Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Frjalst,ohaö dagblað
Erm reynt að leysa farmannadeiluna í morgun:
„Nyja“ krafan
lögð til hliðar?
Þrátt fyrir yfirlýsingar um við- an. Samninganefnd Farmanna- samningana í hnút. Samkvæmt þvi
ræðuslit mílli útgerðarmanna og sambandsins mun ræða saman nú semGuðjónsagðiimorgunerFar-
yfirmanna á fiskiskipum í gær var í morgunsárið áður en farið verður mannasambandið ekki að ræða um
efnt til nýs sáttafundar í morgun á sáttafund,“ sagði Guðjón A. nýjar kröfur heldur þrjú atriöi sem
tii þess að gera úrslitadJraun til að Kristjánsson, formaður FFSÍ, í hafa verið i umræðunni allan tím-
komast hjá verkfalli. Takist ekki samtali við DV í morgun. ann.
samningar í kjaradeilu Farmanna- Þaö sem samninganefnd far- Sáttafundur í deilunni hófst í
sambandsins og Landssambands manna mun ræða áður en hún morgun en verkfallið hefst í dag ef
íslenskra útvegsmanna skellur sjó- heldur á sáttafund er útfærsla á ekki tekst að semja.
mannaverkfall á í dag. þremur atriðum samninganna. -S.dór
„Ég er svo sem ekkert bjartsýnn í gær sögðu talsmenn útvegs- ., . .
á að samningar takist í dag. Þetta manna að nýjar kröfur frá Far- — Sjá eilinig blS. 2
hefur verið ótrúiega fast allt sam- mannasambandinu heíðu sett
Veðriðámorgun:
Kólnar
nyrðra
Á morgun verður hæg, breyti-
leg átt og yfirleitt úrkomulaust.
Skýjað vestaniands og á annesj-
um norðaustanlands, en annars
léttskýjað.. Það verður nokkurt
frost inn til landsins en heldur fer
hlýnandi vestanlands. Frostið
eykst hins vegar nyrðra. Frost á
bilinu 0-7 stig.
LOKI
Formaður Þjóðar-
flokksins er Ijóslega að
færasig nærþjóðinni!
Ritstjóm - AuQÍýsingar - Áskrift - Dreífing: Sími 2702S
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990.
/mmö,
Hamrahlíðarskólinn:
Tveggja pilta
leitað í nótt
- brutust inn 1 húsið
Lögreglan og starfsmenn í Mennta-
skólanum viö Hamrahlíð leituðu
tveggja pilta í nótt sem brutust inn í
bygginguna.
Um klukkan eitt var tilkynnt um
pilta sem voru að sparka í hurð á
norðurhlið hússins. Lögreglan fór á
vettvang. Ekki varð vart við manna-
ferðir. Þegar lögreglan var að fara í
burtu sáust tveir menn inni. Annar
var að klifra út um glugga á austur-
hlið. Kallað var á fleiri lögreglumenn
þegar í stað svo og starfsmenn skól-
ans. Leit var hafin aö piltunum og
var farið um allt húsið.
Þegar inn var komið kom í ljós að
hurðum hafði verið sparkað upp og
hleri spenntur frá í kaffistofu.
Lögreglan vaktaði húsið fram eftir
nóttu en ekkert sást til piltanna.
Ekki er útilokað að piltarnir hafi fal-
ið sig í byggingunni í nótt. Þeir höfðu
ekki náðst þegar DV fór í prentun.
í morgun fann húsvörðurinn pípu
sem talin er vera eftir piltana: „Þegar
ég kom að þvottahúsinu sá ég strax
að þeir höfðu verið þarna. Trérimlar,
sem voru fyrir glugganum, höfðu
verið spenntir í burtu og þeir höfðu
náð að skríða út um þetta. Ég hélt
að enginn kæmist inn um svona
rifu,“ sagði húsvörðurinn í samtali
við DV í morgun.
Hann segir að innbrotsmennirnir
hafi verið í leðurbuxum og svörtum
skóm með gylltri tá. -ÓTT
Þj óðarflokkurinn:
Pétur f ram
í Reykjavík
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Nær fullvíst má telja að Pétur
Vaidimarsson, formaður Þjóðar-
flokksins, skipi efsta sæti á lista
flokksins í Reykjavík við kosning-
arnar til Alþingis næsta vor.
