinni umferð Reykjavíkurmóts 5. flokks kvenna og var leikið sem fyrr í tveimur riðlum. KRvann meó fullu húsi stiga í A-riöli unnu KR-ingar stóra sigra á Fram og Fjölni og tryggöu sér efsta sætið með miklum yfir- burðum. Fram tryggði sér síðan sæti í undanúrshtunum með því að vinna Fjölni örugglega, 8-1. Fjölnir varð því í þriðja sæti rið- ilsins þar sem Leiknir mætti ekki til leiks. Víkingar sneru dæminuvið í B-riðli áttust við hð Víkings, Vals, Fylkis og ÍR. Baráttan um efstu sætin stóð á milli Víkings og ÍR sem hafði unnið alla leiki sína í fyrri umferðinni. Víkingar mættu mun betur und- irbúnir til leiks að þessu sinni gegn ÍR en fyrri viðureign þessara liða Vikingar skora eitt marka sinna gegn Fylki en lið Víkinga kom mjög ákveðið til leiks að þessu sinni og hefndu fyrir ósigurinn gegn ÍR i fyrri umferðinni. 4. flokkur karla: Fr am og Valur unnu alla leiki sína Gífurleg spenna í 4. flokki kvenna í Reykjavíkurmóti 4. flokks karla unnu Framarar öruggan sigur í A- riðli og voru það helst KR-ingar sem veittu þeim einhveija mótspyrnu. Framarar máttu tapa seinni viður- eign þessara hða með þremur mörk- um án þess að missa af efsta sætinu. Leikur þessara liða var skemmtileg- ur á að horfa og endaði með þriggja marka sigri Framara sem urðu því efstir í A-riðli en KR-ingar enduöu í ööru sæti. ÍR bar sigurorð af Fjölni í báðum leikjum þessara liða og endaði því í þriðja sæti en Fjölnir vermdi botn- sætið. í B-riðli stóð baráttan milli Vals og Víkings og tryggði Valur sér efsta sætið með því að vinna alla leiki sína í báðum umferðunum. Leikur Vals og Víkings var úrslita- leikur þessa riðils en Valur vann í jafnri og skemmtilegri viðureign. Víkingar hafa farið illa út úr Reykjavíkurmótinu að þessu sinni en tveir af leikmönnum liðsins hafa lent á sjúkrahsta eftir slæm meiðsli. Leiknir og Fylkir léku einnig í þess- um riðli en tókst ekki aö blanda sér í toppbaráttuna. Það verða því liö Fram og Víkings sem eigast við í undanúrslitum 4. flokks karla annars vegar og Vals og Víkings hins vegar sunnudaginn 18. nóvember. sér sæti í undanúr- slitum Um síðastu helgi var leikið í Reykjavíkurmóti 3. flokks kvenna. Áttust við hð Fram, Vals og ÍR í fyrri umferðinni en nú brá svo við að ÍR-ingar, sem voru öruggir með annað sætið í riðlinum, mættu ekki til leiks og færðu Val sæti í undanúrslitum á silfurfati. Nokkurt jafnræði var meö hð- um Vals og Fram framan af leik þeirra en Framarar voru þó ávallt með yfirhöndina og unnu sanngjarnan sigur á Val, 11-9. Þrátt fyrir að ÍR hafl ekki mætt til leiks í seinni umferöinni urðu hð Vals og ÍR jöfn að stigum en þar sem báðir leikir ÍR verða dæmdir hðinu tapaðir meö markatölunni 10-0 nær Valur aö vera með hægstæöari markatölu. í hinu nýja og glæsilega íþrótta- húsi Fjölnis í Grafarvogi fór fram keppni í 4. flokki kvenna um síðustu helgi. Fram vann Val, Fylki og Leikni og heldur þar af leiðandi 1. sæti síns riðils, Valur vann síðan Fylki og Leikni og loks sigraði Fylkir hð Leiknis. í hinum riðlinum sigraði KR báða andstæðinga sína og Víkingar tryggðu sér annað sætið með því að sigra ÍR. KRsterkari Leikur Víkings og KR var jafn og spennandi ahan tímann og urðu lokatölur þær að KR skoraði 5 mörk gegn aðeins 3 mörkum Víkings. í hálfleik var staðan 2-0 KR í vil. Fram-stúlkur ótrúlega ákveðnar Leikur Fram og Vals svipaði til leiks KR og Víkings að því leyti til að leikurinn var mjög jafn og spenn- andi en í þessum leik voru skoruð fleiri mörk. Jafnt var á flestum tölum og var staðan í hálfleik 9-9 en lokatöl- ur 18-17. Næstu leikir Það verða því Fram og Víkingur sem mætast í öðrum undanúrslita- leik Reykjavíkurmóts 4. flokks kvenna en í hinum etja kappi lið KR og Vals og verða báðir leikimir sunnudaginn 18. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.