Þjóðarflokksmenn vinna þessa
dagana að uppstillingu á listum sín-
um víða um landið en flokkurinn
mun bjóða fram í öllum kjördæmum
landsins. Til þessa hefur verið rætt
um að Pétur skipi efsta sæti á lista
flokksins í sínu heimakjördæmi,
Norðurlandi eystra, en heimildir DV,
sem eru áreiðanlegar, segja að allt
bendi til þess að formaðurinn muni
leiða flokkinn í höfuðborginni.
Sömu heimildir telja að Ámi Stein-
ar Jóhannsson, garðyrkjustjóri á
Akureyri, muni skipa efsta sæti á
lista flokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystfa.
Landsfundi flokksins, sem halda
átti í Ölfusborgum um næstu helgi,
hefur verið frestað fram yfir áramót.
Þingmenn reyna stundum að gera margt í einu. Hér eru Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson
menntamálaráðherra að greiða atkvæði og spjalla saman um eitthvað allt annað á meðan. Fyrir
aftan þá réttir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra upp hönd. DV-mynd GVA
Jóhannes Markússon:
Ekki ákveðið
hvað ég geri
við peningana
Jóhannes Markússon, stærsti hlut-
hafinn í Flugleiðum af einstakling-
um, hefur selt Landsbréfum hf. og
fleirum hlutabréf í Flugleiðum að
nafnvirði 38,5 milljónir króna. Sölu-
verðið var um 90,5 milljónir.
Sölugengi bréfa Jóhannesar var
2,35 sem er talsvert hærra en Sigurð-
ur Helgason, stjórnarformaður Flug-
leiða, fékk á dögunum en hann seldi
genginu 2,20.
„Eg sel ekki allan minn hlut. Ég
nýtti forkaupsrétt minn í hlutafjár-
útboðinu Flugleiða nýlega. Á meðan
ég sel fyrir um rúmar 90 milljónir
hef keypt aftur fyrir um 21 milljón,"
sagði Jóhannes í morgun við DV.
Jóhannes hefur verið hluthafi í
Flugleiðum frá árinu 1946 er hann
hóf störf sem flugstjóri hjá Loftleið-
um. „Þetta byrjaði smátt. Ég eignað-
ist snemma minn fyrsta hlut í félag-
inu og síðan hefur hann verið að
smáaukast."
- Margir spyrja sig nú hvað þú
ætlir að gera við þá peninga sem þú
færð með sölunni til Landsbréfa.
„Ég hef ekki ákveðið ennþá hvað
ég geri fram yfir það sem ég hef þeg-
ar keypt af nýjum bréfum í Flugleið-
um með forkaupsrétti mínum.“ -JGH
TapfyrirFrökkum
íslendingar töpuðu fyrir Frökkum
með 1 '/; vinningi gegn 2 'A í þriðju
umferð á ólympíuskákmótsins í
Júgóslavíu í gær. Helgi Ólafssoii,
Jóhann Hjartarson og Margeir Pét-
ursson sömdu allir um jafntefli í sín-
um skákum. Jón L. Árnason tapaði
hins vegar fyrir Santo-Roman. Hafði
Jón betri stöðu framan af en slæmur
aíleikur leiddi til taps.
íslendingar eru með 7 vinninga eft-
ir þrjár umferðir, Júgóslavar og
Bandaríkjamenn eru efstir og jafnir
meö 10 vinninga. -hlh
Gasolían hækkar
Verðlagsráð ákvað á fundi sínum í
gær að hækka verð á gasolíu um 17,1
prósent frá og með deginum í dag.
Hækkar lítrinn til skipa því úr 21
krónu í 24,60 krónur. Þessi hækkun
er tahn auka útgjöld útgerðarinnar
um 720 milljónir króna miðað við
notkunflotansíheiitár. -JGH
Ekiðáöáradreng
Ekið var á fimm ára dreng á Álf-
hólsvegi um klukkan sjö í gær-
kvöldi. Hann var fluttur með sjúkra-
bíl á slysadeild.
Að sögn lögreglu fór betur en á
horfðist þvi drengurinn slapp óbrot-
inn. -ÓTT